Morgunblaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
HVERS vegna fá sumir augnsjúk-
dóma en aðrir ekki? Þetta er út-
gangsspurning viðamikillar rann-
sóknar sem hófst árið 1996 á augn-
deild Landspítalans og stendur enn
yfir. Friðbert Jónasson, yfirlæknir á
augndeildinni og prófessor við
læknadeild Háskóla Íslands, hefur
yfirumsjón með rannsókninni.
Mun leysa mörg vandamál
„Við leggjum áherslu á sjúkdóma
sem valda alvarlegri sjónskerðingu
og blindu hjá fólki sem er komið yfir
miðjan aldur. Við sjáum að sumir fá
mjög slæma sjúkdóma og missa sjón,
sumir fá væga sjúkdóma sem hafa lít-
il áhrif á líf þeirra en aðrir fá nánast
ekki sjúkdóm. Eitt af því sem við vilj-
um vita er hvers vegna sumir sleppa
svona vel en aðrir fara illa. Þegar við
vitum það höfum við stigið fyrstu
skrefin að því hvernig við getum
hjálpað þessu fólki,“ segir Friðbert
en helstu sjúkdómarnir sem verið er
að skoða eru gláka, ský á auga-
steinum og augnbotnahrörnun, sem
er orsök blindu í helmingi allra til-
fella á Íslandi. Sérstaklega eru skoð-
aðar lokastigsbreytingar svokall-
aðrar þurrar augnbotnahrörnunar
sem af óþekktum ástæðum er al-
gengari á Íslandi en í öðrum löndum.
Árið 1996 voru augun rannsökuð í
1.050 Íslendingum sem komnir voru
yfir miðjan aldur. Hópurinn var aftur
kallaður til árið 2001 og stendur
þriðja rannsóknin nú yfir en rúmlega
600 manns eru eftir í hópnum. Rann-
sóknin hófst á þriðjudag og er vonast
til að henni ljúki á sunnudaginn. Er-
lendir samstarfsmenn eru 10 Japanir
og sex Bretar sem fylgdu flóknum
hátæknibúnaði hingað til lands og
eru ýmist læknismenntaðir eða búa
yfir afar sértækri þekkingu á bún-
aðinum. Þá vinna um 20 Íslendingar
að rannsókninni. Svo miklu magni
gagna er safnað saman í vikunni að
3–5 ár tekur að vinna úr þeim.
Að sögn Friðberts samanstendur
búnaðurinn af allra nýjustu tækni og
er einn sá besti sem fyrirfinnst. „Ég
efast um að það sé nokkurs staðar í
heiminum í dag sem það finnst sam-
ankominn viðlíka tækjabúnaður til að
gera það sem við erum að gera,“ seg-
ir hann og nefnir þar sérstaklega
tæki frá Bretlandi sem getur greint
augnbotnahrörnun á frumstigi. „Það
sýnir hluti sem við höfum aldrei séð
áður í tengslum við augnbotnahrörn-
un og ég vona að það eigi eftir að
leysa fjölmörg vandamál hjá okkur.“
Þrettán mismunandi tæki voru flutt
til landsins vegna rannsóknarinnar
sem t.d. mæla augnbotna og sjón-
himnur með leysitækni og taka
sneiðmyndir af öllum augum.
Reykingafólk í áhættuhópi
Rannsóknin hefur hingað til leitt
ýmislegt athyglisvert í ljós. „Við höf-
um fundið út að þeir sem reykja eru
þrefalt líklegri til að fá ský á auga-
stein. Reykingamenn skemma líka
innþekjufrumur í hornhimnu svo það
þarf að fá hornhimnu úr látnu fólki til
að græða í þá auk þess sem þeir eru
líklegri til að fá augnbotnahrörnun
en aðrir,“ segir Friðbert.
Þá hefur fundist áhættuþáttur í
gláku sem kallast flögnunarheil-
kenni. „Þeir sem búa yfir þeim
áhættuþætti eru margfalt líklegri til
að fá svokallaða flögnunargláku.
Fyrri rannsóknir sýna að hún er
miklu verri og svarar verr meðferð.
Þessu fólki er nú fylgt meira eftir og
fær meira afgerandi meðferð en áð-
ur, þ.m.t. skurðaðgerð fyrr.“
Öðlast nýja sýn á sjúkdóma
Viðamikil rannsókn í fullum gangi á augndeild Landspítalans þar sem lögð er
áhersla á sjúkdóma sem valda sjónskerðingu og blindu hjá miðaldra og eldra fólki
Morgunblaðið/Ómar
Viðamikið Friðbert Jónasson hefur yfirumsjón með umfangsmikilli augnrannsókn en verið er að kanna hví sumir fá augnsjúkdóma en aðrir sleppa.
Morgunblaðið/Ómar
Skoðun David Cairns, breskur eðlisfræðingur, skoðar augnbotna á skjá.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
ÁKVÖRÐUN REC Group um að
reisa nýja sólarkísilverksmiðju í
Bécancour í Quebec í Kanada veld-
ur Ölfusingum vonbrigðum, að
sögn Ólafs Áka Ragnarssonar bæj-
arstjóra. Engan bilbug er þó á þeim
að finna. Ólafur Áki sagði ákvörðun
REC þýða að nú losni um orku sem
það hafði tryggt sér. Á meðan var
ekki hægt að taka upp formlegar
viðræður við aðra.
