Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAU gleðitíðindi hafa nú borist að allt orkuöfl- unarsvæði fyrir hugs- anlegt álver á Bakka við Húsavík fari í heildar- umhverfismat. Nú er því von um að Gjástykki verði bjargað og Þeista- reykjum, sem þessi grein fjallar um, en hún var skrifuð áður en framangreind ákvörðun var tekin, en stendur samt enn fyrir sínu. I. Fyrir utan einn feg- ursta stað sem ég hef augum litið og margoft heimsótt, Hafrahvammagljúfur, eru Þeistareykir ofarlega á perlubandinu sem við hjónin höfum bætt á þau fjörutíu og fimm ár sem við höfum flakkað um öræfi landsins. Þessi nátt- úruperla er ekki stór en skín þeim mun skærar. Það er náttúrulaus mað- ur sem ekki verður fyrir hughrifum í návist hennar. Við komum þar síðast fyrir þremur árum frá Húsavík á leið til Mývatns. Nú var hún Snorrabúð stekkur, vinnuskúrar, vélar og verk- fræðingaumrót um allt. Við höfðum oft gist í skálanum í dásemdarkyrrð þessarar einstöku vinjar í „eyðimörk- inni“. Nú treystum við okkur ekki til að dvelja en ég skrifaði ádrepu í gestabókina þar um heimsku okkar núlifandi Íslendinga, sem tökum ekki tillit til þeirrar náttúru, sem barna-, barnabarna-, barnabarnabarnabörn (o.s.frv.) okkar eiga rétt á að njóta, en við eyðileggjum fyrir stundarhags- muni. Þetta var nýtt fyrir mér, því að áður hafði ég alltaf burðast við að skrifa ljóð í bókina, svo heillaður var ég af þessum undursamlega stað með rjúkandi heitan smálæk, sem nærði nágrennið, skærgrænt grasið engu öðru líkt og hvissandi smáhveri. II. Árið 2006 skrifaði ég grein í þetta blað undir fyrirsögninni: „Þjóð- aratkvæði um Fljótsdalsvirkjun“. Það var mitt framlag, því ég hef hvorki yfir dýnamíti né jarðýtum að ráða, hvað þá doll- urum, bara penna, sem ég tel þrátt fyrir allt að „dropi steininn“. Þess vegna hvet ég alla til að beita þessu „vopni“ meðan árnar renna, því orð eru dýr. Vegna bakveiki gekk ég á hækjum síðasta sinn í Kringilsána fyrir „Nóaflóðið“. Um hugs- anir mínar bundnar náttúrunni orti ég „ljóð“ sem ég þorði ekki að birta, en skrifaði þess í stað grein undir fyrirsögninni „Synda- flóðið“. Upphafsorðin eru svona: „Uppáhalds- hálendið mitt er horfið. Hreindýrin flúin, fuglakvak þagnað og gæsin missir flug. Litlu fossarnir fögru í Kringilsá gráta. Töfrafoss nær ekki að hugga þá. Ekki heldur mig sem kvaddi Kringilsána hinsta sinni í haust. Þar get ég ekki lengur setið með þriggja jökla sýn af Sauða- hnjúkum með Herðubreið í fjarska og beinlínis heyrt þögnina sem um- vefur mann hugarró.“ III. Ég get talað um þessi mál af reynslu, enda Austfirðingur. Til þess að geta borið um eyðileggingu stjórn- valda fórum við hjón í fyrra á Reyð- arfjörð, sem í barnsminni í sveit í Breiðdal var svo fallegur og „kyrr“, þar sem fjöllin pössuðu upp á lygnan fjörðinn og íbúana. Nú fannst mér ég komin í herstöð með óhugnanlegum háloftamöstrum sem klufu fjarð- arbotninn. Við forðuðum okkur hið fyrsta og keyptum ekki einu sinni pylsur eins og við ætluðum að gera! Eftir á að hyggja langar mig til að spyrja, hve margir hafi flutt í fjörðinn í atvinnuleit og þá hvaðan? IV. Við hjónin erum núna á fjórðu ferð okkar á eigin vegum um lönd og strönd, eyðibyggðir, öræfi og jökla landsins. Við tökum tjaldið okkar eins og notað var í síðasta stríði, vikuvistir og erum farin út í buskann, látum veður og vinda ráða för. Þess vegna getum við borið um að hver þuml- ungur, ekki ferkílómetri, sem yfirvöld