Morgunblaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Hver maður finnur hvar hann er
velkominn og hvar gott er að stinga
niður fæti sé hann ekki uppfullur af
sjálfum sér. Sjaldan hef ég fundið
slíkan frið sem þann er var í kringum
Ágústu á Kambsvegi allt frá því að
ég kom þangað fyrst inn, né fundist
ég annars staðar meira velkominn.
Margar sögur og brandarar hafa
fengið að hljóma um tengdamæður
en enga þeirra hef ég skilið sökum
þess að engin mannlýsing sem þar
kom fram átti við Ágústu. Í henni
kristölluðust mannkostir sem hver
maður óskar sér að bera, hógværð
Ágústa Þorsteinsdóttir
✝ Ágústa Þor-steinsdóttir
fæddist í Reykjavík
17. apríl 1942. Hún
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
við Hringbraut að-
faranótt 21. ágúst
síðastliðins. Hún var
dóttir hjónanna
Þorsteins Kristjáns-
sonar og Sigríðar
Finnbogadóttur.
Eiginmaður
Ágústu er Guðjón
Þór Ólafsson. Börn
þeirra eru Guðný Björk og Þor-
steinn Þór.
Ágústa verður jarðsungin frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
samfara keppnisskapi,
styrkur og þor, ásamt
mikilli manngæsku,
heiðarleiki, elja og
dugnaður.
Svo mikill var dugn-
aðurinn að fullorðnir
karlmenn áttu fullt í
fangi með að hafa við
henni í vinnu, þótt
„karlmannsverk“
þætti, hvort heldur
sem hún sauð pílára í
hringstiga eða slípaði
járn. Hún hafði gaman
af því að koma til
vinnu, klára verkið á tíma sem hver
maður hefði verið stoltur af og til-
kynna svo hlæjandi að þar sem hún
hefði nú gelt hina væri hún farin.
Ekkert að hanga yfir því litla sem
eftir var, þeir hlytu að geta bjargað
sér.
Hún var ekki eins og eldfjall, sem
gýs oft og óvænt, heldur eins og lygn
á sem rennur og þú finnur ekki
hvaða kraft hefur að bera fyrr en út í
er komið.
Varfærin var hún í skrefum sínum
og stundum svo að mönnum þótti
nóg um. Jafnlyndi hennar lýsir sér
kannski best í veiðiaðferð þeirri er
hún beitti í veiðivötnum og lét sér
fátt finnast um glósur okkar Guð-
jóns. Þar sameinaði hún alla sína
ástríðu í einu: Úti í íslenskri náttúru,
í faðmi fjölskyldunnar, var stöng
kastað með floti, stóll settur út og svo
setið við með kaffi sér við hönd og
stundarinnar notið, meðan flotið
dormaði fyrir utan. Skipti engu
hvernig veður var, svo lengi sem ekki
pusaði. Oftar en ekki dugði þessi að-
ferð mun betur en okkar hinna sem
börðum vatnið án afláts í óþolinmæði
og óðum út og suður í leit að fiski.
Hún var hvers manns hugljúfi og
stutt var í hláturinn enda undirliggj-
andi góðlátleg stríðni, sem menn
fengu að kenna á þegar sá gállinn var
á henni, og létti mönum lífið kæmu
þeir þungir á brún í heimsókn.
Fjölskyldunni er mikill missir að
Ágústu en í sorginni kristallast
styrkur og samheldni sem hún hafði
byggt upp með sínu jafnaðargeði.
Þó líði ár og dagar
mun styrkur þinn
bera okkur hin
til endurfundar
ein fjölskylda
handan fjallsins
sem speglast í skýjunum
Kristján Logason.
Okkur systurnar langar til að
minnast Gústu, móðursystur okkar,
með örfáum orðum. Það sem kemur
fyrst upp er hvað hún var alltaf glöð,
brosandi, jákvæð og heilsaði okkur
alltaf fagnandi. Gústa var stór hluti
af barnæsku okkar og við vorum
hreyknar af henni frænku sem var
þekkt sundkona og var kölluð
„sunddrottningin“. Löngum stund-
um sátum við og skoðuðum úrklippu-
bækurnar um afrek hennar og dáð-
umst að öllum verðlaunabikurunum
og verðlaunapeningunum sem hún
hafði fengið. Eins eigum við systurn-
ar góðar minningar t.d. um ferðir í
sveitina, sundlaugar og hjálp við
enskulærdóminn. Margar ógleyman-
legar gjafir fengum við frá Gústu og
Guðjóni þegar þau komu frá útlönd-
um eins og t.d. dúkkurnar sem fengu
nöfnin Gústa og Gauja eða leðurtösk-
urnar sem þau höfðu látið merkja
með upphafsstöfum okkar.
