Morgunblaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Bækur
Enska með gátum og skrýtlum
Skemmtilegar verkefnabækur handa
byrjendum í enskunámi.
Pantanir: barnabokautgafan@hive.is
eða í síma 862 2077.
Gisting
Sumarfríið eða helgin
2 - 3 herb. vel búnar íbúðir á Akureyri.
www.gista.is S: 694-4314.
Íbúð til leigu í Kaupmannahöfn
Íbúð fullbúin húsgögnum, svefnpláss
fyrir 4. Verðdæmi, 4500 DKK fyrir vik-
una. Hafið samband: michael@har-
toft-nielsen.com eða 822 4841.
Heilsa
Léttist um 22 kg á aðeins
6 mánuðum
LR-kúrinn er ótrúlega einfaldur og
öflugur. Engin örvandi efni notuð.
Dóra - 869-2024, www.dietkur.is
Heimilistæki
Þvottavél til sölu
Hágæðaþvottavél til sölu. Whirlpool
AWO 9966, 6th sense, 6 kg, 1600
snún., orkuflokkur A+. Notuð í 4
mánuði. Selst vegna flutn. Verð
aðeins 35 þúsund. S. 660 9498.
Húsnæði í boði
Flat on Geneva Lake
30sqm+balcony, summer & alpinpa-
radise in Thonon, 30km from Geneva.
http://thonon.blogdog.se, price
144.000 Euro. 3.5 hours by train to
Paris or Milano. Tel.+46.8.205156 .
Til leigu
2 herbergja íbúð í Kópavogi
Íbúðin er 58 fm og skiptist í stofu,
svefnherbergi, hol, baðherbergi,
eldhús og þvottahús. Laus frá 1.sept.
Leiguverð er 110.000. Áhugasamir
hafi samband á katlatr@visir.is
Glæsileg 2 herb. íbúð í Keflavík
til leigu
Innifalið er hiti og rafmagn,
öryggiskerfi, ný og flott húsgögn og
sameignarsjóður. Tryggingavíxill
skilyrði. Laus strax. 130 þús. á mán.
S. 849 5810.
Til leigu í Bjallavaði 1-3 110 Rvík
Glæsileg 3ja herbergja íbúð til af-
hendingar strax. Sérinngangur, bíl-
geymsla og lyfta í húsinu. Langtíma-
leigusamningur, sjá
www.leigulidar.is eða 517-3440.
Atvinnuhúsnæði
Til leigu nýinnréttuð skrifstofu-
herbergi í 104 Rvík. Securitas-
öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð
samnýting. Uppl. í síma 896 9629.
Sumarhús
Glæsilegt sumarhús til leigu
Til leigu 97 fm sumarhús, þar af 25
fm milliloft. Húsið er staðsett í
Brekkuskógi, um 15 mínútna akstur
frá Laugarvatni. Heitur pottur.
Upplýsingar í síma 841 0265.
Sumarhús til leigu í Borgarfirði
Nýr 8-10 manna sumarbústaður til
leigu í Borgarfirði, nálægt Húsafelli.
Heitur pottur og gönguleiðir í fallegu
umhverfi. Útsýni frábært. Uppl. í
síma 435-1394 og 864-1394.
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Námskeið
Tungumál
Spænka, enska, ítalska. Japanska,
arabíska, kínverska. Franska, þýska,
danska. Icelandic for foreigners,
Islandzki dla polakow. www.lingva.is,
s. 561-0315. Laugavegur 170.
Óska eftir
Óska eftir að kaupa!
Notaða þvottavél og/eða þurrkara og
notað gott rúm. Allt skoðað.
Sími 844 1319.
Viðskipti
Skelltu þér á námskeið í
netviðskiptum!
Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk-
ingu til að búa þér til góðar tekjur á
netinu. Við kennum þér nákvæmlega
hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com
og kynntu þér málið.
Byggingavörur
www.vidur.is
Harðviður til húsbygginga. Vatns-
klæðning, panill, pallaefni, parket
o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði.
Sjá nánar á vidur.is.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Málningarvinna
Þaulvanur málari ætlar að bæta við
sig verkefnum í sumar. Inni og úti.
Vönduð og öguð vinnubrögð. Sann-
gjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318.
Blómakór. Margir litir.
Eitt par 1.000 kr., tvö pör 1.690 kr. og
barnaskór 500 kr. Póstsendum.
Skarthúsið, Laugavegi 12.
Sími 562 2466.
Ný sending af Hello Kitty og
Dora vörunum. Bakpokar, húfur,
vettlingar, skartgripir og margt
fleira
Skarthúsið, Laugavegi 12,
sími 562 2466.
Nýtt, Nýtt
Slaufur i hár frá kr. 290 - 1290.
Sumarhálsklútarnir eru komnir.
Mikið úrval.
Skarthúsið, Laugavegi 12.
sími 562 2466.
