Fréttablaðið - 18.04.2009, Page 89

Fréttablaðið - 18.04.2009, Page 89
LAUGARDAGUR 18. apríl 2009 61 FÓTBOLTI Aðeins rétt rúmlega þrjár vikur eru þar til boltinn fer að rúlla í efstu deild karla á Íslandi og KSÍ er enn án styrktaraðila á deildina. Eins og kunnugt er gaf Lands- bankinn frá sér markaðsréttinn af efstu deildum karla og kvenna sökum mikils kostnaðar. Forystu- menn KSÍ hafa sagst vera bjart- sýnir á að finna nýjan styrktarað- ila og á því hefur engin breyting orðið. „Ég er mjög bjartsýnn á að nýr styrktaraðili verði kominn í næstu viku,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Fréttablaðið í gær. Hann staðfesti að sambandið hefði verið í viðræðum við nokkur fyrirtæki en vildi ekki nefna neitt þeirra á nafn. „Viðræður eru á viðkvæmu stigi en ganga vel. Þetta fer vonandi að klárast,“ sagði Geir. Heimildir Fréttablaðsins herma að viðræður á milli KSÍ og Ölgerð- arinnar séu langt komnar. Geir vildi ekki staðfesta það. Fari svo að samningar við Ölgerðina náist koma margir nafnamöguleikar til greina enda fjölbreytt fyrirtæki. Nöfn eins og Ölgerðar-deildin, Egils-deildin eða einfaldlega malt og appelsín-deildin. - hbg KSÍ enn án styrktaraðila fyrir efstu deildirnar: Verður það malt og app- elsín-deildin í sumar? GEIR ÞORSTEINSSON Er bjartsýnn á að semja við styrktaraðila fyrir efstu deildirnar í knattspyrnu í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson hefur valið landsliðið sem mætir Hollandi í vináttulandsleik á laugardaginn næstkomandi. Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst klukkan 14. Bæði lið leika á EM sem fer fram í Finnlandi í sumar. Holland er í A-riðli en Ísland í B-riðli. Síð- ast þegar þessi lið mættust vann Holland, 2-1, en Ísland hefur þó unnið fjóra af sex landsleikjum þjóðanna. Ellefu leikmenn leika með liðum á Norðurlöndunum en ein þeirra, Rakel Hönnudóttir, er reyndar hætt að spila með Brönd- by í Danmörku vegna meiðsla. - esá Landsliðið valið: Aldrei fleiri at- vinnumenn SIGURÐUR RAGNAR Valdi ellefu atvinnu- menn í landsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LANDSLIÐSHÓPURINN Sem mætir Hollandi Þóra B. Helgadóttir Kolbotn Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgården Katrín Jónsdóttir Valur Edda Garðarsdóttir Örebro Guðrún Sóley Gunnarsd. Djurgården Margrét Lára Viðarsdóttir Linköping Dóra María Lárusdóttir Valur Hólmfríður Magnúsdóttir Kristianstad Erla Steina Arnardóttir Kristianstad Ásta Árnadóttir Tyresö Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Örebro Erna Björk Sigurðardóttir Breiðablik Sara Björk Gunnarsdóttir Breiðablik Rakel Logadóttir Valur Guðný Björk Óðinsdóttir Kristianstad Harpa Þorsteinsdóttir Breiðablik Rakel Hönnudóttir Bröndby Hallbera Guðný Gísladóttir Valur ÍÞRÓTTIR Í gær var 69. íþróttaþing Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sett á Hilton Hótel Nord- ica í Reykjavík. Mörg mál verða tekin fyrir á þinginu og verður einnig kosið til embættis forseta, framkvæmdastjórnar og vara- stjórnar ÍSÍ. Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, gefur áfram kost á sér og fær ekki mótframboð að þessu sinni. Ellefu manns sækjast eftir kjöri í framkvæmdastjórn þar sem tíu manns sitja. Fimm sækjast eftir kjöri í þrjú sæti varastjórnar ÍSÍ. - esá Íþróttaþing ÍSÍ um helgina: Ólafur fær ekki mótframboð ÓLAFUR RAFNSSON Verður áfram forseti ÍSÍ. 2.990.- 3.990.- 2.990.- 2.990.- 690 3.990.- 3.990

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.