Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 37
barnsfaðir. Chris starfrækti þá og starfrækir enn módelstofu. Stóra tækifærið Hugrún hafði stundað ljósmyndun sem áhugamál en eftir að hún eign- aðist dótturina Ólafíu, 22 ára, fór hún að hugsa sinn gang og hóf að sinna ljósmynduninni af meiri al- vöru. „Þegar lítil manneskja bíður eftir þér heima þá gengur ekki að vita ekki fyrir víst hvenær þú getur komist heim, sem er raunin þegar þú ert fyrirsæta. Ég þurti að fá meiri stjórn á lífi mínu.“ Ljósmyndaraferillinn fór af stað fyrir alvöru þegar ofurfyrirsætan Naomi Campbell rak augun í möppu með ljósmyndum Hugrúnar á skrif- stofu Chris. „Hún leit á myndirnar og sagði Chris að hún vildi endilega vinna með mér.“ Í dag er varla sú stórstjarna og ofurfyrirsæta sem Hugrún hefur ekki ljósmyndað. Harður heimur En aftur að þáttunum. Gefa þeir rétta sýn af hörðum heimi fyr- irsætubransans? „Það er mjög erfitt starf að vera fyrirsæta. Aðeins örlít- ið brotabrot af mannkyninu hefur það sem þarf og það er mjög, mjög erfitt að vera á toppnum,“ segir hún. „Fyrirsætuheimurinn er ekki jafn- grimmur og vægðarlaus og hann virðist vera í sjónvarpi og kvikmynd- um, en þetta er harður heimur engu að síður.“ Hugrún bendir á að fyr- irsætubransinn sé svo harður að margar af stelpunum sem komast langt í þættinum hennar megi samt eiga von á að eiga erfitt uppdráttar þegar kemur að því að hafa fyr- irsætustörf að atvinnu: „Þær eru einfaldlega of lágvaxnar, flestar á bilinu 173 til 175 sm. Það er engin tilviljun að hönnuðir eins og Karl Lagerfeld vilja ekki stúlkur sem eru lægri en 179 til starfa á tískusýning- unum því fötin líta einfaldlega betur út á hávöxnum stúlkum sem síðan eykur söluna og til þess er leikurinn gerður,“ segir Hugrún. „Þótt stelp- urnar í sjónvarpsþáttunum séu mjög fagrar, geti „gert“ fegurð eins og sagt er og litið vel út á ljósmynd, þá eru það fyrirsæturnar sem geta staðið sig jafnvel í öllum verkefnum, hvort sem þær eru fyrir framan lins- una eða uppi á sviði, sem lengst ná.“ Hvar er dramatíkin? Talið berst að því að bresku stelp- urnar virðast vera til muna prúðari og almennilegri en keppendurnir í bandarísku systurþáttunum þar sem varla líður sá þáttur að ekki sjóði uppúr í heljarinnar slagsmálum og dramatík. „Ætli ástæðan sé ekki sú að í Bandaríkjunum er frægðin allt, því þar fara frægð og peningar sam- an. Evrópa er annar heimur þar sem það skiptir kannski meira máli hverra manna þú ert,“ segir Hugrún og bætir við: „Kannski eru sumar stelpurnar í amerísku þáttunum að vonast eftir að geta landað hlutverki í sápuóperu ef þær sýna hvað í þeim býr.“ Djúpar rætur Hugrún hefur lengst af búið er- lendis og hún neyðist stundum til að skipta yfir í ensku til að orða hlutina. En þótt íslenskan sé stundum bjög- uð er auðheyrt að hún hefur sterkar taugar til Íslands. Fyrir Hugrúnu er Ísland „heima“ og hún segist reyna að nýta hvert tækifæri sem gefst til að koma til eyjunnar sinnar. „Á Ís- landi á ég mína bestu vini og fjöl- skyldu. Og þegar fólk spyr mig um Ísland á ég ekki í vandræðum með að svara að það er fallegasti staður í heimi, svo maður hreinlega fyllist lotningu,“ segir hún og bætir við lít- illi sögu. „Í Bandaríkjunum hafði ég stund- um fundið, á spítölum og öðrum tandurhreinum stöðum, einhverja lykt sem virkaði sterkt á mig. Það gerðist svo þegar ég steig úr flugvél- inni á Íslandi 18 ára gömul að ég fann þessa sömu lykt – lyktina af hreinleika – og ég áttaði mig á hvaða tilfinningar höfðu verið að leita á mig alla ævi. Stór biti small við púslu- spilið og ég uppgötvaði þar og þá að þetta var „heima“, það sem ég hafði vitað innst inni að ég leitaði að.“ Ljósmyndarinn að störfum Hugrún hefur myndað margar heimsfrægar fyrirsætur. Í HNOTSKURN »Fyrirsætuferill Hugrúnarhófst hjá Ford-módelskrif- stofunni en hún stundaði mód- elstörf í um sex ár áður en hún sneri sér að ljósmyndun. »Meðal þeirra sem Hugrúnhefur ljósmyndað eru Claudia Schiffer, Eva Herzego- vina, Naomi Campbell, Linda Ev- angelista og Heidi Klum. »Hún hefur einnig unnið verk-efni fyrir tímarit á borð við Marie-Claire, Elle, Vogue og FHM. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 37 ÍS L E N S K A / S IA .I S / L B I 43 22 0 08 /2 00 8 Landsbankinn býður 16 ára og yngri á völlinn. Sækja þarf boðsmiðann í næsta útibú Landsbankans. Aftureldingfös. 8. ágúst fös. 8. ágúst fös. 8. ágúst fös. 8. ágúst lau. 9. ágúst 13. umferð Valur KR Fylkir19:15 19:15 Fjölnir HK/Víkingur19:15 Keflavík Stjarnan19:15 Breiðablik 16:00 Þór/KA Landsbankadeild kvenna www.listvinafelag.is Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju HANS OLE THERS frá Kaupmannahöfn leikur dönsk, þýsk og frönsk orgelverk, m.a. eftir Hartmann, Bach, Buxtehude og Widor. Laugardaginn 9. ágúst kl. 12 Sunnudaginn 10. ágúst kl. 20 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is TALANDI TRÉ - flytjandi og höfundur Erna Ómarsdóttir (Söguloft) Sun 17/8 kl. 16:00 BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 23/8 kl. 15:00 Lau 23/8 kl. 20:00 Sun 24/8 kl. 16:00 Ö Fös 29/8 kl. 20:00 Lau 30/8 kl. 15:00 Lau 30/8 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 15:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Ö Sun 7/9 kl. 16:00 Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning) Fös 15/8 kl. 15:00 U Fös 15/8 kl. 20:00 U Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.