taka frá okkur og niðjum okkar undir álver, er í raun þjóðarsmán. Álæðið og virkjanabrjálæðið er með þeim en- demum að stjórnmálamenn stilla svo- kallaðri „landsbyggð“ upp eins og sjálfstæðu ríki gagnvart „höfuðborg- arsvæðinu“ og auka þannig á tog- streitu og bjánalegan ríg – allt út á ímynduð atkvæði. Erum við ekki öll Íslendingar sem búum fá og smá í sama landi sem heitir Ísland? V. Ég var fyrir margt löngu íþrótta- þjálfari um nokkurra mánaða skeið á Húsavík, í Mývatnssveit og á Greni- vík og ferðaðist á milli með mjólk- urbílnum. Vann í fiskvinnslu og upp- skipun milli æfinga. Á þessum stöðum kynntist ég undantekning- arlaust bjartsýnu, atorkusömu, æðru- lausu og glaðværu fólki. Aldrei hefði mér komið í hug að þetta fólk, ég segi náttúrufólk, ætti sér sjálft þann draum, eða fyrir afkomendur sína, að vera innilokað á háværum og meng- andi vinnustað með grímu fyrir and- liti til að erlendir orkuþjófar græddu á þeim fyrir heimskupör ráðamanna. Ég get bara ekki trúað því. Til hvers er þá unnið, kæru vinir á Húsavík? Þið getið svo hæglega bjargað ykkur sjálfir, eins og t.d. blómleg ferðaþjón- usta ber vott um. Hvernig er það ann- ars, er einhver atvinnulaus á Húsa- vík? Ætlið þið kannski bændum eða fólki í nágrannabyggðarlögum að taka sig upp og vinna þau verk sem þið sjálf hunsið. VI. Á efri árum skrifar maður í þakk- lætisskyni um þá sem manni hefur þótt vænt um. Ég vona að það verði ekki hlutskipti mitt að þurfa aftur og aftur að skrifa eftirmæli um landið okkar, sem stjórnvöld hægt og bít- andi murka lífið úr „án takmarks og tilgangs“. Þyrmum Þeistareykjum Björn Þ. Guðmunds- son skrifar um náttúru Íslands »Nú er því von um að Gjástykki verði bjargað og Þeistareykjum. Björn Þ Guðmundsson Höfundur er prófessor emeritus við Háskóla Íslands og öræfavinur. Alþingismaður nokkur sagði mér, að í hann hefði verið hringt um daginn vegna almennrar skoðanakönnunar og hann spurður, hvort rétt hefði verið að vísa manni nokkrum héðan til Ítalíu. Hann spurði: Má ræða mál- ið? Nei, hann átti að svara já eða nei. Þannig vilja margir hafa það að leyfa að- eins tvo kosti til um- ræðu og afgreiðslu. Hér verður þvert á móti athugað, hvort leita megi álits þjóð- arinnar um stöðu Ís- lands í Evrópu með raðvali. Eins og lesendum Morg- unblaðsins má vera kunnugt, má með því móti meta rökvíslega af- stöðu til fleiri en tveggja kosta. Í áliti alþingisnefndar í fyrra var það rætt af stillingu, að líf gæti ver- ið utan Evrópska efnahagssvæð- isins og Evrópusambandsins. Þetta kom fram á aðalfundi Heimssýnar í tali tveggja nefndarmanna, Illuga Gunnarssonar og Katrínar Jak- obsdóttur. Ég segi af stillingu, því að lengst af hefur verið fjallað um aðild Íslands að Evrópska efna- hagssvæðinu af þeim trúboðshita, sem fylgdi tali utanríkisráðherrans, þegar tekist var á um aðildina. Þá er það góðs viti um rökræður, þótt þess gæti lítið í fjölmiðlum, að í nefnd stjórnar ríkisins um stöðu Ís- lands, sem nú er að störfum, er Ill- ugi Gunnarsson enn og raunar í forystu ásamt manni úr Brüssel- fylkingunni. Hér raða ég kostum um stöðu Ís- lands eftir fjarlægð þeirra frá vilja ráðastéttarinnar. Þá verður fyrstur sá kostur, að Ísland hafi samskipti við Evrópusambandið samkvæmt EFTA-samningnum; það gerist með því að segja EES-samningnum upp. Um það eru skýr ákvæði, að þá taka EFTA-ákvæði gildi. (Það verður síðan viðfangsefni stjórn- valda að móta samskiptin á þeim grundvelli). Annar