Fréttablaðið - 18.04.2009, Side 44

Fréttablaðið - 18.04.2009, Side 44
 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR4 Upphaf á ósviknum gleðidegi hefst í gömlu Keflavík þar sem fyrir- finnst Vatnaveröld; yfirbyggður vatnsleikjagarður fyrir alla fjöl- skylduna, klæddur mjúku efni fyrir lítil kríli. „Vatnaveröld nýtur mikilla vin- sælda fjölskyldna með ung börn, en allir geta fundið eitthvað við hæfi í inni- og útilauginni, heitu pottunum, gufuböðunum og fleiru. Leikgarðurinn er yfirbyggður og búinn heitara vatni en gerist og gengur, til að mæta kröfum lítilla barna sem þurfa meiri hita um kroppinn,“ segir Dagný Gísladóttir kynningarstjóri Reykjanesbæjar, um Vatnaveröld að Sunnubraut 1, sem var opnuð 2006. „Í leikgarðinum eru fötur sem skvetta gusum yfir börnin, kast- ali með klifurgrind og fjölbreytt- um leiktækjum sem kalla á ómælt dund barna, rennibrautir, sveppir og fígúrur til að príla á. Sambæri- legur garður er ekki til hérlendis og mikil vinna lögð í hann svo ævintýrin gerðust sem best,“ segir Dagný um Vatnaveröld sem opin er um helgar frá 8 til 18. Eftir sundferð er ómissandi að koma við hjá Skessunni í fjall- inu, en skessan er höfundaverk Herdísar Egilsdóttur, sem skrifað hefur sextán sögur um Siggu og skessuna í fjallinu. „Nýjasta sagan fjallar um flutn- inginn til Suðurnesja, þar sem skessan hefur nú aðsetur í Svarta- helli við smábátahöfnina í Gróf, með góðu útsýni yfir Keflavík og Faxaflóa. Þar situr hún sofandi í eldhúsi sínu, og heyra má hana hrjóta og freta hátt,“ segir Dagný um skemmtilegustu viðbót íbúa- flóru Suðurnesja. „Til skessunnar liggur stöðugur straumur barna sem setja bréf til hennar í póstkassa hellisins. Skess- an er dálítið á ferðinni um bæinn og finna má skessuspor víða, eins og fyrir utan Vatnaveröld,“ segir Dagný, sem veit sitthvað um erindi barna við skessuna. „Þau er virki- lega forvitin um hennar hagi, en um leið ljóst að hún er blíð og góð, enda hrifin af börnum, þótt hún sé eilítið ógnvekjandi í fyrstu. Inni- hald bréfanna snýst svo mest um hennar persónulegu hagi; hvort hún eigi ísskáp, hvað hún leggi sér til munns og hvort hún pissi kannski undir úr því sæng hennar er stundum blaut.“ Hellirinn er opinn frá klukkan 13 til 17 um helgar. thordis@frettabladid.is Vatnsparadís fyrir börn Það er auðvelt að púsla saman ógleymanlegum ævintýradegi fyrir fjölskylduna í Reykjanesbæ, enda undur og stórmerki sem finnast þar og hvergi annars staðar fyrir leikfúst og lífsglatt fólk á öllum aldri. Skessan í hellinum er ógnarstór og virkar ógnvekjandi í fyrstu, en er elsk að börnum og svarar bréfum þeirra samviskusamlega milli blunda. MYND/ODDGEIR KARLSSON Það er bara gaman í vatnsleikjagarði Reykjanesbæjar, eins og sjá má skína úr andliti þessa barns í vatnsflaumi ævintýratækja. MYND/ELLERT GRÉTARSSON Í Vatnaveröld Reykjanesbæjar blasa ævintýrin við í hverju horni og um að gera að gefa sér góðan tíma til að njóta ferðarinnar sem best. MYND/ELLERT GRÉTARSSON JÓGA Ásta Arnardóttir • 862 6098 www.this.is/asta • astaarn@mi.is www.lotusjogasetur.is • Borgartúni 20 MORGUN / HÁDEGI / SÍÐDEGI BYRJENDANÁMSKEIÐ HEFST 22. OKT. KUNDALINI HEFST 22. OKT. MEÐ ÁSTU Ásta Arnardóttir • 862 6098 • asta@this.is Lótus jógasetur • www.this.is/asta MORGUN • HÁDEGI • SÍÐDEGI NÝTT NÁMSKEIÐ HEFST 27. APRÍL Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.