Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 18. apríl 2009 3 Íslenska flautukórnum hefur verið boðið að halda tónleika á árlegri alþjóðlegri ráðstefnu The National Flute Association sem haldin verð- ur í New York í ágúst á þessu ári og í tilefni af því mun flautukórinn halda fjáröflunartónleika í Nes- kirkju á morgun sunnudaginn, 19. apríl, klukkan 20. „Þetta er stærsta ráðstefna sinn- ar tegundar og er hún haldin ár hvert í Bandaríkjunum en ferð- ast á milli staða,“ segir Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari og með- limur í Íslenska flautukórnum. „Ráðstefnan er einungis á tólf til fimmtán ára fresti í New York og þá mæta allir. Þetta árið verða því öll stærstu nöfnin samankomin og mikið af kunningjum okkar. Þekkt- ustu flautuleikurunum er boðið og verða þeir með tónleika og flottar uppákomur en annars eru margir um hituna. Því var frábært að við skyldum fá tækifæri til að halda tónleika en samkeppnin var hörð þetta árið,“ útskýrir Hallfríður áhugasöm. Áætlað er að um 2.500 flautuleikarar hvaðanæva að úr heiminum sæki hátíðina. Á tónleikunum í New York flytur Íslenski flautukórinn eingöngu íslensk tónverk eftir Þuríði Jóns- dóttur, Þorkel Sigurbjörnsson og Huga Guðmundsson. „Einleikari á tónleikunum verður Stefán Ragn- ar Höskuldsson, leiðandi flautu- leikari við Metropolitan Óperuna í New York en óhætt er að segja að Stefán Ragnar hafi náð einna lengst íslenskra hljóðfæraleikara á alþjóðlegum vettvangi og mikið gleðiefni fyrir kórinn að geta leik- ið með honum við þetta tækifæri,“ segir Hallfríður ánægð. Á morgun verður hins vegar leikin tónlist sem spannar allt frá heiðríku frönsku barokki upp í seiðandi sænska skrýtitóna list og frá angurblíðri ítalskri kvik- myndatónlist að frumflutningi á teknóskotnu nývirki frá sama landi. „Við ætlum að spila öll uppá- halds verkin okkar og kennir þar ýmissa grasa, enda ótrúlegustu hljóð sem hægt er að ná úr flaut- unni,“ segir Hallfríður og brosir. Nýja ítalska verkið, Framenti di Aqua, kom til flautukórsins í gegn- um heimasíðu kórsins og verður frumflutt á tónleikunum á sunnu- daginn. „Íslensku verkin verða hins vegar ekki flutt núna en við spilum í Skálholti 9. ágúst og þar má heyra efnisskrána sem fer til Ameríku,“ útskýrir hún. Íslenski flautukórinn var stofn- aður árið 2003 og hefur þegar skapað sér gott orð. „Í flautukórn- um eru tuttugu flautuleikarar sem taka allir virkan þátt í íslensku tónlistarlífi. Svo maður tali nú um hina margfrægu íslensku höfða- tölu þá eru ótrúlega margir færir flautuleikarar hér á landi. Við höfum staðið fyrir því að fá erlenda gesti heim og þá tengt það við alla þessa ungu flautuleikara sem eru í námi en í tvígang höfum við stefnt saman vel yfir hundrað nemendum á helgarnámskeið. Við störfum því á mörgum sviðum og gerum ýmis- legt skemmtilegt. Flautuhópurinn hefur oftast komið fram á nýlista- hátíðum og leikið nýja tónlist, en á sunnudaginn leikum við okkur líka með ýmsa skemmtitónlist og hefð- bundnari í bland,“ segir Hallfríður, sem hlakkar til tónleikanna. hrefna@frettabladid.is Tuttugu flautur leika Íslenski flautukórinn heldur fjáröflunartónleika í Neskirkju annað kvöld klukkan átta í tilefni af því að kórnum hefur verið boðið að halda tónleika á alþjóðlegri ráðstefnu The National Flute Association. Íslenski flautukórinn er föngulegur á að líta en á sunnudaginn verða haldnir fjáröflunartónleikar í Neskirkju til styrktar för kórsins á alþjóðlega ráðstefnu flautuleikara í New York í ágúst. MYND/HILMAR Þ. HILMARSSON Ókeypis MANNÚÐ OG MENNING Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands býður upp á ókeypis námskeið í sumar fyrir börn á aldrinum 7-9 ára og 10-12 ára. Á námskeiðinu er lögð áhersla á fræðslu og leiki í tengslum við hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Þátttak- endur fræðast um Rauða kross starf, skyndihjálp, mismunandi menningarheima og umhverfið. Meðal efnis á námskeiðinu er; undirstöðuatriði skyndihjálpar, umhverfismál, skapandi leikir, saga og starf Rauða krossins, fjölmenningarlegt samfélag og uppskeruhátíð. sumarnámskeið Einn verkefnastjóri er á hverju námskeiði og með honum eru þrír til fjórir leiðbein- endur. Hvert námskeið er ein vika. Námskeiðin standa yfir frá mánudegi til föstudags frá kl. 09:00-16:00. Þáttakendur þurfa að hafa með sér nesti en hádegismatur og ferðakostnaður er greiddur af Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Berglindi Rós Karlsdóttur, forstöðukonu Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, berglind@redcross.is, sími 545-0407. Skráning hefst mánudaginn 20. apríl á www.raudikrossinn.is/reykjavík Upplýsingar um tímasetningar námskeiða má finna á heimasíðu deildarinnar raudikrossinn.is/reykjavik Ath. Takmarkað pláss er á hverju námskeiði. Námskeið um hvernig á að útbúa einfaldan en næringarríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Farið verður yfir hvaða fæðutegundum er gott að byrja á og hvenær. … Svo eitthvað sé nefnt. Leiðbeinandi: Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennari Verð: 3.500 kr. Upplýsingar og skráning: síma 694-6386 og á netfanginu ebbagudny@internet.is Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Miðvikudagur 22. apríl kl. 20:00–22:00 hjá Maður lifandi Borgartúni 24 Námskeiðið nýtist einnig vel þeim sem eru með eldri börn. Nýjar uppskriftir og fróðleiksmolar fylgja með námskeiðinu og verða nokkrir réttir og “drykkir” útbúnir á staðnum. RENNIHURÐAFATASKÁPAR Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Mán. - föst.kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-16 OPIÐwww.friform.is BAÐINNRÉTTINGARNAR BETRA BAÐ NÚ BJÓÐUM VIÐ ALLAR INNRÉTTINGAR (ELDHÚS, BAÐ, ÞVOTTAHÚS, FATASKÁPA) TIL AFGREIÐSLU AF LAGER EÐA MEÐ STUTTUM FYRIRVARA, MEÐ 25% AFSLÆTTI ÞVOTTAHÚS GÓÐ VINNUAÐSTAÐA SKIPTIR MÁLI REYFARAKAUP AF LAGER Á LÆGRA VERÐI NÝJIR TÍMAR - FERSK FORM ÞEGAR ÞIG VANTAR INNRÉTTINGU FRÍFORM HREINT OG KLÁRT 25% EFTIR MÁLI, SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÓSKUM Hurðirnar eru afgreiddar eftir máli, hæð allt að 275 cm og breidd 40-150 cm. Mikið úrval áferða. BJÓÐUM EINNIG FATASKÁPA MEÐ HEFÐBUNDNUM HURÐUM Byggjast á 40,50,60,80 og 100cm raðeiningum. Við teiknum og gerum þér hagstætt tilboð. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.