Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 6
6 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR SVÍÞJÓÐ, AP Fjórir aðstandendur skráaskiptisíðunnar The Pirate Bay voru í gær dæmdir í árs fang- elsi og háar fjársektir af dómstól í Stokkhólmi. Fjórmenningarnir voru sakfelldir fyrir brot á sænsk- um lögum um vernd höfundarrétt- ar með því að hjálpa milljónum tölvunotenda að hlaða tónlist, kvik- myndum og tölvuleikjum niður af Netinu endurgjaldslaust. Dómurinn þykir marka tíma- mót. Samkvæmt honum skulu hinir dæmdu, Gottfrid Svartholm Warg, Peter Sunde, Fredrik Neij og Carl Lundström, sæta árs fangelsi og greiðslu 30 milljóna sænskra króna, andvirði um 450 milljóna íslenskra, í skaðabætur til afþrey- ingarrisafyrirtækjanna Warner Bros., Sony Music Entertainment, EMI og Columbia Pictures. Giskað er á að um 22 milljónir tölvunotenda hafi nýtt sér þjón- ustu The Pirate Bay. Stórfyrir- tæki afþreyingarbransans hafa um nokkurt skeið litið á síðuna sem höfuðóvin sinn, eftir að þeim tókst eftir dómstólaleiðinni að loka Grokster, Kazaa og fleiri sambæri- legum skráaskiptisíðum. Lundström átti þátt í að fjár- magna The Pirate Bay, en hinir þrír sakborningarnir önnuðust umsýslu síðunnar. Verjendur fjórmenninganna höfðu farið fram á sýknudóm þar sem Pirate Bay-síðan vistar ekki sem slík höfundarréttarvar- ið efni. Hún sé aðeins vettvang- ur fyrir notendur síðunnar til að hlaða niður efni með svonefndum torrent-skrám. Sú tækni gerir not- endum kleift að hlaða niður hlut- um af stórum skrám frá mörg- um öðrum notendum; þetta eykur niðurhleðsluhraðann. Í dómnum eru fjórmenningarn- ir fundnir sekir um að aðstoða notendur við að brjóta gegn höf- undarrétti „með því að bjóða upp á vefsíðu með (...) háþróuð- um leitar möguleikum, einfaldri niðurhleðslu- og vistunargetu, og með eltiforritinu (tracker) sem er hlekkjað inn á af vefsíðunni“. Dómarinn, Tomas Nordström, tók fram að rétturinn hefði tekið tillit til þess að síðan væri „rekin á viðskiptalegum forsendum“. Sakborningarnir hafa neitað því að nokkur viðskiptaleg markmið lægju að baki síðunni. John Kennedy, forsvarsmaður Alþjóðasamtaka hljómplötuiðnað- arins, kallaði dóminn „góðar frétt- ir fyrir alla, í Svíþjóð sem um víða veröld, sem eru að reyna að fram- fleyta sér eða byggja rekstur á skapandi starfsemi og sem þurfa að vita að réttur þeirra sé vernd- aður af lögum.“ Sakborningarnir sögðu áður en dómur var kveðinn upp að yrðu þeir sakfelldir myndu þeir áfrýja. audunn@frettabladid.is TÍMAMÓTADÓMUR Fréttamenn keppast um að komast yfir eintak af dómnum í máli Pirate-Bay-manna í Héraðsdómi Stokkhólms í gær. NORDICPHOTOS/AFP Pirate Bay-menn dæmdir í fangelsi Fjórir aðstandendur skráaskiptisíðunnar The Pirate Bay voru í gær dæmdir af sænskum dómstól til árs fangelsisvistar og til að greiða stórfyrirtækjum afþrey- ingariðnaðarins háar fjársektir. Sakborningarnir hyggjast áfrýja dómnum. h „Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir alla rétthafa,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís, sem barist hefur gegn ólögmætri dreifingu á höfundarréttar- vörðu efni. „Það sem er ánægjulegt er að það er gengið að öllum kröfum saksóknara,“ segir Snæbjörn. Sannað hafi verið að mennirnir hafi haft gríðarlegar tekjur af rekstri síðunnar, tugmillj- ónir á ári. „Þetta skapar fordæmi, ekki bara í Skandinavíu heldur um allan heim,“ segir hann. Fjórmenn- ingarnir séu holdgervingar og fánaberar þessarar menningar í heiminum. „Þeir höfðu aðstoðað við gerð á kvikmyndum og höfðu farið víða um allan heim með fyrirlestra um svona skráarskipti.“ Snæbjörn segir þrjú mál í farvatninu gegn aðstand- endum íslenskra skráaskiptisíðna. Þeim hafi verið sendar aðvaranir en í engu svarað þeim. Þá séu kærur á næsta leiti. - sh FORDÆMI FYRIR HEIM ALLAN SNÆBJÖRN STEINGRÍMSSON „Ég er ekkert ánægður með þessa niðurstöðu, að þriðji aðili sé sakfelldur fyrir gjörðir annarra,“ segir Svavar Lúthersson, sem fyrir skömmu laut í gras fyrir Smáís í dómsmáli. Þá var lögbann sett á vef- síðuna Istorrent, sem Svavar hélt úti, og skaðabótaskylda hans viðurkennd. