Fréttablaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 18. apríl 2009 13 NOREGUR Nokkur þúsund nor- rænir tamílar mótmæltu stríð- inu á Srí Lanka með göngu til norska utanríkisráðuneytisins og Stórþingsins og fundi í Vige- landsgarðinum í Ósló í gærmorg- un. Tamílarnir krefjast þess að samið verði um vopnahlé á Srí Lanka. Mótmælafundurinn var hald- inn að frumkvæði norskra tam- íla, að sögn norska Dagbladet, en þeir buðu tamílum frá Svíþjóð og Danmörku til þátttöku og sendu tamílar í þessum löndum sendi- nefnd sína á mótmælin. Fánar landanna þriggja blöktu við hún. - ghs Mótmæli í Ósló: Vilja vopnahlé á Srí Lanka DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið ákærður fyrir að ógna starfsfólki Lyfju í Lág- múla tvívegis með öxi og hafa í kjölfarið á brott með sér sam- tals 49 pakkningar af rítalíni. Heildarverðmæti lyfjanna sem maðurinn rændi var um 126 þús- und krónur. Bæði brotin framdi hann í byrjun þessa árs. Í fyrra skiptið sem maður- inn ógnaði starfsfólkinu í Lyfju hafði hann hulið andlit sitt. Ríkissaksóknari ákærir manninn og krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á öxinni. - jss Maður á fertugsaldri ákærður: Rændi rítalíni eftir að hafa ógnað með öxi LYFJA Í LÁGMÚLA Maðurinn rændi lyfjum að verðmæti 126 þúsund krónur. ALÞINGI Danskar F16 orrustuþot- ur sem staddar voru hér á landi við loftrýmisgæslu æfðu aðflug að Akureyrar- flugvelli 21. og 22. mars síð- astliðinn. Þær voru vopnaðar vélbyssum og léttum flug- skeytum. Þetta kemur fram í svari Össurar Skarp- héðinssonar utanríkisráð- herra við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem birt var á vef Alþingis í gær. Nauðsynlegt er að æfa aðflug að Akureyrarflugvelli af örygg- isástæðum, og verður sama fyrir komulag haft á þegar aðrar þjóðir senda þotur til eftirlits. - bj Orrustuþotur yfir Akureyri: Vopnaðar þot- ur æfðu aðflug ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR ATVINNUMÁL Sumarstörf á vegum Reykjavíkurborgar verða jafn mörg í ár og í fyrra, eða 1.400 talsins. Sunnudagurinn 19. apríl er síðasti dagurinn sem hægt er að leggja inn umsóknir um þessi störf. Þeir sem fæddir eru 1992 eða fyrr geta sótt um störfin. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra segir mikilvægt sumarstörfum hjá borginni verði ekki fækkað. „Upp á síðkastið hefur verið starfandi starfshópur um atvinnumöguleika framhalds- og háskólanema í sumar. Þar hafa verið skoðaðir möguleikar í sam- starfi við sveitarfélögin, skóla- meistara og fleiri aðila, og fulltrú- ar framhaldsskólanema hafa verið mjög virkir í því starfi. Hópurinn lýkur væntanlega starfi sínu í dag og líklega verður gengið frá þessu máli í næstu viku.“ Fyrr í vikunni var tilkynnt um aukna fjárveitingu til Lánasjóðs íslenskra námsmanna, sem megn- ar nú að sjá allt að 4.000 nemend- um fyrir framfærsluláni vegna sumarnáms í Háskóla Íslands og fleiri háskólum. Katrín segir að með sumarnámi við háskólana náist að dekka stóran hluta þeirra háskólanema sem annars hefðu verið án atvinnu í sumar. „Hvað varðar önnur störf fyrir þennan hóp er verið að ræða um störf á vegum Nýsköpunarsjóðs náms- manna, lítinn sumarátakssjóð á vegum iðnaðarráðherra, sem í myndu fara um tíu milljónir, og störf á borð við skógrækt og stíga- gerð sem kalla eftir sumarstarfs- fólki,“ segir Katrín Jakobsdóttir. - kg Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir mikilvægt að sumarstörfum verði ekki fækkað: 1.400 sumarstörf hjá Reykjavíkurborg SUMARVINNA Starfshópur um atvinnuúrræði nemenda kynnir niðurstöður í næstu viku. Íslensk listahátíð Íslenska listahátíðin Ur havet stiger landet, eða Úr hafinu rís landið, hófst í Vasa í Finnlandi í gær. Sautján íslenskir listamenn taka þátt í hátíð- inni. FINNLAND Velferðarbrú fyrir heimilin Velferðarbrú fyrir skuldsettar fjölskyldur er eitt mikilvægasta verkefni Sam- fylkingarinnar í ríkisstjórn. Brúin er samsett úr mörgum markvissum aðgerðum sem efla stöðu heimilanna og tryggja að þau sem komast í vanda fái aðstoð eftir þörfum. Þannig nýtum við takmarkaða fjármuni þjóðarinnar best. Traust velferðarbrú er ábyrga lausnin á vanda skuldsettra heimila. www.xs.is 2009 -10% -5% 0% 5% 10% 2007 2008 2010 2011 Ný hagvaxtarspá Seðlabanka Íslands sýnir hvaða bil við þurfum að brúa. – Endurgreiðsla vaxta og verðtryggingar hækkuð um 70%. Vaxtabætur verða allt að 487 þús.kr. á ári fyrir hjón. – Hjón geta fengið allt að 2 milljónir af séreignarsparnaði greiddar út. – Dráttarvextir lækkaðir um 4%. – Óskertar barnabætur þrátt fyrir skattaskuld. – 10–20% lægri greiðslubyrði með greiðslujöfnun verðtryggðra lána. – 40–50% lægri greiðslubyrði með greiðslujöfnun gengistryggðra lána. – Frysting allra afborgana í allt að 3 ár heimiluð. Almennar aðgerðir – Greiðsluaðlögun þar sem skuldir eru afskrifaðar eða aðlagaðar greiðslugetu. – Frestun nauðungaruppboða fram í október. – Lengri aðfararfrestir, 40 dagar nú í stað 15. – Aukinn stuðningur við fólk sem kemst í greiðsluþrot. – Heimili ábyrgðarmanna varin og ábyrgð þeirra takmörkuð. Sérstök úrræði fyrir fólk í alvarlegum skuldavanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.