Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is FJÖLMENNI var við opnun nýrrar og end- urbættrar metandælu í þjónustustöð N1 á Bílds- höfða í dag. Metanið er nú afgreitt með sama hætti og annað eldsneyti en áður var metanið flutt með tönkum á sérstöku svæði. Þá er eldsneytið flutt beint frá Álfsnesi um 10 km leiðslu. Ráðuneytið vinnur með sveitarfélögum Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir ráðuneyti sitt hafa rætt við fimm sveitarfélög um samstarf við að þau taki upp vistvæna hætti varð- andi bifreiðaeign sína. Þá eigi að greiða leið olíufé- laga sem vilji opna s.k. fjölorkustöðvar. Lengst séu viðræðurnar komnar við Reykjanesbæ, en einnig hefur verið rætt við fulltrúa Hafnarfjarðar, Fjarðabyggðar, Hornafjarðar og Akureyrar. „Með þessu erum við að ýta undir að markaður skapist fyrir innlent eldsneyti af þessum toga,“ segir ráðherra og að ávinningurinn felist m.a. í minni innflutningi eldsneytis, minni losun skað- legra lofttegunda auk þess sem þetta sé hagstæð- ara fyrir almenning. „Neytandinn á að hafa val, hann á að hafa tækifæri til að velja. Smám saman mun markaðurinn velja einhverja lausn sem mun duga í töluvert langan tíma,“ segir ráðherra, sem telur boð og bönn á olíufélögin ekki koma til greina. Fleiri fjölorkustöðvar á næstunni  Iðnaðarráðherra opnar endurbætta metandælu á N1-stöð  Ráðuneytið í viðræðum við sveitarfélög um vistvæna orku á landsbyggðinni  Neytendur hafi val um hvaða orku þeir nota Í HNOTSKURN »Í dag er eina metanstöðlandsins á Bíldshöfða. »Fjölorkustöðvarnar eigaað hafa margs konar vist- væna orkugjafa auk hinna hefðbundnu. »Vonir standa til að stöðv-arnar verði orðnar að veruleika í lok næsta árs. »Miðað við orku samsvararverð á metani því að greiddar væru 83,93 kr. fyrir bensínlítrann. »4.000 bílar gætu gengiðfyrir metani af Álfsnesi. Morgunblaðið/Golli Kátir Össur Skarphéðinsson dælir á metanbíl við hlið Hermanns Guðmundssonar, forstjóra N1. FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is UTANVEGAAKSTUR er viðvar- andi vandamál á Íslandi þótt tíðnin gangi í bylgjum. Víða hefur heldur dregið úr akstri utan vega, en land- vörður í Landmannalaugum sagði frá því í Morgunblaðinu í gær að frá mánaðamótum hefðu mikil spell- virki verið unnin í friðlandinu og bæði bílar og hjól skilið eftir slæm sár í jarðvegi. Sama mátti nýlega heyra á landverði í Reykjanesfólkv- angi, þar sem sjá má ljót ummerki eftir akstur mótorhjóla og fjórhjóla í sumar. Afleiðingarnar eru sérstaklega slæmar á viðkvæmum svæðum há- lendisins þar sem gróður hefur rétt um tvo mánuði á ári til að komast á legg, svo umferð ökutækja getur valdið langvarandi skemmdum. Erf- itt hefur þó reynst að taka á þessum málum, m.a. hafa landverðir stund- um gagnrýnt að löggæsla sé ekki nógu virk utan alfaraleiðar en auk þess hefur verið umdeilt hvað telst til aksturs utan vega og hvað ekki. Árið 2006 féllu fjórir sýknudómar í Héraðsdómi Suðurlands þar sem kært var fyrir utanvegaakstur og var ástæða sýknu í öllum tilfellum sú að slóðarnir sem eknir voru töld- ust vegir samkvæmt skilgreiningu umferðarlaga. Dómarar bentu þá á að engin skilgreining er í nátt- úruverndarlögum á hugtakinu „utan vega“, en í umferðarlögum er „veg- ur“ hins vegar skilgreindur mjög vítt. Ætli löggjafinn að taka fyrir akstur á ómerktum slóðum er því þörf á skýrari lýsingu í lögum. 30.000 km kortlagðir Til að bregðast við þessu hafa Landmælingar Íslands unnið að því undanfarin ár að kortleggja vegi og slóða sem liggja utan vegakerfisins. Verkið er langt komið og hafa alls um 30.000 km verið kortlagðir, en mælingum á að ljúka á landsvísu haustið 2009. Í febrúar skipaði umhverf- isráðherra vinnuhóp sem hefur nú hafist handa við að ákvarða, í fram- haldi af vinnu Landmælinga, hvaða slóðum þurfi að loka. Að því loknu verður gefið út kort yfir samþykkta slóða sem færðir verða í reglugerð, og ætti þá enginn að velkjast í vafa um það lengur hvar leyfilegt er að keyra. Sesselja Bjarnadóttir, for- maður hópsins, segir að vinnan gangi vel þótt margt hægi á yf- irferðinni. Horfa þurfi bæði til nátt- úruverndarsjónarmiða og aðgengis almennings