Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 60
MENNING 6 Aqua - Silence Myndbandsverk sem fjallar um vatn á margvís- lega vegu. Osram-fyrirtækið keypti nýverið verk af íslensku myndlistar- konunni Rúrí en það verður stað- sett fyrir utan aðalstöðvar fyrir- tækisins í München. Verkið, sem heitir Aqua - Silence, verður vígt í næstu viku og er mynd- bandsverk þar sem vatn birtist á margvíslega vegu, í formi hafsins, fossa og jökla. Innsetn- ing Rúríar er hluti af seríu sem Osram hefur haldið í München og nefnist Seven Screens en með henni vonast þeir til að kynna umhverfis væn viðhorf og ábyrgð stór fyrir tækja í heiminum. Verk Rúríar þykir einmitt innihalda þrjú megin þema, tíma, afstöðu og alheiminn og í senn hið goðsagna- kennda og táknræna afl sem vatnið er fyrir mannkyninu öllu. Frekari upplýsingar eru á www. osram.de/art/sevenscreens Verk eftir Rúrí vígt í München MYNDLIST ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON Aðstandendur Þjóðleiks Frá vinstri: Tinna Gunnlaugsdóttir, Bjarni Jónsson, Karen Erla Erlings- dóttir, Þórdís Elva Bachmann, Vig- dís Jakobsdóttir og Sigtryggur Magnason. S tærsta leiklistarhátíð sem haldin hefur verið hérlendis fer fram á Egilsstöðum 24.-26. apríl. Þar verða 28 sýningar á vegum þrettán leik- hópa sem allir hafa starfað undir merkjum Þjóðleiks, tilraunaverkefnis á vegum fræðsludeildar Þjóðleikhússins og fleiri aðila, í vetur. Hátt í 200 þátttakendur, víðs vegar að af Austurlandi koma saman á Egilstöðum og halda lokahátíð sína en hóparnir hafa að undan förnu sett upp verk sín í heimabæjum þar eystra, allt frá Vopnafirði til Hafnar í Hornafirði. Leikarar í sýningunum eru á aldrinum 13-20 ára en stjórnendur þeirra hafa í vetur notið handleiðslu fagmanna frá Þjóðleikhúsinu. Þjóðleikhúsið er aðili að Vaxtarsamningi Austurlands og gengst fyrir verkefninu í samstarfi við Menningar- miðstöð Fljótsdalshéraðs og marga fleiri aðila á Austurlandi um skipulag og fram- kvæmd verkefnisins. Eitt meginhlutverk Þjóðleiksverkefnisins er að efla leiklistarstarf ungs fólks og hvetja til nýsköpunar í íslenskri leikritun. Ævintýrið hófst síðasta sumar þegar þrjú ung leikskáld, þau Bjarni Jónsson, Sigtryggur Magnason og Þórdís Elva Bachmann, voru valin af Þjóð- leikhúsinu til þess að semja leikrit fyrir þetta grasrótarstarf. Að sögn Vigdísar Jakobsdóttur, hjá fræðsludeild Þjóðleikhússins, er sex ára draumur og tveggja ára undirbúningur að verða að raunveruleika. „Þegar við auglýst- um eftir hópum til að taka þátt í þessu verk- efni áttum við von á fimm til sex; þeir voru hins vegar þrettán, sem fer langt fram úr okkar björtustu vonum.“ Hóparnir eystra völdu sér síðan eitt þessara nýsömdu verka og unnu sínar sýningar og sýndu í heima- byggð. Á hátíðinni verða verkin hins vegar öll flutt tvisvar á þremur dögum – alls fjór- tán uppfærslur á þremur mismunandi verk- um. „Þeir allra áhugasömustu geta skipulagt sig þannig að þeir komist á allar sýningar,“ segir Vigdís. „Það verður ekki síst lærdóms- ríkt fyrir leikhópana að sjá aðrar uppsetning- ar á sama verki og þeir settu upp.“ Vigdís segir markmið Þjóðleiks vera mörg. „Þarna er Þjóðleikhúsið í beinu samtali við landsbyggðina og miðlar af þeirri þekkingu sem er til í húsinu til leikhúsfólks út á landi,“ segir hún. „Við erum að búa til vettvang og tækifæri fyrir ungt fólk til að taka þátt í leik- list, á sumum stöðum hafði til dæmis ekki verið sett upp leiksýning í háa herrans tíð. Þetta er líka tækifæri til að tengja byggðar- lögin í þessum landshluta saman, krakkar frá ýmsum stöðum hittast og deila vinnu sinni. Og síðast en ekki síst erum líka að búa til öðruvísi tækifæri fyrir íslensk leikskáld.“ Vigdís vonar að Þjóðleikur sé kominn til að vera og verði haldinn reglulega í framtíðinni, helst annað hvert ár. „Þetta er of umfangs- mikið til að hægt sé að halda þetta á hverju ári, það þarf þetta auka ár upp á að hlaupa, bæði til skipulagningar og til að afla fjár. Í ljósi efnahagsástandsins vitum við að það verður erfiðara næst, en nú erum við búin að fara í gegnum þetta einu sinni og höfum grunn til að byggja á. Það væri mikil synd að láta það fara í súginn. STÆRSTA LEIKLISTARHÁTÍÐ Íslandssögunnar Á AUSTURLANDI LEIKLIST BERGSTEINN SIGURÐSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.