Undanfarið ár hafa um 14 fyrir-
tæki skoðað möguleika á að koma á
fót orkufrekum iðnaði í sveitarfé-
laginu. Mörg þeirra fást við vinnslu
jarðefnanámur landsins, höfum
gott kalt vatn og mikinn jarðhita.
Hellisheiðarvirkjun er í okkar landi
og einnig væntanlegar Hverahlíð-
arvirkjun og Bitruvirkjun. Búið að
teikna raflínu frá spennuvirkjum
Landsnets að atvinnusvæðinu sem
liggja mun alfarið yfir okkar land,“
sagði Ólafur.
„Við höfum lagt sérstaka áherslu
á uppbyggingu skóla og íþrótta-
mannvirkja. Eins erum við með til-
lögu að aðalskipulagsbreytingu
sem felur í sér atvinnulóðir á 480
hekturum vestan við byggðina í
Þorlákshöfn. Sveitarfélagið er
mjög ríkt að landi og náttúru-
auðlindum. Við erum með stærstu
lákshöfn í fyrra undir verksmiðju
til framleiðslu á forsteyptum ein-
ingum. Talið var að 70–100 manns
myndu vinna þar. Stefnt var að því
að reisa hana á þessu ári en fram-
kvæmdir eru ekki hafnar.
Ólafur Áki sagði að unnið hafi
verið að því að styrkja innviði til að
laða að atvinnurekstur.
á sólarkísli og slípiefnum. Álfyrir-
tækin Alcan og Norsk Hydro eru á
meðal þeirra sem komu í heimsókn.
Þá könnuðu japanska stórfyrir-
tækið Mitsubishi og þýska álfélagið
Trimet Aluminium möguleika á að
byggja álver í fyrirhuguðum ál-
tæknigarði í samvinnu við íslenska
ráðgjafafyrirtækið Arctus.
Áform Greenstone um að reisa
netþjónabú og áform Becromal um
hreinkísilverksmiðju í Þorlákshöfn
eru komin nokkuð á veg. Þau eiga
bæði í viðræðum við Landsvirkjun
um orkukaup. Eins liggur fyrir
viljayfirlýsing Greenstone við sveit-
arfélagið um byggingu netþjónabús
og Becromal og sveitarfélagið eru
að ræða samningsdrög.
Eftir um mánuð verður tekin í
notkun ný 6.600 m2 vatnsátöpp-
unarverksmiðja Icelandic Water
Holdings ehf. Þar verða 35–40
starfsmenn. Einingaverksmiðjan
ehf. fékk um 10 hektara lóð í Þor-
Enginn bilbugur á Ölfusingum
Þorlákshöfn Sjávarútvegur hefur löngum verið mikilvægur í Þorlákshöfn
en reynt hefur verið að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið.
Í HNOTSKURN
»Á undanförnum áratugumhafa oft komið upp hug-
myndir um orkufrekan iðnað í
Þorlákshöfn:
»1974 steinullarverksmiðja1991 þilplötuverksmiðja
1999 pappírsverksmiðja
2000 endurvinnsla á áli
2004 Feyging reisir verk-
smiðju til að feygja hör úr líni.
Ekkert varð af starfsemi.
Morgunblaðið/RAX
Ákvörðun REC um að reisa ekki sólarkísilverksmiðju í Þorlákshöfn þýðir að nú losnar um
orku sem aðrir hafa lýst áhuga á að kaupa, að sögn Ólafs Áka Ragnarssonar bæjarstjóra
SEXTÍU ár voru í fyrradag, hinn
26. ágúst, frá því að fyrsta reglu-
lega áætlunarflug á vegum Ice-
landair hófst á milli Íslands og
Bandaríkjanna. Áður hafði verið
flogið stopult á milli Íslands og
Bandaríkjanna. Flugið var á vegum
Loftleiða Icelandic, eins af for-
verum Icelandair og var flogið á
Geysi, hinni sögufrægu Skymaster-
vél félagsins til New York.
Koma Íslendinga til New York á
sínum tíma vakti athygli og
greindu helstu dagblöð þar vestra
frá viðburðinum.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Afmælisflug
Á MORGUN,
föstudag, hefst
flokksráðsfundur
Vinstrihreyfing-
arinnar – græns
framboðs í Reyk-
holti, en slíkir
fundir eru að
jafnaði tvisvar á
ári. Að þessu
sinni er sjónum
beint að efna-
hagsmálum. Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstri grænna, hefur
umræður um efnahagsmál með er-
indinu „Efnahagsvandinn – leiðir til
lausnar“. Sem fyrr er fundurinn op-
in öllum félögum í VG.
Flokksráðs-
fundur VG
Steingrímur J.
Sigfússon
STJÓRN Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga (FÍH) tekur undir
kröfur Ljósmæðrafélag Íslands um
aukið verðmat á háskólanámi.
Stjórn FÍH minnir á fyrirheit þau
sem sett voru fram í stefnuyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar um jafn-
rétti þar sem segir m.a. að end-
urmeta beri sérstaklega kjör
kvenna hjá hinu opinbera, einkum
þeirra stétta þar sem konur eru í
miklum meirihluta.
Styðja ljósmæður
Morgunblaðið/Kristinn
Ljósmæður standa í ströngu.