Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 4
4 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR Í Fréttablaðinu í gær var sagt að Eiríkur Tómasson væri prófessor við Háskólann í Reykjavík. Það er rangt. Eiríkur er prófessor í lögum við Háskóla Íslands. LEIÐRÉTTING Norrænt velferðarsamfélag Tryggjum jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu, grunnheilsu- gæslu og menntun. Föllum frá frekari einkavæðingu og aukinni gjaldtöku í velferðarkerfinu og eflum lýðheilsu, heimaþjónustu og heimahjúkrun. EFNAHAGSMÁL Rekstargjöld Seðlabanka Íslands tvöfölduð- ust á árinu 2008, fóru úr 1,5 millj- örðum króna árið áður í 3,0 millj- arða. Fram kom í máli Láru V. Júlí- usdóttur, for- manns bankaráðs Seðlabankans á ársfundi hans í gær, að mikil kostnaðaraukning skrifist á umsvif vegna falls fjármálakerf- isins á árinu. Þannig hafi ráð- gjafarkostnaður vegna hrunsins numið 1,1 milljarði króna. Lára fór yfir starfsemi bank- ans á árinu, sem hún taldi að yrði lengi minnst fyrir hremmingarn- ar á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum. - óká Rekstrargjöld SÍ tvöfölduðust: 1,1 milljarður króna í ráðgjafa VIÐSKIPTI „Ánægjulegt er að geta upplýst hér að eigur Kaup- þings nægja til að gera upp við þýska innstæðueigendur,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans í gær. Skuldbind- ingar vegna Kaupthing Edge- reikninganna lenda því ekki á íslenskum skattgreiðendum. Upphæðin sem um ræðir er um það bil 330 milljónir evra, eða rúmlega 55 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu skilanefnd- ar Kaupþings segir Steinar Þór Guðgeirsson formaður hennar niðurstöðuna afar ánægjulega, en áréttar um leið að innstæðueig- endur séu aðeins hluti kröfuhafa og skilanefndin muni „áfram leggja áherslu á að hámarka virði eigna bankans“. - óká Kaupþing Edge-reikningar: Kaupþing átti fyrir kröfunum LÁRA V. JÚLÍUSDÓTTIR EFNAHAGSMÁL „Ég hef ekki farið leynt með þá skoðun mína að eitt af forgangsverkefnum næstu ríkis- stjórnar á að vera umsókn um aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru,“ segir Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra. Hún flutti ræðu á ársfundi Seðlabank- ans í gær. Samhliða aðildarviðræðum vill Jóhanna að leitað verði samninga um hvort og hvernig Seðlabanki Evrópu gæti stutt við gengi krón- unnar þar til unnt verði að taka hér upp evru. „Ljóst er að hvers kyns samvinna við Seðlabanka Evrópu myndi auka trúverðugleika Seðla- banka Íslands og gera honum auð- veldara að ná fram markmiðum sínum um stöðugleika,“ segir hún og bendir á að þjóðir á borð við Dani, sem ekki hafi tekið upp evru, hafi notið aðstoðar Seðlabanka Evrópu. „Og bankinn hefur aðstoð- að aðrar þjóðir, svo sem Ungverja, í þeirra erfiðu aðstæðum.“ Þá kveður Jóhanna tíma kominn á endurskoðun peningastefnunnar. „Ég hef því ákveðið að fela nýrri peningastefnunefnd Seðlabankans að fara yfir kosti og galla þess að breyta peningastefnunni og gera tillögu til stjórnvalda með hliðsjón af því mati. Jafnframt tel ég rétt að Seðlabankinn leggi mat á hvern- ig við getum stigið mikilvæg skref til þess að koma okkur út úr verð- tryggingunni.“ Auk þessa boðar Jóhanna að farið verði að tillögum finnska bankasérfræðingsins Kaarlos Jänneri og þegar verði á vegum forsætisráðuneytisins undirbún- ar tillögur um að færri ráðuneyti hafi með löggjöf á sviði fjármála- markaðar að gera. Þá eigi sem fyrst eftir kosningar að setja á fót nefnd sem kanni kosti og galla aukins samstarfs milli Seðlabank- ans og Fjármálaeftirlitsins eða sameiningar stofnananna. Svein Harald Øygard seðla- bankastjóri kveðst fylgjandi slíkri sameiningu, sem sé í takt við þróun eftirlitsmála á fjármálamörkuðum í öðrum löndum. - óká Á ÁRSFUNDI Í GÆR Svein Harald Øygard seðlabankastjóri, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Ragnar Arnalds seðla- bankaráðsmaður og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Forsætisráðherra vill samstarf við Seðlabanka Evrópu samhliða viðræðum um aðild að Evrópusambandinu: Peningastefnuna á að endurskoða EFNAHAGSMÁL „Almennt lít ég svo á að allar helstu forgangsaðgerðir í peninga- og ríkisfjármálum næsta árið séu að meira og minna leyti þær sömu, án tillits til þess hvort Íslendingar kjósa að nýta sér kerfi sveigjanlegs gengis á grundvelli krónunnar eða taka upp annað gjaldmiðilsfyrirkomulag eins og með aðild að myntbandalagi Evr- ópuríkja,“ segir Svein Harald Øygard seðlabankastjóri. Hann fór yfir stöðu og horfur í efna- hagsmálum og aðsteðjandi verk- efni Seðlabankans í ræðu á árs- fundi bankans síðdegis í gær. Seðlabankastjóri upplýsti að bankinn vildi leggja sitt af mörk- um til opinberrar umræðu og væri því unnið að því að uppfæra skýrslu bankans frá 1997 um aðdraganda og áhrif stofnunar Efnahags- og myntbandalags Evr- ópu (EMU). „Á sama hátt verður unnin rannsóknarskýrsla um kosti og galla mismunandi gengisfyrir- komulags, þar á meðal inngöngu í EMU. Lykilþáttur í þessari grein- ingu verður spurningin um hlut- verk krónunnar við að draga úr hagsveiflum eða sem sjálfstæð uppspretta sveiflna.