Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 18
Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Fyrir tæpum aldarfjórðungi, nánartiltekið árið 1984, ákvað OlivierLeflaive að slíta sig fráfjölskyldufyrirtækinu Domaine Leflaive og hefja framleiðslu á vínum undir eigin nafni. Þetta var stórt skref, enda Do- maine Leflaive með virtari framleiðendum í Bourgogne. Hann hefur hins vegar haslað sér völl sem hágæðaframleiðandi og það er mikill fengur í því að vín hans skuli frá og með síðustu mánaðamótum vera fáanleg á Íslandi í fyrsta skipti. “ Olivier Leflaive „Les Sétilles“ 2006 er hvítvín sem ber einföldustu appelation- skilgreininguna í Búrgundí eða „AOC Bour- gogne“. Þetta er engu að síður hörkuvín. Djúpur reykblandaður sítrusávöxtur, van- illa og smjör, þétt og feitt í munni. 2.090 krónur. 90/100 Olivier Leflaive „Les deux Rives Chablis“ 2006 er toppklassa Chablis. Þurr steinefna- kenndur ilmur, brennisteinn, sítrónubörkur og fíkjur. Þétt og langt, straumlínulagað og tignarlegt. 2.190 krónur. 92/100 Annar ungur Frakki sem hóf eigin rekst- ur um svipað leyti er Pascal Jolivet. Fjöl- skylda hans hafði verið tengd vínframleiðslu í Loire um langt skeið en átti engar eigin ekrur. Pascal Jolivet starfaði í fyrstu fyrir Yndisleg frönsk og hvít kampavínshúsið Pommery en stofnaði sitt eigið fyrirtæki í Poilly-sur-Loire árið 1982. Reksturinn var smár í sniðum í fyrstu en smám saman fór hann jafnt sem orðspor vínanna að vinda upp á sig. Í dag er Pascal Jolivet einn virtasti vínframleiðandi San- cerre og Pouilly-Fumé-vína en í þessum tveimur þorpum, Sancerre og Pouilly, nær Sauvignon Blanc hvað hæstum hæðum í heiminum. Pascal Jolivet Pouilly-Fumé „Les Grivot- tes“ 2007 er gott dæmi um hvers vegna þessi vín hafa náð jafnmiklum vinsældum og raun ber vitni. Fersk angan af ferskjum, greip, stikilsberjum og kryddjurtum, jafn- vel bergamot eins og í Earl Grey-tei. Þétt og ferskt, langt og elegant. 2.900 krónur. 91/100 Höldum okkur í Frakklandi og förum suður í Rhone-dalinn en þaðan kemur létt og lipurt rauðvín sem fer vel með léttum sumarmáltíðum. Joseph Pellerin Cotes-du-Rhone 2006 er milt – það er hreinn og tær rauður berjaá- vöxtur og rabarbari, einfalt, mjúkt og þægi- legt. 1.590 krónur. 88/100 Og við leyfum einu góðu Nýja-heimsvíni að fljóta með en það kemur frá Suður- Afríku. Glen Carlou Tortoise Hill 2005 er þægilegt og sumarlegt rauðvín, þétt með plómusultu og bláberjum í nefi, vel upp- byggt og þokkafullt. 1.740 krónur. 88/100 Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is Gönguhópur Félags sam-kynhneigðra foreldraverður mun stærri í GayPride-göngunni á morg- un, en síðustu ár. Enda hefur samkynhneigðum foreldrum fjölg- að til muna eftir að lesbíum var heimilað að fara í tæknifrjóvgun með lagabreytingum árið 2006. „Samkynhneigðir foreldrar og börn þeirra ásamt öðrum fjöl- skyldumeðlimum upphefja ólík fjölskylduform í göngunni í ár undir yfirskriftinni „Stoltar fjöl- skyldur“,“ segir Kolbrún Edda Sigurhansdóttir sem ásamt Guð- rúnu Óskarsdóttur fer fyrir hópn- um. Í ár fagna aðstandendur hags- muna- og baráttusamtakanna Samtökin 7́8 þrjátíu ára afmæli fé- lagsins. Margt hefur áunnist í réttindabaráttu tví- og samkyn- hneigðra á síðustu árum og mega samkynhneigðir nú m.a. staðfesta samvist í kirkju. Skilningur meðal barnanna Guðrún segist lítið verða vör við fordóma gagnvart börnum sam- kynhneigðra foreldra. „Ég held að þekkingarleysi sé orsök fordóm- anna ef þeir eru til staðar. En það er eðlilegt að fólk spyrji um fjöl- skyldumynstur okkar því þjóðfé- lagið mótast af vísitölufjölskyld- unni sem inniheldur börn og foreldri sitt af hvoru kyni.