Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
- kemur þér við
Bóndin læddi leirher
í fornleifaskurði
Efnahagsvandinn
váboðar eða kreppa
Yngri krakkar fá síður
nýja tölvu
Ágúst Bogason er
útsendari Hins opinbera
Barnaplata Baggalúts,
ríkir pabbar og kitl
Ætlar að bæta marka-
met pabba síns
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
UM miðbik ágúst-
mánaðar, er ég kom
heim úr sumarfríi er-
lendis, rak ég augun í
fréttir um myndun
nýs meirihluta í borg-
arstjórn Reykjavíkur.
Kom það mér samt
ekki á óvart og hefur
líklega hið sama gilt um flesta
aðra borgarbúa. Einn stór flokkur
skiptir út litlum flokki fyrir annan
lítinn flokk sem kann sig betur.
Ævintýrið heldur áfram. Vinstri-
sinnar og jafnaðarmenn mótmæla
meintri valdníðslu og hneyksl-
anlegri hegðun núverandi valdhafa
þó svo að þeir sjálfir séu ekkert
skárri og áhorfendapallarnir í
Ráðhúsi Reykjavíkur sem og
tjarnarbakkinn minna á fugla-
björgin í Eyjum með öllu tilheyr-
andi gargi og skrílslátum.
Eru nú liðin rúmlega tvö ár frá
síðustu sveitarstjórnarkosningum
og fjórði meirihlutinn tekinn við í
borgarstjórn Reykjavíkur, nú
samstarf Sjálfstæðisflokks og
Framsóknar. Sömu flokkar og í
fyrsta meirihlutanum. Í þessum
skrifuðu orðum eru fjórir ein-
staklingar á launum borgarstjóra
og tveir eða þrír þeirra eru einnig
á launum borgarfulltrúa. Borg-
arstjórnarmálin hérna eru orðin
að farsa. En, ágæti lesandi, ekki
misskilja mig. Ég var ekkert það
hrifinn af hinum meirihlutunum
heldur. Málið er bara að í öllum
þessu valdbrölti og pólitísku sápu-
óperu, verður undir
það sem mestu máli
skiptir; að stjórna á
réttan og viðunandi
hátt því hundrað þús-
und íbúa sveitarfélagi
sem myndar kjarna
höfuðborgarsvæð-
isins, Reykjavík.
Eldri borgarar sem
og öryrkjar bíða eftir
húsnæði. Fíklar og
heimilislausir eru
sem fyrr reknir á
götuna. Lög-
reglumenn og grunnskólakennarar
fá ömurleg laun og fara frekar á
sjóinn eða í byggingarvinnu.
Hverfisgatan og Laugavegurinn
halda áfram að grotna niður sök-
um miðstéttarfólks úr miðborginni
með betravit og menntahroka sem
telja það víst ærið pent að strunsa
millum bárujárnshreysa og sindr-
andi þvagpolla. Ástandið er óvið-
unandi.
Íslenskir stjórnmálamenn eru
ekkert betri en t.d. stallbræður
þeirra í mafíulöndunum úti í
heimi. Enginn metnaður til að
þjóna kjósendum, engin ábyrgð,
heldur einungis hugsað um eigin
botn sem og vina sinna og ætt-
ingja og tíma og fjármunum varp-
að fyrir róða. Hvet ég kjósendur
til þess einfaldlega að kjósa eftir
eigin sannfæringu hverju sinni,
þar eð flokksmerki vísar ekki
endilega á gæði. Óskandi væri að
Reykvíkingar kysu einstaklinga en
ekki flokkslista og byðu sig sjálfir
og óháðir fram í þeim tilgangi. Tel
ég ákjósanlegt að við beittum
sömu aðferðum og grannþjóðirnar
og kysum okkur borgarstjóra í
einstaklingsframboði en ekki ein-
hvern konfektkassalegan lista þar
sem við vitum ekki hvað við fáum.
Það getur verið að svona ráðakerfi
virki í fámennari sveitarfélögum á
landsbyggðinni en ekki í höf-
uðborginni. Ef þú vilt koma ein-
hverju í verk, skaltu sjá um það
sjálf(ur).
