Morgunblaðið - 03.09.2008, Page 31

Morgunblaðið - 03.09.2008, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 31 Það er sumar. Sólin hefur staldrað lengur við en hún er vön. Ég geng inn úr sólinni. Banka létt á dyrnar á stofunni þinni. Þú liggur með augun létt lokuð. Svo friðsæl. En ég þekki þig varla. Svo horuð ertu orðin. Um leið og þú verður mín vör, sestu upp og brosir, opnar faðminn. Ég fyllist af hlýjunni sem þú sendir frá þér og sest í stól við rúmið. Þú spyrð frétta af mér eins og það sé eitthvað merkilegra en það sem þú ert að ganga í gegnum. Ég svara, en get ekki hætt að horfa á allar slöng- urnar sem tengdar eru við þig. Líf- línur. Þú brosir aftur og skyndilega sé ég þig fyrir mér eins og þú varst. Litla systir hennar mömmu. Ung kona með stríðnislegt bros sem saumaði handa okkur Diddu kan- ínupúða með nöfnunum okkar. Tveggja stráka móðir á Selfossi með óræða drauma. Fráskilin í námi og vinnu í Reykjavík. Ástfangin á ný. Þið Valdimar flutt í Kópavog. Ólétt og skyndilega komin með skáeygða stelpudúllu í fangið. Árin líða. Börn- in vaxa úr grasi. Eignast sínar eigin fjölskyldur. Þú verður amma. Við hittumst sjaldnar, oftast í jólaboðum og veislum. Þú alltaf jafn notaleg og ljúf við mig. Ég frétti af þér í gegn- um mömmu. Heyri að það gengur ekki alltaf vel. Svo kemur reiðars- lagið. Valdimar deyr. Þú flytur á Selfoss. Vildir vera nær Írisi þinni. Lendir í bílslysi á leið í bæinn. Vinn- ur þig út úr því. Lítur óvenju veiklu- lega út í vor í fermingu hjá son- arsyninum. Mamma hringir viku seinna og segir að þú hafir greinst með krabbamein. Líflínur, orðið sveimar um í höfð- inu á mér. Líflínur í lófa sem segja að okkur séu ráðin örlög fyrirfram. Líflínur sem við leggjum út frá okk- ur í börnin okkar. Líflínur sem við höldum okkur dauðahaldi í. Ég sé líflínurnar þínar. Bæði þær sýnilegu og þær ósýnilegu. Þú berð þig vel. Talar eins og þú sért hér í stuttum stansi. Ert með fyrirætlanir. Ég smitast af bjartsýni þinni. Finn samt fyrir óútskýrðum trega. Þegar ég fer, faðma ég þig lengi að mér, kyssi Pála Þrúður Jakobsdóttir ✝ Pála Þrúður Jak-obsdóttir fæddist á Hunkubökkum í V- Skaftafellssýslu 25. apríl 1948. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 25. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 29. ágúst. föla kinnina þína og hvísla: „Bless, elsku frænka mín. Þú veist hvað mér þykir inni- lega vænt um þig – er það ekki?“ Þú strýkur mér um vangann, brosir stríðnislega en ég sé samt tárin glitra í augunum þínum. Þrýstir mér að þér, fast og heldur mér. Líflína. Svona man ég þig, hugrakka, hlýja og hógværa. Hafðir samt skap og það gat hvinið í þér þegar þannig stóð á. Hefðir ekki viljað að ég hefði þetta væmið. Ætla að virða það. Elsku Skúli, Kiddi, Íris og fjölskyldur, hugur minn og hjarta er hjá ykkur. Anna Þóra. Þú, mikli Guð, ert með oss á jörðu, miskunn þín nær en geisli á kinn. Eins og vér finnum andvara morguns, eins skynjar hjartað kærleik þinn. Í dagsins iðu, götunnar glaumi, greinum vér þig með ljós þitt og frið. Hvar sem ein bæn er beðin í hljóði, Beygir þú kné við mannsins hlið. Hvar sem er unnið, hugur þinn starfar, hús vor og tæki eru þín verk. Þú vilt vér teljum vort það, sem gefur viskan