Fréttablaðið - 18.04.2009, Side 38
Þegar Loftur tók við húsinu 1995
var þar lengi kraftmikil starfsemi.
Og nú er Bjarni tekinn við.
Hundrað og fimmtíu þúsunda
markaður
„Ég ætla að láta á þetta reyna. Mér
finnst ótækt að nánast allt leikhús-
líf Íslendinga sé annaðhvort ákveð-
ið af borgarleikhússtjóra eða þjóð-
leikhússtjóra. Í 150 þúsund manna
byggðakjarna á að vera pláss fyrir
prívatsenu – einkarekið leikhús.
Ég er búinn að fylgjast með þessu
á Norðurlöndum, Bretlandi og
Þýskalandi. Og þetta á að vera
hægt. Hins vegar verður maður að
marka sér skýra stefnu. Þetta er
ekkert lúxusleikhús, en þetta er
salur fyrir 400 gesti, svið og
aðstaða. Ég ætla bara að láta reyna
á þetta – og ef það gengur ekki upp
– þá gengur það ekki upp. En þetta
verður að vera fyrir alþýðuna –
alþýðuleikhús. Verkin sem fara
þarna upp verða að geta selt
miða.“
Styrkt samkeppni
Samkeppnisaðilar Bjarna eru allir
styrktir ríkulega af opinberu fé:
Þjóðleikhúsið, Íslenska óperan,
Borgarleikhúsið, Tjarnarbær sem
er verið að endurbyggja núna og
til verður næsta haust. Nyrðra er
Leikfélag Akureyrar með tvær
litlar senur og fær brátt aðgang að
nýju 400 sæta húsi, Hofi. Í Hafnar-
firði er gamla áhaldahúsið en þar
hefur Hermóður og Háðvör haft
aðstöðu en samningur félagsins
við bæ og ríki rennur út í lok þessa
árs.
Í öll þessi hús hafa sjálfstæðir
leikhópar leitað, bæði eftir húsa-
skjóli og samstarfi. Bjarni útilok-
ar ekki samstarf við sjálfstæða
leikhópa: „Við getum tekið áhættu
með leikhópum og þeirra sýning-
um,“ segir hann. „Ég hef reynt að
leigja Þjóðleikhúsið en það er því-
líkt reglugerðarrugl. Þau verða að
að átta sig á því að vilji þau auka
tekjur í húsinu má þetta ekki bara
vera tómt vesen. Húsið stendur autt
tvo mánuði á ári en þangað fer eng-
inn inn því engum er treyst fyrir
að ganga þar um tæki og tól.“
Bjarni hefur líka unnið í Gamla
bíói og Borgarleikhúsi en þar verða
sýningar einkaaðila að víkja þegar
regluleg starfsemi húsanna fer í
gang. Þar eru sjálfstæðir hópar
víkjandi. Það er því af reynslu sem
hann ræðst í að koma Loftkastal-
unum í gang.
Endurtekið efni - nýir áhorfendur
Og hvað tekur við þegar Grease
hefur gengið í sumar? „Ef vel tekst
til verða sýningar á Grease fram
eftir hausti. Fjölskyldusýningar
eins og Grease eiga að koma upp
reglulega. Sérðu vinsældirnar sem
Kardemommubærinn nýtur núna.
Í Kaupmannhöfn er hann settur
upp á hverju ári. Það er eitt af því
sem ég hef aldrei skilið við leikhús
hér hvers vegna kynslóðir þurfa
að bíða árum saman eftir verkum
sem allir eiga að sjá á réttum
aldri.“ Verkefnið sem fyrirhugað
er með haustinu er franskt: Boe-
ing, Boeing, var það kallað og er
það franska verk sem komið hefur
oftast upp. Höfundurinn er íslensk-
um leikhúsgestum vel kunnur:
Marc Camelotti, sá sem skrifaði
Sex í sveit. Boeing, Boeing naut
mikillar hylli á sjöunda áratugn-
um og var þá leikið af Leikfélagi
Kópavogs. Fyrir tveimur árum var
það leikið aftur á West End í
London og varð feikilegur smellur
sem fluttur var á Broadway. Hér
verður það Sigurður Sigurjónsson
sem setur verkið á svið.
Spott og spaug
Bjarni segist hafa fleiri verk í
undir búningi en hann ætlar sér að
taka eitt skref í einu. Hann ætlar
að stofna til hátíðar sem helguð
verður uppistandi og gamanleik.