kostur væri að halda EES-samningnum. Þar gætu raun- ar verið tvö sjónarhorn, annars vegar það, að hann verði takmark- aður við fjórskilyrðin. Hitt sjón- arhornið væri að eyða sem mestu af því, sem greinir að Ísland og Evr- ópusambandið; þetta er vitaskuld sjónarhorn ráðastéttarinnar, sem hefur um áratugi unnið að slíkri að- lögun til þess svo að geta lagt aðild að Evrópusambandinu fyrir þjóðina með þeim orðum, að munurinn sé nánast enginn. Hér má nýjast vísa í orð viðskiptaráðherra, að ekki eigi að leggja aðild fyrir þjóðina, fyrr en um hana geti orðið býsna breið samstaða. Þriðji kosturinn væri að sækja um aðild með skilyrðum um forræði auðlinda til lands og sjávar; það má hafa á fleiri stigum, og þar koma sér vel eig- inleikar raðvals, að það truflar ekki máls- meðferð, þótt lögð séu fram sex-sjö afbrigði. Fjórði kosturinn væri að sækja um aðild án skilyrða. Ráðamenn hafa lagt mál fyrir þjóðina til at- kvæðagreiðslu annars vegar í máli, sem flokkarnir voru í vand- ræðum með, þar sem skoðanir voru sterkar og þvert á flokka, nefnilega heimild til sölu áfengis, og hins vegar þegar það hefur styrkt málstaðinn að fá fram einróma stuðning, nefnilega við stofnun lýðveldis. Nýleg eru tvö dæmi, þar sem ráðamenn lögðu mál fyrir með aðeins tveimur af- brigðum, þótt þau væru vissulega þannig vaxin, að minnst þrjú af- brigði áttu við. Annað var almenn atkvæðagreiðsla í Reykjavík um flugvöll, en hitt tengdist stækkun álversins í Straumsvík. Þar var leit- að afstöðu um breytingu á deili- skipulagi, sem gaf færi á stækkun álversins, án þess að lagt væri fyr- ir, hvort stækka ætti álverið. Mikils háttar maður í Hafnarfirði kom fram sem andstæðingur stækkunar, en studdi breytinguna á deiliskipu- lagi. Það gat hann ekki tjáð í at- kvæðagreiðslunni, en með raðvali var einfalt að hafa kostina þrjá, og þá hefði hann getað tjáð sig í at- kvæði í samræmi við orð sín. Sem stendur er það kjarni máls- ins um stöðu Íslands, hvernig stjórn ríkisins, í hinum ýmsu ráðu- neytum, mótar lög landsins til að eyða fyrirstöðu við aðildarstefnu, eins og hefur verið markmið ráð- astéttarinnar í hálfa öld. Sem stendur vinna verslunarkeðjur meginlandsins að því að auka svig- rúm sitt í Evrópusambandinu og veikja samtök bænda. Hér er ein- mitt til umfjöllunar lagafrumvarp, sem gefur íslenskum versl- unarkeðjum færi á að ryðja úr hill- um sínum íslenskum afurðum. Frumvarpið á upptök sín í Brüssel. Umræða um þjóðaratkvæða- greiðslu, eins og hún hefur verið, beinir athyglinni frá slíku starfi ráðastéttarinnar. Öðru máli gegndi, ef umræðan yrði um raðval sex-sjö kosta um stöðu Íslands. Þá yrði hún með þeirri breidd, sem efni standa til. Skoðanakönnun um stöðu Íslands Björn S. Stefánsson skrifar um aðild Ís- lands að Evrópska efnahagssvæðinu Björn S. Stefánsson »Með raðvali má taka fyrir fleiri kosti en að vera með eða móti aðild Íslands að Evrópusam- bandinu. Höfundur veitir Lýðræðissetrinu forstöðu. DAPURLEGAR af- leiðingar þess að ekki fór fram heildstætt mat á umhverfisáhrif- um deiliskipulags Helgafellsvegar blasa nú við vegfarendum um Álafosskvos. Varmársamtökin hafa lengi beitt sér fyrir heildstæðu umhverf- ismati á öllum þeim framkvæmdum sem tengibrautin við Varmá fæðir af sér. Ef bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hefðu brotið odd af oflæti sínu og hlustað á rök samtakanna hefði nú- verandi lega tengibrautarinnar aldr- ei komið til álita. Bentu