Morgunblaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ✝ Jón LárusGuðnason fædd- ist á Berserkseyri í Grundarfirði 13. september 1928. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 22. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Guðrún Halldórsdóttir, f. 4. október 1900, d. 14. maí 1981 og Guðni Elísson, f. 31. októ- ber 1897, d. 15. mars 1976. Bræður Jóns eru Halldór, f. 1922, Elís, f. 1926, d. 1994 og Bernharð, f. 1929. Eiginkona Jóns er Sigþóra Scheving Kristinsdóttir, f. 13. jan- úar 1929. Dætur þeirra eru 1) Guðrún Linda, f. 19. september 1967, gift Pálma Bergmann Vil- hjálmssyni, dætur þeirra eru Rak- el Bergmann og Erla Þóra Berg- mann. 2) Íris Björk, f. 25. júní 1969. Börn hennar og Kristmundar Carter eru Nadía Carter og Tanya Carter. Fyrir átti Íris Söru Lind Sigurðardóttur, maki Ómar Sigur- sveinsson, synir þeirra eru Jón Tristan og Almar Logi. Jón starfaði við hin ýmsu störf, bæði á sjó og í landi, þar til þau hjónin keyptu Fatapress- una Úðafoss við Vitastíg í Reykja- vík árið 1965. Þau byggðu fyr- irtækið upp af miklum dugnaði og luku starfsferli sínum þar og er fyrirtækið ennþá í eigu fjölskyld- unnar. Jón verður jarðsunginn frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Hinsta kveðja til elsku pabba. Þinn andi var sem undurblíður blær, sem bætti andrúmsloftið fólki í hag. Í kringum þig var kærleikurinn nær, þín kæra minning lifir sérhvern dag. Og þó að ríki sorg um sólarlag og söknuðurinn væti marga brá. Ég veit þú lifir fagran dýrðardag í dásemdum sem reyndar allir þrá. (Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson.) Þín dóttir, Guðrún Linda (Gúnný). Elsku pabbi minn, þegar ég hugsa til þín fyllist hjarta mitt þvílíku þakk- læti fyrir að hafa fengið að vera dóttir þín. Þú hafðir endalausa þolinmæði og ekki man ég eftir að þú hafir kvartað yfir einu eða neinu. Í veikindum þínum stóðst þú þig eins og hetja með mömmu við hlið þér allan tímann. Við munum hlúa að henni mömmu fyrir þig, hún var þín stoð og stytta eins og þú sagðir sjálfur alveg fram á það síðasta. – Ég þakka þér fyrir alla hjálpina í gegnum tíðina og þá sér- staklega fyrir að hafa tekið svona stóran þátt í uppeldi Söru minnar, þú varst miklu meira en afi fyrir henni. Litlu tvíburarnir Tanya og Nadia voru hluti af sólinni þinni, það var yndislegt að sjá þær kyssa þig kvöldið áður en þú fórst. Þú baðst um annan koss frá þeim eftir þann fyrsta, þú gafst þér tíma og þrek til að brosa til þeirra, við elskum þig fyrir það. Af hverju sagði ég ekki allt þetta meðan þú lifðir? En ég hvíslaði í eyra þitt rétt áður en þú fórst og ég veit að þú heyrðir það því þú reyndir að segja mér eitthvað sem ég gat ekki skilið, þú sagðir svo oft. „Íris mín, ég er svo stoltur af þér“ – og það skipti mig öllu máli í heiminum. Elsku gamli gráskalli minn (ég veit þú brosir núna), við elskum þig af öllu hjarta. Ég veit að þú ert á góðum stað og loks líður þér vel. Megi englarnir vaka yfir þér, elsku pabbi minn, þín dóttir, Íris. Það eru liðin meira en tuttugu ár síðan ég kynntist tengdaföður mín- um, Jóni Lárusi Guðnasyni. Þar var alger toppmaður á ferðinni. Jón var mikill veiðimaður þegar hann hafði fulla heilsu og fór mikið í laxveiði. Ógleymanlegar eru allar þær veiði- ferðir og samverustundir sem ég átti með honum. Hann var skemmtilegur maður og mikill húmoristi. Jón var heilsulítill síðustu 13 æviár sín en hélt þó sinni léttu lund þrátt fyrir að hafa misst nær alla sjón, sem í leiðinni svipti hann hans helstu áhugamálum. Hann kvartaði samt aldrei, sem lýsir skapgerð hans betur en margt annað. Jón var harður framsóknarmaður. Sem dæmi um húmor hans vil ég rifja upp eitt skemmtilegt atvik. Við tengdafeðgarnir vorum á leið í eina veiðiferðina. Við vorum frekar seinir fyrir og bensínlitlir og langt á næstu Esso-stöð. Ég renndi því bílnum inn á næsta Olís- eða Shell-plan og ætlaði að láta fylla á bensíntankinn. Þá kom Jón út úr bílnum og sagði: „Nei, nei, bara fyrir 500 krónur, það dugir okk- ur til að komast á næstu Esso-stöð!