Morgunblaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Þjóðhátíð fyrir þjóðhetjur
Morgunblaðið/Frikki
Varnarjaxlinn Sigfús Sigurðsson heilsar syni sínum innilega.
Morgunblaðið/Ómar
Koss Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir fögnuðu liðinu við Kjarvalsstaði.
Heiðursflug Þota Icelandair fór útsýnisflug yfir Reykjavík. Þá flaug hún lágflug yfir flugvöllinn áður en lent var. Rauði dregillinn beið silfurdrengjanna útbreiddur á jörðu niðri.
Morgunblaðið/Frikki
Börnin Sverre Jakobsson hefur oft haft stærri menn í fanginu.
ÞEGAR Boeing 757-vél Icelandair lenti á Reykjavík-
urflugvelli um fimmleytið í gærdag, með handboltalands-
liðið innanborðs, var komið að miklum fagnaðarfundum.
Fjölskyldur liðsmanna fengu forskot á sæluna og biðu í
eftirvæntingu inni á flugvallarsvæðinu.
Ekkert var til sparað, enda veittu þyrlur Landhelg-
isgæslunnar og „þristurinn“ Páll Sveinsson þotunni heið-
ursvörð í aðfluginu. Áhöfn þotunnar var heldur ekki af
verri endanum. Flugstjóri var Bjarni Frostason, fyrrver-
andi landsliðsmarkvörður í handbolta. Honum til halds og
trausts var áhöfnin sem ekki klæddist hefðbundnum ein-
kennisbúningi að þessu sinni, heldur landsliðstreyjum.
Það var langt úthald að keppa til úrslita á Ólympíu-
leikunum og eflaust lýjandi að taka á pólskum, spænskum
og frönskum varnarjöxlum. Tilfinningarnar leyndu sér
því ekki þegar liðsmenn hittu maka sína og börn á ný.
Því næst var haldið að Kjarvalsstöðum þar sem borg-
arstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, og
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra
veittu liðinu formlegar móttökur.
Fagnaðarfundir
eftir langa ferð
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Áritun Flugfreyjur vildu eiginhandaráritun Guð-
jóns Vals Sigurðssonar sem varð glaður við því.