Kjörnir fulltrúar fólksins eiga
einfaldlega að vinna vinnuna sína,
þ.e. fyrir fólkið en ekki sjálfa sig
og ef þeir geta það ekki á bara að
skipta þeim út í næstu kosningum.
Allir flokkar sem eiga fulltrúa í
borgarráði Reykjavíkur hafa
brugðist trausti kjósenda sinna og
almennings yfir höfuð. Ég er ekki
að gagnrýna einhvern einn flokk
meira en annan því að þegar öllu
er á botninn hvolft eru þetta allt
sömu eiginhagsmunasinnuðu og
framapotandi hræsnararnir. Ég bý
bara í Reykjavík og ég er búinn
að fá upp í kok af kjaftæðinu. Það
eina rétta í stöðunni væri að boða
til nýrra kosninga í Reykjavík
undir eins, til þess að sjá hverjum
kjósendur treysta eftir þennan
skrípaleik en ég veit að það þora
borgarfulltrúar ekki. Nei, það er
víst alveg pláss fyrir svona þrjá
eða fjóra nýja meirihluta í viðbót
áður en kosið verður á settum
tíma, þ.e. á vordögum 2010.
Flokkana út
Arnar Þór Krist-
jánsson skrifar um
borgarstjórnarfull-
trúana og stöðu
mála í borginni
» Óskandi væri að
Reykvíkingar kysu
einstaklinga en ekki
flokkslista og byðu sig
sjálfir og óháðir fram í
þeim tilgangi.
Arnar Þór Kristjánsson
Höfundur er myndlistarnemi.
MEÐ greinarkorni
þessu vil ég vekja at-
hygli á valkosti í sam-
göngumálum sem ekki
hefur verið fyrirferð-
armikill í umræðu
þeirra mála. Þó ekki sé
farið aftar en einn ára-
tug aftur í tímann er
ljóst að forsendur nú-
tíðar og framtíðar hafa breyst veru-
lega og kalla á stórefldar fram-
kvæmdir í samgöngubótum. Þetta
leiðir m.a. af mikilli hækkun orku-
verðs, stóraukinni bifreiðaeign, þre-
faldri fjölgun erlendra ferðamanna,
margfaldri fjölgun útivistartækja
(s.s. fellihýsa, hjólhýsa og húsbíla),
svo ekki sé talað um þá sjálfsögðu
kröfu íbúa landsins að ferðast um
byggðir og sveitir landsins á auð-
veldan og öruggari hátt en verið
hefur.
Umræðan og ákvörðunartaka um
vegbætur hafa oftar en ekki ein-
kennst af hreppapólitískum sjón-
armiðum og reiptogi milli kjördæma
hvað forgangsröðun varðar og svo
er enn. Umræðan t.d. á Suðurlandi
hefur helst undið sig um tvöföldun
Suðurlandsvegar en á Vesturlandi
um tvöföldun Vesturlandsvegar.
Hvort tveggja mikilvægar sam-
göngubætur, ekki einungis fyrir
íbúa beggja landshluta, heldur
landsmenn alla. Sú samgöngubót
sem ég vildi vekja athygli á með
þessari grein liggur í áðurnefndum
tveim kjördæmum og hefur verið
aftarlega í röðinni í þeim báðum. En
eins og stundum er með hugmyndir
sem liggja í láginni í langan tíma, þá
kann það að vera að tími þessarar
hugmyndar sé upp runninn.
Og hver er svo þessi hugmynd
um samgöngubætur? Hún er sú að
lagt verði bundið slitlag milli Vest-
urlands og Suðurlands frá Borg-
arfirði um Lundarreykjadal og Ux-
ahryggi til Þingvalla.
