Morgunblaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 35
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
Þú færð 5 %
endurgreitt
í SmárabíóSími 564 0000
www.laugarasbio.is
-ÁSGEIR J. - DV
STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI
FYRR OG SÍÐAR.
YFIR 65.000 MANNS
EIN BESTA MYND ÁRSINS!
SÝND HÁSKÓLABÍÓI
Steve Carell fer hamförum í frábærri gamanmynd sem
fór beint á toppinn í USA.
Ekki missa af skemmtilegustu gamanmynd sumarsins - Get Smart.
"ÓBORGANLEG SKEMMTUN SEM ÆTTI AÐ
HALDA ÞÉR BROSANDI ALLANTÍMANN."
-TOMMI - KVIKMYNDIR.IS
"EIN BESTA GRÍNMYNDIN Í LANGANTÍMA"
-GUÐRÚN HELGA - RÚV
Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:15
eeee
- Ó.H.T, Rás 2
eee
- L.I.B, Topp5.is/FBL
Stærsta mynd ársins 2008
83.000 manns.
Sýnd kl. 6 og 9
Geggjuð gamanmynd
Frá leikstjóra Full Monty
Eina von
hljómsveitarinnar ...
...er vonlaus
-Empire
-L.I.B.TOPP5.IS
Tropic Thunder kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
Tropic Thunder kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS
Make it Happen kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
Rocker kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 7 ára
Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
-bara lúxus
Sími 553 2075
Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:15
VINSÆLASTA MYNDIN Í
BANDARÍKJUNUM Í DAG
- 2 VIKUR Á TOPPNUM
FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS!
Stærsta mynd ársins 2008
83.000 manns.
eee
- L.I.B, Topp5.is/FBL
eeee
- Ó.H.T, Rás 2eee
“Hressir leikarar, skem-
mtilegur fílingur og
meiriháttar tónlist!”
- T.V. - Kvikmyndir.is
SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
-L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV
LESTER Young hljómsveit Hauks
Gröndals auk Agnars Más, Reynis
Sigurðssonar og Ragga Bjarna mun
verða atkvæðamikil á Jazzhátíð
Reykjavíkur í vikunni og m.a. leika á
restrasjón í Iðnó síðdegis á miðviku–
og fimmtudag.
Nýja hljómplata sveitarinnar,
Neverthless, er hin skemmtilegasta
áheyrnar, ekki síst fyrir þá er unna
hinni klassísku sveiflu. Hér er leikið í
anda mainstream meistaranna og
tekst ágætlega að ná svipmóti sving-
aranna er lifðu boppið af. Sér í lagi er
hljómsveitarstjórinn, Haukur Grön-
dal, næmur á svingtaktana. Hann
minnir þó sjaldan á Lester Young; er
skyldari bestu lærisveinum hans s.s.
Zoot Sims, er reistu nýjan skóla á
Young-grunninum, og með tón á ten-
órinn sem enginn hefur á Íslandi
nema Villi Valli. Ásgeir Ásgeirsson er
nútímalegri en Haukur, kemst þó á
lendur Kessels og Ellis og Þorgrímur
og Erik ná vel sveiflunni þó ekki svífi
áreynslulausi léttleikinn yfir vötn-
unum eins og hjá Basie eða Peterson
hrynsveitunum, en Ásgeir hefði oftar
mátt leika Freddie Green hryninn,
sér í lagi þegar píanóið var með.
Agnar Már á marga bestu sólóa
skífunnar og er djarfur í sólóum sín-
um þó hann haldi sig innan hins
markaða hrings – ekki ólíkt og þegar
Martial Solal lék með New Orleans
meistaranum Sidney Bechet.
Lögin eru níu auk ballöðusyrpu.
Flest næsta algeng á skífum main-
stream leikara nema kannski „In A
Little Spanish Town“, þar sem
trommuleikur Erick er toppurinn og
svo titillagið „Neverthless“. Haukur
syngur í því lagi og auk þess í „The
Sheik of Araby“ og „I’ve Got The
Right To Sing The Blues“. Þrátt fyrir
auðheyrt reynsluleysi er Haukur
flottur raulari og slær öllum þessum
ungu strákum við sem maður hefur
heyrt vera að fást við söngdansa á Ís-
landi undanfarin ár. Vonandi lætur
hann hér ekki staðar numið.
Ásgeir á fínan hljómasóló í „It Had
To Be You“ og túlkun Hauks á
„You’re Driving me Crazy“ er í ekta
Lesteranda. Svo er ballöðusyrpan
príma.
Á vængjum
sveiflunnar
Vernharður Linnet
TÓNLIST
Geisladiskur
Haukur Gröndal tenórsaxófónblástur og
söngur, Ásgeir Ásgeirsson gítar, Þor-
grímur Jónsson á bassa og Erik Qvick
trommur. Agnar Már Magnússon gestur í
nokkrum lögum. Hljóðritað í Reykjavík í
janúar 2008. Rodent 0801.
Lester Young Tribute Band: Neverless
bbbbn
Morgunblaðið/Valdís Thor
Haukur og félagar „Vonandi lætur hann hér ekki staðar numið,“ segir meðal annars í dómi.
LEIKKONAN föngulega Carmen
Electra meiddist lítillega í slags-
málum við leikkonuna Kim Kard-
ashian. Þær stöllur voru að leika í
atriði fyrir
gamanmyndina
Disaster Movie,
en í atriðinu er
gert grín að
þeirri tilhneig-
ingu karl-
manna að þykja
það æsandi að
sjá tvær konur
glíma.
Í viðtali við
slúðurmiðil
vestanhafs seg-
ir Carmen mik-
ið hafa gengið
á, tosað hafi
verið í hár og hún hafi setið eftir
aum í baki og með brunasár.
Í sama viðtali játar Carmen,
blessunin, að hún sé í raun ósköp
venjuleg dagsdaglega og alls engin
glamúrpía. Hún segist geta sjálfri
sér um kennt að fjölmiðlar hafa
dregið upp af henni þá mynd að
hún sé alltaf í stuttum pilsum og á
háum hælum.
Carmen
meiðist í
dónaglímu
Rafmögnuð Ekki
fylgir sögunni hver
vann glímuna.