þín rík og höndin sterk. Þessi fallegu sálmavers eftir Sig- urbjörn Einarsson biskup syngjum við gjarnan í helgistundum í Fé- lagsmiðstöðinni Árskógum 4. Við ótímabært fráfall Pálu Jakobsdótt- ur, deildarstjóra félagslegrar heima- þjónustu, er mikill harmur að okkur kveðinn, samstarfsfólki hennar hér í Árskógum. Með henni er genginn frábær vinnufélagi, traustur vinur og trúr og dyggur starfsmaður. Ég kynntist Pálu er ég kom til starfa sem forstöðumaður félags- og þjónustumiðstöðvarinnar um mitt sumar 2001. Hún var mér mikil stoð og stytta, er ég var að setja mig inn í nýtt starf á nýjum starfsvettvangi. Fyrir það fæ ég henni seint full- þakkað. Ég fann fljótt að við áttum skap saman og höfðum líka sýn á hlutina. Það er unun að starfa með fólki sem er samhent og vílar ekki fyrir sér að ganga í hvað sem er. Þannig hefur andinn verið á okkar vinnustað og sannarlega átti Pála sinn stóra þátt í því. Pála var sjúkraliði að mennt og var stolt af sínu fagi. Hún hafði auk þess aflað sér framhaldsmenntunar á sviði geðsjúkdóma. Það þurfa margir góðir eiginleikar að fara saman til að vera farsæll stjórnandi í félagslegri heimaþjónustu. Þeim eiginleikum var Pála gædd í ríkum mæli. Mikilvægast var þó að hún var góð og umhyggjusöm manneskja með jákvætt viðhorf til lífsins og til- verunnar. Lagin, ákveðin og kurteis í samskiptum við notendur þjónust- unnar og samstarfsfólk. Ég minnist með ánægju og söknuði margra ferða sem við Pála fórum saman út á land vegna starfa okkar. Erindi okk- ar var oftast að taka viðtöl og kanna hagi hjá væntanlegum stuðningsfjöl- skyldum fyrir börn. Pála var ávallt vel undirbúin og skipulögð í þessum heimsóknum og skemmtilegur ferðafélagi. Við ræddum það reynd- ar stundum líka hvað við ættum gott með að þegja saman. Það fannst okkur báðum nokkuð mikilvægt. Nú þegar Pála er gengin á vit feðra sinna er skarð fyrir skildi hjá okkur sem störfum í félagsþjónustu í Breiðholti. Ég vil að leiðarlokum, fyrir hönd samstarfsfólks á Þjón- ustumiðstöð Breiðholts og Fé- lagsmiðstöðinni Árskógum 4, votta aðstandendum Pálu innilega samúð á þessari sorgarstundu. Megi guð blessa minningu Pálu Jakobsdóttur. Kristján Sigurmundsson. Með því að sameinast í starfi, visku og kærleika, kveikjum við elda gleði og ljóss. Með þessum orðum viljum við minnast Pálu Jakobsdóttur sam- starfsfélaga okkar til margra ára, en störf hennar hafa alltaf einkennst af visku og kærleika. Pála var traustur og góður vinnu- félagi, sem gott var að leita til. Hún var skapgóð, en gat verið ákveðin og fylgin sér. Við finnum fyrir miklum tómleika og sjáum hana enn fyrir okkur mætta fyrsta af öllum og taka bros- andi á móti okkur við skrifborðið sitt, hún var ósérhlífin og vann störf sín af samviskusemi og alúð. Pála gat verið hrókur alls fagn- aðar og þegar við gerðum okkur glaðan dag þá var þá stutt í stríðnina og húmorinn. Það var okkur öllum mikið áfall þegar hún veiktist og héldum við í þá von að þessi veikindi myndi hún sigra eins og önnur áföll undanfarin ár. Við vottum börnum hennar, fjöl- skyldum þeirra og öðrum aðstand- endum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin um góða konu og sam- starfsfélaga lifir. