Fréttablaðið - 18.04.2009, Side 22

Fréttablaðið - 18.04.2009, Side 22
22 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Brynhildur Georgs- dóttir skrifar um nýtt hlutverk bankanna Í því umhverfi sem við búum við í dag eru örlög og hagsmun- ir banka, atvinnulífs og einstaklinga samtvinn- uð. Í kjölfar efnahags- hrunsins er mikilvæg- ara en nokkru sinni að fullt traust ríki á milli þessara aðila og þeir gangi samstíga til þess uppbygg- ingarstarfs sem fram undan er. Í því starfi gegna bankarnir mik- ilvægu hlutverki og því til stuðn- ings hefur verið skipaður sérstak- ur umboðsmaður viðskiptavina í hverjum banka. Nýtt hlutverk bankanna Ein af afleiðingum efnahags- ástandsins er sú að framtíð margra fyrirtækja er í höndum bankanna og stjórnendur þeirra þurfa að taka erfiðar ákvarðanir sem hafa áhrif á framvindu atvinnulífsins. Þetta er mikilvægt hlutverk en engan veginn það sem bankarnir óskuðu sér. Stjórnendur bankanna taka á þessu verkefni af fullri alvöru og ábyrgð. Starfsmenn bankanna leggja nótt við dag til að leita þeirra lausna sem best gagn- ast fyirtækjunum sjálfum, bönk- unum og samfélaginu í heild. Nú sem aldrei fyrr verður að leggja áherslu á góða og faglega þjónustu, þar sem lykilorðin eru gagnsæi og sanngirni. Byggja þarf að nýju upp það glataða traust sem er grund- völlurinn undir rekstri banka- stofnana. Mikil vinna fer fram um þessar mundir innan Nýja Kaupþings við endurskipulagningu fyrirtækja í fjárhagsörðugleikum. Í þeirri vinnu er lögð áhersla á skýrt og faglegt ferli þar sem leitast er við að endurspegla sjón- armiðin um sanngirni, jafnræði og gagnsæi. Áhersla er lögð á að bjarga lífvænlegum fyrirtækjum, þ.e. fyrir- tækjum sem eiga sér raunhæfan rekstrar- grundvöll og eru líkleg til að leggja atvinnu- lífinu lið til framtíðar. Hætt er við að sum fyrirtæki eigi sér hins vegar ekki lífsvon. Vinna við endurskipulagningu er unnin af breiðum hópi sérfræðinga bank- ans og áhersla er jafnframt lögð á samvinnu við starfsmenn viðkom- andi fyrirtækja. Þannig er leitast við að nýta þá þekkingu sem þar hefur myndast og mikilvægt er að glatist ekki úr atvinnulífinu. Slík samvinna er þó háð því að viðkom- andi starfsmenn og stjórnendur búi yfir nauðynlegri færni og traust ríki milli þeirra og bankans. Stuðningur umboðsmanns Umboðsmaður viðskiptavina hjá Nýja Kaupþingi heyrir beint undir stjórn bankans og er skip- aður af henni til að hafa eftirlit með því að unnið sé að markmið- unum um jafnræði, gagnsæi og sanngirni. Umboðsmaður kemur að mótun þess verklags sem unnið er eftir við endurskipu- lagningu fyrirtækja. Umboðs- maður hefur þannig áhrif á ferl- ið í samstarfi við starfsmenn bankans og kemur að því verki með hagsmuni viðskiptavina og atvinnulífsins að leiðarljósi. Auk þess er umboðsmaður til staðar fyrir þau fyrirtæki sem eru í vanda og telja sig ekki hafa notið sanngjarnrar meðferðar. Þau eiga greiðan aðgang að umboðsmanni. Umboðsmaður skoðar hvert mál sem til hans er beint gagnrýnum augum og metur hvort afgreiðsla þess sé í samræmi við góða og viðtekna viðskiptahætti. Umboðs- maður mun einnig taka mál upp af eigin frumkvæði til að ganga úr skugga um að farið sé eftir verklagsreglum. Atbeini umboðs- manns getur komið til bæði á meðan unnið er að endurskipu- lagningu fyrirtækja innan bank- ans en einnig eftir að henni er lokið. Umboðsmaður mun bregð- ast við með viðeigandi hætti eftir málsatvikum hverju sinni. Göngum samstíga til verks Það er mikið verk fram undan í samfélaginu við að koma hjól- um atvinnulífsins í gang á ný og hjálpa heimilum í landinu að standa af sér þann efnahags- storm sem nú ríður yfir. Hag bankanna og kröfuhafa þeirra, jafnt innlendra sem erlendra, er best borgið með því að verðmæta- sköpunin í þjóðfélaginu verði sem mest. Því er mikilvægt að leggja heimilunum og