Morgunblaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
ÁkvörðunRússa aðlýsa yfir
stuðningi við sjálf-
stæði Abkasíu og
Suður-Ossetíu í
Georgíu eykur spennuna í
samskiptum þeirra við önnur
ríki í Evrópu. Rússar segjast
vera í hlutverki frelsaranna í
Suður-Ossetíu. Rússar rétt-
læta framgöngu sína með
þeim rökum að þeir hafi verið
að koma í veg fyrir þjóðernis-
hreinsanir í Suður-Ossetíu.
Suður-Ossetía og Abkasía
eru peð í valdatafli Rússa. Í
því tafli gildir einu um fólkið,
sem býr í þessum héruðum.
Taflið snýst um áhrif og völd.
Allt frá því að kalda stríðinu
lauk hafa Rússar mátt horfa
upp á það hvernig þrengt hef-
ur verið að þeim.
Nú hefur hátt verð á olíu og
gasi gerbreytt valdastöðu
Rússa og aukið mátt þeirra.
Míkhaíl Saakashvili, forseti
Georgíu, gerði alvarlegt
glappaskot þegar hann réðst
inn í Suður-Ossetíu og segja
má að þetta hafi verið það
sem Rússar biðu eftir. En að-
gerðir Rússa voru úr öllu
samhengi við tilefnið og full-
yrðingar þeirra um þjóðernis-
hreinsanir halda ekki vatni.
Rússar hafa gagnrýnt
stuðning Evrópusambandsins
og Bandaríkjamanna við
sjálfstæði Kosovo. Victor I.
Tatarintsev, sendiherra
Rússlands á Íslandi, sagði á
blaðamannafundi í fyrradag
þegar hann var
spurður hvort
Rússar hygðust
nú styðja sjálf-
stæði Tsjetsjeníu
og Kosovo að ekki
væri hægt að bera þau mál
saman við Georgíuhéruðin,
ólíku væri saman að jafna.
Þetta er hárrétt hjá sendi-
herranum. Serbnesk stjórn-
völd hugðust hrekja alla Kos-
ovo-Albana burt frá Kosovo.
Þjóðernishreinsanir þeirra
voru stöðvaðar með vopna-
valdi. Það hefði aldrei verið
hægt að verja það að þvinga
íbúa Kosovo til að lúta stjórn
þeirra, sem hugðust
„hreinsa“ þá í burtu með of-
sóknum og blóðsúthellingum.
Það er líka rétt hjá sendi-
herranum að öðru máli gegni
um Tsjetsjeníu. Ekki er með
neinu móti hægt að líkja sókn
georgíska hersins inn í Suður-
Ossetíu við hinar stórfelldu
árásir, sem Rússar gerðu á
Tsjetsjeníu til þess að kæfa
niður sjálfstæðishreyfingu
Tsjetsjena. Með réttu hefði
Tsjetsjenía átt að fá sama
stuðning og Kosovo, en það
hefði kallað stríð yfir Evrópu.
Umræðan um sjálfsákvörð-
unarrétt þjóða er erfið og það
stóð í mörgum aðildarríkjum
ESB hvort styðja ætti sjálf-
stæði Kosovo. Niðurstaðan
gat hins vegar aðeins orðið
ein.
Málstaður Rússa er mjög
veikur. Þeir eru að saga af
greinina sem þeir sitja á.
Stuðningsyfirlýsing
Rússa snýst um völd
en ekki mannúð }
Valdabrölt Rússa
Opinber þróun-araðstoð á
vegum íslenzka
ríkisins er lægra
hlutfall lands-
framleiðslu en í
flestum öðrum iðnríkjum.
Hins vegar hefur íslenzkur al-
menningur verið duglegri að
gefa fé til frjálsra félagasam-
taka sem taka þátt í þróunar-
aðstoð en gerist og gengur í
flestum nágrannaríkjum okk-
ar.
Margir einstaklingar og
fjölskyldur hafa haft þann
háttinn á að gefa fasta upp-
hæð mánaðarlega til þróun-
arstarfs. Sumir styrkja
Rauða krossinn, aðrir ABC
hjálparstarf, enn aðrir SOS
barnaþorp, sumir Hjálpar-
starf kirkjunnar og þannig
mætti áfram telja.
Nú bregður svo við að
vegna gengisfalls krónunnar
er framlag íslenzkra fjöl-
skyldna mun minna virði þeg-
ar það kemst á áfangastað en
fyrir nokkrum mánuðum.
Sum hjálparsamtök eru því
farin að biðja um hærri fram-
lög til að vega upp
á móti þessum
mun. Í „neyðar-
kalli“ sem ABC
hjálparstarf sendi
frá sér sagði m.a.:
„Allir sjóðir ABC eru nú upp-
urnir og þó hefur ekki verið
hægt að senda nauðsynlegt
fjármagn til barnanna. Mat-
arreikningar hafa hlaðist upp
og þolinmæði birgja er á þrot-
um.“
Frjáls félagasamtök vinna
fórnfúst og mikilvægt starf í
þróunarlöndunum. Fjöldi fá-
tæks fólks treystir á aðstoð
frá þessum samtökum og þau
hafa tekizt á hendur skuld-
bindingar, sem þau verða að
standa við.