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) F.h. vinnufélaganna í Félagsmið- stöðinni Árskógum 4, Elísabet E. Jónsdóttir. Pálu Jakobsdóttur sjúkraliða kynntist ég fyrst eftir að hún var kosin til starfa í stjórn Sjúkraliða- félags Íslands árið 1988. Hún fékk strax það hlutverk að sinna störfum ritara fyrir félagið. Hlutverkið tók hún alvarlega og innti það starf af hendi af miklum myndarskap. Áreiðanlega verður hún að öllum öðrum ólöstuðum með fallegustu rithöndina í þeim bókum, en Pála hafði sérstaklega fallega rithönd. Strax í upphafi nýrrar stjórnar var rætt um þá framtíðarsýn að fé- lagið þyrfti að taka til sín samnings- réttinn og stofna stéttarfélag, enda var félagið eingöngu fagfélag á þessum tíma, án alls réttar til þess að fara með málefni stéttarinnar. Pála studdi þá tillögu af fullum þunga og vann ötullega að því að safna stuðningsaðilum meðal sjúkraliða með undirskriftum þeirra. Þessara erinda lögðu stjórn- arkonur land undir fót að heimilum sjúkraliða, bönkuðu upp á og út- skýrðu tillöguna. Oft var glatt á hjalla meðal stjórnarkvenna á þessum tíma, enda hefði það stóra verkefni sem staðið var frammi fyrir eins og stofnun heils stéttarfélags ekki tekist nema glaðværðin og trúin á það sem verið var að vinna að væri með í för. Fundað var utan vinnutíma og stóðu því fundir oft langt fram á kvöld. Pála gegndi stöðu aðaltrúnaðar- manns á Borgarspítala á árunum 1987-1991. Var formaður laganefnd- ar Sjúkraliðafélags Íslands 1990- 1995 og í ritnefnd félagsins á ár- unum 1990-1995. Eftir að Pála hætti stjórnarstörf- um var hún boðin og búin að taka að sér ritarastörf á aðalfundum félags- ins. Í mörg ár tók hún einnig virkan þátt í störfum fyrir félagið í formi vinnuhópa og annars er til hennar var leitað með. Hún ruddi brautina fyrir viðurkenningu á störfum sjúkraliða sem störfuðu sem deild- arstjórar á félagsmálasviðið Reykjavíkurborgar en þar vann Pála til margra ára. Pála var góður félagi, glaðvær og alltaf hress, hvernig sem á stóð. Sama var að segja um það hvernig hún tókst á við veikindi sín. Kjarkurinn var það sem ég tók sérstaklega eftir að ein- kenndi hana í því samtali er við átt- um saman á sjúkrasæng hennar fyr- ir nokkrum dögum síðan. Einnig kom fram hve vel börnin hennar hugsuðu um hana og var hún óum- ræðilega stolt af þeim. Ég bið góðan guð að gefa börnum hennar, tengdabörnum og barna- börnum styrk í sorginni. Pálu þakka ég allar góðu stund- irnar sem við áttum saman og þá góðu samvinnu og vináttu sem ein- kenndi samskipti okkar. Einnig vil ég koma á framfæri þökkum Sjúkraliðafélagsins fyrir þá óeigin- gjörnu vinnu sem hún innti af hendi í þágu félagsins. Kristín Á. Guðmundsdóttir. Ég man Snorrabraut 75 – grænu kojurnar þeirra Skúla og Kidda með köflóttu dýnunum. Ég, Skúli og Kiddi í minigolfi við Hallgríms- kirkju, þá var Skúli Valsari en Kiddi Framari. Síðan gerðist eitthvað og ég erfði alla ÍK-keppnisgalla frá ár- unum 1979-1983 ásamt öllum öðrum fötum sem þeir bræður slitu ekki í gegn. Í bíl með mömmu á leið í Furugrund og útvarpið syngur und- ir „ég er á leiðinni“ og Valdimar spilar fótbolta niðri í Fossvogsdal. Angurvær Björgvin Halldórsson og ABBA í hvítum samfestingum syngja í sjónvarpinu og það eru brúnar flísar á gólfinu, veggjunum og