Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 2
2 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR SKOÐANAKÖNNUN 62,5 prósent segjast vilja afturköll- un núgildandi aflaheimilda, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun Fréttablaðsins. 37,5 prósent eru því mót- fallin. Nokkur munur er á afstöðu fólks eftir bæði kyni og búsetu. Konur eru mun frekar fylgjandi afturköll- un aflaheimilda en karlar. 68,0 prósent þeirra eru því hlynnt, en 58,2 prósent karla. Þá eru 69,1 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu hlynnt því að kvóti verði afturkallaður, en 52,5 prósent íbúa á landsbyggðinni. Mikill meirihluti kjósenda Samfylkingar og Vinstri grænna er hlynntur afturköllun veiðiheim- ilda. 79,7 prósent kjósenda Samfylkingar og 77,2 pró- sent kjósenda Vinstri grænna. Meirihluti kjósenda Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks er hins vegar andvígur því að afla- heimildir verði afturkallaðar; 58,6 prósent kjósenda Framsóknarflokks styðja ekki slíka afturköllun og 68,5 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks eru því mótfallin. Af þeim sem ekki gefa upp stuðning við stjórn- málaflokk segjast 63,1 prósent vera hlynnt afturköll- un kvóta, en 36,9 prósent eru því andvíg. Hringt var í 800 manns þriðjudaginn 14. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var; Á að afturkalla núgildandi aflaheimildir? 76,8 prósent tóku afstöðu til spurn- ingarinnar. - ss Skoðanakönnun Fréttablaðsins um afturköllun aflaheimilda: Meirihluti vill afturkalla kvóta Á að afturkalla núgildandi aflaheimildir? Skv. könnun Fréttablaðsins 14.4. 2009 Já 62,5 Nei 37,5 % Ung Vinstri græn bjóða í grillpartý í dag kl. 17 í kosningamiðstöð UVG á Suðurgötu 3. Vertu með! Svandís Svavars plokkar gítarinn af sinni alkunnu snilld. Byltum á daginn Árni Páll, er þá búið að banna ykkur að rassskella stuttbuxna- deildina? „Já, en er hún ekki hvort eð er mestöll komin í mútur?“ Lög voru samþykkt á Alþingi á fimmtu- dag sem kveða á um að óheimilt sé að beita börn líkamlegum eða andlegum refsingum. Dómur sem bar blak af flengingum var kveikja málsins. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður allsherjarnefndar. STJÓRNMÁL Skálað var í kampavíni og fagnað á skrifstofu Stígamóta í gærkvöldi af því tilefni að Alþingi samþykkti frumvarp sem gerir það refsivert að greiða fyrir vændi. Lögin tóku þegar gildi þannig að verði einhver staðinn að slíku má hann eiga von á sekt eða fangelsi í allt að einu ári. „Þetta hefur afar mikilvæga táknræna þýðingu, finnst okkur,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, talskona Stigamóta. „En ekki aðeins fyrir okkur heldur alla kvennahreyf- ingu og þar að auki, að ég tel, meiri- hluta fólks af öllum flokkum og báðum kynjum ef skoðanakönnun Capacent frá árinu 2007 er mark- tæk en hún sýndi að sjötíu prósent þjóðarinnar eru hliðholl þessari breytingu. Við hrósum því þessari feminísku ríkisstjórn í hástert.“ Þar með hefur Ísland orðið þriðja þjóðin til að fara hina svo- kölluðu sænsku leið, því Svíar stigu fyrstir þetta skref en Norðmenn samþykktu lög sem þessi fyrir skemmstu. Atli Gíslason, þingmað- ur Vinstri grænna og einn flutn- ingsmanna frumvarpsins, segir að eftir því sem fleiri lönd feti þessa sænsku leið, þeim mun meiri árang- ur náist gegn mansali. Hann segir einnig að í Svíþjóð hafi götuvændi minnkað og færri konur leiðst út í vændi frá því lögin voru sett þar. En verður vændið ekki aðeins enn meira falið í undirheimunum eftir þessa breytingu og því harð- ara og erfiðara við að eiga? „Það verður alltaf eins ósýnilegt og það þarf til að viðskiptavinirnir sjáist ekki en nógu sýnilegt til að hægt sé að selja það,“ svarar Guðrún. „Þannig að ég held að þetta breyti engu þar um.