Fréttablaðið - 18.04.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 18.04.2009, Síða 10
Mán til mið 10–18.30, fi m og fös 10–19, lau 10–18, sun 13–17 | Sími 517 9000 | www.kringlan.is 10 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR SAMVERJINN OG SONUR HANS Þessi góði Samverji á Vesturbakkanum í Palestínu leyfði syni sínum að hlýja sér á bænastund. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KOSNINGAR Reykjavíkurborg hefur opnað fyrir rafrænan aðgang að kjörskrá í Reykjavíkurkjördæm- unum tveimur fyrir komandi kosningar. Þar má slá inn kenni- tölu eða nafn og heimilisfang kjósanda og fá uppgefið í hvoru kjördæmanna tveggja hann býr, á hvaða kjörstað hann á að kjósa og í hvaða kjördeild. Kjörskrána má finna á vef Reykjavíkuborgar www.reykjavik.is. Kosningarnar fara fram laug- ardaginn 25. apríl. Mörk kjör- dæmanna liggja eftir Hringbraut, Miklubraut og Vesturlandsvegi, og í gegnum Grafarholt. - sh Upplýsingar um kosningar: Rafræn kjörskrá fyrir borgarbúa ÖRYGGI Viðbrögð við sprengjuhót- un og nauðlendingu verða æfð á Keflavíkurflugvelli í dag. Kefla- víkurflugvöllur ohf. og lögreglu- stjórinn á Suðurnesjum efna til æfingarinnar í samvinnu við almannavarnadeild Ríkislögreglu- stjóra. Líkt verður eftir sprengju- hótun um borð í flugvél sem endar síðan með slysi eftir lendingu. 300 manns taka þátt í æfing- unni og eru þeir meðal annars frá slökkviliði, lögreglu og Landhelgis- gæslunni. - sh Viðbragðsæfing í Keflavík: Líkja eftir sprengjuhótun GERVISLYS Síðasta æfing af svipuðu tagi var árið 2004. MYND / VÍKURFRÉTTIR TSJETSJENÍA, AP Mikill fögnuður braust út í Tsjetsjeníuhéraði í gær eftir að rússnesk stjórnvöld lýstu því formlega yfir að hernaði þeirra gegn hryðjuverkamönnum í hér- aðinu sé lokið. Búist er við því að fljótlega fari rússneskir hermenn að tínast burt úr héraðinu. Rússar réðust fyrst inn í héraðið árið 1994 til að berjast við aðskiln- aðarsinna. Þótt eiginlegum átök- um hafi lokið fyrir nokkrum árum hefur ástandið verið eldfimt áfram og Rússar sakaðir um gróf mann- réttindabrot. - gb Tsjetsjenar fagna: Rússar segja hernaði lokið Í GROSNÍ Íbúar vonast til að stríðsá- standi sé að ljúka. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Þrotabú SPRON verður af 800 milljónum króna eftir að MP Banki ákvað að falla frá samn- ingi um kaup bankans á útibúaneti SPRON og Netbankanum. „Það er algerlega ljóst að þessi kaupsamningur er niður fallinn, við getum ekki greitt 800 milljónir fyrir vörumerki banka sem verður lokaður í meira en mánuð,“ segir Margeir Pétursson, stjórnarfor- maður MP Banka. Þótt áform MP Banka um kaup á útibúaneti SPRON hafi ekki geng- ið eftir breytir það ekki áformum bankans um að hasla sér völl á við- skiptabankasviðinu, segir Marg- eir. Nýjum netbanka MP Banka var hleypt af stokkunum í gær og mun bankinn opna útibú og hefja útgáfu greiðslukorta á næstunni. MP Banki keypti útibúanet SPRON og Netbankann á 800 millj- ónir króna í lok mars, skömmu eftir yfirtöku ríkisins á SPRON. Innlán viðskiptavina SPRON voru færð til Nýja Kaupþings banka, og vonuðust forsvarsmenn MP Banka til þess að umtalsverður hluti fyrrverandi viðskiptavina SPRON flytti viðskipti sín aftur til bank- ans þegar útibúin opnuðu á ný. Hlynur Jónsson, formaður skilanefndar SPRON, segir það vonbrigði fyrir kröfuhafa ef verð- mæti tapist. Kaupi MP Banki ekki útibú SPRON og Netbankann verði þessar eignir líklega lagð- ar niður. Kaup MP Banka á SPRON og Netbankanum voru gerð með fyr- irvara um samþykki Samkeppn- iseftirlitsins og Fjármálaeftirlits- ins. Samkeppniseftirlitið veitti þegar undanþágu til þess að kaup- in gætu gengið eftir. Fjármálaeft- irlitið frestaði málinu hins vegar ótímabundið með nýrri ákvörðun um þrotabú SPRON í gær. Margeir segir MP Banka hafa verið reiðubúinn til að standa við kaupin í dag, en ljóst sé að vegna ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins muni kaupin tefjast í að minnsta kosti mánuð til viðbótar. Margeir segir augljóst að Kaup- þing hafi brugðið fæti fyrir MP Banka og náð að tefja kaupin á SPRON. Kaupþing hafi óttast að missa viðskipti til MP Banka og tekist að sannfæra Seðlabank- ann um að hætta væri á áhlaupi á Kaupþing fengju viðskiptavin- ir SPRON val um að snúa aftur til SPRON. „Það verður að láta á það reyna hvað Kaupþing getur gengið langt í að koma í veg fyrir samkeppni,“ segir Margeir. Hann segir að MP Banki muni kæra Kaupþing til Samkeppniseftirlitsins vegna sam- keppnishindrandi aðgerða. brjann@frettabladid.is MP Banki hættur við kaup á SPRON Stjórnarformaður MP Banka sakar Kaupþing um að hafa brugðið fæti fyrir bankann með fulltingi Seðlabankans. Hyggst kæra Kaupþing til Samkeppnis- eftirlitsins. Bankastjóri Kaupþings hafnar ásökunum um samkeppnishindranir. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings banka, hafnar því alfarið að bankinn hafi komið í veg fyrir kaup MP Banka á útibúaneti SPRON. Kaupþing benti á það strax eftir að bankinn tók við innlánum SPRON að gefa ætti út skuldabréf á móti innlánunum áður en útibú SPRON yrðu seld, segir Finnur. Seðlabankinn og nú Fjármála- eftirlitið séu greinilega sama sinnis. „Það blasir við að tilgangurinn með því að opna undir heiti SPRON var að ná sem flest- um viðskiptavinum í viðskipti aftur. Ef það hefði gerst í mjög miklum mæli hefði það haft ákveðinn óstöðugleika í för með sér,“ segir Finnur. Hann bendir þó á að fyrrverandi viðskiptavinum SPRON sé frjálst að færa sín viðskipti frá Kaupþingi. Hann vonist þó til að bankinn geti boðið það góða þjónustu að viðskiptavinirnir kjósi að vera áfram í viðskiptum við Kaupþing. KOMU EKKI Í VEG FYRIR KAUP Á SPRON FINNUR SVEINBJÖRNSSON … við getum ekki greitt 800 milljónir fyrir vöru- merki banka sem verður lokaður í meira en mánuð. MARGEIR PÉTURSSON STJÓRNARFORMAÐUR MP BANKA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.