loftinu á baðinu. Allt eru þetta samhengislausar minningar úr for- tíðinni sem tilviljanakennt koma í huga mér þegar ég hugsa til þín, Palla mín. Ég man þó best eftir Digranes- veginum. Kjötsúpa og kótelettur í raspi. Gamlárskvöld, allir að skála úti á svölum og brennt í arninum. Þar fæddist Íris sem ég man ekki eftir öðruvísi en brosandi. En hvar ert þú í þessari minn- ingasúpu annað en óbein vísun á annað? Það eru ekki atriðin sem ég sé þig fyrir mér í heldur skilur þú eftir í mér tilfinninguna um þig. Þegar ég loka aftur augunum og reyni að sjá eitthvað fyrir mér þá kemur eitthvað á þessa leið: Ég er lítill, þú brosir með öllu andlitinu, horfir í augun á mér, breiðir út faðminn, beygir þig í hnjánum og kemur til mín og segir: „Alli minn, ertu kominn til frænku?“ svo er ég faðmaður og kysstur. Mér þykir líka sérstaklega vænt um stundirnar þegar þú bakaðir kleinur. Sennilega er það vegna þess að þú gerðir það fyrir mig. Þegar ég staldra aðeins við þar heyri ég: „Alli minn, á frænka að baka kleinur?“. Það koma fram tár í augun. Ykkur mömmu lánaðist að um- bera alltaf hvor aðra, sama hvað á gekk. Aldrei misstuð þið samband. Þið voruð nefnilega alltaf góðar vin- konur sem er nokkuð vel af sér vikið á 60 árum og ég held að það hversu hlý, léttlynd og lítið dómhörð þú varst hafi átt stóran þátt í því og hve gott var að umgangast þig. Enda mun minningin um það hver/hvern- ig þú varst lifa í mínu brjósti en ekki hvað þú sagðir. Eftir að Palla greindist með krabbann skutu ýmsar hugsanir upp kollinum. Ein var sú að ef þessi veikindi yrðu Pöllu banamein væru að henni genginni tvær af stærstu manneskjum úr minni æsku farnar, þú – frænka mín og Valdimar. Þessi þáttaskil verða mögnuð þegar ég hugsa til baka og set mig í spor barnsins, ég sé ömmu og afa – þau eru gömul en þið mamma og Maggi eruð unga fólkið og eruð ódauðleg meðan við börnin bíðum eftir að verða fullorðin. Svo líður tíminn og áður en ég veit af er ég fullorðinn og þú, frænka mín, dáin. En ég á alltaf til augnablik barnsins, þar ert þú og Valdimar brosandi og full af fjöri. Ég vil að lokum þakka kærlega fyrir mig, elsku Palla mín. Þú og Valdi- mar gerðuð mig að betri manni. Mér vonandi auðnast að halda í það. Aron N. Þorfinnsson. barnabörnunum því þér líkaði það ekki að vera kölluð langamma. Eftir því sem árin liðu festist „amma gamla“ í sessi og vorum við öll, yngri sem eldri, farin að kalla þig það enda átti það mjög vel við þig, sjálfan ætt- arhöfðingjann. Þú varst alla tíð stolt og ákveðin kona og áttir þar af leið- andi ekki auðvelt með að sætta þig við að geta ekki lengur séð alveg um þig sjálf. Síðustu dagana fyrir andlátið hafðir þú dvalið í hvíldarinnlögn í Hlíð en fékkst að fara heim nokkrum dögum fyrr en áætlað var. Tveimur dögum síðar varstu búin að yfirgefa okkur en fékkst þá ósk þína uppfyllta að eiga síðustu stundirnar heima í Víðilundinum. Við barnabörnin þín munum mis- munandi tíma með þér. Svavar og Þórhalla byrjuðu sinn búskap á neðri hæðinni í Heiðarlundinum, í íbúð sem afi var svo til búinn að fullklára en hann náði ekki að flytja þangað með þér. Þetta var yndislegur tími og fyrsta barnabarnabarnið fæddist þá. Þú varst alæta á tónlist og tók Svabbi upp heilmikið efni handa þér sem þú hlustaðir jafnan á á efri hæð- inni. Minnist hann þess þegar hann og tveir félagar fengu leyfi til að setja upp stærðar talstöðvarloftnet á þakið og heyrðist þá allt í einu þessi fína regga-tónlist. „Hvaðan kemur þessi tónlist?