Morgunblaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 8. Á G Ú S T 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
334. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
REYKJAVÍKREYKJAVÍK
NÚ VIRÐAST BARA VERA
TVEIR MENN Á ÍTALÍU
DAGLEGTLÍF
Hvað kostar eigin-
lega að fara í bíó? Leikhúsin í landinu
Allir í leikhús
Vinir >> 31
MANNHAF tók á móti Silfurdrengjunum, handboltalandslið-
inu, sem sneri heim frá Ólympíuleikunum í Peking síðdegis í
gær. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, blés til þjóðhátíð-
ar þegar ljóst var hvaða árangri liðið hafði náð á leikunum og í
gær svaraði þjóðin kallinu. Tugþúsundir hylltu markmenn,
hornamenn, línumenn, skyttur og miðjumenn, þjálfara og
fylgdarlið þeirra í miðborginni og handbolti var stimplaður inn
sem vinsælasta íþrótt landsins næstu misserin. Þeir landsliðs-
menn sem tal náðist af sögðust ekki eiga orð yfir viðtökurnar.
Þeir hefðu búist við einhverri móttöku en ekki þessu. „Gott silf-
ur er gulli betra,“ sagði stuðmaðurinn Valgeir Guðjónsson, sem
stýrði hátíðahöldunum við Arnarhól. | 12-14 og baksíða
Morgunblaðið/G.Rúnar
Þjóðhátíð fyrir þjóðhetjur
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
„VIÐ höfum tekið þátt í heilmiklum
olíufjárfestingum undanfarið í gegn-
um fyrirtækið Lindir Resources. […]
Við ætlum m.a. að taka þátt í tilboðum
í olíuleit á Drekasvæðinu,“ segir Jón
Helgi Guðmundsson, stjórnarformað-
ur Straumborgar fjárfestingarfélags.
Hljóðbylgjumyndir af svæðinu
undir hafsbotni Drekasvæðisins,
norðaustan við strendur Íslands, og
jarðfræðileg saga svæðisins veita
góðar vísbendingar um að þar leynist
olía, að sögn Gunnlaugs Jónssonar,
forstjóra Linda Resources hf.
Norska olíuleitarfélagið Sagex,
sem er að hluta til í eigu Linda, mun
taka þátt í útboði sérleyfa til olíuleitar
og vinnslu á svæðinu. Útboðið verður
auglýst 15. janúar á næsta ári.
Nokkur stórfyrirtæki í olíuiðnaði
eru að meta hugsanlega þátttöku.
„Við vitum að stærstu olíufyrirtækin
á heimsvísu fylgjast vel með okkur,“
segir Kristinn Einarsson, yfirverk-
efnisstjóri hjá Orkustofnun.
Þeir sem taka þátt í útboðinu munu
ekki greiða neitt fyrir leyfin sem slík,
aðeins útboðsgögn og viðbótargögn
um rannsóknir á svæðinu. Kostnaður
vegna viðbótargagna getur orðið ein-
hverjar milljónir.
Ætla að bjóða í olíuleyfi
Straumborg undirbýr þátttöku í útboði sérleyfa á Drekanum
„Stærstu olíufyrirtækin á heimsvísu fylgjast vel með okkur“
Viðskipti