“ Hún segir einnig mikilvægt að þjóðin sé farin af þeirri leið að vændi sé í raun lög- legt og fjölmiðlar meira að segja farnir að fjalla um það sem viðtek- inn hlut. Atli segir að nauðsynlegt hafi verið að banna vændi eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lögleitt það með breytingu á hegningarlög- um árið 2007. „Það er bara kjaftæði,“ segir Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. „Þetta hafði verið svona í hegningarlögum frá því 1940, menn eru aðeins að slá sig til riddara með því að tala svona.“ Hún gagnrýnir vinnubrögðin. „Því var kippt út úr allsherjarnefnd og í raun hef ég ekki fengið tíma til að kynna mér frumvarpið því asinn er svo mikill. Þetta virðist vera eitt af þessum málum sem samið hefur verið um við öfl innan stjórnarflokkanna að fá að dæla í gegn. Miðað við ástandið í þjóðfélaginu finnst mér nú að við þurfum að drífa okkur við önnur mál.“ jse@frettabladid.is Kaup á vændi refsiverð Kaup á vændi hafa verð gerð refsiverð. Fagnað var í Stígamótum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir öfl í stjórnarflokkum fá að dæla málum í gegn og gagnrýnir að mál sem þetta séu afgreidd í flýti meðan brýnni mál bíði. UPP VAR HAFINN BIKARINN Á STÍGAMÓTUM AF ÞESSU TILEFNI Stígamót og velunnarar skáluðu hér eru Björg Gísladóttir, Arnar Gíslason, Kristín Tómasdóttir, Fríða Rós Valdimarsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Kristbjörg Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Guðrún Jónsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMGÖNGUR Eigandi bíls með einkanúmer hefur verið sektaður um 15 þúsund krón- ur fyrir að láta ekki skoða bíl sinn í réttum mánuði. Hann segir að svo virðist sem verið sé að leiða eigendur einkanúmera í gildru. Bíll Ásgeirs Þormóðssonar er með einka- númerið ERR 1. Fastanúmer bílsins endar hins vegar á tölustafnum átta, og hefur Ásgeir því látið skoða bílinn í ágúst ár hvert frá árinu 1997, athugasemdalaust. Ásgeir fékk nýverið bréf frá Sýslumann- inum í Bolungarvík þar sem honum er bent á að skoða eigi bílinn í janúar, þar sem einkanúmerið endar á tölustafnum einum. Að auki er hann sektaður um 15 þúsund krónur, en greiði hann innan mánaðar lækk- ar sektin í 7.500 krónur. Hann segist afar ósáttur við þessar aðfarir, enda sé að sínu mati skýrt í reglum að miða eigi við fastanúmer bíls þegar ákvarðað er hvenær á að skoða bílinn. Hjá Umferðarstofu fengust þær upplýs- ingar að samkvæmt reglugerð eigi að skoða bíla með einkanúmerum sem enda á tölu- staf í þeim mánuði ársins sem tölustafurinn gefur til kynna. Endi númerið á bókstaf beri að láta skoða bílinn í maí ár hvert. Engu skipti í því samhengi hvert fastanúmerið sé. Bifreiðaeigendur sem kaupa einkanúmer þurfa sjálfir að afla sér upplýsinga um þær reglur sem gilda um skoðun ökutækjanna, samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu. Stofan hefur hingað til ekki upplýst um regl- urnar að fyrra bragði þegar slík númer eru keypt. - bj Umferðarstofa upplýsir kaupendur einkanúmera fyrir bíla ekki um hvenær fara á með bílana í skoðun: Segir bifreiðaeigendur leidda í gildru Í kringum fjögur þúsund einkanúmer hafa verið framleidd hér á landi frá því fyrst var boðið upp á þann möguleika, samkvæmt upplýsingum frá númeradeild fangelsisins að Litla-Hrauni. Daglega eru framleidd þrjú til fjögur slík númer, en einhver eru endurgerðir af skemmdum eða týndum númerum. