Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 39 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum www.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 564 0000 The Love Guru kl. 8 - 10 B.i. 12 ára WALL • E m/ísl. tali kl. 3:30 D - 5:45 D LEYFÐ Meet Dave kl. 3:30 LEYFÐ Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Skrapp út kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Skrapp út kl. 8 - 10 LÚXUS B.i. 12 ára The Mummy 3 kl. 5:30 D - 8 D - 10:30 D B.i. 12 ára The Mummy 3 kl. 5:30 D LÚXUS B.i. 12 ára eeee 24 stundir SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND SMÁRABÍÓI Sýnd kl. 3:50 og 6 “…einhver besta teiknimynd sem ég hef séð.” – kvikmyndir.is “…ein besta mynd sumarsins…” –USA Today “…meistarverk.” – New York Magazine “…einhver besta teiknimynd sem ég hef séð.” – kvikmyndir.is “…ein besta mynd sumarsins…” –USA Today “…meistarverk.” – New York Magazine FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „FINDING NEMO“ OG „RATATOUILLE“ FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „FINDING NEMO“ OG „RATATOUILLE“ BRENDAN FRASER JET LI Sýnd kl. 3:50, 5:45, 8 og 10:15-POWERSÝNING eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee “Hressir leikarar, skem- mtilegur fílingur og meiriháttar tónlist!” - T.V. - Kvikmyndir.is SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI Stórbrotin ævintýramynd sem allir ættu að hafa gaman af! STÆRSTU OG BESTU ÆVINTÝRIN ERU EINFALDLEGA ÓDAUÐLEG! ...umhugsunar- og athyglisverðasta teiknimynd í áratugi...” “WallE er aftur á móti frábær afþreying ætluð hinum almenna bíógesti, þá einkum stórfjölskyldunni...” S.V. Morgunblaðið “…frábær teiknimynd fyrir alla fjölskylduna. Húmorinn er hárbeittur” – T.K. 24 stundir “...WALL E fær óskarinn sem besta teiknimyndin, enda mynd sem fer fram úr því að vera fjölskylduteiknimynd og yfir í að vera fullorðinsteiknimynd.” “...full af nægum sjarma til að bræða hvert steinhjarta”. - L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið POWER SÝNIN G KL 10 .15 Á STÆRS TA TJALD I LAND SINS M EÐ DIGITA L MYND OG HLJ ÓÐI „ÞETTA ER BESTA BATMAN-MYNDIN, BESTA MYNDASÖGUMYNDIN OG JAFNFRAMT EIN BESTA MYND ÁRSINS...“ -L.I.B.TOPP5.IS MYNDIN SEM ER BÚIN AÐ SLÁ ÖLL AÐSÓKNARMET Í USA! GAGNRÝNENDUR HALDA VART VATNI YFIR ÞESSARI MYND! EF ÞÚ SÉRÐ EINA MYND Á ÁRINU ÞÁ ER ÞETTA MYNDIN! Sýnd kl. 4, 7 og 10 -bara lúxus Sími 553 2075 eee - Tommi - kvikmyndir.is eeee - V.J.V./TOPP5.is/FBL Sýnd kl. 8 og 10:15 SÝND SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI HANN ER SNILLINGUR Í ÁSTUM NÝJASTA GRÍNMYND MIKE MYERS SEM FÆRÐI OKKUR AUSTIN POWERS MYNDIRNAR SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Lýstu eigin útliti. Þessi týpíski Íslendingur, ljós- hærður, bláeygður og hávaxinn … mjög venjulegur held ég. Hvaðan ertu? Borinn og barnfæddur Hafnfirð- ingur. Langar þig ekki til að verða áskrif- andi að Tímariti Máls og menning- ar? (spyr síðasti aðalsmaður, Silja Aðalsteinsdóttir) Ég verð erlendis allan næsta vetur þannig að ég á lítið eftir að spá í ís- lensk tímarit. Nær kreppan til Kína? Það er ekki að sjá allavega, það er allt mjög glæsilegt hérna í kringum okkur. Hvað á að gera þegar sundferlinum lýkur? Það er bara spurning hvenær hon- um lýkur, ég er strax byrjaður á framhaldinu, ég fer í þjálfunina eft- ir að