Fréttablaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 88
60 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Undanúrslitin í elstu bikar keppni heims, ensku bik- arkeppninni, fara fram í dag og á morgun. Eru margir á því að Chelsea og Manchester Unit- ed komist í úrslit keppninnar en þau gætu einnig mæst í úrslitum Meistaradeildarinnar. Enginn skyldi þó bóka neitt fyrir fram því óvæntu úrslitin koma í bik- arnum. Arsene Wenger, stjóri Arsen- al, gæti þurft að breyta vörninni hjá sér í dag fyrir leikinn gegn Chelsea. Bacary Sagna er tæpur vegna meiðsla og sömu sögu má segja af Keiran Gibbs. Chelsea- menn kætast yfir því að endur- heimta fyrirliðann sinn, John Terry, úr banni. Deco er tæpur vegna meiðsla en Jose Bosingwa er byrjaður að æfa á nýjan leik. „Ég elskaði gamla Wembley og var ekkert sérstaklega hrifinn af nýja vellinum. Ég var aðeins áhorfandi á fyrsta úrslitaleikn- um þar á milli Chelsea og Man. Utd. Kannski mun þetta blasa öðruvísi við mér núna þar sem ég verð þjálfari niðri á vellinum,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Ars- enal, um upplifun sína af nýja og gamla Wembley. „Þegar ég var krakki lékum við á lélegum völlum og draumur okkar allra var að spila á fallega grasinu á Wembley. Það voru því mikil vonbrigði þegar ég heyrði að það væru vandamál með völl- inn því maður vissi að það var eitthvað mjög sérstakt við þenn- an völl. Ég býst við mikilli stemn- ingu en lætin eru ekki eins sann- færandi og þau voru á gamla vellinum,“ sagði Wenger. Landi Wengers, Florent Malouda hjá Chelsea, segist vera afar spenntur fyrir því að taka þátt í undanúrslitum enska bik- arsins. „Þegar maður lítur á sögu bik- arkeppninnar sést munurinn á Englandi og öðrum löndum. For- tíðin og öll sagan, maður finnur fyrir henni. Fólk talar um keppn- ina en það er ótrúlegt að fá að taka þátt í þessu og fá að spila á Wembley. Þetta verður stórkost- legt,“ sagði Malouda brosmildur. Leikurinn á sunnudag verð- ur mjög sérstakur fyrir Wayne Rooney, sem mætir þar sínu upp- eldisfélagi. „Ég hef engar áhyggjur af því hvernig stuðningsmenn Everton taki á móti mér. Ég veit að þeir voru reiðir þegar ég fór. Ég fæ alltaf að heyra það frá þeim en tek það ekkert alvarlega,“ sagði Rooney léttur en hann hrósar David Moyes, stjóra Everton, fyrir sitt starf. „Hann hefur gert frábæra hluti með Everton og hefur náð langt með liðinu. Það eina sem það í raun vantar er titill. Við vitum að þeir eru afar hungraðir og verð- um því að vera á tánum.“ David Moyes, stjóri Everton, hefur sagt að leikurinn á morg- un sé hans mikilvægasti á ferl- inum. „Ég hef trú á því að þetta félag sé mjög nálægt því að vinna titil. Þegar maður gengur um ganga Goodison Park sér maður myndir af gömlu hetjunum sem unnu titla. Ég vil sjá myndir þar af strákunum mínum sem eru Everton-hetjur nútímans,“ sagði Moyes. henry@frettabladid.is Bikarúrslitaleikur í boði um helgina Undanúrslitaleikirnir í enska bikarnum fara fram um helgina en báðir verða þeir spilaðir á hinum nýja og glæsilega Wembley-leikvangi. Í dag mætast Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea og á morgun er komið að leik Manchester United og Everton. Flestir spá því að Chelsea og Man. Utd fari í sjálfan úrslitaleikinn. ALLAR LEIÐIR LIGGJA TIL WEMBLEY Augu knattspyrnuáhugamanna verða um helgina á þessum velli þar sem undanúrslitin í enska bikarnum verða leikin. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Rafael Benitez, knatt- spyrnustjóri Liverpool, mátti þola gagnrýni úr mörgum áttum í gær - bæði frá Alex Ferguson, stjóra Manchester United, og Sam All- ardyce hjá Blackburn. Þeir Benitez og Ferguson hafa skipst á skotum frá því að Benitez gagnrýndi í janúar síðastliðnum hvernig Ferguson kæmi fram við knattspyrnudómara. United mætir Everton um helg- ina og notaði Ferguson tækifærið í dag til að bauna á Benitez. „Everton er stórt félag, ekki lítið eins og Benitez sagði eins og einhver hrokagikkur,“ sagði Ferguson. „Eitt er að vera hrokafullur en það er ekki hægt að fyrirgefa fyrirlitningu eins og hann sýndi Sam Allardyce um síðustu helgi.“ - esá Sálfræðistríðið á fullu: Benitez fær það óþvegið RAFA BENITEZ Byrjaði sálfræðistríðið sem nær brátt hámarki. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.