Morgunblaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 241. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Segir opinbera aðila kynda undir verðbólgu  Forseti Alþýðusambands Íslands gagnrýnir að opinberir aðilar kyndi undir verðbólgu með hækkunum og óskar eftir samstarfi við ríkisstjórn- ina. Tólf mánaða verðbólga mældist 14,5% í ágústmánuði og hefur ekki verið meiri í rúm 18 ár. » 4 Vilja samstarf um virkjun  Indverjar vilja fá íslenskt orkufyr- irtæki í samstarf við að reisa fyrstu jarðvarmavirkjunina á Indlandi. Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra hefur þekkst boð um að fara til Indlands og ganga frá sam- starfssamningi. » 2 Byr verður hlutafélag  Fundur stofnfjáreigenda Byrs sparisjóðs ákvað í gær að breyta sjóðnum í hlutafélag. Á fundinum gagnrýndu stjórnendur löggjöf um sparisjóði. » Viðskipti SKOÐANIR» Staksteinar: Gjöfin að vera Íslendingur Forystugreinar: Valdabrölt Rússa Leggjum meira af mörkum Ljósvaki: Fagnaðarfundur UMRÆÐAN» Verðlag og vímuefni Ógleymanleg uppákoma Viðurkennum sjálfstæði … Seðlabanki Íslands: Sjálfviljugur … Ávöxtun lífeyrissjóðanna minnkar … Umburðarlyndi gagnvart … Verst var staðan í kreppunni miklu VIÐSKIPTI» % %3 3 3 3  $3 4 +5 & . # * #+ 6#"  ##" ! " $$% % %3 3 3 3  $3 %3 - 7 1 & %  3 3% 3%%  $3$$ $3$ 89::;<= &>?<:=@6&AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@&7 7<D@; @9<&7 7<D@; &E@&7 7<D@; &2=&&@! F<;@7= G;A;@&7> G?@ &8< ?2<; 6?@6=&2*&=>;:; Heitast 16°C | Kaldast 8°C  NA 5-10 m/s á Vest- fjörðum, annars hæg- ari austanátt. Skúrir á Suðvesturlandi. Bjart f. norðan og austan. » 10 Virki úr þvotta- vélum, belgískur friðardans og afmæli í Þingholtum. Eft- irmæli Menning- arnætur. » 33 MENNING» Kaffi og heimsfriður TÍSKA» Moss viðurkennir að hafa verið of horuð. » 38 Hefur ABBA- flokkurinn eignast nýja kynslóð áheyr- enda? Eða er vínyl- fólkið að kaupa sér geisladiska? » 39 TÓNLIST» ABBA-plata vinsælust FÓLK» Jackson er versti hót- elgesturinn. » 32 TÓNLIST» Skeggið, sólgleraugun og kynþokkinn. » 31 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Dularfulla „iPhone-stúlkan“ … 2. Silfurvélin lögð af stað til Íslands 3. Með stöðugan kökk í hálsinum 4. Dýr voru Ólympíugull Kínverja  Íslenska krónan styrktist um 0,1% HÁTÍÐARSTEMNING var á Bessastöðum í gær þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti íslenska landsliðinu í handbolta heiðurs- merki hinnar íslensku fálkaorðu. „Mér finnst það mikilvægt að Íslendingar allir átti sig á því að af- rek ykkar er ekki aðeins merkilegt og einstakt í okkar sögu heldur er það það líka í heimssögu íþróttanna,“ sagði Ólafur Ragnar í ræðu sinni við athöfnina. Einnig sagði hann að með orðunni væri viðtakendum hennar sýnt þakklæti þjóðar- innar og veittur sá heiður sem henni væri dýr- mætastur. Riddarakross fálkaorðunnar fyrir afrek í íþróttum hlutu Alexander Petersson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Björgvin Páll Gústavsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Hreiðar Levy Guðmundsson, Ingimundur Ingimundar- son, Logi Geirsson, Róbert Gunnarsson, Sigfús Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Sturla Ásgeirsson og Sverre Andreas Jakobsson. Að auki tók Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, við riddara- krossinum fyrir forystu sína í íslenskum hand- knattleik. Þá hlutu Guðmundur Ágúst Ingvarsson, for- maður Handknattleikssambands Íslands, Guð- mundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari og Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska hand- boltalandsliðsins, stórriddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu. skulias@mbl.is Íslenskir handknattleiksriddarar Landsliðið sæmt heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu Morgunblaðið/Kristinn SVEITABRÚÐKAUP og Brúðgum- inn munu báðar verða sýndar á kvikmyndahátíðinni í Toronto, lík- lega virtustu kvikmyndahátíð vest- anhafs ásamt Sundance. „Þetta er vonandi bara ágætis auglýsing fyr- ir íslenska kvikmyndagerð. Von- andi að þeir haldi samt ekki að við framleiðum eingöngu brúðkaups- myndir,“ segir Valdís Óskarsdóttir um Kanadaförina en hún er nú að frumsýna sitt fyrsta leikstjóraverk, Sveitabrúðkaup, hérlendis. Myndin var unnin án fram- leiðslustyrks frá Kvikmynda- miðstöð Íslands þar sem um er að ræða spunaverk sem farið var í án eiginlegs handrits og því þurfti fjármagn annars staðar frá. Mynd- in fékk þó eftirvinnslustyrk. Valdís segir Guðrúnu Eddu Þór- hannesdóttur, einn framleiðanda myndarinnar, hafa fundið fjármagn hjá nokkrum fjárfestum. „Guðrún Edda hafði síðan sam- band við Jim Stark sem sýndi áhuga á að vera með og hafði sam- band við Fortisimo Films. Þeir ákváðu að kaupa myndina og eiga alheimsdreifingu á henni, mínus Norðurlönd, og keyptu myndina út á söguþráð, ekkert handrit. Það var ofboðslega gaman að einhver skyldi hafa svona mikla trú á lítilli ís- lenskri bíómynd að vilja kaupa hana fyrir fram.“ | 30 Íslensk brúðkaups- veisla í Toronto Morgunblaðið/Kristinn Á leið í brúðkaup Leikararnir Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Herdís Þorvaldsdóttir og leikstjórinn Valdís Óskarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.