Þótt að kreppi í efnahags-
lífinu hér á landi og allt hækki
í verði, munar fæsta um að
auka framlag sitt til hjálp-
arstarfs um t.d. fimm hundr-
uð eða þúsund krónur á mán-
uði. Við eigum að sinna kalli
hjálparsamtaka og leggja
meira af mörkum þannig að
áfram sé hægt að hjálpa fólki
til sjálfshjálpar.
Við eigum að
sinna kalli
hjálparsamtaka}
Leggjum meira af mörkum
Þ
að hefur ýmislegt þanist út í upp-
gangi síðustu ára. Nýjar íbúðir
hafa risið um allar trissur, fleiri
bílar hafa verið fluttir til landsins
en dæmi eru um, meira keypt af
alls kyns dóti og meira að segja hefur kampa-
vínið á stundum selst eins og heitar lummur.
Og í leiðinni höfum við fitnað. Ég ætla ekki að
segja að aukakílóin séu góðærinu að kenna en
einhvern veginn hefur andvaraleysið aukist í
þessum efnum. Þetta er ekki bara áhyggjuefni
á Íslandi, heldur í öllum vestrænum heimi.
Offita er eitt helsta heilbrigðisvandamál nú-
tímans og „aukaverkanir“ hennar á allan lík-
amann eru miklar og geta orðið alvarlegar. Og
ástæður aukakílóanna kunna að vera marg-
víslegar. Það er ekki bara óhollusta og of lítil hreyfing.
Það getur líka verið mikil streita, óreglulegur vinnutími
og mikið álag. Það er nokkuð sem sumir Íslendingar
þekkja helst til vel. Við fullorðna fólkið getum sjálf tekið
okkur taki og reynt að breyta lífsstílnum til hins betra og
fækka aukakílóum. Það sama gildir ekki endilega um
börnin. Þau þurfa meiri stuðning og líklega fjölskyldur
feitra barna í heild.
Á dögunum færði Thorvaldsenfélagið Barnaspítala
Hringsins veglega peningagjöf til styrktar nýju meðferð-
arúrræði fyrir feit börn og fjölskyldur þeirra. Með þessu
framlagi vekur þetta aldna og merka félag athygli á
þessu vaxandi vandamáli og leggur sitt af mörkum til að
bæta úrræði fyrir þennan hóp. Barnaspítalinn hefur gef-
ið þessum málum mun meiri gaum á allra síð-
ustu árum með úrræðinu sem kallast Heilsu-
skólinn. Þar er leitað leiða til að aðstoða
börnin og fjölskyldur þeirra við að ná tökum á
sjálfum sér og breyta hegðun og lífsstíl til
frambúðar. Og ætlunin er að halda áfram að
bæta þetta úrræði þannig að það henti betur
aðstæðum á Íslandi.
Heilbrigðiskerfið er stórt og flókið. Stöðugt
er verið að gagnrýna kerfið sjálft, að það sé
dýrt, að það sé óhagkvæmt og bent á hvað
betur megi fara. Leiðarljósið verður samt að
vera það að nýta skattfé almennings sem
best. En á sama tíma og uppbyggileg gagn-
rýni á rétt á sér má ekki gleyma til hvers
þetta kerfi er og hvaða starf fer fram á spítöl-
um landsins.
Með því að beina augum sínum að aðstæðum barna á
Íslandi er Barnaspítalinn að gera akkúrat það sem við
helst viljum sjá. Þessi spítali sem kenndur er við Hring-
skonur og nú styrktur af Thorvaldsen-konum vill bæta
lífsgæði feitra barna, vekja athygli á þessum vaxandi
vanda og vonandi getur hann spyrnt hressilega við fót-
um. En til þess að ná árangri í baráttu við offitu barna
þarf án efa að leiða saman fleiri hópa, og þar spilar
menntakerfið stóra rullu, bæði vegna skólamáltíða og
leikfimi en ekki síður vegna fræðslu um þetta efni í skól-
unum. Ég skora á heilbrigðisráðherra og mennta-
málaráðherra að taka höndum saman um að styðja við
þetta mikilvæga starf. olofnordal@althingi.is
Ólöf Nordal
Pistill
Feit börn
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
N
æsti Bandaríkjaforseti
mun þurfa að laga ut-
anríkisstefnu sína að
breyttu mati á hern-
aðarlegu mikilvægi
norðurlóða, sem ásamt ógninni af
árásum á tölvukerfi mun verða í for-
gangi varnarmálanna næstu árin.