Það verði að styrkja þann þátt í
leikmenningu okkar sem hafi í
raun verið afar farsæll á árshá-
tíða- og skemmtanasviðinu en hafi
aldrei fengið fastan stað: Reykja-
vik Comedy Festival. „Ég sleppi
„International“ úr heitinu í bili en
stefni að því að fara í gang í haust,
kannski fyrst bara í þrjú kvöld,
einhvern tíma milli Alþjóðlegu
kvikmyndahátíðarinnar og Ice-
land Airwaves. Ætlunin er að opna
glugga fyrir upprennandi og eldri
uppistandara á Íslandi. Þá vil ég
reyna að fá til landsins bæði
þekkta og minna þekkta erlenda
uppistandara og hef þegar heyrt
af áhuga nokkurra þekktra breskra
uppistandara.“
Tónlist til gamans
Loftkastalinn hefur líka verið skjól
fyrir tónleikahald: „Við ætlum að
ríða á vaðið með KK og vinum, en
ég vil gjarna koma á föstum
uppákomum, kalla til fólk í flutn-
ing laga eftir meistara söngleikj-
anna, Gershwin, Rodgers og
Hammerstein, Webber, Björn og
Benny. Það furða margir sig á því
en hér á landi er fullt af fólki sem
fílar söngleiki og það sem meira
er, fullt af fólki sem getur
sungið.“
Úrtölur og áræði
En eru ekki nógir til að draga úr
honum áræðið? „Jú, það eru marg-
ir sem hafa komið að máli við mig
og spurt hvort ég fylgist ekki með
fréttum? En ég spyr bara á móti:
Ef ekki núna, þá hvenær? Við erum
að sjá samdrátt á mörgum sviðum,
í utanlandsferðum, sumarleyfi
verða öðruvísi, allt er að breytast.
Leikhúsið stendur aldrei betur en
á samdráttartímum. Ég er bjart-
sýnn á að þetta takist og ef það
gengur ekki, þá það.“
Ný störf í innlendri framleiðslu
Gróflega er talið að það séu rúm-
lega átta hundruð störf í íslenskum
leikhúsiðnaði. Stærstur hluti þeirra
nýtur opinberra styrkja eftir
nokkrum leiðum. Þótt Bjarna tæk-
ist ekki nema að auka starfafjöld-
ann um einhverja tugi væri sá
árangur merkilegur. Hann áætlar
að frá mars í ár fram á sumarbyrj-
Framhald af forsíðu
Það er eitt af því sem ég hef aldrei skilið við leikhús hér hvers
vegna kynslóðir þurfa að bíða árum saman eftir verkum sem
allir eiga að sjá á réttum aldri.
Miðasala á www.listahatid.is
www.midi.is
STOFUTÓNLEIKA
LISTAHÁTÍÐAR
Retro Stefson, FM Belfast
og MC Plútó, 101 Reykjavík
Föstudagur 22. maí
Ágerður Júníusdóttir,
107 Reykjavík
Áshildur Haraldsdóttir og Katie Elizabeth Buckley, Túngötu 44,
Benóný Ægisson, Skólavörðustíg 4c, Gershwin í Mýrinni, Kjartans-
götu 9, Spilmenn Ríkínís, Dómkirkjuloftinu, Miðillinn, í fl utningi
Ásgerðar Júníusdóttur, Melhaga 2, Melchior, Bugðulæk 17,
Jón Ólafsson, Hagamel 33, Sigrún Hjálmtýsdóttir
og Stofukvartettinn, Vesturbrún 4, amiina, Grundarstíg 10.
Melakvartettinn, Þórsgötu 18, Dvorák-hópurinn, Hávallagötu18,
Stofutónleikar í Stekknum, Urðarstekk 3, Felix Bergsson,
Starhaga 5, Valgerður Andrésdóttir og Ingibjörg
Guðjónsdóttir, Grettisgötu 39, Barrokk í Þingholtunum,
Bragagötu 27, Djass í Breiðholti, Vesturbergi 137, Tómas R.
Einarsson, Reynimel 24 (bílskúr), Duo Landon, Laugarnestanga 70.
Benda slagverkshópur, Heiðargerði 1b, Ólöf Arnalds,
Ingólfsstræti 10, Vicky, Holtsgötu 39, Bloodgroup, Hólmaslóð 2,
Retro Stefson, FM Belfast og MC Plútó, Ingólfsstræti 21a,
Weirdcore, Hólmaslóð 2, Reykjavík!, Smiðjustíg 4a.
Laugardagur 23. maí
Sunnudagur 24. maí
Kristjana Stefáns og Agnar Már
Magnússon, 109 Reykjavík
Helgina 22. til 24. maí verða 25 STOFUTÓNLEIKAR á jafn
mörgum heimilum í Reykjavík, í póstnúmerum 101 til 111.
Aðeins ÖRFÁ SÆTI í boði.