“ Og svo hlógum við báðir. Jón var góður eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi og vitna tíðar heimsóknir um vinsældir hans. Það var árið 1965 sem Jón og Þóra keyptu Úðafoss við Vitastíg og starf- ræktu fatahreinsunina fram til ársins 1989 er ég, kona mín og mágkona tókum við rekstrinum. Jón vann samt áfram í fyrirtækinu í nokkur ár og var bæði gott og lærdómsríkt að vinna með honum. Ég vil að leiðarlokum þakka þér, Jón minn, fyrir okkar góðu kynni. Þau gerðu mig að betri manni. Þinn vinur og tengdasonur, Pálmi Bergmann. Elsku afi minn. Loksins fékkstu langþráða hvíld, ég veit að þú ert í góðum höndum. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég minnist þess hvað við vorum alltaf miklir perluvinir. Ég hef alltaf litið upp til þín og litið á þig meira sem föður- ímynd. Ég man þegar við horfðum saman á Chaplin og fórum saman í ferðalög út á land. Mér fannst alltaf svo notalegt að sitja í fanginu á þér og hlusta á skemmtilegar sögur þegar ég var yngri. Þú kunnir alltaf að segja svo skemmtilegar sögur. Ég minnist hvað þú varst góðhjartaður og duglegur maður. Mér fannst líka svo spennandi að koma með þér í veiðiferðir enda varst þú mjög mikill veiðimaður. Ég á svo margar góðar minningar með þér að ég veit ekki hvar ég á að byrja eða enda. Mér finnst æðislegt að þú náðir að lifa til að sjá afastrákana þína. Það var mik- ill heiður þegar þú varst skírnarvott- ur hjá nafna þínum honum Jóni Tristani, mér þykir voða vænt um þá stund. Jón Tristan og Almar Logi hafa alltaf verið svo miklir afastrák- ar. Þakka þér, afi minn, fyrir að hafa verið þú. Þín Sara Lind. Í dag kveð ég hjartkæran frænda, Jón Lárus Guðnason. Alltaf var stutt í brosið og hlátur hjá honum og þótt hann væri kvalinn var honum mest umhugað um aðra. Hún Þóra þín var styrkur þinn og stoð og elsku stelp- urnar þínar eins og þú sagðir svo oft. Þú varst svo stoltur af barnabörn- unum, stelpunum þínum, sem voru alltaf að hugsa um hann afa sinn, sem og langafastrákunum. Elsku frændi, takk fyrir allar minningarnar sem munu alltaf fylgja mér um þig og hann Ella þinn. Öll ævintýrin á Spáni og allar góðu stundirnar sem þú gafst mér. Elsku Þóra, Íris, Guðrún og fjöl- skyldur. Ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur á sorgarstundu og bið góðan Guð að varðveita ykkur. Elísa Elísdóttir. Jón Lárus Guðnason FYRIR átján árum eða sumarið 1990 naut ég þeirra forréttinda sem þáverandi fram- kvæmdastjóri Gídeon- félagsins á Íslandi að fá að sækja alþjóða- mót og aðalfund al- heimssamtaka Gídeonfélagsins sem eru stórmerkileg sam- tök á heimsvísu enda starfa þau í dag í 186 löndum að útbreiðslu og dreifingu Biblíunn- ar eða Nýja testa- mentisins, en eins og margir vita eru innan við 200 lönd skráð sem viðurkennd sjálfstæð ríki á vegum Samein- uðu þjóðanna. Þetta var um það leyti sem járntjald Austu- Evrópu var að hrynja og fyrstu Gídeon- félögin voru að verða að veruleika í þeim löndum. En eins og sumir kannski muna var Biblían bönnuð bók í löndum Sovétríkjanna og Austur-Evrópu í um 70 ár. Fundurinn var haldinn í Kansas city í miðríkjum Bandaríkjanna og var flogið héðan til New York áður en ferðinni var áframhaldið til Kansas City. Með mér í för var Geir Jón Þórisson, sem þá var forseti Gídeonfélagsins á Íslandi en er nú löngu landsþekktur sem farsæll