„Opnun sjóleiðanna þýðir fjölgun
flutningsleiða,“ sagði Victor Renu-
art, einn æðsti yfirmaður banda-
ríska flughersins, um bráðnun norð-
uríssins og bætti því við að allt benti
til að efnahagslegt mikilvægi svæð-
isins myndi aukast í náinni framtíð.
Renuart lét þessi orð falla á ráð-
stefnu um öryggismál í Washington
í síðustu viku, þar sem sérfræðingar
fóru yfir breytta stöðu norðursins.
Lýsti hann þar hvernig unnið væri
að þróun leynilegs hundraða millj-
arða króna varnarkerfis, sem ætlað
er að verja tölvukerfin fyrir árásum
tölvuþrjóta, en Bandaríkjaþing hef-
ur undanfarið metið það svo að þessi
ógn hefði aukist hin síðari ár.
Því hefur verið spáð að innan
nokkurra ára verði sumarísinn á
norðurslóðum horfinn með öllu,
enda bráðnunin verið hraðari en
gert var ráð fyrir í líkönum.
Bandaríska varnarmálaráðu-
neytið í Washington hefur fylgst ná-
ið með þessari þróun og sagði Renu-
art að eitt hlutverka hersins væri að
hafa augu með umferðinni um norð-
urslóðir, með þeim orðum að senn
muni fara í hönd „samkeppni um
auðlindir á norðurskautssvæðinu“
og að allt útlit væri fyrir að „fjöldi
þjóða muni gera kröfur þar um“.
Rætur í auðlindakapphlaupi
Öruggur aðgangur að jarð-
efnaeldsneyti hefur verið í forgangi
utanríkisstefnu Vesturveldanna frá
upphafi olíualdar og í því samhengi
gjarnan gripið til þeirra fleygu orða
breska stjórnmálamannsins Cur-
zons lávarðar eftir fyrri heimsstyrj-
öldina að bandamenn hefðu siglt til
sigurs í stríðinu á öldum olíunnar.
Nú þegar hillir undir lok olíu-
vinnslunnar í Norðursjó og sjötíu
milljón ökutæki bætast við sam-
gönguflota heimsins ár hvert er ekki
að undra að kapphlaup sé að hefjast
um það mikla gas- og olíuforðabúr
sem legið hefur ósnert undir myrk-
um undirdjúpum heimskautsins.
Ef marka má áætlun bandarísku
jarðfræðistofnunarinnar munu þær
birgðir hins vegar ekki breyta miklu
í hinu hnattræna samhengi.
Lítum á nokkrar tölur.
Bandarísku vísindamennirnir
áætla að á svæðinu sé að finna allt að
90 milljarða tunna af olíu eða sem
nemur heimsneyslunni í 34 mánuði.
Miðað við reynslu annarra ríkja af
olíuvinnslu á hafsbotni verður að
teljast afar ósennilegt að birgðirnar
reynist svo drjúgar, enda fræðilega
útilokað að kreista megi sérhvern ol-
íudropa úr lindunum.
715-faldar tekjur ríkissjóðs
Ef við hins vegar gefum okkur að
vinna megi helming þessa magns,
um 45 milljarða tunna, er ljóst að um
gífurlega hagsmuni er að ræða. Mið-
að við núverandi heimsmarkaðsverð
á olíu, sem er um 119 dalir tunnan,
er verðmæti þessa magns um 5.355
milljarðar dala, ígildi 441.413 millj-
arða íslenskra króna, eða sem svarar
715-földum heildartekjum hins op-
inbera á Íslandi 2007 (miðað við
617,5 milljarða; byggt á bráða-
birgðatölum frá Hagstofu Íslands).
Sérfræðingar ráðgera að hlutur
jarðgassins í orkunotkuninni muni
vaxa á næstu áratugum og mun gas-
forði norðurskautsins auka verð-
mæti orkuforðans enn frekar.
Hvert svo sem endanlegt verð-
mæti verður liggur fyrir að Banda-
ríkjastjórn er að endurskoða varn-
ar8stefnu sína á norðurslóðum.
Reuters
Aukin umsvif Rússnesk herskip á heræfingu í Vladívostok fyrr í sumar.
Rússar hafa stóraukið hernaðarumsvif sín á norðurslóðum að undanförnu.
Norðurslóðirnar í
forgangi varnarmála
Teikn eru á lofti um að hernaðar-
legt mikilvægi Íslands fari vaxandi
og eins og kom fram í viðtali Morg-
unblaðsins við Kurt Volker, fasta-
fulltrúa Bandaríkjanna í Norður-
Atlantshafsráðinu, í vikunni hefur
þróunin á norðurslóðum aukið mik-
ilvægi ratsjárstöðvanna hér á landi.
Meðal þeirra sem hafa haldið því
fram að Bandaríkjastjórn þurfi að
efla umsvif sín á norðurskautinu er
Rick Larsen, þingmaður demókrata
í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.
Færði hann nýlega rök fyrir því að
Bandaríkjamenn væru aftastir í
kapphlaupinu um norðurskautið.