Fréttablaðið - 18.04.2009, Síða 89

Fréttablaðið - 18.04.2009, Síða 89
LAUGARDAGUR 18. apríl 2009 61 FÓTBOLTI Aðeins rétt rúmlega þrjár vikur eru þar til boltinn fer að rúlla í efstu deild karla á Íslandi og KSÍ er enn án styrktaraðila á deildina. Eins og kunnugt er gaf Lands- bankinn frá sér markaðsréttinn af efstu deildum karla og kvenna sökum mikils kostnaðar. Forystu- menn KSÍ hafa sagst vera bjart- sýnir á að finna nýjan styrktarað- ila og á því hefur engin breyting orðið. „Ég er mjög bjartsýnn á að nýr styrktaraðili verði kominn í næstu viku,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Fréttablaðið í gær. Hann staðfesti að sambandið hefði verið í viðræðum við nokkur fyrirtæki en vildi ekki nefna neitt þeirra á nafn. „Viðræður eru á viðkvæmu stigi en ganga vel. Þetta fer vonandi að klárast,“ sagði Geir. Heimildir Fréttablaðsins herma að viðræður á milli KSÍ og Ölgerð- arinnar séu langt komnar. Geir vildi ekki staðfesta það. Fari svo að samningar við Ölgerðina náist koma margir nafnamöguleikar til greina enda fjölbreytt fyrirtæki. Nöfn eins og Ölgerðar-deildin, Egils-deildin eða einfaldlega malt og appelsín-deildin. - hbg KSÍ enn án styrktaraðila fyrir efstu deildirnar: Verður það malt og app- elsín-deildin í sumar? GEIR ÞORSTEINSSON Er bjartsýnn á að semja við styrktaraðila fyrir efstu deildirnar í knattspyrnu í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson hefur valið landsliðið sem mætir Hollandi í vináttulandsleik á laugardaginn næstkomandi. Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst klukkan 14. Bæði lið leika á EM sem fer fram í Finnlandi í sumar. Holland er í A-riðli en Ísland í B-riðli. Síð- ast þegar þessi lið mættust vann Holland, 2-1, en Ísland hefur þó unnið fjóra af sex landsleikjum þjóðanna. Ellefu leikmenn leika með liðum á Norðurlöndunum en ein þeirra, Rakel Hönnudóttir, er reyndar hætt að spila með Brönd- by í Danmörku vegna meiðsla. - esá Landsliðið valið: Aldrei fleiri at- vinnumenn SIGURÐUR RAGNAR Valdi ellefu atvinnu- menn í landsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LANDSLIÐSHÓPURINN Sem mætir Hollandi Þóra B. Helgadóttir Kolbotn Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgården Katrín Jónsdóttir Valur Edda Garðarsdóttir Örebro Guðrún Sóley Gunnarsd. Djurgården Margrét Lára Viðarsdóttir Linköping Dóra María Lárusdóttir Valur Hólmfríður Magnúsdóttir Kristianstad Erla Steina Arnardóttir Kristianstad Ásta Árnadóttir Tyresö Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Örebro Erna Björk Sigurðardóttir Breiðablik Sara Björk Gunnarsdóttir Breiðablik Rakel Logadóttir Valur Guðný Björk Óðinsdóttir Kristianstad Harpa Þorsteinsdóttir Breiðablik Rakel Hönnudóttir Bröndby Hallbera Guðný Gísladóttir Valur ÍÞRÓTTIR Í gær var 69. íþróttaþing Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sett á Hilton Hótel Nord- ica í Reykjavík. Mörg mál verða tekin fyrir á þinginu og verður einnig kosið til embættis forseta, framkvæmdastjórnar og vara- stjórnar ÍSÍ. Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, gefur áfram kost á sér og fær ekki mótframboð að þessu sinni. Ellefu manns sækjast eftir kjöri í framkvæmdastjórn þar sem tíu manns sitja. Fimm sækjast eftir kjöri í þrjú sæti varastjórnar ÍSÍ. - esá Íþróttaþing ÍSÍ um helgina: Ólafur fær ekki mótframboð ÓLAFUR RAFNSSON Verður áfram forseti ÍSÍ. 2.990.- 3.990.- 2.990.- 2.990.- 690 3.990.- 3.990
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.