Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 15
anum, sem gegni nú svipuðu hlut- verki og Stanford-háskóli gerir í Kísildalnum í Kaliforníu. Nóg sé af hæfu vinnuafli, til dæmis útskrifist allt að 644.000 verkfræðingar á ári hverju frá háskólum landsins. Við það bætist að mjög hæf kyn- slóð sem sótt hefur menntun við helstu menntastofnanir Vesturlanda sé að snúa heim í leit að störfum. Fannin minnir jafnframt á að í nýjustu fimm ára áætlun Hu Jintao Kínaforseta sé mikil áhersla lögð á tækniiðnaðinn, stefna sem nú kemur fram í þeirri ákvörðun að loka 20.000 verksmiðjum sem framleiða einfald- ari framleiðsluhluti í suðurhluta landsins fyrir næstu áramót. Hún sækir víða fanga og hefur eft- ir David Chao, þekktum sérfræðingi á sviði upplýsingatækni, sem starfar hjá ráðgjafarfyrirtækinu DCM, að á næstu tveimur áratugum muni fjórð- ungur nýrra tæknihugmynda í heim- inum koma frá Kína. Þetta framlag til tækniþróunar gæti haft mikil áhrif, meðal annars í orkumálum, svo sem við þróun vetnisorkukerfa, sólarorku og rafhlaðna. Orkusparandi tækni er þar annað svið og gæti rannsóknarteymi eðlis- fræðingsins Jiang Fengyi við Nanc- hang-háskóla lagt þar drjúga hönd á plóginn, en það hefur sett markið á að setja á markað byltingarkennda sparljósaperu innan nokkurra ára. Kínverskur Edison? Stefnt er að því að í Kína árið 2015 muni peran spara ígildi orkunnar sem framleidd er við Þriggja gljúfra stífluna, stærstu vatnsaflsvirkjun sögunnar. Fullyrðir Jiang að fyrir- tæki hans LatticePower Corporation sé lengra komið en japanskir og þýskir keppinautar, en ráðgert er að 2012 verði veltan á þessum markaði komin í þúsund milljarða króna. Annar frumkvöðull sem Fannin ræðir við er Robin Li, stofnandi leitarvélarinnar Baidu, þeirrar helstu á netmarkaðnum í Kína. Li stofnaði fyrirtækið um Baidu undir lok síðasta áratugar, fimm ár- um áður en markaðsverð þess var komið upp í 288 milljónir Banda- ríkjadala, ígildi 23 milljarða króna, að loknu hlutafjárútboði. Ári síðar, árið 2006, mat tímaritið Forbes eigur Li á 645 milljónir dala, auður sem gæti margfaldast gangi það mark- mið hans eftir að Baidu verði orðið stærra en risafyrirtækið Google inn- an tíu ára. Markaðurinn er geysi- stór, árið 2010 er reiknað með að fjöldi netnotenda verði orðinn um 230 milljónir, eða 30 milljónum fleiri en í Bandaríkjunum. Hraður vöxtur netviðskipta Kínverski farsímamarkaðurinn, sá stærsti í heimi með um 500 milljónir notenda, ýtir undir vöxt netsins. Það sama gerir hinn ört vaxandi neytendamarkaður kínversku stór- borganna eins og Fannin rekur í yfirliti yfir feril athafnakonunnar Peggy Yu Yu, stofnanda Dangdang, bókaverslunar á netinu sem hefur um þrettán milljónir notenda. Eigendur Dangdang höfnuðu fyrir nokkrum árum yfirtökutilboði vef- fyrirtækisins Amazon, en bæði fyr- irtækin hafa hagnast á því að bjóða upp á fleiri vörur en aðeins bækur. Af miklu er að taka í Kína, bóka- markaðurinn er metinn á 620 millj- arða króna og vex að verðmæti um hátt í 25 milljarða króna á ári hverju. Markaðurinn er hins vegar vanþróaður að mörgu leyti og kom Yu Yu auga á að með tölvutækninni mætti auðvelda neytendum aðgang að ríku úrvali titla, ásamt því að nýta sér kosti rafrænna viðskipta. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 15 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol 14. ágúst í 2 vikur og 21. ágúst í 1 eða 2 vik- ur. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á vin- sælasta sumarleyfisstað Íslendinga. Verð kr. 29.