sundferlinum líkur, maður fer ekkert langt frá lauginni. Hvað fer í gegnum hugann áður en þú stingur þér út í? Mest lítið, maður einbeitir sér að smáatriðunum sem maður þarf að gera rétt en aðalatriðið er að tæma hugann svo maður sé ekki að hugsa um alltof mikið í einu. Sundbolur eða sundskýla? Keppnisgalli, sem tæknilega séð er hvorugt. Gull, silfur eða brons? Maður kýs auðvitað gullið fram yfir allt annað. Hefði átt að færa Ólympíuleikana? Nei, íþróttir og pólitík koma hvort öðru ekkert við. Það er engin ástæða til þess að refsa kínversku íþróttahreyfingunni fyrir það, íþróttir og pólitík eru ekki sama tungumál. Aðalkeppinauturinn: Maður er alltaf fyrst og fremst að keppa við sjálfan sig. Kína í þremur orðum: Fjölmennt, heitt og áhugavert. Íslenskar konur í fimm orðum: Fallegar, flóknar, ákveðnar, skemmtilegar og ólýsanlegar. Íslenskir karlmenn í sex orðum: Einfaldir, skemmtilegir – og ver- andi svona einfaldir þurfa þeir ekki fleiri orð. Hver er sérvitrastur í ólympíuhópn- um? Jakob Jóhann Sveinsson, vinnur þetta með yfirburðum. Myndirðu treysta þér til þess að synda yfir Ermarsundið? Ég kýs alltaf frekar heita pottinn heldur en sjóinn. Hvernig myndirðu fagna því að vinna gull? Ég myndi taka upp símann og hringja í alla sem ég þekki og vera hrikalega ánægður með allt og alla. Hvaða bækur hafðirðu með þér á Ólympíuleikana? Ég er með nokkrar bækur eftir rit- höfund að nafni James Patterson. Uppáhaldsbíómynd? Forrest Gump og Braveheart. Hvaða Hafnarfjarðarbrandari á best við um þig? Hafnarfjarðarbrandarar eru bara sagðir af fólki utan Hafnafjarðar. Eitthvað annað en sund sem þig dreymir um að prófa á Ólympíu- leikunum? Við vorum að spá í það nokkur úr sundliðinu að reyna fyrir okkur í krullu á vetrarólympíuleikunum. Hver myndi leika þig í ævisögulegri bíómynd? Maður af nafni Davíð Freyr Þor- marsson, góðvinur minn og lærður leikari, held hann myndi ná því best. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Ætlar þú að fylgjast mikið með Ól- ympíuleikunum og ef svo er hvaða íþrótt fylgist þú mest með? ÖRN ARNARSON AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER FÁNABERI ÍSLANDS Á ÓLYMPÍULEIKUNUM OG STINGUR SÉR FYRSTUR TIL SUNDS Á LEIKUNUM NÆSTA SUNNUDAG. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fánaberi Örn Arnarson mun ekki fara langt frá lauginni eftir að ferl- inum lýkur. ANNAÐ kvöld ætlar Sálin hans Jóns míns að halda tónleika á gamla varnarsvæðinu í Keflavík eða á Vell- inum eins og svæðið er kallað í dag- legu tali. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem sveitin kemur fram á svæðinu en flestar af merkissveitum Íslandssögunnar hafa troðið þar upp enda þótti fyrrum mikill bú- hnykkur að fá „gigg“ á Miðnesheið- inni þar sem allskyns munaðarvarn- ingur var innan seilingar, sem lengi vel var ekki fáanlegur annars stað- ar, t.a.m. bjór og sælgæti ýmiskon- ar. Húsið verður opnað kl. 23 og for- sala er hafin í Gallerí Keflavík. Sálverjar munu annars hita upp fyrir tónleikana á Players í kvöld, föstudagskvöld. Hinn 16. ágúst verður sveitin svo í Þorlákshöfn, 23. ágúst á NASA, 30. ágúst á 800 Bar á Selfossi og loks í Hlégarði í Mosfellsbæ 6. september. Sálin á Vellinum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Forsprakkarnir Stebbi og Gummi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.