Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 16
16 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR HAVANA, AP Í gær hófst á eyjunni Trínidad í Karíbahafinu þriggja daga leiðtogafund- ur Norður- og Suður-Ameríkuríkja. Þangað mæta leiðtogar flestra ríkja álfanna, þar á meðal þeir Barack Obama Bandaríkja- forseti og Hugo Chavez frá Venesúela, en þó ekki Raul Castro Kúbuforseti, bróðir Fidels. Chavez er hins vegar staðráðinn í að láta það verða sitt fyrsta verk á fundinum að ræða við Obama um málefni Kúbu. Samskipti Bandaríkjanna og Kúbu verða væntanlega engu að síður í brennidepli fundarhaldanna, enda virðist sem þau muni batna verulega á næstunni. Bæði Obama og Castro hafa á síðustu dögum lýst yfir býsna ótvíræðum vilja sínum til þess að endur- nýja tengsl ríkjanna, sem hafa verið nánast engin undanfarin fimmtíu ár. Í byrjun vikunnar afléttu Bandaríkja- menn að hluta þeim ströngu takmörkunum sem verið hafa á ferðum Bandaríkjamanna til Kúbu. Á fimmtudaginn sagði Obama síðan að nú væri framhaldið undir Kúbu- mönnum komið. Innan fárra klukkustunda svaraði Castro því til að hann væri reiðubúinn til að ræða hvað sem er við Bandaríkjamenn, bæði í einkaviðræðum og opinberlega, þar á meðal „mannréttindi, fjölmiðlafrelsi, pólitíska fanga, allt.“ Þetta er fyrsta ferð Obama til rómönsku Ameríku síðan hann tók við embætti nú í ársbyrjun. Hann hóf ferðina reyndar á því að skreppa til Mexíkó á fimmtudag, þar sem hann hitti Felipe Calderon forseta. Obama lýsti meðal annars yfir stuðningi sínum við baráttu Mexíkóstjórnar gegn fíkniefnum. Á fimmtudaginn hittust einnig í Venesú- ela leiðtogar hinna „rauðu“ ríkja rómönsku Ameríku, þar sem vinstrimenn eru við völd. Hugo Chavez, leiðtogi Venesúela, bauð til sín leiðtogum Kúbu, Bólivíu, Hondúras, Ník- aragúa og Dóminíku, þar sem þeir bjuggu sig sameiginlega undir leiðtogafundinn á Trínidad. - gb Obama segir Kúbu eiga næsta leik Leiðtogafundur Ameríkuríkja stendur yfir á eyjunni Trinidad. Hugo Chavez frá Venesúela er staðráðinn í að ræða við Barack Obama um málefni Kúbu. Samskipti Bandaríkjanna og Kúbu hafa verið í lágmarki undanfarin fimmtíu ár, en gætu verið að skána. BEÐIÐ EFTIR OBAMA Þessar tvær tylltu sér á bekk í Mexíkóborg á fimmtudaginn og blöðuðu í bók um nýja Bandaríkjaforsetann á meðan þær biðu komu hans til borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HINIR FORSETARNIR Evo Morales Brasilíuforseti, Raul Castro Kúbuforseti og Hugo Chavez Venesúelaforseti hittust á fundi ALBA-samtakanna í Venesúela á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BARACK OBAMA OG FELIPE CALDERON Forsetar Bandaríkjanna og Mexíkó skáluðu í Mexíkóborg á fimmtu- daginn. NORDICPHOTOS/AFP KYNNTU ÞÉR FJARNÁM EÐA FRAMHALDSNÁM VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI LAUGARDAGINN 18. APRÍL VERÐUR FJARNÁM OG FRAMHALDSNÁM VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI Nánari upplýsingar eru á www.unak.is eða í síma 460 8000 DAGSKRÁ: Hjúkrunarfræði Iðjuþjálfun Kennarafræði Sjávarútvegsfræði Viðskiptafræði Auðlindafræði * Heilbrigðisvísindi Heimskautalögfræði Menntunarfræði Viðskiptafræði UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.