fyrirtækjunum í landinu lið. Þannig eru örlög og hagsmunir banka, atvinnulífs og einstaklinga í raun samtvinnuð og mikilvægara en nokkru sinni að þessir aðilar gangi samstíga til verks. Höfundur er umboðsmaður við- skiptavina hjá Nýja Kaupþingi. BRYNHILDUR GEORGSDÓTTIR Umboðsmaður viðskiptavina Starfsmenn bankanna leggja nótt við dag til að leita þeirra lausna sem best gagnast fyrir- tækjunum sjálfum, bönkunum og samfélaginu í heild. Nú sem aldrei fyrr verður að leggja áherslu á góða og faglega þjónustu. UMRÆÐAN Björg Sigurðardóttir skrifar um íslenskt samfélag Í umróti seinustu mán-aða hefur margt gerst til að vekja mig og vafa- laust marga aðra hér á landi til að líta yfir liðna tíð og reyna að staðsetja sig í lífinu. Ég hef litið yfir lífsferil minn og undrast andvaraleysi mitt um eigin hag og annarra. Í stað þess að fylgj- ast með þróuninni hér á landi og erlendis og reyna að skilja það sem koma skyldi eyddi ég öllum mínum tíma í að vinna, árum saman tvöfald- an vinnudag, til að framfleyta mér og börnum mínum þrem þar eð faðir þeirra lést skömmu eftir heimkomu eftir langt nám erlendis og við þá að byrja að koma undir okkur fótunum hér heima, þá nýbúin að festa kaup á íbúð. Í óðaverðbólgu þess tíma var eina líftryggingin fasteign svo ég ákvað að gera allt til að halda henni. Ég var afar ánægð með sjálfa mig þegar íbúðin var skuldlaus og ég búin að safna mér sjóði í hlutabréfum í Kaupþingi, bankanum sem ég vann í. Best er alltaf að vera upp á engan kominn. Draumurinn um frjálst og öruggt líf breyttist skyndilega í eitthvað allt annað þegar vinnan hvarf með sjóðnum mínum og framtíðin varð að stóru spurningarmerki. Átti ég að hírast inni í örvæntingu og skamm- ast mín fyrir að vera atvinnulaus? Ég er líklega of ánægð með sjálfa mig til að meta mig þannig og ekki tilbúin að láta einn bankavesaling setja mig út af sporinu. Ég sá það að ef ég gerði ekkert sjálf til að reyna að breyta þessu lask- aða þjóðfélagi hérna þá gæti ég ekki ætlast til að aðrir gerðu það fyrir mig. Ég fór í öll þau mót- mæli sem ég frétti af. Gerðist einlægur og staðfastur aðdáandi Harðar Torfa og fór á fyrsta borgarafundinn sem Gunnar Sigurðs- son og fjölskylda hans stóðu fyrir upp á eigið einsdæmi og bauð mig fram til að hjálpa til við fundina sem á eftir komu. Þetta var starf með góðu fólki sem bættist í hópinn með hugmynd- ir sínar og vangaveltur um stöðu mála. Það var ekki spurt um pólit- ískan bakgrunn heldur var rökrætt um möguleikann á að átta sig á því hvernig þjóðin gat misst allt sitt. Þ.e. eigur sínar, að miklu leyti lífsafkom- una og sjálfsvirðinguna. Þetta hefur verið innihald borgarafundanna sem hópurinn stóð fyrir og slíkir fundir eiga rétt á sér um ókomna framtíð til að þingmenn og ráðherrar geri þjóðinni milliliðalaust grein fyrir því sem þau eru að gera. Þegar ljóst var að kosið yrði ætlaði ég að draga mig í hlé en sá fljótt að svo margt var enn ógert um borð í þjóðarskútunni að ekki þýddi að hlaupast undan merkjum. Ég ákvað því að vinna fyrir fram- boð þeirrar hreyfingar sem byggðist upp af hluta fólks úr borgarafund- unum og mörgum hópum fólks sem lét sig ástandið miklu varða og var tilbúið að leggja mikið af mörkum til að búandi væri fyrir alla í þessu fallega landi okkar. Þökk sé þér, Hörður Torfason. Höfundur er fyrrverandi almennur bankastarfsmaður. Auðvelt val að ígrunduðu máli BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR 4 10 4 0 0 0 | l an d sb an ki nn .is Við vinnum með þér að lausnum fyrir heimilið L A U S N I R F Y R I R H E I M I L I Ð Landsbankinn býður upp á nokkur úrræði fyrir heimili sem eiga við greiðsluerfiðleika að etja. Við aðstoðum þig við að velja lausn sem kemur til móts við þínar þarfir. Hafðu samband við þjónustufulltrúa í útibúinu þínu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.