Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Fríða systir mín er flogin út í bláinn, með drauma sína og þrá- r.Yndisleg og góð flýg- ur hún á vit hins ókunna, frjáls frá hörmulegum veik- indum. Ég minnist þín litla systir mín sem alltaf varst að vernda þá sem minna mega sín. Trippið hún Toppa með næstum hvítt hár og þvertopp, svo undur björt og kraftmikil. Ég minnist þín að bjarga ána- möðkum úr pollum, að safna möðkum og pöddum handa fuglunum sem kötturinn síðan étur. Fríða með blóð- risa handleggi eftir þennan and- styggðar kött sem étið hafði ungana hennar, hún hjalar við kisa sinn. „Þetta máttu ekki gera kisi minn. Varstu svona svangur? Ég skal gefa þér mjólk.“ Fríða litla grátandi yfir öllu þessu óréttlæti. Táraflóðið engu líkt. Mamma með fallega krukku til að safna tárunum handa rósunum í garðinum okkar. Þá getur litla systir brosað gegnum tárafossinn og hlát- urinn hennar þegar hún þýtur með krukkuna út í garð svo kitlandi og lit- ríkur eins og regnbogi. Fríða að syngja Jesú bróðir besti yfir dánum ungum og músum.Tungl- ið strandað uppi á Háuklöppum og Fríða litla skoppar upp á klappir með svuntuna sína útbreidda að bjarga tunglinu. Vill gefa það pabba sínum, en úbbs tunglið flogið upp á himininn. Við systurnar með álfakex í poka handa vinum okkar, álfunum sem búa í Klöppunum, kexköku með syk- urtopp stungið inn í hverja rifu. Fríða litla með jólagrautinn sinn í skál handa músunum í kjallaranum, enginn má vera svangur á jólunum. Fríða unglingur í heimsókn og sumarvinnu á Patró, ástfangin af honum Tedda sem hún giftist og eignast með tvær alveg frábærar stelpur Hebu og Heiðu. ✝ Fríða Aðal-steinsdóttir fæddist á Akureyri 26. október 1942. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. júlí sl. Útför Fríðu fór fram frá Akureyr- arkirkju 31. júlí sl. Við systkinin með börnin okkar hjá ömmu og afa í Kletta- borg, Konni stóri bróð- ir þenur harmonikuna, sólin skín, blómin anga og dansinn dunar á grænu grasi. Ham- ingja í bæ. Fríða orðin ein með stelpurnar sín- ar, stundum grunnt á tárunum en líka stutt í hláturinn. Fríða frænka alltaf með opinn faðminn ef börnin mín þarfnast hjálpar eða félagsskapar. Fríða aftur með tindrandi augu, ástfangin af Jóa. Tveir flottir strákar Siggi og Addi eru afrakstur þeirrar ástar. Öll jólin sem við áttum saman með þessi fallegu börn, hátíð í hjarta og hefðirnar hennar mömmu. Aldrei gleymist ferðin okkar í fjör- una fyrir austan með krakkahópinn á leið til Tryggva bróður á Kópaskeri, vaðið í köldum sjónum og skórnir farnir á flot. Þvílíkur buslugangur og kæti. Fríða aftur orðin ein með börnin sín. Fríða mín fullorðin kona og veikin farin að brjóta niður þrekið, samt svo ung og hláturmild. Með stóra hjartað vinnur hún við að hjálpa þeim sem ekki hafa getu til að lifa lífinu óstudd- ir, fullorðnum mönnum sem ekki hafa vald á hreyfingum eða tjáningu. Fríða stolt amma umvafin börnum og barnabörnum sem veita henni endalausa gleði. Betri mömmu og ömmu er ekki hægt að finna, hún seg- ir sögur og ævintýr, amma sem kann að hlusta, hugga og gleðjast með. Elsku systir mín takk fyrir allt sem þú veittir okkur. Fljúgðu hátt og megi kærleiksöfl alheimsins umvefja þig hvert sem för þinni er heitið. Þórey systir. Vertu sæl amma mín. Ég mun sárt sakna fiskibollanna sem þú ein gast eldað svo frábærlega. Ég mun aldrei gleyma öllum okkar „ef“ samræðum sem hægt var að ræða fram og til baka aftur og aftur. Þú hjálpaðir mér oft á tíðum gegnum erfiða tíma, og varst ávallt að gefa mér eitthvað. Býst við því að það sem ég er að reyna að segja sé takk, fyrir öll þau skiptin sem ég gleymdi því. Ingi. Elsku amma mín. Ég trúi ekki að þú sért farin. Þetta gerðist svo fljótt. En nú veit ég að þú er komin á betri stað og líður miklu betur. Þú varst stórmerkileg kona og hafðir mjög mikil