Fréttablaðið - 18.04.2009, Side 28

Fréttablaðið - 18.04.2009, Side 28
28 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR Þ etta byrjaði svo vel. Í góðu veðri á Þing- völlum. Koss. Svo hvessti og enn sannaðist að ástin er fallvölt. Eftir kosningarnar í maí 2007 höfðu stjórnarflokkarnir, Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknar- flokkur, aðeins eins manns þingmeirihluta. Það sögðu sjálf- stæðismenn of naumt og að lokn- um málamyndaviðræðum var tólf ára samstarfi slitið með handa- bandi flokksformannanna, Geirs H. Haarde og Jóns Sigurðssonar, í Stjórnarráðshúsinu við Lækjar- torg. Þetta var fimmtudaginn 17. maí, á uppstigningardegi, fimm dögum eftir kosningar. Geir hafði varla sleppt hönd Jóns þegar hann var kominn í Alþingishúsið á fund Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Formlegar viðræður Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingarinnar voru hafnar. Formlegar segi ég, en mál manna var að grunnurinn að samstarfinu hefði þá þegar verið lagður. Viðræðurnar gengu enda hratt og vel fyrir sig og eftir fimm fundi var ný stjórn orðin til. Stöðugleikinn, já Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylking- ar var víða borið niður en í ljósi þess sem síðar gerðist stendur ein málsgrein upp úr. „Eitt brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að tryggja stöðugleika í efnahags- lífinu í þágu heimila og atvinnu- lífs. Markmið hagstjórnarinn- ar er að tryggja lága verðbólgu, lágt vaxtastig, betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum, jafnan og öflugan hagvöxt og áframhald- andi trausta stöðu ríkissjóðs.“ Þetta mistókst gjörsamlega. Aldrei nokkurn tíma á kjörtíma- bilinu varð vart við stöðugleika, lága verðbólgu, lágt vaxtastig, jafnvægi í utanríkisviðskiptum og jafnan og öflugan hagvöxt. Og eftir hrunið í haust er staða ríkis- sjóðs einfaldlega hræðileg. En enginn sá hrunið fyrir. Að minnsta kosti enginn ráðherra. Gerðu næstum því allt Þegar ríkisstjórnin hafði starf- að í eitt ár voru oddvitar hennar, Geir og Ingibjörg Sólrún, býsna hróðug með sig. „Ríkisstjórnin setti sér metnaðarfull markmið í stefnuyfirlýsingunni og ég sé ekki betur en að um áttatíu pró- sent mála sem þar eru tiltekin séu annað hvort frá eða í vinnslu,“ sagði Geir í Fréttablaðinu á tíma- mótunum. Og Ingibjörg bætti um betur. „Mér sýnist að nálægt níu- tíu prósent af þeim verkefnum sem er að finna í stjórnarsáttmálanum séu þegar komin til framkvæmda eða á góðan rekspöl í ráðuneytun- um,“ sagði hún á sama vettvangi. Svo virtist sem árin þrjú sem þá voru eftir af kjörtímabilinu yrðu ríkisstjórninni náðug. Efna- hagsmálin voru reyndar í ólagi en stjórnin kvaðst svo sem lítið geta gert í því; ytri aðstæðum væri um að kenna. Afsakið En þetta gekk ekki andskotalaust. Skammt var liðið á kjörtímabilið þegar sjávarútvegsráðherra skar niður þorskafla um rúm 60 þúsund tonn. „Það kemur ekkert í staðinn fyrir 60 þúsund tonn af þorski,“ sagði hann og hélt að svartara yrði það ekki. Og svo var það Grímseyjarferju- málið. Man einhver eftir því? Sam- félagið skalf. Ný Grímseyjarferja kostaði tugum ef ekki hundruð- um milljóna meira en lagt var upp með. Ábyrgðin var ekki stjórn- málamanna heldur einhvers ráð- gjafa Vegagerðarinnar, að mati samgönguráðherra sem svo bað ráðgjafann afsökunar. Það var eina afsökunarbeiðni stjórnmála- manns á kjörtímabilinu. Ástin Við upphaf ríkisstjórnarsamstarfs- ins benti ekkert til annars en að Pólitíkin 2007-2009 in memoriam Tíðindamiklu og sögulegu kjörtímabili er að ljúka. Það var hlegið og grátið og allt þar á milli. Staðfest var að pólitísk ást er fall- völt eins og önnur ást. Björn Þór Sigbjörnsson rifjar upp hið stutta en átakasama kjörtímabil 2007-2009 og biður um auðmýkt. GENGIÐ TIL ÞINGS Geir H. Haarde fór fyrir ráðherrum sínum þegar þingheimur gekk frá Dómkirkjunni til Alþingishússins við þing- setninguna vorið 2007. Ríkisstjórnin var þá nýmynduð og virtist hafa heiminn í höndum sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.