Skorradalurinn var staður fjöl-
skyldunnar og þar áttum við yndis-
legar stundir í vinnu og gleði með
stórfjölskyldunni. Í mörg ár komu
Gústa, Guðjón og afi á hestum í
Skorradalinn þar sem við biðum
spennt eftir komu þeirra því það var
alltaf svo mikið líf og fjör í kringum
þau. Á jóladag var venjan að hittast í
Efstasundinu hjá afa og borða hangi-
kjöt, spila eða bara lesa og spjalla
saman.
Síðustu mánuði var Gústa mikið
veik en samt heilsaði hún alltaf með
bros á vör, kvartaði aldrei og vildi
láta hafa sem minnst fyrir sér en
þannig var hún, alltaf svo jákvæð.
Gústu verður sárt saknað en við
eigum ógleymanlegar minningar um
frænku sem var sönn hetja í hjarta
okkar. Guð blessi minninguna um
elsku Gústu.
Elsku Guðjón, Guðný, Stjáni,
Steini, Lilja og fjölskylda, okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Megi
Guð vera með ykkur.
Sigríður Ásta og
Ágústa Lárusdætur.
Við kynntumst í Sundhöllinni, við
Ágústa. Hún var þá orðin bezta
sundkona landsins. Hún var Ár-
menningur og ég byrjaði minn æf-
ingaferil þar, hjá Ernst Backman,
sundþjálfara félagsins.
Næstu fjögur árin vorum við æf-
ingafélagar og saman í íslenzka
sundlandsliðinu. Árið 1960 náði hún
ólympíulágmarki ásamt Guðmundi
Gíslasyni og kepptu þau á Ólympíu-
leikunum í Róm það ár.
Við vorum vinkonur alla ævi, þrátt
fyrir að hún hætti ung að æfa og
keppa í sundi og að við værum bú-
settar fjarri hvor annarri alla tíð.
Fyrir þá vináttu vil ég þakka og
sendi fjölskyldu hennar samúðar-
kveðjur.
Hrafnhildur.
Nú stöndum við frammi fyrir því
að kveðja hana Ágústu eða Gústu
eins og við kölluðum hana. Við hjónin
kynntumst henni – og í raun er ekki
hægt að tala um hana án þess að tala
um Gauja en þau eru gjarnan nefnd í
sama orði – fyrir 20 árum þegar við
tókum þátt í okkar fyrsta hjónamóti
hjá Keilufélagi Reykjavíkur. Auðvit-
að vissum við hver hún var því að
hún var mikil og fræg sundkona sem
síðar fór að stunda keilu og gerði það
svo vel að hún var sú sem maður leit-
aði til með fyrstu skrefin í okkar
íþrótt. Hún var margfaldur Íslands-
meistari með liði sínu KFR-Aftur-
göngum og einnig margfaldur Ís-
landsmeistari einstaklinga. Nokkrar
landsliðsferðir fórum við í saman og
var það unun að vinna með henni því
að hún var svo mikil keppnismann-
eskja og gafst aldrei upp. Eitt það
sem ég kunni svo vel að meta í henn-
ar fari var hversu vel hún gat miðlað
til hinna í liðinu. Ekki ætla ég að tala
um hennar veikindi hér heldur ætla
ég að minnast allra góðu stundanna
sem við áttum saman í gegnum árin
en þær eru þó nokkrar.
Elsku Gaui, Guðný, Steini og fjöl-
skyldur, Guð gefi ykkur styrk á
þessari erfiðu stundu.
Theódóra og Þórir
(Dóra og Tóti).
Mig langar að kveðja samstarfs-
konu mína Ágústu Þorsteinsdóttur
með nokkrum orðum.
Ágústa kom til starfa í dagþjón-
ustuna við Lækjarás í byrjun árs
2004. Ágústa var einstök og vorum
við heppin að fá hana í okkar góða
starfsmannahóp. Ágústa hafði um-
sjón með eldhúsinu og má segja að
það sé hjarta staðarins þar sem allir
mætast og borða saman. Alltaf var
gott að koma til Ágústu í eldhúsið,
hún var mikill húmoristi og vel að sér
í öllum málum og gaman að ræða við
hana um öll heimsins mál. Hún var
nú ekki að segja okkur samstarfs-
mönnum sínum frá eigin afrekum í
íþróttum, því hófsemin var ríkjandi
þegar kom að henni sjálfri. Ef
Ágústa tók að sér verkefni kláraði
hún það óaðfinnanlega. Ofarlega er í
huga mínum keilumót sem Ás
styrktarfélag hélt í byrjun sumars.
Ágústa, sem náð hafði frábærum ár-
angri í keilu, tók að sér að skipu-
leggja mótið en þá var Ágústa orðin
veik en að biðjast undan eða hætta
við var ekki til í hennar huga. Hún sá
um mótið og fékk vinkonu sína sér til
aðstoðar. Einnig var Guðjón eigin-
maður hennar mættur til að aðstoða
eiginkonu sína. Mótið heppnaðist vel
og fóru þátttakendur ánægðir heim
að loknu móti.
Ég votta Guðjóni, eiginmanni
hennar, börnum og fjölskyldunni
allri samúð mína um leið og ég þakka
fyrir að hafa fengið að kynnast og
vinna með Ágústu þessi ár. Góðar
minningar eru bestu eftirmælin.
