Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 18. apríl 2009 23 UMRÆÐAN Jóhann J. Ólafsson skrifar um stjórnar- skrána Háværar kröfur eru um það hér á landi að endurskoða Stjórn- arskrá Íslands. Þess- ar kröfur mögnuðust um allan helming við bankahrunið. Menn gerðu sér ljóst að hrun fjármála- og efnahags- kerfis jafn þróaðs ríkis og Ísland er orðið, er ekki neinn einangrað- ur atburður, heldur á hann rætur og orsakir vítt og breitt í þjóðfé- laginu. Orsakanna er að leita í miklu sið- rofi, sem hefur myndast á löngum tíma og ágerst. Menn gera kröfu um algjöra nýsköpun þjóðfélags- ins. Nýtt Ísland, þar sem gallar fortíðarinnar verði sniðnir af og látnir róa. Það er því ekki óeðlilegt að mönnum verði litið til grundvall- ar stjórnskipunar landsins, Stjórn- arskrárinnar, og spyrji hvað megi betur fara. Sérstaklega stöðvast athugunin við þrískiptingu rík- isvaldsins, þ.e. löggjafarvaldsins (Alþingi), framkvæmdarvalds- ins (ríkisstjórn) og dómsvaldsins (dómstólarnir). Brengluð valdahlutföll Vegna þingræðisreglunnar hafa valdahlutföll milli þessara þriggja þátta ríkisvaldsins brenglast og framkvæmdarvaldið orðið lang sterkast og ber nú ægishjálm yfir hinum tveimur þáttunum. Það sem þessu veldur er í fyrsta lagi að samkvæmt þingræðisreglunni getur Alþingi fellt hvaða ríkis- stjórn sem einfaldur meirihluti þess ákveður og í öðru lagi geta ráðherrar verið þingmenn og setið á Alþingi. Afleið- ing þessa tvenns er sú að fyrst er myndaður meirihluti þingmanna á Alþingi, sem mynd- ar ríkisstjórn og ver hana falli. Á þennan hátt renna löggjafar- og framkvæmdarvald, Alþingi og ríkisstjórn saman, þar sem hið síðastnefnda er ráðandi aðilinn. Þingræðisreglan hefur þann sögulega bakgrunn erlendis að takmarka vald konungs. Í Evrópu voru einvaldskonungar og til að takmarka vald þeirra voru mynd- uð þing. Þessi þing komu þingræð- isreglunni á svo að konungarnir, sem voru yfirmenn framkvæmd- arvaldsins gátu ekki skipað ráð- herra eða ríkisstjórn í andstöðu við þjóðþingið. Þegar Hannes Hafstein varð fyrsti ráðherra á Íslandi 1904, innleiddi hann þingræðisregluna enda var danskur konunugur yfir Íslandi. Framkvæmdarvaldið takmarkar vald löggjafans Í Bandaríkjunum var aldrei tekið upp þingræði. Þeir höfðu brotist undan yfirráðum enska konungs- ins með hervaldi, svo þingræðið var óþarft þar. Í staðinn er forset- inn (í stað erfðakonungs) valinn af þjóðinni í almennri kosningu. Þar sem við Íslendingar höfum ekki erfðakonung frekar en Bandaríkamenn þarf Alþingi ekki að takmarka vald forsætisráð- herrans. Í rauninni hefur þetta algjörlega snúist við hér á landi. Framkvæmdarvaldið takmark- ar vald löggjafans, sem er orðin afgreiðslustofnun. Aðeins laga- frumvörp ríkisstjórnarinnar kom- ast í gegn um þingið með örfáum undantekningum. Allflest frum- vörp eiga uppruna sinn hjá ríkis- stjórninni, sem er farin að virka sem „neðri deild þingsins“, eða þingið sem „efri deild ríkissjórn- arinnar“. Sumir hafa lagt til að við förum bandarísku leiðina og kjósum for- seta beinni kosningu, hann til- nefni síðan sjálfur ráðherra sína án atbeina þingsins og sé jafn- framt forsætisráðherra landsins. Með þessari aðferð myndu velj- ast mjög sterkir og fyrirferðar- miklir forystumenn, en misbrestir gætu einnig orðið miklir. Áhættan eykst. Meiri valddreifing Á Íslandi er ríkjandi hefð fyrir meiri valddreifingu. Hugsa mætti sér að ríkisstjórnin öll yrði kosin beinni kosningu. Þá myndi maður bjóða sig fram sem forsætisráð- herra. Hann myndi einnig bjóða fram meðráðherra sína, sem yrðu þá kosnir með honum. Með þess- ari aðferð myndu kjósendur fá að vita hverjir yrðu ráðherrar og hver stefna ríkisstjórnarinnar yrði eftir