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu voru 164 einkanúmer keypt eða endurnýjuð á fyrstu þremur mánuðum ársins 2009. Það er rúm- lega 40 prósentum minna en á sama tímabili í fyrra, þegar 281 númer var keypt eða endurnýjað. Framleiðsla á hefðbundnum bílnúmerum hefur einnig dregist verulega saman, og hefur ekki verið minni í 20 ár. Nú eru um 50 númeraplötur fram- leiddar á dag, en voru um 1.000 þegar mest var. FÆRRI EINKANÚMER STJÓRNMÁL Alþingi samþykkti í gær með 38 atkvæðum gegn níu að veita iðnaðarráðherra heimild til að semja fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Cent- ury Aluminium Company og Norðurál Helguvík ehf. um álver í Helguvík. Siv Friðleifsdóttir, þingmað- ur Framsóknarflokks, sagðist hins vegar undrast að þingmenn Vinstri grænna og Mörður Árna- son, varaþingmaður Samfylking- ar, og Þórunn Sveinbjarnardótt- ir, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi umhverfisráðherra, gætu ekki greitt atkvæði með stjórnarfrumvarpinu sem fæli í sér atvinnuuppbyggingu sem ekki veitti af í því ástandi sem nú ríkir. Tæplega nítján hundruð manns eru atvinnulausir á Suður- nesjum. - jse Stjórnarflokkar ósammála: Heimild fyrir Helguvík sam- þykkt á þingi STJÓRNMÁL Þingi var frestað í gærkvöldi og halda þingmenn nú í kosningabaráttu nema þeir átján sem ekki gefa kost á sér. Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, hvatti þingmenn og stjórnmálasamtök til að halda í góða og heiðarlega kosninga- baráttu. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, tók til máls og þakkaði meðal annars starfsfólki þings- ins fyrir það æðruleysi sem það sýndi þegar mótmælin stóðu sem hæst í janúar. Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra tilkynnti svo að lokum að þinginu væri frestað þegar hún las upp úr bréfi sem hún hafði ritað ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. - jse Kosningabaráttan hafin: Þingi lauk í gær FÓLK Nemar við málmdeild Borgarholtsskóla eru nú í óða önn að ljúka við gerð líkans af lestarteinum sem hefur tekið tvö ár að smíða. Þeir fylgja sérstöku lestarlíkani sem er samvinnu- verkefni 24 evrópskra skóla og verður frumsýnt í húsakynnum Evrópusambandsins í Brussel í næstu viku. „Skólunum var skipt í þrjá hópa sem fengu það verkefni að smíða lestarvagna eða -teina, sem tákna sameinaða Evrópu,“ segir Aðalsteinn Ómarsson, kennari og umsjónarmaður verksins hérlendis. Hann er ánægður með framvindu þess og segir þjóðirnar hafa lært ýmis- legt af samstarfinu. -rve/sjá Heimili og hönnun Nemar úr Borgarholtsskóla: Vilja sameina þjóðir Evrópu með lestarsmíð SAMEINUÐ EVRÓPA Aðalsteinn ásamt nemendum úr Borgarholtsskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Orkuvísindi á Ásbrú Undirritaður hefur verið sam- starfssamningur um uppbyggingu rannsóknarseturs í orkuvísindum á gamla varnarsvæðinu sem hlotið hefur nafnið Ásbrú. Þar á að stunda rannsóknir á sviði orkuvísinda, einkum á sviði jarðvarma og annarrar endurnýjanlegrar orku og innlendrar orkuframleiðslu. MENNTAMÁL SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.