Morgunblaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Þjóðhátíð fyrir þjóðhetjur
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
HVAÐ segir maður við heimkomu
frá útlöndum, þegar þyrlur og flug-
vélar hefja sig á loft við tilefnið, skip
þeyta lúðra, hljómsveitir stíga á pall,
þúsundir fólks veifa fánum og
stjórnmálamenn lofa fjárveitingum?
„Ég bjóst kannski við einhverju,
en þetta er svo miklu meira. Þetta
lætur manni líða eins og maður sé
dálítið sérstakur,“ sagði stórskyttan
Logi Geirsson glettinn á Kjarvals-
stöðum í gær. Þá átti reyndar eftir
að keyra landsliðið í handbolta á
Skólavörðuholt og að Arnarhóli, til
móts við um 30.000 Íslendinga, sem
biðu þess að fagna ólympíusilfrinu
með þeim. Margra mánaða þrotlaus
vinna skilaði árangri í Peking, en
uppskeruhátíðinni lauk greinilega
ekki fyrr en í gær.
„Ég á ekki til orð“
„Ég hef aldrei vitað annað eins.
Við erum hrærðir,“ sagði Guð-
mundur Þ. Guðmundsson, þjálfari
liðsins. „Þetta er ótrúlegt. Ég á ekki
til orð. Við erum búnir að vera svo
uppteknir af því að standa okkur og
ná árangri þarna úti að kannski er-
um við bara að átta okkur á þessu
núna fyrst,“ bætti hann við. Guð-
mundur tók í sama streng og Logi,
sem sagði silfurpeninginn sífellt
verða fallegri á að líta. Fyrirliðinn
Ólafur Stefánsson var því sammála.
„Ég hef hugsað um þetta mót í sex
ár núna, en ég var aldrei búinn að
hugsa þetta svona langt,“ sagði hann
um móttökurnar.
Eftir flug frá Frankfurt til Kefla-
víkur og útsýnisflug yfir Reykjavík
voru „strákarnir okkar“ sem fyrr
segir keyrðir á Skólavörðuholt þar
sem vörubíll beið eftir þeim í miðju
mikils mannfjölda. Við tók bílferð
niður Skólavörðustíg og Banka-
stræti í fylgd lögreglu, fánabera og
lúðrasveitar. Sjá mátti á andlitum
yngstu kynslóðarinnar að staða í ís-
lenska handboltalandsliðinu – það er
eitthvað til að sækjast eftir.
Að keppa við sjálfan sig
Þegar komið var niður í Lækj-
argötu blasti við fullmannaður Arn-
arhóll. Landsliðið greip strax gæs-
ina og efndi til „bylgju“ sem gekk
upp hólinn og brotnaði við fótskör
Ingólfs Arnarsonar. Eftir upphitun
Páls Óskars Hjálmtýssonar voru
drengirnir svo hylltir með nafna-
kalli, söng og almennri skemmtan,
bæði af almenningi, forseta Íslands,
ráðherrum, fyrrverandi landsliðs-
mönnum og öðrum ólympíuförum.
Ólafur Stefánsson færði fólki svo
þakkir og hvatningu þegar hann
kvaddi sér hljóðs eftir herlegheitin. Í
fyrstu sagðist hann orðlaus, en þeg-
ar hann hafði komið orðum að þakk-
læti sínu og liðsfélaga sinna bauð
hann upp á viskukorn: Íslendingar
skyldu aldrei hætta að keppa við
sjálfa sig, frekar en að keppa gegn
öðrum, alltaf viðhalda gleðinni og
stefna að því að verða bestir.
Enginn efast um að franska lands-
liðinu hafi verið vel tekið af sínu
heimafólki. Líklega hafði Stuðmað-
urinn Valgeir Guðjónsson þó rétt
fyrir sér á sviðinu við Arnarhól í
gær, þegar hann sagði „gott silfur
gulli betra“.
Þjóðhátíðin sem landsliðið átti inni
Íslenska landsliðinu í handbolta, Silfurdrengjunum, var fagnað af tugþúsundum í miðborginni í gær
Íþróttamennirnir sögðust hrærðir af viðtökunum og nú fyrst vera að átta sig á árangrinum til fulls
Bylgja Landsliðshópurinn brá á leik á sviðinu við Arnarhól og myndaði glæsilega bylgju með þeim sem saman voru komnir í miðbænum. Fólksfjöldinn tók vel undir og gekk bylgjan yfir allan hólinn.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
borgarstjóri tilkynnti í gær að
stofnaður yrði svonefndur Silf-
ursjóður með 20 milljóna króna
framlagi. Markmiðið með stofn-
un sjóðsins er að gera ungmenn-
um kleift að kynnast hand-
boltaíþróttinni fram að
Ólympíuleikunum í Lundúnum
2012. Veitt verður framlag úr
sjóðnum, fimm milljónir króna á
ári, þangað til. Ólafur Stef-
ánsson, fyrirliði íslenska hand-
boltalandsliðsins, hefur þekkst
boð borgarstjóra um að vera
verndari sjóðsins. Íþróttafélög
og skólar í Reykjavík geta sótt
um fjármagn úr sjóðnum árlega.
Silfursjóðurinn