“ Kolbrún Edda bætir við að for- dómar hafi minnkað gagnvart ólíku fjölskyldumynstri, enda séu sífellt fleiri fjölskyldur sem eru ólíkar hinni stöðluðu vísitölu- fjölskyldu. „Með hjálp frá sam- félaginu og skólakerfinu held ég að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu. Skólakerfið verður stöðugt að takast á við ólík fjölskyldumynstur. Nú eru til dæmis sífellt fleiri börn sem koma frá ólíkum menningarheimum. Eftir því sem þeim fjölgar sem ekki falla inn í staðlað form þá hættir fólk smám saman að spyrja. Þekkingin byggist upp og verður að lokum til staðar.“ Kolbrún segir börn samkyn- hneigðra sýna ólíkum fjölskyldu- mynstrum mesta skilninginn af öllum. „Fyrir barnið er ekkert eðlilegra en sú fjölskylda sem um- vefur það, hvernig sem hún svo er uppbyggð.“ Morgunblaðið/Valdís Thor Stoltar mæður Dagný Steinunn Hjörvarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Kolbrún Edda Sigurhansdóttir eru í óðaönn að undirbúa fjölskylduhluta Gay Pride-göngunnar. „Fyrir barnið er ekkert eðlilegra en sú fjöl- skylda sem umvefur það, hvernig sem hún er svo uppbyggð.“ Stoltar fjölskyldur í Gay Pride |föstudagur|8. 8. 2008| mbl.is daglegtlíf Elísabet Rut Haraldsdóttir er 13 ára og er að taka þátt í sinni þriðju Gay Pride-hátíð í ár ásamt yngri bróður sínum Alex Una, móður sinni Lilju Torfadóttur og konu hennar Kolbrúnu Ósk Skafta- dóttur. Elísabet Rut segir rosalega skemmtilegt að taka þátt í göng- unni enda sé það mikil upplifun, stuð og gleði. Hún segir að sér hafi aldrei ver- ið strítt vegna fjölskyldu sinnar en hún sé stundum spurð af jafnöldrum sínum af forvitni. „Ég þarf stundum að svara spurningum um hvernig ég og bræður mínir urðum til. En vinkonur mínar sem þekkja mig vita að mamma og Kolla eru lesbíur og finnst það alveg eðlilegt.“ Elísabet Rut segist hlakka mikið til göngunnar í ár enda sé yngsti bróðir hennar, Felix Skafti, að taka þátt í henni í fyrsta sinn. Gaman í göngunni Pétur Stefánsson orti í leiðindaaustan hvassviðri sunnanlands með mold og sandfoki frá Mýrdælingum, sem byrgði sýn til fjalla. Blés af krafti um víðan völl, vindur óþrjótandi. Sá ég hvergi í fögur fjöll fyrir Mýrdalssandi. Hálfdan Ármann Björnsson svaraði að bragði: Neytti sólar Norðurland, – nú er misjafnt gefið – meðan Pétur Mýrdalssand mátti taka í nefið. Pétur langaði norður er hann heyrði vísuna: Meðan borgarbúalið berst við moldarvinda, leikur blíðan löngum við landsmenn norðan tinda. Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi var ánægð með veðrið fyrir norðan, en annað truflaði hana: Nú er sól á Norðurlandi nú er logn og sléttur sjór og ægifagurt úti á Sandi. Æ, ég gleymdi að kaupa bjór. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af moldviðri og blíðu vín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.