Laufey Elísabet Gissurardóttir,
fyrrverandi forstöðuþroska-
þjálfi í Lækjarási.
Erfitt er að setjast niður og skrifa
um hana Gústu. Hún var ein af þeim
fyrstu sem ég kynntist þegar ég
byrjaði að stunda keilu í ársbyrjun
1988. Um haustið byrjaði ég ásamt
fleirum í deildinni og stofnuðum við
lið. Gústa var mjög ljúf og var fljót að
koma og bjóða okkur velkomna og
var alla tíð ein sú besta keppnis-
manneskja sem ég þekki. Ekki var
Gaui langt undan en hann fylgdi
Gústu sinni alltaf í keilusalinn þó svo
hann hafi minnkað að spila sjálfur.
Einnig var Gústa iðulega í keilusaln-
um þó svo hún væri ekki að keppa og
fylgdist með. Hún gafst aldrei upp
og var alltaf ákveðin í því að gera sitt
besta og oft stappaði hún stálinu í
mann ef illa gekk.
Þegar ég varð veik í haust þá var
Gústa fljót að koma til mín og bjóða
mér hjálp og aðstoð í mínum veik-
indum. Gústa var ein af föstu punkt-
unum í keilusamfélaginu og verður
erfitt að byrja tímabilið nú í haust án
þess að Gústa sé með okkur. Takk
fyrir góða viðkynningu, Gústa mín,
og nú veit ég að þér líður betur þar
sem þú ert og kannski takið þið leik
þú, Solla og Birna.
Bið ég Guð að veita Gauja og fjöl-
skyldu styrk á þessari stundu.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Unnur.
Venjulega fylgir tilhlökkun því að
mæta í keilusalinn að hausti, hitta
alla góðu vinina og félagana eftir
sumarfrí og hefja nýtt keppnistíma-
bil. Þetta haust verður frábrugðið –
hún Gústa okkar er fallin frá og
missirinn er mikill. Hún var afreks-
kona í keilu sem og öðrum íþrótta-
greinum sem hún lagði fyrir sig. Hún
var kletturinn í liðinu okkar, sama
hvað gekk á, róleg og yfirveguð og
alltaf tilbúin til að leiðbeina ef hún sá
að eitthvað hafði farið úrskeiðis. Hún
kláraði síðasta tímabil með okkur í
vor með reisn og var alltaf tilbúin til
að spila, þó svo að hún hefði kannski
alls ekki heilsu til þess. Harkan var
slík að aldrei mátti láta bera á því að
eitthvað bjátaði á. Þannig var það
fram á síðustu stundu – ef maður
spurði hvernig hún hefði það var við-
kvæðið: „Ég hef það bara gott“ eða
„Þetta er allt að koma, ég er miklu
betri í dag“.
Elsku Gústa, þín verður sárt sakn-
að og erfitt verður að spila án þín í
vetur. Þú varst hins vegar aldrei
neitt fyrir vol og væl og við sem eftir
erum reynum að taka þig til fyrir-
myndar, harka af okkur og gera þig
stolta af okkur. Við trúum því að þú
komir við öðru hvoru og laumir góð-
um ráðum að okkur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Gaui, Guðný, Steini og aðrir
aðstandendur. Ykkar missir er mikill
og við biðjum Guð að vaka yfir ykk-
ur. Blessuð sé minning Gústu. Hvíl í
friði, kæra vinkona.
Ragna, Jóna, Helga,
Ragna Guðrún og Heiðrún.
SENDUM
MYNDALISTA
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HELGA INGIMARSDÓTTIR,
Víðilundi 24,
Akureyri,
lést á heimili sínu laugardaginn 23. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 29. ágúst kl. 13.30.
Valborg Svavarsdóttir, Haukur Valtýsson,
Agnes Tulinius Svavarsdóttir, Ottó Tulinius,
Guðmundur Þorsteinsson
og ömmubörnin.
✝
Ástkær eiginmaður minn og faðir,
HÖRÐUR ÓSKARSSON
prentari,
Furugerði 1,
Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 24. ágúst.
Útför hans verður auglýst síðar.
Þorbjörg Sigtryggsdóttir,
Gerður Harðardóttir.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
MATTHILDUR JÓNSDÓTTIR
frá Skálholtsvík,
Hrafnistu, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 29. ágúst kl. 13.00.
Guðrún Jensdóttir, Hannes Karl Björgvinsson,
Matthildur Hannesdóttir, Sigurður Hafliðason,
Sigurbjörg Hannesdóttir
og barnabarnabörn.
✝
Systir okkar,
ELÍN SIGURJÓNSDÓTTIR,
Steinum undir Eyjafjöllum,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum,
Selfossi, þriðjudaginn 26. ágúst.
Þórarinn Sigurjónsson,
Árni Sigurjónsson,
Eyjólfur Sigurjónsson og aðstandendur.