áhrif á líf mitt og ég vil þakka þér fyrir það. Elsku amma mín ég sakna þín svo mikið. Ég vil þakka þér fyrir öll ferðalögin, ísrúntana og öll samtölin sem við áttum, bara við tvær. Takk fyrir að koma á alla fótboltaleiki hjá mér og elda uppáhalds matinn minn, kjötbollur með stöppu. Engin gerir eins gott og þú. Takk fyrir allt hrósið sem þú gafst mér á nánast hverjum degi. Takk fyrir að láta mér líða vel þegar ég var sorgmædd og takk fyrir að koma á fegurðarsamkeppnina, ég veit að þú notaðir alla þína krafta til þess að koma og sjá Sóley þína á svið- inu. Þú varst svo stolt af mér. Að lok- um vil ég þakka þér fyrir að elska mig eins og ég er. En fyrst og fremst þakka ég þér fyrir að vera mamma pabba míns. Elsku fallega amma mín, hvíldu í friði, ég elska þig alla mína tíð. Ég veit að þú fylgist með okkur. Þúsund kossar og eilíf ást. Þín Sóley. Elsku amma, ég vildi bara segja takk fyrir allar þær stundir sem við vorum saman. Ég mun alltaf minnast ferðanna okkar á Glerártorg að kaupa ís og ég mun alltaf muna hvað við skemmtum okkur vel þegar við rúntuðum um bæinn. Takk fyrir allar sögurnar sem þú sagðir okkur systk- inunum. Ég mun alltaf muna hvað ég var glöð þegar ég sá þig bíða eftir mér fyrir framan skólann þótt þú vissir ekki hvenær ég var búinn í hon- um á daginn. Við vorum svo sann- arlega bestu vinkonur. Það var svo gaman að spila alltaf rommí við þig og hvernig þú talaðir við mig eins og að ég væri fullorðin þótt ég væri bara 12 ára. Ég man hvað okkur fannst gaman þegar ég, þú, Hreiðar og Jói vorum með þér og við fórum alltaf í hvísluleik eftir að við vorum komin heim frá Kjarnaskógi. Við fórum líka svo oft í Jólahúsið þó að það væri há- sumar og þú gafst okkur alltaf pening til að fara og óska okkur í óskabrunn- inum. Við skemmtum okkur alltaf konunglega saman. Þú varst líka allt- af að gefa okkur pening svo við gæt- um keypt allt sem okkur langaði í. Við gátum alltaf komið til þín á sumr- in þegar mamma og pabbi voru að vinna og fengið okkur hádegismat hjá þér. Ég veit að ég mun aldrei geta þakkað þér nógu mikið en ég vil bara segja; Takk fyrir mig amma, ég elska þig svo mikið. Ég veit að þú munt alltaf vaka yfir mér. Þín nafna, Fríða Kristín. Elsku amma mín, það er mjög sárt að missa þig þar sem allir héldu að þetta myndi lagast. Takk fyrir allar ferðirnar sem þú tókst okkur með í, niður í fjöru, í Vaglaskóg, lystigarð- inn og margt fleira sem þú hefur gert. Þú varst alltaf til staðar ef okk- ur vantaði mat eða okkur leiddist. Amma mín ég hef alltaf elskað þig. Þinn, Hreiðar Kristinn. Elsku Fríða frænka, mig langar til að þakka þér fyrir að hafa verið hluti af lífi mínu alla tíð. Ég á svo erfitt með að átta mig á því að þú skulir vera farin og að ég eigi ekki eftir að sjá þig oftar. Sem betur fer á ég margar góðar minningar um þig, elsku frænka, og þær munu aldrei gleymast. Elsku Heba, Heiða, Siggi og Addi. Sendi ykkur og fjölskyldum ykkar mínar innilegustu samúðarkveðjur og megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín frænka, Sigurrós Tryggvadóttir. Elskuleg Fríða frænka mín er lát- in. Ekki óraði mig fyrir því að ég væri að kveðja hana í síðasta sinn eftir af- mælisveisluna hennar mömmu í lok maí. Æskuminningar hafa streymt fram síðustu daga og tengjast þær margar stundum með Fríðu frænku og fjölskyldu hennar. Oftar en ekki eru það ég, Laula systir og Addi frændi sem erum eitthvað að bralla. Stundum að hrekkja Sigga frænda og Steina bróður. Fríða frænka pass- aði mig oft sem barn og leyfði mér að skottast í kringum sig. Fyrir það er ég afar þakklát. Ég gleymi ekki hversu spennt ég var um jólin að heilsa jólasveininum sem amma bjó til og Fríða frænka passaði. Þær stundir hafa sérstakan ljóma í mínum huga. Einnig eru mér ógleymanlegar afmælisveislurnar hans Adda frænda. Pylsupartý