Fréttablaðið - 18.04.2009, Page 65

Fréttablaðið - 18.04.2009, Page 65
LAUGARDAGUR 18. apríl 2009 37 BAKHÚS AÐ HVERFISGÖTU 58A Ekki er hægt að leigja mönnum þetta bakhús. Það er í eigu Samson Properties. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KLAPPARSTÍGUR 30 Það er búið að gera ráðstafanir til þess að enginn fari á gamla Sirkus aftur þótt oft hafi verið glatt þar á hjalla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LAUGAVEGUR 33, 33B OG 33A Þessi hús eru í eigu ÁF-húsa. Þau eru öll skráð auð á úttektarlista slökkviliðsins en eigandi segir nú einungis miðhúsið ónotað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HVERFISGATA 28 Þetta hús er í eigu Festa. Rætt hefur verið um að færa það að Bergstaðastræti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HVERFISGATA 32 OG 34 Framtíð þessara húsa, sem eru í eigu Festa, er í algjörri óvissu. Félagið segist vera að gefast upp á óreiðu í yfirstjórn borgarinnar. Húsin eru á reit Vatnsstígur-Klappastígur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eignarhaldsfélagið Festar ehf. á húsin við Hverfisgötu 28, 32 og 34. Eins Laugaveg 21, en öll þessi hús standa auð. Hvað hyggst félagið gera við þau? Festar ehf. lögðu fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi fyrir allan Hljómalindarreitinn en húsin á þeim reit eru í eigu Festa ehf. Benedikt Sigurðsson, stjórnarformaður Festa, segir málið hins vegar komið í hnút. Hann segir að húsin á Hverfisgötu 32 og 34 hafi verið keypt til niðurrifs og íbúðir séu leigðar í húsi númer 28 þó það sé á skrá hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem autt hús. „Þessi tíðu stjórnarskipti í yfirstjórn Reykjavíkur hafa komið framtíð húsanna í algjöra óvissu,“ segir hann. „Þau tefja málið og svo vil ég segja það að ákvarðanataka í skipulagsmálum hlýtur að grundvallast á langtímamarkmiðum en ekki á geðþótta ein- staklinga, mér liggur við að segja frá mánuði til mánaðar.“ Hann segir að eignarhaldsfélagið muni líklegast á næstu mánuðum taka ákvörðun um framtíð húsanna en hann er svartsýnn á að óvissuástandið breytist. Hann var spurður hvort félagið muni losa sig við húsin. „Ja, hver getur keypt þau? Ef einkaaðilar eiga að gera það verður að vera einhver hagur af húsunum.“ Hann segir að rætt hafi verið um að færa húsið á Hverfisgötu 28 að Bergstaðastræti. FESTAR EIGA HÚSIN Á HLJÓMALINDARREIT EN ÞAR ERU AÐ MINNSTA KOSTI FJÖGUR AUÐ: Segir húsin föst í óráði borgarinnar Húsin að Laugavegi 33, 33a, 33b og 35 voru öll á skrá hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem auð. Nú eru öll í notkun nema hús númer 33b. Eins og alþjóð veit stendur svo húsið við Vatnsstíg 4 autt. Þessi hús eru öll í eigu ÁF-húsa ehf. sem hyggst byggja verslunar-, atvinnu- og íbúðarhúsnæði á reitn- um sem húsin eru á. Hvar stendur það mál? „Það er verið að afgreiða þetta í skipulagsráði, þetta er spurning um einhverjar vikur eða mánuði,“ segir Ágúst Friðgeirsson, eigandi ÁF-húsa. Hann segir að efnahagsástandið muni vissulega hafa áhrif á framkvæmdir. „En fyrst er að klára skipulagið og svo er að vinna markvisst í þessu.“ LAUGAVEGUR 33B OG VATNSSTÍGUR: SKIPULAGSRÁÐ ER AÐ KLÁRA MÁLIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.