Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 18.04.2009, Qupperneq 82
54 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR Fáðu Idol áritun hjá Vodafone Lifðu núna Í dag milli klukkan 14:00 –15:00 munu keppendur úr Idol-stjörnuleit árita myndir fyrir framan verslun Vodafone í Smáralind. Viðskiptavinir fá einnig að snúa lukkuhjóli í verslun okkar og geta unnið glæsilega vinninga. Liðlega þrítugur hjúkrunar- fræðingur í Reykjavík gaf nýverið út frumsamda barnabók sem hefur gengið vel, en í henni bregða krakkar sér í hlutverk dýra. „Ég held það sé mér hreinlega lífs- nauðsynlegt að gera eitthvað „ein- staklingshæft“ eins og að skrifa bók til mótvægis við vinnuna mína sem hjúkrunarfræðingur sem er náttúrlega mjög félagsleg og gengur út á allt annað. Sinna fólki, hjálpa öðrum,“ segir hinn rétt lið- lega þrítugi Jón Ólafsson. Hann er hjúkrunarfræðingur en gerði sér lítið fyrir og gaf nýverið út barna- bók sem hann skrifar og teiknar myndir í. Bókin, sem heitir Voff pabbi, ég er hundur, hefur hlotið góðar viðtökur og er í fjórða sæti á sölulista Eymundsson. „Þetta er voða fjör. Þetta er bók um efni sem mér skilst að krakkar eigi auð- velt með að tengja sig við, það að bregða sér í hlutverk dýra.“ Nú virðist sem starf hjúkrunar- fræðings eigi fátt skylt við hið ein- manalega starf rithöfundarins og Jón segir það merg málsins. Vinna hjúkrunarfræðings er mikið út á við – mikil teymisvinna. „Ég held reyndar að það blundi í okkur öllum þessar tvær hliðar. Annars vegar félagsveran og hins vegar einstakl- ingurinn. Ég er mjög félagslyndur en hef líka mikla þörf fyrir einveru og að gera hluti einn.“ Jón á mjög fjölbreytt áhuga- mál sem þýðir að hann er ágæt- ur í mörgu en ekki afbragðsgóður í neinu einu. „Ég er einn af þeim sem finnst allt áhugavert og verð helst að vera í öllu, ja í það minnsta að prufa allt. Ég mála, sker út í við, skrifa, hugleiði, stunda jóga, æfi jiujitsu, stunda kajaksiglingar, er að vinna í að eignast mótorhjól, ég er útivistarfrík, spila á gítar og fleira og fleira. Og svo þetta að skrifa og teikna bók og gefa hana svo út sjálfur. Ég ætlaði reynd- ar að fara með hana til útgefanda en svo vaknaði upp þessi löngun til að gera það sjálfur. Bara til að sjá hvort það væri hægt. Af hverju ekki?“ Höfundur bókarinnar Voff pabbi, ég er hundur gerir sér engar grillur þó viðtökurnar hafi verið ánægjulegar. Metsölulistinn er byggður á vikulegri sölu og það þarf kannski ekki mikið til. „En, hey! Það var rosalega gaman að sjá bókina sína í einhverri hillu merktri 4. sæti. Held hún hafi verið komin í 7. sæti í síðustu viku og gáði svo í dag og þá var hún ekki lengur á topp tíu listanum. Það gengur svona.“ Aðspurður hvernig honum hafi dottið í hug þetta sjónarhorn – það að sögumaður telji sig hund segir Jón það einfaldlega hafa komið til sín. Hann horfi á börnin í kring um sig. Þar á meðal strákinn sinn. Það virðist vera börnum mjög eðlilegt að bregða sér í hlutverk hunds eða annarra dýra. „Marg- ar uppákomurnar í bókinni eru dagsannar. Mér fannst þetta bara svo sniðugt og ég man að ég hugs- aði með mér að þetta, þessar uppá- komur, þessar furðulegu aðstæður, væri nokkuð sem ég yrði að koma frá mér. Deila með öðrum. Þetta er bara eitthvað svo frábært. Ímynd- aðu þér bara að standa fyrir fram- an barnið þitt þar sem það heimtar að þú gangir með það í bandi niður Laugaveginn af því það er hund- ur. Það er ekki hægt annað en að gleðjast yfir slíkri innlifun og leik- gleði.“ jakob@frettabladid.is Margskipt veröld Jóns Ólafssonar HJÚKRUNARFRÆÐINGUR OG RITHÖFUNDUR Sonur Jóns heimtaði að hann færi með sig í bandi niður Laugaveginn og það varð kveikjan að bók. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON John Travolta og Kelly Preston hafa átt um sárt að binda eftir að sonur þeirra Jett lést í byrjun þessa árs. Þau hafa varla farið út úr húsi en reyndu að fljúga sig frá sorginni í síðust viku. Travolta og Preston fóru í hringferð um heim- inn á flugvél þeirra hjóna og höfðu meðal annars viðkomu á Fiji- eyjum og Ástralíu yfir páskana. The Sydney Daily Telegraph greinir frá þessu og segir meðal annars frá því að þau hafi borðað páskamáltíðina með vinum sínum við Byron-flóa. Einn íbúanna hafði þó heppnina með sér því hann fékk að láta mynda sig með Travolta þar sem hjónin sátu að snæðingi á kínverskum veitinga- stað. „Hann var virkilega við- kunnanlegur og fannst lítið mál að láta mynda sig með okkur,“ segir Alicie Spence við The Sydney Daily Telegraph. Travolta- hjónin flýja sorgina LEYNILEGT FRÍ Kelly Preston og John Travolta hafa farið huldu höfði eftir að sonur þeirra lést. Þau flugu í kringum heiminn í síðustu viku og höfðu við- komu á Fiji-eyjum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.