Morgunblaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is GÍTARLEIKARINN Philip Cath- erine er ein af stjörnum Jazzhátíðar Reykjavíkur í ár. Mörgum eru minnisstæðir tvennir tónleikar hans hér á sínum tíma, með danska bassaleikaranum Niels Henning Örsted Pedersen. Nú tekur Cather- ine þátt í gítarveislu Björns Thor- oddsen í Háskólabíói í kvöld. Þegar ég náði símasambandi við Catherine fyrr í vikunni var hann á æfingu í sjónvapsstúdíói í Belgíu og ljúfur trompetblástur félaga hans barst yfir hafið með rödd hans. „Já, ég kom tvisvar með Niels Henning til Íslands, 1978 og 1982, minnir mig. Í fyrra skiptið var Billy Hart á trommunum en í seinna skiptið vorum við dúó. Og bjór var bannaður!“ – Minnistu þessarra tónleika? „Já, ég man eftir þessum ferðum. Ég minnist Niels alltaf með mikilli eftirsjá. Hann fór alltof fljótt. Það verður sérkennilegt að koma til Ís- lands án hans. Niels var yndislegur tónlistarmaður. Við lékum saman í meira en 20 ár og náðum vel saman. Við höfðum líkan tónlistarlegan bakgrunn. Niels hafði þennan dásamlega tón. Og hann lék mel- ódíur öðruvísi en aðrir bassaleik- arar. Við vorum mjög góðir vinir.“ Töfrar eða hörmung Catherine segist ekki þekkja til allra gítarleikaranna sem verða á sviði með honum í kvöld og á því skiljanlega erfitt með að tala um þá. En hann segist hafa kosið að koma degi fyrr til landsins – eða í gær – til að slaka á fyrir tónleikana og njóta þess að vera hér. „Ég vildi gjarnan koma oftar til Íslands,“ seg- ir hann. – Þú gerir talsvert af því að leika með öðrum gítarleikurum. Er það oft þannig að þið hittist fyrst á sviði og teljið í; treystið á töfra augna- bliksins? „Annaðhvort töfra augnabliksins eða hörmung augnabliksins! Það fer eftir útkomunni,“ segir hann og hlær. „Við djassleikarar erum að læra eitthvað nýtt á hverjum degi, það er líka mjög mikilvægt. Ég hef verið í sambandi við Björn Thoroddsen og hann kom með uppástungur að ákveðnum lögum, þannig að ég veit vel hvað ég mun leika. En ég þekki meðleikarana ekki og er spenntur fyrir því að leika með þeim.“ Catherine fer að tala um að í dag sé mjög mikið af flinku tónlistarfólki í Evrópu. „Hér er ég einmitt að undirbúa sjónvarpsþátt með þrem- ur þeirra, trompet-, fiðlu- og gítar- leikara. Svo er ég með starfandi tríó með fiðlu og öðrum gítarleikara. En við leikum ekki lög eftir Django Reinhart, heldur aðallega lög eftir mig og svo nokkra stand- arda.“ Django er óviðjafnanlegur – Er Django eins og skuggi yfir ykkur gítarleikurum? Er alltaf búist við því að þið leikið eittvað af efnis- skrá hans? „Fyrir mér er Django ekki bara gítarleikari, heldur óviðjafnanlegur tónlistarmaður. Algörlega einstakur tónlistarmaður. Ég er enn að hlusta á hann og læri af honum. Django, John Coltrane, Clifford Brown – all- ir þessir menn eru áhrifavaldar. Á gítar er Django vitaskuld einn af þeim bestu. Tímasetning hans var fullkomin, tónninn hans var full- kominn, allt var rétt í leik hans. Hann var ekki bara sólisti heldur líka einstakur meðleikari. Það er svo margt stórkostlegt við Django. Tónlistin hans deyr aldrei. Ég hlusta líka á George Benson, sem ég dái vegna annarra eigin- leika. Þeir hafa báðir þessa frábæru tímasetningu í sínum leik. Svo dáist ég alltaf að ákveðnum blúsgítarleikurum, þeir eru innilegir en lærðir á sama tíma. Og ég get nefnt fleiri gítarleikara sem ég kann vel að meta. John Sco- field skrifar mikið af flottri tónlist og spilar vel, og Bill Frisell … þeir eru margir. En ég er alls ekki bara spenntur fyrir gítarleikurum. Ég er hrifinn af öllum sem leika vel og spinna vel.