samtökin m.a. á að ekki væri nægilegt land- rými í Kvosinni fyrir svo umfangs- mikla vegagerð. Niðurstaða okkar er sú að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dýrkeypt skipulagsmistök í Álafosskvos ef fram hefði farið heildstætt mat á umhverfisáhrifum. Í dag er búið að þröngva tengi- brautinni yfir annan vegarhelming Álafossvegar þannig að aðeins er hægt að aka til og frá Kvosinni eftir einni akrein. Auk þess að skapa slysahættu er ástand vegarins með öllu óviðunandi. Nú eftir á eru arkitektar að leita leiða út úr skipulagsvandanum sem bæjaryfirvöld hefðu getað sparað sér með því að meta heildaráhrif skipulagsins fyrirfram. Frá upphafi skipu- lagsferlis hafnaði Mos- fellsbær óskum íbúa og Umhverfisstofnunar um að vinna deiliskipu- lag Álafosskvosar sam- hliða deiliskipulagi Helgafellsvegar. Í dag stendur íbúum til boða vegtenging inni í Kvos- inni sem þó er bein af- leiðing af deiliskipulagi tengibrautarinnar. Ljóst er að ekkert pláss er fyrir gatnamót inni í Kvos- inni. Samt sem áður telja fram- kvæmdaaðilar að engin önnur leið sé fær sem þýðir að íbúar áttu frá upp- hafi ekki annað val en að sætta sig við ódáminn sem nú liggur á teikni- borði „fagaðila“. Úrskurður Þórunnar Sveinbjarn- ardóttur umhverfisráðherra, þess efnis að fram fari heildstætt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda í tengslum við álver á Bakka, er í ljósi þessara vinnubragða mikið fagn- aðarefni. Ráðherra er að virkja ákvæði í íslenskum lögum sem fyrir löngu hefði átt að vera sjálfsagður þáttur í undirbúningi framkvæmda á Íslandi. Hefði ákvæðinu verið beitt eins og til er ætlast í evrópskri um- hverfislöggjöf hefði á umliðnum ár- um mátt afstýra óafturkræfum um- hverfisspjöllum víða um land. En eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er djúpt á vilja margra þingmanna til að stuðla að raun- verulegum umbótum í umhverfis- og skipulagsmálum. Í stað þess að styðja viðleitni umhverfisráðherra til að innleiða löngu tímabær vinnu- brögð við undirbúning framkvæmda bítast stjórnmálamenn um atkvæði Húsvíkinga. Er það þingmönnum sæmandi að tala til þjóðarinnar eins og að umhverfisráðherra hafi gert mistök með því að fara að lögum? Ljóst er að áhrif framkvæmda í Mosfellsbæ eru af annarri stærð- argráðu en á Húsavík. Engu að síð- ur gilda sömu reglur um undirbún- inginn, þ.e. að afleiðingar skipulagstillagna liggi ljósar fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir. Með heildstæðu umhverfismati hefði mátt forða Mosfellsbæ frá vandræðalegum eftiráreddingum. Ég lít á úrskurð ráðherra sem við- leitni til að forðast slík mistök í framtíðinni og hvet þingmenn til að standa ekki í vegi fyrir því að sjálft ríkisvaldið framfylgi lögum á Ís- landi. Sigrún Pálsdóttir skrifar um um- hverfismál »… hægt hefði verið að koma í veg fyrir dýrkeypt skipulagsm- istök í Álafosskvos ef fram hefði farið heild- stætt mat á umhverfis- áhrifum. Sigrún Pálsdóttir Höfundur er stjórnarmaður í Varmársamtökunum. Heildstætt umhverfismat í stað dýrkeyptra eftiráreddinga Fjarkennsla – innritun Fjarkennsla VMA býður nám með tölvusamskiptum til meðal annars stúdentsprófs og meistarastigs. Boðið er upp á tæplega 200 áfanga á framhaldsskólastigi. Innritun er hafin og nánari upplýsingar eru á vefsíðum skólans. Vefslóð: http://www.vma.is/fjarkennsla Innritun lýkur 17. ágúst. Kennslustjóri fjarkennslu. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.