Morgunblaðið - 03.09.2008, Side 19
|miðvikudagur|3. 9. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Stemningin er aðalmálið
Morgunblaðið/hag
Rauð Áróra með Eddu vinkonu sinni, sem er önnur þeirra sem gáfu henni vatnspípuna rauðu eftir Spánardvöl og langan aðskilnað.
Hún á vatnspípu sem hún
dregur aðeins fram í góðum
samkvæmum með fleira fólki.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
heyrði í menntaskólastelpu sem
tók gripinn með sér til útlanda
í útskriftarferð.
Stemningin felst fyrst og fremst í þvíað reykja saman, með þennan fal-lega hlut sem vatnspípa er. Leikasér að því að búa til hringi og ann-
að slíkt. Ég nenni aldrei að reykja þessa
vatnspípu ein,“ segir Áróra Árnadóttir
menntaskólanemi, en hún á litla vatnspípu
sem hún tekur stundum fram í sam-
kvæmum og býður fólki að smakka. „Þessi
pípa er keypt á Spáni en tvær vinkonur
mínar gáfu mér hana í fyrra þegar þær
komu heim eftir sumarlanga dvöl á Spáni.
Pípan var því einhvers konar sárabót af því
að þær voru svona lengi í burtu frá mér.
Þær kynntust þessum vatnspípureykingum
úti og þetta var nýtt fyrir mér þegar þær
færðu mér gripinn.“
Áróra gerði sér lítið fyrir og tók vatns-
pípuna með sér í útskriftarferðina sína í
sumar til Ródos. „Þetta var nú bara tveggja
vikna ferð en pípan vakti mikla lukku og
einn strákur í ferðinni keypti sér pípu eftir
að hann kynntist pípunni minni. Reyndar
var ég tekin á teppið í tollinum á leiðinni
heim, en pípan var ekki tekin af mér, vegna
þess að það er ekki ólöglegt að reykja
vatnspípu,“ segir Áróra og bætir við að tób-
akið sé ekki sterkt sem reykt er í þessum
pípum. „Maður finnur engin nikótínáhrif
eða neitt slíkt, heldur er þetta meira eins
og maður sé að anda að sér vatnsgufu með
bragði. Tóbak með jarðarberjabragði er
uppáhaldið mitt. Stelpurnar gáfu mér tóbak
með pípunni og ég er fyrst núna að klára
það, því ég hef bara notað þetta spari.“
khk@mbl.is
„ÞEIR sem kaupa vatnspípur hér hjá okkur eru á aldr-
inum átján ára til áttræðs og af báðum kynjum. Hingað
komu eitt sinn fyrir jólin tvær eldri dömur sem keyptu
hvor sína vatnspípuna en ekkert tóbak. Þær ætlaðu að
nota pípurnar sem stofustáss, enda eru þetta mjög fallegir
gripir. Þær sögðust hafa kynnst þessu í Jerúsalem,“ segir
Kári Kjartansson sem vinnur í tóbaksversluninni Björk í
Bankastræti. „Ég hafði séð vatnspípum bregða fyrir á
Strikinu í Kaupmannahöfn, á svona vatnspípubörum þar
sem fólk skreppur inn og fær sér te eða bjór og smók í
vatnspípu. Við ákváðum að prófa og tókum nokkrar pípur
í sölu fyrir tveimur árum og höfum verið með þær síðan.“
Loftbólur og milt ávaxtabragð
Kári kaupir vatnspípurnar og tóbakið í þær í gegnum
fyrirtæki sem heitir Mac Baren. „Þeir eru með vatns-
pípuframleiðslu í Jórdaníu og þar er tóbakið líka ræktað,
en síðan er það flutt til Hollands og blandað og pakkað
þar. Vatnspíputóbak er með ávaxtabragði og mjög sætt.“
Sérstök kol þarf að kaupa til að hægt sé að reykja
ávaxtatóbakið, en kolin sitja efst í pípunni og hita upp tób-
akið. „Þegar sogið er, þá fer loftið í gegnum kolin og tób-
akið og alla þessa löngu leið niður í vatnið á botni píp-
unnar. Við það myndast loftbólur í vatninu og þegar þær
springa, þá leysist gufan upp og sá sem er að nota pípuna
andar henni að sér.“
Bragðmikið te drukkið með
Kári segir vatnspípuhefðina koma frá Indlandi. „En
þaðan voru verslunarleiðir til Sádi-Arabíu og því hefur
þessi siður þróast lengi meðal Araba og þeir fundu í raun
upp tóbaksblönduna sem notuð er í pípurnar. Erlendis er
yfirleitt drukkið með vatnspípunni mjög sérstakt arabískt
te úr litlum glerbollum,“ segir Kári og bætir við að vatns-
pípuhefðin sé líka útbreidd í Austur-Evrópu.
Kári tekur fram að ekki sé hægt að reykja hass eða
ólögleg efni í þessum pípum, enda vill hann alls ekki þjón-
usta fíkniefnaneytendur.
Morgunblaðið/Ómar
Ávaxtabragð Kári með sýnishorn af vatnspíputóbaki og vatnspípu.
Kemur upprunalega frá Indlandi
Augnayndi Vatnspípur geta verið fallegir gripir sem
sumir nýta jafnvel sem stofustáss.