af bestu gerð og halinn teiknaður á kúna. Í gegnum árin fylgdist Fríða frænka vel með því sem ég tók mér fyrir hendur. Á öllum stærri tíma- mótum í lífi mínu hafði hún samband og sýndi mér þannig að hún var stolt af litlu frænku sinni. Hún hefur ávallt sýnt mér og minni fjölskyldu mikinn hlýhug. Fríða frænka var viðstödd skírn allra barna okkar Hössa og er það okkur mjög dýrmætt. Sérstak- lega þótti okkur vænt um að hún gat verið við skírn Þórhalls Árna nú í vor þrátt fyrir veikindi sín. Okkur Hössa þótti einnig mjög vænt um fallegu frænku- og afmæliskveðjurnar henn- ar Fríðu frænku sem hún sendi okk- ur á Barnalandi. Það var greinilegt að þar leit hún oft við og fylgdist vel með börnunum okkar. Þegar ég var lítil stelpa sagði mamma mér sögur af þeim systrun- um og eru tvær þeirra mér sérstak- lega minnistæðar. Annars vegar er um að ræða söguna þegar Fríða frænka hleypur upp á Klettaborgar- klappirnar til að bjarga tunglinu og hins vegar sagan af álfunum sem borðuðu brauðið sem hún og mamma gáfu þeim. Ég er fyrir löngu farin að segja mínum börnum sögurnar þann- ig að þær munu ekki gleymast. Það er með sárum söknuði sem við fjölskyldan kveðjum Fríðu frænku. Börnum hennar, tengdabörnum, barnabörnum og systkinum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðju. Guð vera með ykkur. Þórey og Höskuldur. Elsku Fríða frænka mín er dáin. Fréttin um andlát hennar kom mér ekki á óvart en það var engu að síður sárt, óendanlega sárt að fá þær frétt- ir. Fríða frænka var frænka af guðs náð. Hún var systir pabba míns og besta vinkona mömmu minnar. Hún tók þátt í öllum stóru stundunum í fjölskyldu minni. Hún studdi mig á erfiðum tímum, bað fyrir mér og lét sig varða þegar ég gekk í gegnum erfiðleika. Hún gladdist líka með mér á gleðistundum. Fyrir nokkrum vikum hittumst við Fríða í útskriftarveislu hjá Rósu systur minni. Þá var haft á orði að ég væri svo lík Fríðu og ég man að ég sagði henni að ég væri stolt af því. Elsku Fríða frænka, ég vona að þú vitir að ég meinti það af öllu hjarta. Fríða var falleg kona og hjartahlý sem mér þótti mjög vænt um. Úr bernskuminningum mínum minnist ég Fríðu frænku í heimsókn hjá okkur á Þórshöfn og síðar á Kópaskeri. Ég minnist hennar á heimili hennar í Stórholti að búa til heimsins bestu kjötbollur. Ég minn- ist hennar á heimili hennar í Skarðs- hlíð að prjóna sokka úr lituðum lopa. Síðari ár minnist ég hennar helst á heimili foreldra minna þar sem við hittumst oft og áttum góðar stundir. Ég er viss um að amma Kristín, afi Aðalsteinn og litli bróðir þinn hafa tekið vel á móti þér, elsku frænka mín. Litlu englarnir mínir hafa líka tekið á móti þér og ég veit að þú vefur þá örmum þínum. Við lítum til baka en langt þurfum ei ljúfustu mynd til að finna alúðarbrosið þitt bjart og hreint berst nú til ástvina þinna. Það bros alltaf vermdi og vakti á ný vongleði í barnsins hjarta og kærleikans höndin þín mild og hlý hrakti burt skuggana svarta. Nú biðjum við Guð að gefa þér góða heimkomu og bjarta og allt það sem gerðir þökkum við hér þökkum af öllu hjarta. (Höf. Guðfinna Árnadóttir) Elsku Heba, Heiða, Siggi, Addi og fjölskyldur, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur sendi ég ykkur. Pabbi, mamma, Konni og Eyja, innilegar samúðarkveðjur til ykkar líka. Minn- ingin lifir um góða konu. Sólveig Tryggvadóttir. Nú sit ég hér hljóður og hugsi og horfi yfir gömul kynni. Og söknuður breytist í blessun og bæn yfir minningu þinni. (Sig. Friðjóns.) Elsku Fríða mín, nú ert þú horfin af braut sem ég er ósátt við. Svo alltof alltof fljótt frá okkur öllum sem þótti svo undurvænt um þig. Þú varst dugleg í veikindum þínum og barst þig alltaf vel, með brosið þitt bjarta. Ég var heppin að eignast vináttu þína á skólaárum okkar. Við gerðum margt skemmtilegt, hlógum mikið saman, oft af engu