yfirlögregluþjónn á höfuðborgar- svæðinu. Manhattan Fyrir milligöngu Flugleiða feng- um við inni á gistiheimili í New York sem rekið var af íslenskum hjónum, þar sem við þurftum að dvelja í borginni eina nótt áður en við héld- um ferð okkar áfram. Þar sem hvor- ugur okkar hafði á þeim tíma komið til Bandaríkjanna og hvað þá New York-borgar áður ákváðum við að taka daginn snemma daginn eftir og fara niður á Manhattan til þess að skoða okkur um. Á gistiheimilinu gistu einnig tveir aðrir Ís- lendingar um nóttina sem spurðu hvort þeir mættu ekki slást í för með okkur, en þetta voru íslenskir fisksalar í viðskiptaerindum. Í neðanjarðarlestinni á leiðinni niður á Man- hattan tókum við tal saman og ræddum meðal annars um erindi okkar til Bandaríkj- anna. Þeir sögðu okkur frá sínum erindum og áformum og við Geir Jón sögðum þeim frá okkar erindum. Talið barst að Gídeonfélaginu og því sem það stendur fyrir og sýndu þeir mál- efninu mikinn áhuga. Þeir höfðu jú fengið Nýja testamentið að gjöf frá félaginu þegar þeir voru í barnaskóla og fannst starf félags- ins atyglisvert og báru lotningu fyrir Biblíunni og Guði og allt það. Ekki síst fannst þeim mark- aðssetning félagsins áhugaverð og útbreiðsla Biblíunnar. Þeir sáu þó ástæðu til þess að spyrja okkur þeirrar sjálfsögðu og eðlilegu spurn- ingar sem við spyrjum okkur iðu- lega sjálfir: „Til hvers að vera að þessu? Til hvers að vera að leggja allt þetta á sig? Les nokkur í þessari Biblíu eða Nýja testamenti sem þið eruð alltaf að gefa og dreifa um allt með ærnum tilkostnaði, tíma og fyr- irhöfn?“ Nú voru góð ráð dýr. Hverju átti maður að svara þessari spurningu svo eitthvert vit væri í? Jafnvel þótt við að sjálfsögðu vissum að bæk- urnar væru lesnar og hefðu haft til- ætluð jákvæð áhrif á líf fólks og ver- ið svo ótalmörgum til ómetanlegrar blessunar. Staddir í heimsborginni New York í fyrsta sinn og það í neðanjarðarlest við algjörlega áður óþekktar aðstæður. Ja, hverju hefð- ir þú svarað? Ég man að ég svitnaði allur og fann mig afar smáan gagnvart þess- ari eðlilegu spurningu. Það voru sannarlega margar hugsanir sem í gegnum huga minn fóru á þessari örskömmu stundu. Ég vildi ekki bregðast en vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við. Á þessu andar- taki, í þessum hugrenningum mín- um, varð mér litið upp og augu mín staðnæmdust á ungri konu, dökkri á hörund, sem sat skáhallt á móti okk- ur. Ég hélt að ég sæi ofsjónir eða væri að dreyma. Konan var að lesa í lítilli blárri bók, sem ég kannaðist strax við enda merki Gídeonfélags- ins á kápu hennar. Þetta var Nýja testamentið! Hún sat þarna og var að lesa í Nýja testamentinu sínu og hafði strikað undir texta í bókinni með rauðu og bláu bleki. Þetta var ótrúlegt. Fyrir mér var þetta nánast jafn ótrúlegt og að Jesús Kristur sæti sjálfur þarna í sætinu á móti okkur. Eftir að hafa áttað mig á þessum ótrúlegu aðstæðum benti ég sam- ferðamönnum mínum yfirvegað á konuna og sagði eins og ekkert væri sjálfsagðara: „Nú þarna er nú til dæmis ein að lesa í Nýja testament- inu sínu.“ Þeir störðu á konuna og sögðu síðan eftir að hafa náð andan- um: Ok, það er sem sagt lesið í þessu Nýja testamenti.“ Ekki veit ég hvað þeir hugsuðu blessaðir mennirnir en þeir spurðu ekki mikið eftir þetta ógleymanlega atvik. Ég er nokkuð viss um að þessi uppákoma hafði mikil áhrif á þá, já okkur alla, ekki síst mig sjálf- an. Þetta er einhver allra magnað- asta uppákoma sem ég hef lent í fyrr og síðar og get ég ekki með nokkru móti þakkað sjálfum mér hana. Um kvöldið þegar við vorum komnir í næði á hótelið okkar í Kansas City eftir ferðalagið, við- burðaríkan og hreint ógleyman- legan dag, lagðist ég upp í og fór að rifja þetta atvik upp í huganum. Endaði ég daginn eins og ég geri gjarnan með því að taka Nýja testa- mentið mitt fram. Fletti ég í því og staðnæmdist fljótlega við orð Jesú úr Lúkasarguðspajalli 21. kafla, versum 14-15, íhugandi það sem gerst hafði fyrr um daginn: „Verið ekki fyrirfram að hugsa um, hvernig þér eigið að verjast, því að ég mun gefa yður orð og visku.