að landinu, í samvinnu við hvert sveitarfélag fyrir sig. Enginn tímarammi hefur verið settur á vinnu hópsins og því óvíst hvenær lögin verða skýrari. Í milli- tíðinni virðast fá úrræði vera til að sporna við skemmdum á landinu. Áfram er ekið utan vega  Þrátt fyrir árlegar skemmdir af völdum utanvegaaksturs gengur hægt að taka á vandamálinu  Lagabókstafurinn er óskýr og úrræði í löggæslu takmörkuð Hvernig er löggæslunni háttað? Landhelgisgæslan hefur verið í samvinnu við lögregluna á Hvolsvelli og Selfossi um viku- legt þyrlueftirlit með Suður- landshálendinu þar sem fjöl- förnustu slóðirnar eru. Landverðir hafa þó gagnrýnt að lögreglan sé ekki nógu sýnileg. Þarf virkilega að skilgreina hvað telst utan vegar og hvað ekki? Já, með núverandi lögum hefur reynst erfitt að sakfella menn fyrir að aka á viðkvæmum jarðvegi ef einhvers konar slóði er þar fyrir. Samkvæmt 2. gr. umferðarlaga er vegur skilgreindur á mjög víðan hátt sem „vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bif- reiðastæði eða þess háttar sem notað er til almennrar umferð- ar.“ Eru viðurlög við utanvegaakstri? Já, brot á náttúruverndarlögum geta varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Sekt- argreiðslur hafa verið dæmdar fyrir akstur utan vega, þótt ekki séu mörg dæmi um slíkt. S&S ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra for- dæmir framferði þeirra sem spilla náttúrunni með ut- anvegaakstri. Þetta athæfi sé „ömurlegur vitnisburður um virðingarleysi“ fólks fyrir náttúru landsins, segir ráðherrann. En kemur til greina að takmarka með ein- hverjum hætti akstur fjórhjóla hérlendis eins og gert hefur verið í Noregi? „Í ljósi þess að ökutækjum hvers konar, torfæruhjól- um, fjórhjólum, breyttum bílum og bílum almennt, hefur fjölgað gríðarlega hér á landi á undanförnum árum er það mín skoðun að þessum farartækjum megi ekki aka um hálendi Íslands eins og þar sé nokkurs konar fríríki, svo að vitnað sé til orða landvarðar í Landmannalaugum,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. kjon@mbl.is „Vitnisburður um virðingarleysi“ Ör Myndirnar sýna skemmdir eftir utanvegaakstur í grennd við Borgarvatn, skammt frá Mosfellsbæ. Ör sem þessi eru lengi að gróa. Ljósmynd/Vigdís FRAMKVÆMDASTJÓRI Alþýðu- sambands Íslands, Gylfi Arnbjörns- son, segir brýnt að hugað verði sam- eiginlega að lausnum á efnahagsvandan- um en ekki virðist mikill áhugi á því í ríkisstjórninni. Til greina komi að aðilar vinnu- markaðarins hefjist handa, eins og gert var með þjóðarsátt- inni 1990, um að leita lausna án aðkomu stjórnmála- manna. „Af einhverjum ástæðum hafa stjórnmálamenn ekki tekið þennan bolta. Og ég verð að viðurkenna að mér finnst eins og forystumenn rík- isstjórnarinnar hafi ekki nægilegan pólitískan kjark til að leggjast í þessa vinnu. Auðvitað getur hún ver- ið þess eðlis að hún takist ekki og við sem færum í hana yrðum að axla ábyrgð á því. En það getur vel verið að við þessar aðstæður þurfi vinnu- markaðurinn að taka meira frum- kvæði í málinu eins og var með þjóð- arsáttina. Henni var ekki stýrt af hálfu stjórnmálamannanna, það var vinnumarkaðurinn sem reis upp og bjó til þá lausn.“ Gylfi segir ójafnvægi hafa fengið að leika lausum hala mjög lengi í efnahagslífinu. Bankarnir græða á tá og fingri „Tökum sem dæmi mismunandi stöðu útflutningsgreina annars veg- ar og verslunar og þjónustu hins vegar. Þrátt fyrir þessar hremming- ar skila bankarnir á þriðja og jafnvel fjórða tug prósenta í raunávöxtun eigin fjár. Einhvern veginn mótast öll umræða um aðgerðir af því að það þurfi að bjarga bönkunum en þeir græða á tá og fingri!“ Gylfi segir að menn þurfi að hefja samræður um stöðuna en ótímabært sé að tala um launabreytingar. Hins vegar sé ljóst að fyrirtækin séu nú þegar að hækka álagningu, ekki sé sjálfgefið að lausnin verði að bjarga bara fyrirtækjunum. „Ef menn halda það er það ekki farvegur um samstöðu heldur eru það bara at- vinnurekendur að bjóða okkur upp í dans um átök.“ kjon@mbl.is Lausn án aðkomu stjórnar? Gylfi Arnbjörnsson viðrar þjóðar- sáttarhugmyndir Gylfi Arnbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.