LAGERSALA Lín Design
Mikið úrval rúmteppa, púða, dúka,
rúmfatnaðar ásamt mörgu öðru með
allt að 80% afslætti. Úrvalið hefur
aldrei verið meira.
Grár rúmfatnaður með 75% afslætti
Brún sængurver með 70% afslætti
Malarhöfða 8, fyrir aftan
Ingvar Helgason.
Opið fimmtudag & föstudag 15-20,
laugardag & sunnudag 11-16.
www.lindesign.is
Spangarlaus en þétt aðhald í CD
skálum á kr. 2.950,-
Spangarlaug, teygjanlegur og
mjúkur í DE skálum á kr. 2.950,-
Spangarlaus í BCD skálum á kr.
2.950,-
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán-fös 10-18, lau 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is.
Bílar
Námsmannabílinn Nissan
Almera,
árg'99. ek.128 þús km. Beinskiptur.
Vetrar-og sumardekk fylgja.
Sparneytinn eðalkaggi í skólann.
Verð 300 þús.
Nánari upplýsingar í síma 696-0915.
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, FWD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Mótorhjól
Hjólhýsi
Hjólhýsi til leigu
Með uppbúnum rúmum og tilheyr-
andi. Helgar- eða vikuleiga. Sendum -
sækjum. Til sýnis við Gistiheimilið
Njarðvík. Sniðugt að geyma auglýs-
inguna. Upplýsingar í símum
421 6053, 898 7467 og 691 6407.
www.gistiheimilid.is
Húsviðhald
Ertu leið á eldhúsinu?
breytum og bætum.
Upplýsingar í s: 899- 9825.
Einkamál
Stefnumót.is
Kynntu þér vandaðan stefnumóta- og
samskiptavef fyrir fólk sem gerir
kröfur.
✝ Björg Jóhanns-dóttir fæddist
25. mars 1926. Hún
lést á Öldrunardeild
Landspítalans í
Fossvogi 21. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jóhann Guðmunds-
son kaupmaður frá
Gíslakoti, f. 14.10.
1893, d. 27.2. 1974
og Jónína Jóns-
dóttir húsmóðir frá
Rauðsbakka, f. 9.12.
1900, d. 12.3. 1992.
Systkini Bjargar eru Guðbjörg, f.
31.5. 1924, d. 27.1. 2007, Jón Mar-
inó, f. 25.9. 1928, d. 14.5. 1938,
Anna, f. 7.11. 1929, Guðmunda, f.
18.5. 1933 og Jóna Margrét
Ragna, f. 18.2. 1942.
Dóttir Bjargar og Leif Refdahl,
f. 19.3. 1922, er Guðbjörg Jóna
Jóhanns, f. 23.5. 1958. Hún á fjög-
ur börn, Vilhjálm Ragnar, f. 23.7.
1977, sambýliskona Elísabet Mar-
teinsdóttir, f. 21.1. 1979, dóttir
hennar er Gyða Stefanía, f. 6.5.
2002. Björgvin Frey, f. 3.8. 1979,
sambýliskona Gróa
Helga Eggerts-
dóttir, f. 28.3. 1980,
dóttir þeirra er
Arna Liv, f. 4.6.
2006. Ingibjörgu Jó-
hönnu, f. 1.3. 1982,
sambýlismaður
hennar er Sigurður
Jón Ásbergsson, f.
13.2. 1984, dóttir
þeirra er Sigríður
Jóna, f. 12.9. 2005.
Berglindi Ósk, f.
14.9. 1993. Fyrrver-
andi maður Guð-
bjargar Jónu og faðir barna henn-
ar er Vilhjálmur Birgir Þorvalds-
son, f. 26.9. 1956.
Sambýlismaður Bjargar til
nokkurra ára var Jón Oddsson, f.
30.9. 1935, d. 23.5. 1994.
Björg starfaði og bjó mestalla
starfsævi sína eða yfir 40 ár á Víf-
ilsstöðum. Á síðari árum starfs-
ævi sinnar bjó hún og var hús-
vörður í Fannborg 1 í Kópavogi.
Útför Bjargar fer fram frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast elskulegrar móður minnar
sem lést eftir erfið veikindi. Veit ég
að vel hefur verið tekið á móti
henni af Gauju mömmu, Gunnari
pabba og ömmu. Síðustu dagana
talaðir þú oft um að þau væru hjá
þér. Hugur minn hefur reikað síð-
ustu daga og minningar streyma
fram en það er einhvern veginn svo
erfitt að koma þeim á blað.
Einar helstu æskuminningar
mínar eru um ferðir okkar mæðgna
í bæinn. Þá var það fastur liður að
við fórum saman í strætó í bæinn,
oftast á þriðjudögum og löbbuðum
niður Laugaveginn. Alltaf var
stoppað í kjötbúðinni Borg og
keypt soðin svið og flatkökur sem
við gæddum okkur á þegar heim
var komið. Oftar en ekki fékk ég
góðgæti eða leikföng í þessum bæj-
arferðum. Í minningum mínum sé
ég hana fyrir mér stökkva upp í
búð þegar hrópað var ,,bíll í búð“.
