Fréttablaðið - 18.04.2009, Side 10
Mán til mið 10–18.30, fi m og fös 10–19, lau 10–18, sun 13–17 | Sími 517 9000 | www.kringlan.is
10 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR
SAMVERJINN OG SONUR HANS Þessi
góði Samverji á Vesturbakkanum í
Palestínu leyfði syni sínum að hlýja sér
á bænastund. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KOSNINGAR Reykjavíkurborg hefur
opnað fyrir rafrænan aðgang að
kjörskrá í Reykjavíkurkjördæm-
unum tveimur fyrir komandi
kosningar. Þar má slá inn kenni-
tölu eða nafn og heimilisfang
kjósanda og fá uppgefið í hvoru
kjördæmanna tveggja hann býr,
á hvaða kjörstað hann á að kjósa
og í hvaða kjördeild. Kjörskrána
má finna á vef Reykjavíkuborgar
www.reykjavik.is.
Kosningarnar fara fram laug-
ardaginn 25. apríl. Mörk kjör-
dæmanna liggja eftir Hringbraut,
Miklubraut og Vesturlandsvegi,
og í gegnum Grafarholt. - sh
Upplýsingar um kosningar:
Rafræn kjörskrá
fyrir borgarbúa
ÖRYGGI Viðbrögð við sprengjuhót-
un og nauðlendingu verða æfð á
Keflavíkurflugvelli í dag. Kefla-
víkurflugvöllur ohf. og lögreglu-
stjórinn á Suðurnesjum efna til
æfingarinnar í samvinnu við
almannavarnadeild Ríkislögreglu-
stjóra. Líkt verður eftir sprengju-
hótun um borð í flugvél sem endar
síðan með slysi eftir lendingu.
300 manns taka þátt í æfing-
unni og eru þeir meðal annars frá
slökkviliði, lögreglu og Landhelgis-
gæslunni. - sh
Viðbragðsæfing í Keflavík:
Líkja eftir
sprengjuhótun
GERVISLYS Síðasta æfing af svipuðu tagi
var árið 2004. MYND / VÍKURFRÉTTIR
TSJETSJENÍA, AP Mikill fögnuður
braust út í Tsjetsjeníuhéraði í gær
eftir að rússnesk stjórnvöld lýstu
því formlega yfir að hernaði þeirra
gegn hryðjuverkamönnum í hér-
aðinu sé lokið. Búist er við því að
fljótlega fari rússneskir hermenn
að tínast burt úr héraðinu.
Rússar réðust fyrst inn í héraðið
árið 1994 til að berjast við aðskiln-
aðarsinna. Þótt eiginlegum átök-
um hafi lokið fyrir nokkrum árum
hefur ástandið verið eldfimt áfram
og Rússar sakaðir um gróf mann-
réttindabrot. - gb
Tsjetsjenar fagna:
Rússar segja
hernaði lokið
Í GROSNÍ Íbúar vonast til að stríðsá-
standi sé að ljúka. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Þrotabú SPRON verður
af 800 milljónum króna eftir að
MP Banki ákvað að falla frá samn-
ingi um kaup bankans á útibúaneti
SPRON og Netbankanum.
„Það er algerlega ljóst að þessi
kaupsamningur er niður fallinn,
við getum ekki greitt 800 milljónir
fyrir vörumerki banka sem verður
lokaður í meira en mánuð,“ segir
Margeir Pétursson, stjórnarfor-
maður MP Banka.
Þótt áform MP Banka um kaup á
útibúaneti SPRON hafi ekki geng-
ið eftir breytir það ekki áformum
bankans um að hasla sér völl á við-
skiptabankasviðinu, segir Marg-
eir. Nýjum netbanka MP Banka
var hleypt af stokkunum í gær og
mun bankinn opna útibú og hefja
útgáfu greiðslukorta á næstunni.