“ Chet Baker var mjög svalur – Ef litið er yfir feril þinn sést að þú hefur leikið með mörgum frá- bærum tónlistarmönnum. „Já, og ég er mjög þakklátur fyrir það. Chet Baker var einn þeirra. Ég lék með honum í heilt ár, 1985. Það var makalaus lífsreynsla.“ – Var það erfitt, vegna vandamála hans utan sviðs. „Nei, alls ekki. það var mjög auð- velt og ljúft að vinna með Chet. Þegar við vorum komnir á sviðið og lékum okkar tónlist, þá var allt svo auðvelt að það var engu líkt. Hann var svo flinkur að það var alltaf auð- velt að leika með honum. Og hann hlustaði svo vel á það sem aðrir voru að leika í kringum hann. Ég á margar fínar upptökur af okkur saman. Ég veit að á stundum átti hann í vandræðum vegna fíkniefna en þetta ár, 1985, var hann mjög sval- ur. Oftast nær. Í 90% tilvika tók hann hlutina flottum tökum … Chet hafði frábæra tækni. Gat leikið mjög hratt og gat líka spunnið svo vel að það minnti mann helst á Django. Það var yndislegt að fylgj- ast með því. Engri nótu sóað til einskis. Margir hljóðfæraleikarar leika of margar nótur sem skipta ekki máli. Chet var eins og Stan Getz hvað það varðaði að þeir lásu laglínuna eftir nótum en ekki útsetningarnar. En maður heyrir það ekki, þeir höfðu báðir frábært tóneyra og vissu alltaf hvað þeir áttu að leika.“ Engri nótu sóað til einskis  Gítarleikarinn Philip Catherine tekur þátt í gítaraveislu á Jazzhátíð Reykjavíkur í kvöld  Hefur leikið með mörgum helstu djassleikurum síðustu áratuga Ljósmynd/J. Lepage Spunameistari Philip Catherine leikur listir sínar á gítarinn. Hann segir marga hljóðfæraleikara leika of margar nótur sem skipta ekki máli. Í HNOTSKURN » Philip Catherine er einngítarleikaranna sem taka þátt í gítarhátíð Björns Thoroddsens á Jazzhátíð Reykjavíkur. Tónleikarnir eru í Háskólabíói klukkan 21.00 í kvöld. » Auk Catherine og Björnsleika Kazumi Watanabe frá Japan, Magnús Eiríksson og Þórður Árnason. » Philip Catherine hefurverið í framlínu evr- ópskra djassleikara síðan á sjöunda áratugnum. Hann fæddist í London en býr í Belgíu. » Fyrstu meðleikararhans, snemma á sjöunda áratugnum voru meist- ararnir Dexter Gordon, Lou Bennett og Stéphane Grap- pelli. » Catherine lék í tvíganghér á landi með Niels Henning Örsted Pedersen, 1978 og 1982. » Hann hefur leikið meðlistamönnum á borð við Chet Baker, Charles Mingus, John Scofield, Toots Thie- lemans, George Benson, Kenny Drew og Jean Luc Ponty. » Philip Catherine hefurleikið inn á tugi hljóm- platna í eigin nafni og með öðrum, auk þess að leika í kvikmyndum. ÞAÐ verður líflegt um að litast í START ART listamannahús- inu í dag, fimmtudag, klukkan 17.00. Þá opna í húsinu sex einkasýningar og ein samsýn- ing, en á henni sýna listamenn sem standa að listamannahús- inu. Þeir sem opna einkasýn- ingar eru Anna Eyjólfsdóttir, Magnús Pálsson, Magnea Ásmundsdóttir, Ásdís Spano, Didda Hjartardóttir Leaman og Harpa Dögg Kjartansdóttir. Í tilkynningu um sýningu Hörpu Daggar segir að þetta sé fyrsta einkasýning hennar, en hún út- skrifaðist úr LHÍ í fyrra. Sýnir hún klippimyndir sem eru afrakstur tilrauna síðustu ára. Myndlist Sex einkasýningar í START ART Harpa Dögg Kjartansdóttir Í TILEFNI þess að 24. ágúst sl. voru 40 ár liðin frá vígslu Norræna hússins, er tímamót- anna minnst þessa dagana. Dagskrá kvöldsins í kvöld fjallar um núið: árið 2008. Sænska fjöllistakonan Char- lotte Engelkes flytur einleik- inn Sweet. Sýningin fer fram á ensku og tekur