Morgunblaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 27
Síðasta árið hef ég því miður ekki getað heimsótt þig eins oft og ég hefði viljað vegna búsetu minnar í Kaupmannahöfn. Ég er þakklátur fyrir að hafa heimsótt þig nokkrum dögum áður en þú kvaddir og leyft þér að sjá hana Örnu Liv sem þú fékkst svo sjaldan að hitta. Ég vona að þú getir stundað þín- ar hannyrðir á nýjum stað þar sem þú gerðir fátt skemmtilegra en að skapa eitthvað úr hinum ýmsu efn- um. Minningarnar um þig og allar góðu stundirnar sem við áttum saman munu aldrei hverfa. Þín verður sárt saknað, elsku amma. Björgvin Freyr Vilhjálmsson. Elsku systir, nú er komið að kveðjustund. Enginn annar en Guð einn veit hvenær við hittumst á ný en þegar það verður er víst að það verður skemmtilegt hjá okkur eins og svo oft í lifanda lífi. Ósjaldan var fjör í kring um þig þar sem sterkur persónluleiki þinn, skop- skyn og virðing fyrir öðrum fékk notið sín. Ein af mínum fyrstu minningum úr bernsku er þegar ég fékk fyrsta jólapakkann, en hann var frá þér. Það sem einkenndi þig var að þú vildir alltaf vera að gefa öðrum og gleðja. Það var gaman að sjá þig pakka inn gjöfunum til ástvina þinna, það var svo vandlega gert og fallegt eins og allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst mikil handverkskona og lést þér annt um fólk. Elsku systir, þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig. Þegar ég átti erfitt um stundarsak- ir varst þú fljót til að veita mér að- stoð og gafst mér styrk með nær- veru þinni og hjálpsemi. Þakka þér fyrir að vilja hafa mig með í ferðir sem við fórum saman, bæði innan- lands og utan og þakka þér fyrir stundirnar sem við áttum í föndr- inu. Þakka þér fyrir þitt fallega bros sem þú áttir svo gott með að gefa mér og öðrum allt fram á síð- ustu daga lífs þíns og það þrátt fyr- ir þín veikindi. Elsku systir, þakka þér fyrir yndislega frænku, einkadóttur þína hana Jónu, sem kveður þig nú með trega og fjölskylda hennar öll. Ég bið góðan Guð að taka þig í sínar hendur og styrkja dóttur þína og fjölskyldu hennar á þessari stundu. Góðu minningarnar um þig og samveru okkar geymi ég í ávallt hjarta mínu. Takk fyrir allt og allt. Ég elska þig, systir mín. Vertu sæl. Þín systir, Guðmunda. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 27 Atvinnuauglýsingar Vantar yfirvélstjóra Vantar yfirvélstjóra á Arnarberg ÁR-150 sem gerir út á línu með beitningarvél frá Þorláks- höfn. Vélarstærð 478 kW (649 hö). Upplýsingar í síma 896-1276 (skipstjóri) eða 898-3285 (útgerð). Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Birkiteigur 2, 208-2994, Mosfellsbæ, þingl. eig. Kristinn Hallbjörn Þorgrímsson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Blönduósi og Tollstjóraembættið, mánudaginn 1. september 2008 kl. 11:00. Hjarðarland 6, 208-3702, Mosfellsbæ, þingl. eig. Hilmar Þór Sæv- arsson, Guðrún Elvira Guðmundsdóttir og Guðmundur Eggertsson, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Sparisjóðurinn á Suðurlandi, mánudaginn 1. september 2008 kl. 14:00. Klapparhlíð 30, 226-1184, Mosfellsbæ, þingl. eig. Anna Þóra Birg- isdóttir, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf. og Reykjavíkurborg, mánudaginn 1. september 2008 kl. 10:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 27. ágúst 2008. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Skógarhlíð 6, Reykjavík - 5, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Austurströnd 10, 206-6954, 50% ehl., Seltjarnarnesi, þingl. eig. Alex- andre Rivine, gerðarbeiðandi S24, mánudaginn 1. september 2008 kl. 10:00. Gyðufell 12, 205-2485, Reykjavík, þingl. eig. SomkiatTongpraphan og Suthon Lekkhom, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., mánu- daginn 1. september 2008 kl. 10:00. Háholt 4, 229-8830, Mosfellsbæ, þingl. eig. Kjartan Örn Óskarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 1. september 2008 kl. 10:00. Samtún 4, 200-9516, Reykjavík, þingl. eig. Sigrún Sigvaldadóttir, gerðarbeiðandi Ríkisútvarpið ohf., mánudaginn 1. september 2008 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 27. ágúst 2008. Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um mats- skyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á um- hverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Lagning tengibrautarinnar Óðinsness, milli Baldursness og Krossaness, Akureyri. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einn- ig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 29. september 2008. Skipulagsstofnun. Ýmislegt Bandalag íslenskra leikfélaga flytur starfsemi sína að Suðurlandsbraut 16, 108 Reykjavík. Opnað verður á nýja staðnum 8. september en þangað til verður lokað vegna flutninganna. Opnunartími, símanúmer og netföng verða óbreytt. Bandalag íslenskra leikfélaga, Laugavegi 96, 101 Reykjavík, sími 551 6974. Félagslíf Fimmtudagur 28. ágúst 2008 Samkoma í Háborg Félagsmiðstöð Samhjálpar Stangarhyl 3 kl. 20.00. Vitnisburður og söngur. Predikun Magnús Stefánsson. Allir eru velkomnir. www.samhjalp.is Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánudaginn 25. ágúst. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Ragnar Björnss. - Guðjón Kristjánss. 269 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 258 Bragi Björnsson - Albert Þorsteinss. 256 Árangur A-V Oddur Halldórsson - Guðni Sörensen 249 Tómas Sigurjónss. - Auðunn Guðmss. 249 Stefán Ólafsson - Oddur Jónsson 238 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.