kosningar. Sá sem keppti við hann um hylli kjósenda til að verða forsætisráð- herra yrði á sama hátt að sýna hverja meðráðherra hann velur. Þetta fyrirkomulag veitir kjósend- um miklu betri sýn á það hverja þeir eru að kjósa og hvaða stefnu þeir, sem ná kjöri, munu fylgja fram eftir kosningar. Ekki er ólíklegt að sá sem vill láta kjósa sig forsætisráðherra myndi taka mið af pólitískri sam- setningu Alþingis við val samráð- herraefna sinna í þeim tilgangi að ná betra samstarfi við þingið. Þá er spurning hvort kosning Alþing- is og ríkisstjórnar eigi að fara fram á sama tíma eða mismun- andi tímum? Ráðherrar mættu ekki sitja á Alþingi jafnframt og ef alþing- ismenn yrðu kosnir yrðu þeir að segja af sér þingmennsku. Löggjafinn yrði miklu óháðara framkvæmdarvaldinu og öfugt. Alþingi myndi stjórna með laga- setningu og væri miklu sjálfstæð- ara til að krefja ríkissjórnina, framkvæmdarvaldið, upplýsinga um hvernig það framkvæmir fyr- ir mæli og stefnu Alþingis eða lög- gjafarvaldsins. Til þess að þingræðisreglan hyrfi ekki algjörlega mætti setja það ákvæði í stjórnarskrá að Alþingi gæti vikið ríkisstjórn frá með t.d. 2/3 hluta atkvæða og látið kjósa nýja ríkisstjórn. Líklegra yrði að Alþingi myndi sitja út kjör- tímabilið og einnig ríkisstjórn- in þar sem kjör þeirra yrðu ekki háð hvert öðru. Meiri festa yrði í stjórnarfarinu. Meiri samkskipti yrðu á milli Alþingis og ríkisstjórnar þar sem störf beggja byggðist á meiri sam- skiptum sjálfstæðari aðila en áður. Verkaskipting yrði ákveðnari og hreinni. Umboð eflist Menn segja oft að Alþingi sé æðsta valdastofnun landsins. Vissulega hefur það með löggjafarvaldinu mikil völd. Ekki má þó gleyma því að Alþingi þiggur völd sín frá kjós- endum. Þar sem valddreifing ríkir er ekki hollt að leggja allt of mikla áherslu á hver sé valdamestur, heldur stefna meira að jafnræði og góðum samskiptum. Þar sem ríkisstjórnin væri kosin beinni kosningu af þjóðinni, eflist umboð hennar. Samþykki ráðherra ásamt sam- þykki forseta Íslands veitir lögum frá Alþingi lagagildi eins og nú er. Til þess að styrkja framkvæmd- arvaldið til jafnvægis væri rétt að veita ráðherra einum heimild til að fresta undirskrift sinni og senda lög aftur til Alþingis til endurskoð- unar. Alþingi gæti þá endurskoð- að lögin og samþykkt þau aftur með auknum meirihluta, eða hætt við lagasetninguna. Einnig gæti Alþingi samþykkt lögin aftur með breytingum. Þar sem aukinn meirihluti Alþingis væri fyrir lögunum yrði ráðherra skylt að samþykkja þau í seinna skiptið. Forseti Íslands einn hefði áfram heimild til að vísa lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu eins og nú er í 26. gr. stjórnar- skrárinnar. Þessi regla myndi auka vandvirkni í allri lagasetningu og öryggi gagnvart landsmönnum. Meira jafnræði Með þessum breytingum yrði komið á meira jafnræði með tveim- ur þjóðkjörnum valdastofnunum þjóðfélagsins, löggjafarvaldi og framkvæmdarvaldi. Þessar valda- stofnanir þyrftu að vinna meira og betur saman og ná samkomulagi. Það þýðir meiri umræður fyrir opnum tjöldum, meira gagnsæi, svo að almenningur gæti betur fylgst með atburðarásinni. Þessar hugmyndir sem bornar eru fram til skoðanaskipta má ekki líta á sem endanlegar, heldur ein- ungis tilraun til að örva umræðu um endurbætur á stjórnskipun- inni. Höfundur er stórkaupmaður. Stjórnarskrá Íslands Hugsa mætti sér að ríkisstjórn- in öll yrði kosin beinni kosn- ingu. Þá myndi maður bjóða sig fram sem forsætisráðherra. Hann myndi einnig bjóða fram meðráðherra sína, sem yrðu þá kosnir með honum. JÓHANN J. ÓLAFSSON Pantaðu ráðgjöf á landsbankinn.is, í útibúinu þínu eða í síma 410 4000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.