En í sveitinni sinni leið henni alltaf
vel og átti hún margar ánægjulegar
stundir þar. Ég man líka hvað hún
var vinnusöm og sat aldei auðum
höndum. Öll handavinna lék í hönd-
um hennar og var það sama hvort
það var saumaskapur, hekl, perlur
eða postulínsmálun.
Hún var sérlega iðin hin síðari ár
að sækja félagsstarf aldraðra sem
fram fór í Gjábakka, Kópavogi.
Mörg meistaraverkin liggja eftir
dugnað hennar. Ekki má gleyma
bingóferðunum sem hún var dugleg
að stunda og oft kom hún heim með
smávinninga. Hún iðaði öll þegar
bingódagarnir runnu upp og það
þurfti mikið til að hún hætti við
bingóferð.
Skemmtilegast af öllu þótti henni
að ferðast, jafnt innanlands sem ut-
an. Dugleg var hún að ferðast með
hinum ýmsu hópum s.s stéttar-
félaginu Sókn og ógleymanlegar
ferðir átti hún með systrum sínum
til sólarlanda. Þær ferðir sem hún
átti með okkur fjölskyldunni eru
mér ógleymanlegar. Þá sérstaklega
ferð okkar til Kanaríeyja 1996 en
ferðin var farin í tilefni 70 ára af-
mælis hennar. Þar fór hún á kost-
um með einstökum fíflalátum eins
og hennar var von og vísa. Börnin
mín tala enn um hversu gaman
hafði verið hjá okkur. Oft talaði
hún um að þetta þyrfti að end-
urtaka. Hún hafði mjög gaman af
að koma með okkur í sumarbústað-
inn sem við áttum í Svínó. Eyddum
við mamma mörgum ánægjulegum
stundum þar. Gott fannst mömmu
að fá grillaðan mat eftir erilsaman
dag og skola honum niður með öli.
Í þessum ferðum var handavinnan
alltaf meðferðis. Þegar bústaðurinn
var seldur fannst mömmu það mjög
sárt því hún unni ferðum okkar
þangað.
Lítil börn bræddu hjarta
mömmu og lifnaði yfir andliti henn-
ar þegar þau komu í heimsókn.
Sérstaklega glöddu litlu langömm-
ustelpurnar hana. Ekki má gleyma
honum Ara mínum sem oftar en
ekki kom með mér í heimsókn til
hennar bæði í Gullsmárann og á
spítalann og talaði hann alltaf um
ömmuna.
Mamma var um tíma á dagdeild
fyrir heilabilaða í Roðasölum 1 í
Kópavogi en vegna enn meiri
heilsubrests þurfti hún að hætta
þar. Fluttist hún í kjölfarið á sam-
býlið í Gullsmára 11 í Kópavogi
dvaldist þar í eitt og hálft ár. Undi
hún hag sínum vel þar meðan heils-
an leyfði. Síðustu tvo mánuðina
dvaldi hún á öldrunardeild Land-
spítalans í Fossvogi. Vil ég nota
þetta tækifæri og þakka starfsfólki
þessara stofnana fyrir óeigingjarnt
starf í mömmu þágu.
Ég vil senda elskulegri mömmu
minni þakklæti fyrir það sem hún
hefur kennt mér, alla hennar hjálp,
alla hlýjuna og allar gleðistundirn-
ar sem við áttum saman. Minning
hennar lifir um ókomna tíð.
Þín dóttir
Jóna.
Elsku amma.
Mig langar að þakka þér fyrir
allar þær góðu minningar sem þú
skilur eftir í hjarta mér nú þegar
þú hefur yfirgefið þennan heim,
fullsnemma að mér þykir. Ég var
nú svo heppinn að vera skírður í
höfuðið á þér og er það mér mikill
heiður að fá að bera nafn þitt með-
an ég lifi.
Mínar fyrstu minningar með þér
eru þegar ég var lítill drengur og
fékk að fara með þér og Jóni afa í
útilegu á litla Fíatinum ásamt þeim
ferðum sem ég fór með þér til lang-
ömmu undir Eyjafjöllum. Það var
líka alltaf gaman að heimsækja þig
í Fannborgina og vissi ég að alltaf
var til ís í frystinum. Eflaust átt þú
mikinn þátt í því að mér finnst fátt
betra en ís með súkkulaðisósu.
Einnig rennur mér seint úr minni
ferðin þegar við fórum öll saman til
Kanarí og við bræðurnir vorum svo
heppnir að vera með þér í herbergi.
Þú varst alltaf sofnuð snemma á
kvöldin þannig að við gátum læðst
út og kíkt aðeins á lífið.
Björg Jóhannsdóttir