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Sértilboð 14. ágúst í 2 vikur og 21. ágúst í 1 eða 2 vikur. Allra síðustu sætin! Costa del Sol 14. og 21. ágúst frá kr. 29.990 VONIR standa til að tilraunir með byltingarkennda, lofthreinsandi steypu í hollenska bænum Hengelo muni reynast öflugt vopn gegn nit- uroxíðmengun í stórborgum. Sérfræðingar við háskólann í Twente hafa gert tilraunir með steinsteypuna sem bindur nituroxíð, algenga mengun í útblæstri bifreiða. Byggist aðferðin á því að tvíoxíðs- efnum á títangrunni er blandað í steypuna sem hefur þá þessa virkni, einkum þegar sólar nýtur. Þegar rignir skolast svo skaðlaus nitursam- bönd af yfirborði steypts vegarins sem getur þá endurtekið ferlið á ný. Hin óvenjulega aðferð byggist á japanskri tækni, en til að skera úr um virkni steypunnar verða gerðar samanburðarmælingar á loftgæðum við nýju steypuna og við venjulega steypu. Tilraunin er ekki einsdæmi því víða um heim standa yfir tilraun- ir af svipuðum toga. Bera þar ef til vill hæst umfangs- miklar tilraunir í Chicago, þar sem ætlunin er að gegndræpt yfirborð gangstétta og vega, ýmist úr steypu eða malbiki, síi regnvatn áður en það rennur út í Michican-vatn. Þá endurvarpar hið gegndræpa yfirborð meira af sólarljósi sem hef- ur kælandi áhrif. En kaldara loft þykir stuðla að minni notkun loft- kælingarkerfa með tilheyrandi orku- sparnaði. baldura@mbl.is Vegir sem drekka í sig mengunina Framför Tilraunastétt í Chicago. HÓPUR íslamista, sem kallar sam- tök sín Íslamsflokk Túrkestans, hótaði í gær á myndbandi á netinu að gera árásir í Beijing en ólympíu- leikarnir verða settir þar í dag. Uighurar í Xinjiang, sem kalla héraðið gjarnan Austur-Túrkestan, eru margir mjög ósáttir við yfirráð Kínverja þar. „Takið afstöðu,“ sagði grímuklæddur karlmaður á myndbandinu og mundaði riffil. Maðurinn talaði tungu Uighura sem er óskyld kínversku. „Verið ekki í sama strætisvagni, sömu lest, sömu flugvél, í sama húsi eða nokk- urs staðar þar sem Kínverjar eru,“ bætti hann við og talaði þá til ann- arra múslíma, greinilega til að vara þá við tilræðum. Hvatt er á myndbandinu til heil- ags stríðs gegn Kínverjum, þeir kúgi múslíma í Xinjiang. Múslímar séu þvingaðir til guðleysis og konur þeirra neyddar til að fara í fóstur- eyðingu. kjon@mbl.is Hóta til- ræðum í Beijing Íslamistar saka Kínverja um kúgun Bandaríkin hafa haft óumdeilt for- ystuhlutverk í tækniþróun og bendir blaðakonan Rebecca A. Fannin á að vöxtur kínverskra tæknifyrirtækja nú minni á þau straumhvörf sem urðu þegar japanskir bílaframleið- endur tóku slaginn við bandaríska bílaframleiðendur í Detroit á 8. ára- tugnum. Bók hennar, Silicon Dragon (2008), er byggð á samtölum við athafnamenn í Kína. Straumhvörf í tæknisögunni Blaðakona Fannin og bók hennar. HANN hefur viðurnefnið „andfæt- lingurinn“, gullfiskurinn á barnum Globe Inn, nærri Exeter á Eng- landi, sem hefur þann óvenjulega hátt á að synda afturábak, ef svo má að orði komast, með bakuggann upp, í átt að loki búrsins. Hafa gest- ir barsins haft á orði að gullfiskur- inn, sem er orðinn nokkuð frægur fyrir, hljóti að vera drukkinn. Syndir afturábak MÁRITANSKIR piltar hampa mynd af Mohamed Ould Abdelaziz, sem leiddi valdarán í Nou- akchott, höfuðborg Máritaníu. Abdelaziz var meðal fjögurra hershöfðingja sem steyptu for- setanum Sidi Ould Cheikh Abdallahi af stóli. Valdaránið hefur verið fordæmt víða um heim. Valdaræningjanum Abdelaziz fagnað Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.