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða milljón krónur í málskostnað. „Mér finnst þetta óeðlileg þróun. Þetta á náttúrulega eftir að fara fyrir Hæstarétt, eins og þeir á Pirate Bay hafa sagt, þannig að ég bara bíð niðurstöðu hans. Ég vona að þeir snúi þessum dómi við,“ segir Svavar. „Ég hef lent í óréttlætinu þannig að ég get vel skilið þá. Þótt það séu ekki eins háar fjárhæðir í spilinu, þá hef ég verið á sama enda og þeir,“ segir hann. Svavar hefur ekki ákveðið hvort máli hans verður áfrýjað til Hæstaréttar. Það fari eftir kostnaði, enda þurfi hann að greiða fyrir málareksturinn sjálfur. Hugsanlegt sé að niður- staðan í Stokkhólmi og mögulegt fordæmi hennar hafi áhrif á það hvort hann ákveður að áfrýja málinu. - sh ÓÁNÆGÐUR MEÐ ÞRÓUNINA SVAVAR LÚTHERSSON Ekur þú á bíl á nagladekkjum? Já 33,6% Nei 66,4% SPURNING DAGSINS Í DAG Ert þú sátt(ur) við að ekki verði gerðar breytingar á stjórnar- skrá fyrir kosningar? Segðu þína skoðun á visir.is DÓMSMÁL Karlmaður á fimmtugs- aldri hefur verið ákærður fyrir að berja konu í andlitið á veit- ingastað. Atvikið átti sér stað á veit- ingastaðnum Ránni í Reykja- nesbæ. Konan, sem er af erlend- um uppruna, nefbrotnaði við árásina, hlaut brot á augntóttar- gólfi hægra megin og glóðarauga beggja vegna. Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refs- ingar og til greiðslu alls sakar- kostnaðar. Konan gerir skaða- bótakröfu upp á tæpar 600 þúsund krónur. - jss Maður á fimmtugsaldri: Barði konu og nefbraut hana AFGANISTAN, AP Tveir jarðskjálft- ar urðu í austanverðu Afganistan í fyrrinótt. Leirsteinshús hrundu í fjórum fjallaþorpum í Nang- arhar-héraði og fórust þar rúm- lega tuttugu manns. Á hverju ári verða tugir jarð- skjálfta í Hindu Kush-fjöllunum. Flestir skjálftarnir eru minni- háttar, en valda þó oft skemmd- um og jafnvel manntjóni vegna þess hve leirsteinshúsin eru við- kvæm fyrir skjálftum. Skjálftarnir í fyrrinótt mæld- ust 5,5 og 5,1 stig. Sá fyrri varð um klukkan tvö að staðartíma en hinn tveimur klukkustundum síðar. - gb Jarðskjálfti í Afganistan: Á þriðja tug þorpsbúa létust EYÐILEGGING Í ÞORPI Tveir menn sitja á rústum húss í þorpinu Sherzad. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Stefán Ásmunds- son, skrifstofustjóri alþjóðaskrif- stofu sjávarútvegsráðuneytisins, hóf störf hinn 1. apríl í Brussel sem sérfræðingur Íslands við endur skoðun fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Endurskoð- uninni á að vera lokið fyrir 2012, en Stefán mun starfa í Brussel næstu tvö árin. Hann verður áfram á launum hjá íslenskum stjórnvöldum. Sigurgeir Þorgeirsson, ráðu- neytisstjóri sjávarútvegsráðuneyt- isins, segir að Evrópusambandið hafi leitað eftir því í fyrravor að ráðuneytið skipaði sérfræðing við endurskoðunina, á sviði sem ekki sneri að fiskveiðimálum. Því hefði ekki verið hafnað, en leitað hefði verið eftir því að fá frekar að skipa sérfræðing í fiskveiðimálum. Það hefði verið samþykkt í janúar á þessu ári. „Stefán er beinn þátttakandi í endurskoðuninni. Það mun nýtast hvort heldur sem kemur til aðildar að Evrópusambandinu eða ekki.“ Sigurgeir bendir á að hvort sem Ísland verði aðili að ESB eða ekki muni Íslendingar geta haft áhrif á framtíðarfiskveiðistefnu ESB í gegnum þessa vinnu. - ss Endurskoðun á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins: Fulltrúi Íslands vinnur að endurskoðun STEFÁN ÁSMUNDSSON Fulltrúi Íslands við endurskoðun sjávar- útvegsstefnu Evrópusambandsins. JAFNRÉTTISMÁL Samgönguráðherra hefur sett á fót starfshóp sem á að vinna að því að jafna betur stöðu kynjanna í sveitarstjórnum við kosningar á næsta ári. Í tilkynningu segir að enn halli verulega á konur í sveitarstjórn- um landsins. Þær séu nú 36 pró- sent sveitarstjórnarfulltrúa og í fimm sveitarstjórnum á landinu séu engar konur. Hópurinn á að skila tillögum fyrir 1. júlí í ár um það hvaða leið sé best að fara í þessum efnum. Ráðherra mun síðan ákveða frekari aðgerðir í framhaldinu. - sh Nefnd um sveitarstjórnir: Reynt að jafna kynjahlutföll BANDARÍKIN, AP Verslunarmaður í í Salem í Massachusetts, gerði lögreglu viðvart þegar hann sá 53 ára ökukennara, Daniel Winsky, setjast inn í kennslubifreið sína, nýfarinn út úr verslun hans ang- andi af áfengi. Winsky settist reyndar ekki undir stýri, en bar engu að síður ábyrgð á akstri nemanda síns. Winsky var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi, en má hvorki aka bifreið né stunda starf sitt næsta árið. - gb Drukkinn ökukennari: Kenndi á bíl undir áhrifum KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.