MP Banki keypti útibúanet
SPRON og Netbankann á 800 millj-
ónir króna í lok mars, skömmu
eftir yfirtöku ríkisins á SPRON.
Innlán viðskiptavina SPRON voru
færð til Nýja Kaupþings banka, og
vonuðust forsvarsmenn MP Banka
til þess að umtalsverður hluti
fyrrverandi viðskiptavina SPRON
flytti viðskipti sín aftur til bank-
ans þegar útibúin opnuðu á ný.
Hlynur Jónsson, formaður
skilanefndar SPRON, segir það
vonbrigði fyrir kröfuhafa ef verð-
mæti tapist. Kaupi MP Banki ekki
útibú SPRON og Netbankann
verði þessar eignir líklega lagð-
ar niður.
Kaup MP Banka á SPRON og
Netbankanum voru gerð með fyr-
irvara um samþykki Samkeppn-
iseftirlitsins og Fjármálaeftirlits-
ins. Samkeppniseftirlitið veitti
þegar undanþágu til þess að kaup-
in gætu gengið eftir. Fjármálaeft-
irlitið frestaði málinu hins vegar
ótímabundið með nýrri ákvörðun
um þrotabú SPRON í gær.
Margeir segir MP Banka hafa
verið reiðubúinn til að standa við
kaupin í dag, en ljóst sé að vegna
ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins
muni kaupin tefjast í að minnsta
kosti mánuð til viðbótar.
Margeir segir augljóst að Kaup-
þing hafi brugðið fæti fyrir MP
Banka og náð að tefja kaupin á
SPRON. Kaupþing hafi óttast að
missa viðskipti til MP Banka og
tekist að sannfæra Seðlabank-
ann um að hætta væri á áhlaupi
á Kaupþing fengju viðskiptavin-
ir SPRON val um að snúa aftur til
SPRON.
„Það verður að láta á það reyna
hvað Kaupþing getur gengið langt
í að koma í veg fyrir samkeppni,“
segir Margeir. Hann segir að MP
Banki muni kæra Kaupþing til
Samkeppniseftirlitsins vegna sam-
keppnishindrandi aðgerða.
brjann@frettabladid.is
MP Banki hættur
við kaup á SPRON
Stjórnarformaður MP Banka sakar Kaupþing um að hafa brugðið fæti fyrir
bankann með fulltingi Seðlabankans. Hyggst kæra Kaupþing til Samkeppnis-
eftirlitsins. Bankastjóri Kaupþings hafnar ásökunum um samkeppnishindranir.
Finnur Sveinbjörnsson,
bankastjóri Nýja Kaupþings
banka, hafnar því alfarið
að bankinn hafi komið í
veg fyrir kaup MP Banka á
útibúaneti SPRON.
Kaupþing benti á það
strax eftir að bankinn tók
við innlánum SPRON að
gefa ætti út skuldabréf á
móti innlánunum áður en
útibú SPRON yrðu seld, segir
Finnur. Seðlabankinn og nú Fjármála-
eftirlitið séu greinilega sama sinnis.
„Það blasir við að tilgangurinn
með því að opna undir heiti
SPRON var að ná sem flest-
um viðskiptavinum í viðskipti
aftur. Ef það hefði gerst í
mjög miklum mæli hefði það
haft ákveðinn óstöðugleika í
för með sér,“ segir Finnur.
Hann bendir þó á að
fyrrverandi viðskiptavinum
SPRON sé frjálst að færa sín
viðskipti frá Kaupþingi. Hann
vonist þó til að bankinn
geti boðið það góða þjónustu að
viðskiptavinirnir kjósi að vera áfram í
viðskiptum við Kaupþing.
KOMU EKKI Í VEG FYRIR KAUP Á SPRON
FINNUR
SVEINBJÖRNSSON
… við getum ekki greitt
800 milljónir fyrir vöru-
merki banka sem verður lokaður í
meira en mánuð.
MARGEIR PÉTURSSON
STJÓRNARFORMAÐUR MP BANKA