eða litlu tilefni. Þú varst í sveit á Dagverðareyri eitt sumar, ég kom hjólandi til þín frá Akureyri í heimsókn eina helgi, það fannst okkur heilt ævintýri. Margar ferðirnar fórum við með kaffi á brúsa og smurt brauð, eitthvað út í móa. Vinsælt var hjá okkur að fara í berja- mó. Alltaf höfðum við nóg um að spjalla, meðal annars um bókmennt- ir, ljóð og ekki síst ættfræði, þar varst þú aldeilis fróð. Þegar á brattann var að sækja í líf- inu, stóðst þú ávallt upprétt. Eins og þú varst, Fríða mín, mikil tilfinningavera. Þú hafðir ríka rétt- lætiskennd og varst góðum gáfum gædd. Hugurinn sveimar fram og aftur yfir liðna tíð. Ég geri mér nú ekki al- veg grein fyrir framtíðinni án þín. Í bókinni Vinir sem þú gafst mér stendur: Þögn og fjarlægð eru samofnar sannri vináttu. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf.) Á kveðjustund þakka ég og fjöl- skyldan mín, tryggð og vináttu frá fyrstu tíð. Elsku Heba, Heiða, Siggi, Addi, barnabörnin og aðrir ástvinir, hug- heilar samúðarkveðjur, Guð gefi ykk- ur styrk. Ég kveð þig með sömu orðum og þú kvaddir mig svo oft með. Bless, kæra vinkona mín. Þín æskuvinkona, Auður. Þá er hún Fríða mágkona mín dá- in, ég sat hjá henni ásamt Tryggva og börnum hennar þegar hún skildi við. Það var svo sárt að horfa á hana fara frá okkur en hún var svo sannarlega Fríða Aðalsteinsdóttir Og því var allt svo hljótt við helför þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega þá blómgast enn og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Takk fyrir allt og allt, kæra tengdamamma. Þinn, Hreiðar. HINSTA KVEÐJA Nú er hún Magga horfin úr þessum heimi, sem er auðvitað leiðin okkar allra. Mig langar að minnast hennar í fáum orðum. Tryggð henn- ar og vinátta gegnum langa ævi fæst seint fullþökkuð. Þegar ég sem barn var að alast upp í Jökuldal er ein af mínum fyrstu minningum um fallegu stúlkuna sem hafði flust úr dalnum og átti heima á Seyðisfirði og kom öðru hverju ásamt Guðfinnu móður- systur sinni, sem var kona Þorfinns frænda míns. Þetta fólk hélt alltaf tryggð við dalinn og íbúa hans. Það var alltaf eins og jólin væru komin þegar þau voru á ferðinni, allt fullt af sælgæti sem var nú ekki daglegt brauð í þá daga. En minnisstæðust er mér samt Magga, hvað hún var falleg og fín og ljúf í alla staði og þannig var hún allt sitt líf. Ekki fundum við nokkurn tímann fyrir því að hún þættist yfir okkur sveita- stelpurnar hafin, þótt hún hefði alist upp að hluta til í kaupstað við aðrar Margrét Pétursdóttir ✝ Margrét Péturs-dóttir fæddist á Hákonarstöðum á Jökuldal 29. nóv- ember 1917. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 25. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram 7. júlí aðstæður. Gegnum ár- in stóð okkur alltaf op- ið heimili hennar í Reykjavík og alltaf var Magga fús að leysa úr hverjum vanda. Sér- lega reyndist hún vel Guðrúnu systur minni, sem var einhleyp og bjó í Reykjavík. Magga átti við ýmsa erfiðleika að stríða framan af ævinni, en aldrei brást hún á nokkurn hátt, hún sá um gamla heilsulitla móður sína til hinstu stundar henn- ar. Magga missti sinn ágæta mann árið 1984 og öðru stóru áfalli varð hún fyrir er Ósvald sonur hennar lést af slysförum á besta aldri árið 1995, en Magga stóð af sér allar raunir og var alltaf hin hlýja ynd- islega amma og langamma, sem allir afkomendur elskuðu. Við höfðum ekki mikinn samgang á seinni árum, enda báðar á kafi í eigin fjölskyldumálum en við hitt- umst þó öðru hverju hjá sameigin- legri vinkonu. Magga glímdi við versnandi heilsu og elli kerlingu síð- ustu ár og var því trúlega hvíldinni fegin. Með hjartanlegri þökk fyrir allt óska ég henni góðrar ferðar til hins ókunna. Afkomendum hennar votta ég samúð mína. Ragna S. Gunnarsdóttir frá Arnórsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.