“ Ógleymanleg uppákoma Sigurbjörn Þorkelsson skrifar um Gídeonfélagið og Biblíuna Sigurbjörn Þorkelsson » Benti ég samferða- mönnum mínum yfirvegað á kon- una eins og ekk- ert væri sjálf- sagðara. Þetta er einhver magnaðasta uppákoma sem ég hef lent í. Höfundur er rithöfundur, fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju og m.a. fv. framkvæmdastjóri KFUM og KFUK og Gídeonfélagsins á Íslandi. ÞAÐ vakti athygli mína, þegar Barack Obama forsetafram- bjóðandi demókrata tilnefndi Joe Biden sem varaforsetaefni sitt, að Biden sagði m.a. í ræðu sinni, að tími væri til að Banda- ríkin þyldu ekki önnur fjögur ár með óbreytta stefnu í ut- anríkismálum. Þær deilur sem nú eru á borðinu milli Rússa og okkar í vestrinu eru af hinu illa. Ég tel að stefna NATO sé röng og ekki í samræmi við það sem gert hefur verið síðustu árin í svipuðum mál- um. Ég minni á að þjóðaratkvæða- greiðsla fór fram í S-Ossetíu 12.11. 2006, þar sem 95% íbúanna sam- þykktu sjálfstæði, sem er svipað og þegar við Íslendingar gerðum hið sama 1944 að Dönum forspurðum. Abkasía lýsti yfir sjálfstæði 1999. Sögulega verður að telja bæði S- Ossetíu og Abkasíu eiga rétt á eig- in sjálfstæði. Það er kaldhæðnis- legt að vesturveldin skuli fara í fót- spor Stalíns – hann lagði Georgíu til þessi lönd 1921 en þau höfðu þá verið sjálfstæð að nýju frá 1917. Þegar Sovétríkin liðuðust í sundur hefði verið eðlilegt að þau fengju viðurkenningu okkar Íslendinga. Ég minni á, að ég lagði til í utanríkisnefnd Al- þingis á sinni tíð að við viðurkenndum Eystrasaltsríkin. Jón Baldvin Hannibalsson tók þessa stefnu upp og hún hefur skapað okkur mikla virðingu. Einnig stóð ég að því ásamt félögum mínum í Vináttu- samtökum Króatíu hér á landi, að draga í fyrsta sinn fána Króatíu að hún á erlendri grund og krefjast viðurkenningar okkar á landinu, það gekk eftir. Við höfum viður- kennt Kosovo, sem er alveg sam- bærilegt. Rétt er að minna á að það voru Georgíumenn undir for- ystu Saakashvili, sem réðust á S- Ossetíu og í því sambandi er rétt að vitna í mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins Tomas Hammar- berg, þar sem hann segist sleginn yfir þeirri eyðileggingu, sem orðin væri í Tskhinvali, höfuðborg S- Ossetíu, vegna árásar hersveita Georgíu á hana. Manni dettur í hug að öfugt við fréttir hafi Saakahvili verði hvattur af Bush til að gera þessa árás, því það var eins og við manninn mælt, að Pólverjar skrif- uðu þegar undir samning um eld- flaugarvarnir við Bandaríkin, varla tilviljun. Nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir tekið þá ákvörðun, að ganga í hóp hinna viljugu þjóða, á vit hernaðar og vopnasölu glæpa- manna. Þetta samræmist ekki stefnu okkar Íslendinga, við eigum að vera boðberar frelsis og sjálfs- ákvörðunarréttar þjóða. Burt með vopnaskak og tökum forystu um raunverulegan friði, án vopna. Viðurkennum S-Ossitíu og Abkasíu, það er okkar hlutverk. Viðurkennum sjálfstæði Suður-Ossetíu og Abkasíu Hreggviður Jónsson skrifar um viðurkenningu sjálfstæðis þjóða »Ég minni á að þjóð- aratkvæðagreiðsla fór fram í S-Ossetíu 12.11. 2006 þar sem 95% íbúanna samþykktu sjálfstæði Hreggviður Jónsson Höfundur er fyrrv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins. hcjons@gmail.com MINNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.