Fréttablaðið - 18.04.2009, Page 5

Fréttablaðið - 18.04.2009, Page 5
Þetta höfum við gert Síðan Vinstri græn tóku sæti í ríkisstjórn fyrir 76 dögum höfum við m.a. gert þetta fyrir heimilin: Þetta ætlum við að gera Með áframhaldandi ríkisstjórn Vinstri grænna höldum við áfram að verja velferð fyrir heimilin í landinu. Við viljum: VIÐ SEGJUM FYRIR KOSNINGAR HVAÐ VIÐ VILJUM GERA EFTIR KOSNINGAR VELFERÐ FYRIR HEIMILIN Norrænt velferðarsamfélag Tryggja jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu, grunnheilsugæslu og menntun og falla frá frekari einkavæðingu og gjaldtöku í velferðarkerfinu. Taka upp réttlátara skattkerfi þar sem skattbyrðinni er dreift þannig að lágtekju- og millitekjufólki sé hlíft við skattahækkunum. Taka upp gjaldfrjálsar og hollar skólamáltíðir í grunnskólum landsins svo kreppan bitni síður á heilsu og daglegu umhverfi barna. Minnka vaxtabyrði húsnæðislána Lækka vexti umtalsvert og hratt á næstu mánuðum. Endurskoða forsendur fyrir útreikningum vísitölugrunnsins og afnema verðtryggingu í áföngum. Bjóða óverðtryggð íbúðalán og lengja lánstíma verðtryggðra lána. Skoða þann möguleika að frysta tímabundið hluta hækkunar höfuðstóls verðtryggðra fasteignalána. Nýta krafta allra Efla þjónustu og uppbyggileg úrræði fyrir atvinnulausa til að tryggja velferð og samfélagslega þátttöku fólks sem misst hefur vinnuna. Nýta fjármuni hins opinbera í að skapa störf og tækifæri til menntunar. Tryggja jafnframt að atvinnuleysisbætur dugi til framfærslu. Tryggt að enginn missi húsnæðið Hækkað vaxtabætur um 25%. Stöðvað öll nauðungaruppboð. Komið á greiðslujöfnun gengistryggðra lána og greiðsluaðlögun fyrir þá sem verst eru settir. Aukið fjárhagslegt svigrúm heimilanna Opnað fyrir útgreiðslu séreignarlífeyrissparnaðar. Fellt niður innritunargjöld á sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir. Aukið réttindi sjálfstætt starfandi einstaklinga og námsmanna til að komast á atvinnuleysisskrá. Varið velferð og skóla Staðið vörð um góða og ódýra þjónustu á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum. Komið í veg fyrir aukna gjaldtöku í skólum landsins. Gert námsmönnum kleift að stunda lánshæft nám í sumar í stað þess að þiggja bætur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.