eina klukku- stund. Eftir sýninguna leika hljóm- sveitirnar Retro Stefson, Reykjavík! og FM Bel- fast. Listahópurinn 128 sýnir verk í anddyrinu. Enginn aðgangseyrir er að dagskránni, sem hefst klukkan 18.30. Boðið verður upp á léttar vet- ingar frá klukkan 18.00 Tímamót Einleikurinn Sweet og hljómsveitir Retro Stefson TÓNLISTARTRÍÓIÐ Prisma heldur tónleika í Hömrum á Ísafirði í kvöld, fimmtudags- kvöld, klukkan 20.00. Tónleik- arnir eru síðustu sumartón- leikar Tónlistarfélags Ísa- fjarðar á þessu ári en jafn- framt fyrstu áskriftartónleikar nýs starfsárs. Tríóið Prisma skipa þau Herdís Anna Jónsdóttir víólu- leikari, Sólveig Anna Jóns- dóttir píanóleikari og Steef van Oosterhaut sem leikur á marimbu og hið alíslenska steinaspil sem Páll Guðmundsson frá Húsafelli hefur smíðað. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jónas Tómasson og Katsaturian. Tónlist Steinaspil í Prisma- tríóinu á Ísafirði Steef van Oosterhaut BORGARYFIRVÖLD í Ósló hafa kynnt áætlun um að flytja aðal- bókasafn borgarinnar og nokkur stór söfn að hafnarsvæðinu, nálægt þeim stað þar sem verið er að byggja hús Norsku þjóðaróper- unnar. Söfnin sem flutt verða eru Munch-safnið, Stenersen-safnið, sem hýsir þrjú einkasöfn með norskri list, og fjórar deildir Þjóð- arsafnsins: Þjóðminjasafnið, Ný- listasafnið, Hönnunarsafnið og stjórndeild safna. Á næsta ári verður efnt til sam- keppni meðal arkitekta um hönnun nýju bygginganna og ráðgert er að framkvæmdum verði lokið árið 2014. Þessar viðamiklu framkvæmdir munu skapa Ósló stöðu sem einni merkustu menningarborg Evrópu, að sögn Erlings Lae, forseta borgar- stjórnar Óslóar. Jorun Christoffer- sen, talsmaður Munch-safnsins er ekki síður ánægð: „Loksins fáum við hús sem mætir þörfum safnsins,“ sagði hún í viðtali við norsku fjöl- miðlana. Eftir rán á tveimur mál- verkum úr safninu árið 2005, Ópinu og Madonnu, hefur öryggiskerfi Munchsafnsins verið tekið í gegn, en Jorun segir að engu að síður sé ekki hægt að efna til stórra sýninga í safninu við núverandi aðstæður. Auk þessara opinberu fram- kvæmda mun Astrup Fearnley-ný- listasafnið vígja nýja byggingu fyrir safn sitt, hannaða af Renzo Piano á sama stað við Óslóarhöfn árið 2012. Helstu menningarvörðum borgar- innar verður því á næstu árum stefnt saman í stórt og fjölbreytt menningarhverfi. Menningar- hverfi í Ósló Söfn og menningar- stofnanir flutt að nýja Óperuhúsinu Snæhetta Óperuhúsið í Ósló fær menningarlegan félagsskap. KARL Gústaf Svíakonungur veitti árlegu Polar-tónlistar- verðlaunin í fyrradag við há- tíðlega athöfn í Stokkhólmi. Til verðlaunanna var stofnað árið 1989 með stórri pen- ingagjöf frá Stikkan Anderson, út- gefanda og umboðsmanni hljóm- sveitarinnar ABBA, en Konunglega tónlistarakademían í Stokkhólmi velur verðlaunahafa hverju sinni. Í ár voru það ameríska sópran- söngkonan Renée Fleming og hljómsveitin Pink Floyd sem hrepptu hnossið fyrir framlag sitt til óperusöngs og dægurtónlistar. Í umsögn dómnefndar sagði að Pink Floyd hefði fangað anda og hug heillar kynslóðar og breytt við- horfum hennar. Renée Fleming var lofuð fyrir guðdómlega og einstaka rödd sína og fjölhæfni í söngnum. Verðlaunafé hvors um sig nemur andvirði 13 milljóna íslenskra króna eða einni milljón sænskra. Meðal fyrri handhafa Polar-verðlauna eru Karlheinz Stockhausen, Led Zeppelin, Stevie Wonder, BB King, Mstislav Rostropovich og Bob Dylan. Polarverðlaun til Fleming og Pink Floyd Renée Fleming

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.