Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 9 FRÉTTIR SÍÐASTI ÚTSÖLUDAGUR ER LANGUR LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Verðhrun 60-90% afsláttur af öllum vörum í versluninni TETRA LAUKURINN GLÖS MÁLVERK RÚMFÖT Mikið af tilboðum til sunnudags. 6stk. frá kr: 3.950.- www.tk.is -50% Tilboðsverð frá kr: 1.995.- -40% ÚTSÖLULOK Mikið úrval af rúmfötum 20% til 50% afsláttur. Útsalan hefst í dag! 30-60% afsláttur Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is Akureyri | Fangelsið á Akureyri var í gær formlega opnað eftir miklar endurbætur. Aðbúnaður og aðstaða hefur breyst til muna. „Fangelsið hefur gjörbreyst frá því sem var,“ sagði Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra við opn- unina. „Það var í raun og veru ekki þannig úr garði gert að við gætum notað það sem langtíma fangelsi. Með þessum breytingum er búið að skapa góða aðstöðu fyrir 10 fanga. Aðstaðan var áður þannig að menn treystu sér varla til að hafa fleiri en sex. Þetta er ekki sama húsið og ég sá þegar ég kom hingað fyrst. Breyt- ingin er alveg ótrúlega mikil.“ Tvöfalt stærri klefar Í nýja fangelsinu er stórt rými til útivistar. Þar er einnig gesta- herbergi með barnakrók, sérstakt vinnuherbergi, skólastofa með fjar- fundabúnaði og líkamsrækt- araðstaða. Fangaklefarnir eða her- bergin í nýja fangelsinu eru mun rýmri en þau gömlu: Rétt um 25 fermetrar í stað 10 fermetra áður. Þar eru einnig baðherbergi, sem ekki voru í gömlu klefunum. „Ég tel breytingarnar vera í góðu samræmi við þann metnað sem við höfum lagt í endurreisn og endurgerð fangelsanna í landinu,“ sagði Björn Bjarnason. „Þetta er bylting þegar litið er til ytri aðbún- aðar en innra starfið skiptir líka miklu máli og þar hafa líka orðið miklar og góðar breytingar og því tel ég að það sé hægt að tala um byltingu í fangelsismálum: ný lög, nýr aðbúnaður, ný framkvæmd á stefnunni gagnvart föngum. Það hefur því orðið mikil breyting til hins betra.“ Kostnaðurinn 260 milljónir Kostnaður við byggingu nýja fangelsisins var um 260 milljónir en stærð viðbyggingarinnar er 336 fermetrar. Í fangelsinu verða ein- ungis vistaðir fyrirmyndarfangar sem stunda vinnu eða nám í fang- elsinu auk þess að taka þátt í end- urhæfingaráætlun. Fangarnir munu að mestu sjá um sig sjálfir, þ.e. elda, þrífa, þvo þvott og þjálfast í öðru sem tengist al- mennri lífsleikni og koma þar með betur undirbúnir út í samfélagið að lokinni fangavist. Sá undirbúningur er talinn draga úr líkum á frekari afbrotum síðar meir. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Eftir Herbergi í nýja fangelsinu á Akureyri, þar sem fyrirmyndarfangar fá pláss. Rúðan er höggþétt og herbergið búið flatskjám og salernisaðstöðu. Bylting í fangelsis- málum á Akureyri Fyrir Gamaldags fangaklefi á Akureyri. Rúmið er úr steinsteypu og her- bergið um 10 fermetrar að stærð. Aðbúnaður hefur nú breyst til muna. Með breyting- unum skapast góð aðstaða fyrir tíu fanga Fáðu úrslitin send í símann þinn MEIRIHLUTI borgarráðs sam- þykkti í gær á fundi að Magnús Skúlason tæki sæti Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur í skipulagsráði og að Sigurður Þórðarson yrði varamaður í stjórn Faxaflóa- hafna sf. í hennar stað. Borgarráðs- fulltrúar Samfylk- ingar, Vinstri grænna og Fram- sóknarflokks létu í kjölfarið bóka að framkoma Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra í garð Ólafar Guðnýjar Valdimarsdótt- ur, fyrrverandi samherja og aðstoð- armanns hans, væri fordæmalaus. Væri ómálefnalega framgöngu hans að rekja til þess eins að hún vildi bíða með yfirlýsingar í viðkvæmu skipu- lagsmáli þar til fagleg úrvinnsla þess hefði farið fram í skipulagsráði. Yrði Sjálfstæðisflokkurinn að axla ábyrgð á þessu eins og öðru. Á móti lét borgarstjóri bóka að full- komlega málefnaleg rök væru fyrir því að kjósa nýja fulltrúa í þeim tveimur nefndum sem um ræðir (skipulagsráð og stjórn Faxaflóa- hafna sf.). Afar mikilvægt væri að þeir sem sætu í umboði meirihlutans nytu fullkomins pólitísks trúnaðar. Þar sem Ólöf Guðný hefði ekki starf- að með F-listanum að undanförnu væri ekki fyrir hendi nauðsynlegt samstarf og samráð milli fulltrúans og framboðsins sem hann sæti í um- boði fyrir. Fulltrúa skipt út fyrir aðra Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.