Þetta er ekki ný hug-
mynd. Bætur á þessari
leið hafa lengi verið á
teikniborði Vegagerð-
arinnar, en oftast ýtt
út af því aftur. Nokkur
bót hefur samt átt sér
stað undanfarin ár. Bú-
ið er að stórbæta 20
km kafla á Uxahryggj-
arvegi á þann hátt að
sá kafli er því sem
næst tilbúinn undir
lagningu bundins slit-
lags. Það sem út af stendur til þess
að öll leiðin sé tilbúin fyrir slitlagið
er 28 km kafli í Lundarreykjadal,
þar sem þegar er þokkalega upp-
byggður malarvegur, svo og 10 km.
kafli yfir Uxahryggi að Kaldadals-
vegamótum. Hugmyndir að teng-
ingu við vegakerfið innan og utan
Þingvallasvæðisins eru tilbúnar.
Hverju breytti bundið slitlag á
þessari leið? Skoðum það:
Dreifir umferð af bæði Suður-
landsvegi og Vesturlandsvegi. Sér-
staklega á álagstímum yfir sum-
armánuðina. Þessi vegbót vinnur
með fyrirhuguðum framkvæmdum á
nefndum vegum, því dreifing um-
ferðar skapar aukið öryggi og
aukna valmöguleika. Opnar marg-
þætta möguleika fyrir ferðaþjón-
ustu á Íslandi. Tækifæri skapast til
að setja saman nýja ferðapakka t.d.
lengri og styttri hringferðir með
viðkomu í báðum landshlutum.
Landshlutahringur, sem valkostur á
móti landshringnum á Þjóðvegi 1.
Myndi vera orkusparandi, vinnu-
sparandi, álagsminnkandi og örygg-
isaukandi nýjung. Gefur ferðamönn-
um tækifæri á nýrri þægilegri og
afar fallegri leið milli landshlutanna.
Tækifæri sem hvorki íslenskir
ferðamenn með sín fáguðu útivist-
artæki hafa nýtt, né erlendir ferða-
menn sem ferðast um á smábílum.
Þessir tveir stóru hópar ferðamanna
eins ólíkir og þeir eru eiga það sam-
eiginlegt að halda sig fyrst og
fremst á bundnu slitlagi. Kemur
fjölda fyrirtækja í báðum lands-
hlutum til góða. Má þar nefna að
mörg fyrirtæki reka starfsemi í báð-
um landshlutum. Einnig selur fjöldi
fyrirtækja vörur sínar í báðum
landshlutum þó ekki sé um að-
skildar starfsstöðvar að ræða. Veg-
lagningin mun að mestu fylgja
gömlu leiðinni og landið sem undir
veginn fer hentar vel til veglagn-
ingar. Því verður rask ekki mikið og
má ætla að ekki þurfið að koma til
umhverfismats vegna fram-
kvæmdanna. Fleira mætti telja upp
sem kosti þessarar framkvæmdar.
Þannig tengist fyrirliggjandi
ákvörðun um uppbyggingu Kalda-
dalsvegar vel við lagningu bundins
slitlags um Uxahryggi og Lund-
arreykjadal. Þetta svæði er til-
tölulega snjólétt og skv. upplýs-
ingum Vegagerðar eru góðir
möguleikar á að halda leiðinni op-
inni allt árið. Þá má minnast á að ár-
ið 2011 eru 200 ár liðin frá fæðingu
Jóns Sigurðssonar. Það væri tákn-
rænt, verðugt og skemmtilegt að
halda upp á þau tímamót með því að
hægt yrði að ferðast á bundnu slit-
lagi stystu leiðina frá Rafnseyri til
Þingvalla.
Tími hugmynda til að skapa verk-
efni, varanleg verðmæti, lífsgæði og
skjóta styrkari stoðum undir vax-
andi atvinnugreinar eins og t.d.
ferðaþjónustuna, er einmitt núna,
þegar skórinn kreppir að á ýmsum
sviðum. Er ekki rétt að hafa það í
huga þegar samgönguáætlun verður
endurskoðuð nú í haust?
Tími hugmyndar
Steinar Berg Ís-
leifsson skrifar um
gildi sammgöngu-
bóta
»Hún er sú að lagt
verði bundið slitlag
milli Vesturlands og
Suðurlands frá Borg-
arfirði um Lundar-
reykjadal og Uxahryggi
til Þingvalla.
Steinar Berg Ísleifsson
Höfundur er ferðaþjónustubóndi.