Fréttablaðið - 18.04.2009, Side 16
16 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR
HAVANA, AP Í gær hófst á eyjunni Trínidad
í Karíbahafinu þriggja daga leiðtogafund-
ur Norður- og Suður-Ameríkuríkja. Þangað
mæta leiðtogar flestra ríkja álfanna, þar
á meðal þeir Barack Obama Bandaríkja-
forseti og Hugo Chavez frá Venesúela, en
þó ekki Raul Castro Kúbuforseti, bróðir
Fidels.
Chavez er hins vegar staðráðinn í að láta
það verða sitt fyrsta verk á fundinum að
ræða við Obama um málefni Kúbu.
Samskipti Bandaríkjanna og Kúbu verða
væntanlega engu að síður í brennidepli
fundarhaldanna, enda virðist sem þau muni
batna verulega á næstunni. Bæði Obama og
Castro hafa á síðustu dögum lýst yfir býsna
ótvíræðum vilja sínum til þess að endur-
nýja tengsl ríkjanna, sem hafa verið nánast
engin undanfarin fimmtíu ár.
Í byrjun vikunnar afléttu Bandaríkja-
menn að hluta þeim ströngu takmörkunum
sem verið hafa á ferðum Bandaríkjamanna
til Kúbu. Á fimmtudaginn sagði Obama
síðan að nú væri framhaldið undir Kúbu-
mönnum komið.
Innan fárra klukkustunda svaraði Castro
því til að hann væri reiðubúinn til að ræða
hvað sem er við Bandaríkjamenn, bæði í
einkaviðræðum og opinberlega, þar á meðal
„mannréttindi, fjölmiðlafrelsi, pólitíska
fanga, allt.“
Þetta er fyrsta ferð Obama til rómönsku
Ameríku síðan hann tók við embætti nú í
ársbyrjun. Hann hóf ferðina reyndar á því
að skreppa til Mexíkó á fimmtudag, þar sem
hann hitti Felipe Calderon forseta. Obama
lýsti meðal annars yfir stuðningi sínum við
baráttu Mexíkóstjórnar gegn fíkniefnum.
Á fimmtudaginn hittust einnig í Venesú-
ela leiðtogar hinna „rauðu“ ríkja rómönsku
Ameríku, þar sem vinstrimenn eru við völd.
Hugo Chavez, leiðtogi Venesúela, bauð til
sín leiðtogum Kúbu, Bólivíu, Hondúras, Ník-
aragúa og Dóminíku, þar sem þeir bjuggu
sig sameiginlega undir leiðtogafundinn á
Trínidad. - gb
Obama segir Kúbu eiga næsta leik
Leiðtogafundur Ameríkuríkja stendur yfir á eyjunni Trinidad. Hugo Chavez frá Venesúela er staðráðinn í að ræða við Barack Obama
um málefni Kúbu. Samskipti Bandaríkjanna og Kúbu hafa verið í lágmarki undanfarin fimmtíu ár, en gætu verið að skána.
BEÐIÐ EFTIR OBAMA Þessar tvær tylltu sér á bekk í
Mexíkóborg á fimmtudaginn og blöðuðu í bók um
nýja Bandaríkjaforsetann á meðan þær biðu komu
hans til borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HINIR FORSETARNIR Evo Morales Brasilíuforseti, Raul Castro Kúbuforseti og Hugo Chavez Venesúelaforseti
hittust á fundi ALBA-samtakanna í Venesúela á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BARACK OBAMA OG FELIPE CALDERON Forsetar Bandaríkjanna og Mexíkó skáluðu í Mexíkóborg á fimmtu-
daginn. NORDICPHOTOS/AFP
KYNNTU ÞÉR FJARNÁM
EÐA FRAMHALDSNÁM VIÐ
HÁSKÓLANN Á AKUREYRI
LAUGARDAGINN 18. APRÍL VERÐUR FJARNÁM OG FRAMHALDSNÁM VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI
Nánari upplýsingar eru á www.unak.is eða í síma 460 8000
DAGSKRÁ:
Hjúkrunarfræði
Iðjuþjálfun
Kennarafræði
Sjávarútvegsfræði
Viðskiptafræði
Auðlindafræði
*
Heilbrigðisvísindi
Heimskautalögfræði
Menntunarfræði
Viðskiptafræði
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ
*