“ Brýnustu verkefni hagstjórn- arinnar segir Svein Harald að hafa hemil á verðbólgu og stuðla að stöðugu gengi krónunnar. Í þessu ferli segir hann gjaldeyr- ishöftin illa nauðsyn og herði nú Seðlabankinn enn frekar eftirlit sitt með því að farið sé að sett- um reglum í þeim efnum. „Komið verður á fót nýrri eftirlitseiningu og reglum verður breytt á þann veg að bönkum verði skylt að til- kynna meint óleyfileg viðskipti, með líkum hætti og kveðið er á um í reglum Evrópusambandsins um peningaþvætti.“ Svein Harald segir áhættusama leið að lækka stýrivexti mjög hratt og að of mikið hafi verið gert úr áhrifum stýrivaxtanna á vaxta- greiðslur úr landi vegna erlendr- ar skuldabréfaeignar hér á landi. Hann segir betra að fara aðra leið, ekki jafnáhættusama, og að á næstu mánuðum eigi að vera hægt að ná fram fimm af meg- inforsendunum fyrir verulegri lækkun stýrivaxta. Hann segir að hrinda þurfi í framkvæmd áætlun um aðlög- un ríkisfjármála og skapa traust á því að Íslendingar séu í stakk búnir til að takast á við skulda- stöðu hins opinbera. Þá verði að ljúka endurskipulagningu og endurfjármögnun bankakerfis- ins, nýta afgang á viðskiptum við útlönd til að greiða niður upp- safnaðar skuldir, aflétta gjald- eyrishöftum í áföngum og ljúka samningaviðræðum um tvíhliða lán, öðrum samningaferlum og endurskoðun Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. olikr@frettabladid.is SEÐLABANKASTJÓRI Í PONTU Svein Harald Øygard seðlabankastjóri flytur erindi á ársfundi bankans síðdegis í gær. Hann segir að í Seðlabankanum hafi verið ráðist í rannsóknir á gildi þess að notast við krónu sem mynt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eftirlit aukið með gjaldeyrishöftum Svipaðar reglur verða um eftirlit með gjaldeyrishöftum og með peningaþvætti. Seðlabankinn eykur eftirlit. Forgangsaðgerðir efnahagsmála þær sömu hvort sem er með krónu eða án. Vinna á skýrslu um mismunandi gengisfyrirkomulag. BANDARÍKIN, AP Jafnt mannrétt- indasamtök sem fyrrverandi fangar Bandaríkjahers leyndu ekki vonbrigðum sínum með yfir- lýsingu Baracks Obama um að starfsmenn leyniþjónustunnar CIA verði ekki sóttir til saka þótt sannað verði að þeir hafi stundað pyntingar. Minnisblöð leyniþjónustunnar um pyntingaraðferðir voru birt opinberlega á fimmtudag. Þar kemur fram að við yfirheyrslur höfðu starfsmenn leyniþjónust- unnar heimild yfirboðara sinna til að beita fanga harðræði og pyntingum. Obama brást við með því að fordæma pyntingarnar, en segja leyniþjónustumennina samt ekki þurfa neitt að óttast. - gb Minnisblöð um pyntingar: Vonbrigði með afstöðu Obama ERIC HOLDER Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sumarnám í HA Ákveðið hefur verið að bjóða upp á sumarnámskeið í Háskólanum á Akureyri í sumar. Áætlunin um þau námskeið var kynnt fyrir háskólaráði í gær. Alls eru þetta 32 námskeið en einnig er boðið upp á að taka próf í 150 námskeiðum í ágúst. Í tilkynningu frá skólanum segir að þetta sé gert til að koma til móts við óskir nemenda. AKUREYRI VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 19° 18° 10° 17° 14° 16° 16° 16° 12° 13° 22° 17° 23° 27° 9° 10° 19° 6° 5 9 9 87Á MORGUN 5-15 m/s hvassast allra syðst MÁNUDAGUR 13-20 m/s 10 13 10 1212 9 8 9 5 9 6 12 7 7 9 6 6 6 5 2 2 2 5 3 6 13 6 HLÝINDI ÁFRAM Í dag vex vindur smám saman sunnan og vestan til af suðaustri. Undir kvöld verður vindur víðast orðinn 8-13 m/s. Lítils- háttar væta verður sunnan og vestan til í fyrstu en vaxandi væta vestan til á landinu seint í dag eða kvöld. Norðan- og austanlands verður þurrt og sæmilega bjart verður á landinu norðanverðu. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur GENGIÐ 17.04.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,2212 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,24 128,86 189,68 190,6 167,38 168,32 22,467 22,599 19,029 19,141 15,156 15,244 1,2897 1,2973 190,46 191,6 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.