Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 70
42 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR
ÉG HLÆ ALDREI Orrustubjarka finnst Breiðholt vera besti staðurinn á jarðríki en Innlit/útlit heldur fyrir honum vöku á nóttunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hvers vegna Orrustubjarki?
Grunnskólakennarinn minn sagði
mér einu sinni frá brjáluðum vík-
ingi sem hét Böðvar Bjarki og var
kallaður Orrustubjarki.
Hvenær varstu hamingjusam-
astur? Þegar bróðir minn dró mig
með kaðli upp á bílskúrsþak þegar
ég var þriggja ára. Þá varð ég svo
ánægður að ég hrinti honum niður
og meiddi hann mikið.
Ef þú værir ekki tónlistarmað-
ur hvað myndirðu þá vera? Kokk-
ur eða glæpamaður, veit ég yrði
góður í hvoru tveggja.
Nú ertu bæði í hljómsveitinni
Pétur og úlfurinn og með „solo
project“. Hvernig gengur að
samtvinna það? Það gengur mjög
vel, nema að Pétur er hættur að
drekka bjór.
Hvað er það versta sem nokkur
hefur sagt við þig? Nei.
Hvað er það dýrasta sem þú
hefur nokkurn tímann keypt þér?
Risastóran glæpabens í algjörri
geðveiki.
Ef þú byggir ekki í Reykjavík,
hvar myndirðu vilja búa? Nálægt
Reykjavík.
Uppáhaldstónlistarmaður og af
hverju? Orrustubjarki, af því að
ég elska að hlusta á sjálfan mig.
Draumahelgin þín í einni setn-
ingu? Sex, drugs and rock n’roll.
Hvert er versta starf sem þú
hefur nokkurn tímann gegnt?
Kassagerðin (man vs. machine).
Uppáhaldsstaðurinn þinn á
jörðunni? Breiðholt.
Hvers konar tónlist hefur mest
áhrif á þig og hvaða lag hlust-
arðu mest á í dag? Ég fíla Slayer
og Can en er að hlusta mikið á
sjálfan mig og efni á tilvonandi
plötu.
Ef þú ættir tímavél, hvert
myndirðu fara og af hverju? Ég
myndi fara til 4485, kaupa mér
geimskip og eitthvað sem væri
vinsælt að éta í framtíðinni.
Er eitthvað sem heldur fyrir
þér vöku á nóttunni? Innlit/útlit.
Ef þú gætir breytt einhverju
í fortíð þinni, hvað myndi það
vera? Ég myndi koma í veg fyrir
að ég tæki þátt í álfadansinum í
Laugarnesskóla þegar ég var sex
ára. Þetta var dans djöfulsins!
Hvenær fékkstu síðast hlátur-
skast? Ég hlæ aldrei.
Áttu þér einhverja leynda
nautn? Kókaín og rohypnol, en
það er víst ekki leyndarmál úr
þessu …
Uppáhaldsbókin þessa stund-
ina? Voru guðirnir geimfarar?
Hvaða núlifandi manneskju
lítur þú mest upp til? Pabba
míns.
En hvaða núlifandi manneskju
þolirðu ekki? Sigtryggur getur
verið alveg óþolandi!
Uppáhaldsorðið þitt? Alkul.
Hvaða eitt atriði myndi full-
komna lífsgæði þín? Ný tölva.
Hvaða lag á að spila í jarðar-
förinni þinni? Angel of Death
með Slayer.
Hver verða þín frægu hinstu
orð? Þeir sem ekki lifa, lifa
ekki.
Hvað er næst á dagskrá? B.Ö-
.M.S AWAY tónleikaferð með
Tarnús Jr, Klængi og Össa. Síðan
eru plötur í vinnslu með Orrustu-
bjarka og Pétri og úlfinum.
Tónlist Orrustubjarka má finna
á www.myspace.com/orrustu-
bjarki. www.myspace.com/peter
and wolf. www.myspace.com/raf-
gashaus
Yrði góður glæpamaður
Tónlistarmaðurinn Bjarki Markússon er í hljómsveitinni Pétur og úlfurinn en semur einnig tónlist
undir nafninu Orrustubjarki. Anna Margrét Björnsson fékk hann í þriðju gráðu yfirheyrslu.
ÞRIÐJA GRÁÐAN
FULLT NAFN: Bjarki Markússon
STARFSFERILL Í HNOTSKURN:
Listamaður/glæpon
FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐ-
IST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI:
1975, þá var síðasta þorska-
stríðið háð á Íslandi.
■ Á uppleið
Matur frá Mið-Austurlöndum.
Loksins eru slíkir veitingastaðir að
spretta upp í bænum, allt frá hinum
ljúffenga Saffran niður í skyndibita
eins og Ali Baba. Namm!
Rúllugardínur. Eina leiðin til að
halda aga á heimilum þessa dagana
þegar börn neita að fara í háttinn.
Hvers vegna? Jú, það er enn þá
dagur!
Hústökur. Nóg er enn af tómum
húsum í miðborginni, hvernig væri nú
að leyfa fátækum námsmönnum og
listamönnum að hreiðra um sig þar í
stað þess að reka burt með valdi?
Mótorhjólajakkar.
Stuttir töffaralegir
leðurjakkar eru
algjört möst
fyrir sumarið,
hvort sem
það er við
þröngar
gallabuxur
eða sæta
kjóla.
Susan Boyle. Þessi músarlega 47
ára heimavinnandi frú sló í gegn í
Britain‘s got Talent með stórfenglegri
rödd og kom svo sannarlega við
hjartað í fólki.
■ Á niðurleið.
Borgarafundir. Orðið þreytandi að
hlusta á þá, frasarnir eru ofnotaðir og
maður trúir ekki lengur því sem fólkið
hefur að segja.
Facebook-skjall. Hvað er málið
með að skrifa á veggi hjá öðru fólki
endalaust að það sé fallegt, geggjað,
sætt?
Klámvæðing
fjölmiðla.
Þykir það
virkilega frétt
að skrifa um
klobba á
fræga fólkinu?
Ókurteis
börn. Hvert
stefnir æska
landsins þegar
fimm ára
börn svara
fullorðnu fólki með þjósti og segja því
að fara fjandans til?
Köflóttar skyrtur. Eru svo afskap-
lega „kúl“ þessa dagana að það
verður ekki þverfótað fyrir þeim.
Flókin matarboð. Of mikil fyrirhöfn
þýðir bara að enginn hefur tíma til að
standa í þessu. Skellið bara í næring-
arríka súpu!
MÆLISTIKAN