“ spurðu félagarnir. „Þetta er amma,“ var svarið. „Amma þín! Vá, sú er svöl, maður.“ Ekki er heldur hægt að gleyma því þegar þú varst að vinna í mötuneyt- inu í MA. Það var allt á kafi í snjó svo að ófært var öllum nema vel útbún- um tryllitækjum. Þú varst sjálf ekk- ert allt of vel búin til að ösla skaflana svo það varð úr að Svabbi bauðst til að ná í þig á Rússajeppanum sínum. Hann þjösnaðist alveg upp að dyrum á mötuneytinu og lagði svo af stað til baka og sagði: Sjáðu, amma, þarna er stór skafl, sjáðu hvað Rússinn kemst. Hann renndi í skaflinn og sat svo gjörsamlega pikkfastur að það þurfti að fara út að moka. Þá sagðir þú amma: „Svavar minn, ég held ég sé bara fljótari að ganga þetta“ og með það sat ansi sár Rússajeppaeig- andi eftir og horfði á eftir ömmu sinni hverfa út í sortann. Við hin sem yngri erum munum sérstaklega eftir því þegar þið afi bjugguð í Gilinu og þótti okkur alltaf spennandi að fá að standa á svölun- um og horfa yfir salinn í Smjörlík- isgerðinni. Þú varst mjög myndarleg í eldhúsinu og naust þess að stjana við fólkið þitt. Það sást best á því að alltaf kom öll fjölskyldan saman á af- mælisdegi afa sem var á annan í jól- um en þá framreiddir þú dýrindis kræsingar eins og ekkert væri ein- faldara. Fast situr í minningunni ilm- urinn af svínakarbonaðisneiðum í raspi með brúnuðum kartöflum og öllu því meðlæti sem hugsast getur. Eftir því sem árin liðu stækkaði fjöl- skyldan en alltaf var haldið í hefðina á annan jóladag og verður eflaust áfram um ókomna tíð. Elsku „amma gamla“, þú hefur nú fengið hvíldina og erum við þess full- viss að afi hafi tekið á móti þér opn- um örmum. Þú varst yndisleg amma sem munt ávallt lifa í minningu okk- ar allra. Þín ömmubörn, Svavar, Þórey, Ottó Karl, Hlynur og fjölskyldur. Elsku amma. Þótt enga vængi Guð þér gefið hafi og gert þér hafi ekki flugið kleift, í hjarta þínu átt þú andans vængi og öllu skiptir þá að geta hreyft. Þú getur með þeim hafið þig til himins, til hæða látið stíga þína sál, með augum fuglsins nýjar víddir numið og náð að lesa hjartans tungumál. (Svavar A. Jónsson.) Það er skrítið að hugsa til þess að þú hafir kvatt þennan heim. Að ferð- irnar til þín í Víðilundinn verði ekki fleiri og að póstkortin með þínu nafni verði ekki rituð lengur á ferðalögum mínum. Þegar eitthvað tekur enda hefst nýtt upphaf. Nýr kafli í lífi okkar byrjar og nú eru kaflaskipti – bæði hjá mér og þér. Ótal minningar fljúga um hugann, hver á eftir annarri. Allar svo góðar og hlýjar. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og öllum þínum skondnu hliðum og að geta lit- ið til baka með bros á vör. Tárin læðast niður vanga okkar og við kveðjum með trega. En ég veit að þú ert nú á góðum stað og bið góðan Guð að gæta þín vel. Hjartkær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf ók.) Elsku amma gamla, þú ert, varst og verður alltaf besta langamma í öll- um heiminum. Valborg Rut.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.