Morgunblaðið - 03.09.2008, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
dagbók
Í dag er miðvikudagur 3. september-
, 247. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Annað er þetta: „Þú skalt
elska náunga þinn eins og sjálfan þig.
Ekkert boðorð annað er þessu meira.“
(Mark. 12, 31.)
Víkverji brá sér á bikarleik í vik-unni og fannst hann vera óvenju
snemma á ferðinni. Við miðasöluna
var hins vegar heillöng biðröð og
hafði maður, sem stóð nokkru fram-
ar, á orði að ætla mætti að þrjátíu
þúsund manns væru þegar komnir á
völlinn miðað við fjölmennið, sem
beið eftir að kaupa miða.
x x x
Miðasalan gekk hægt fyrir sig ogtuttugu mínútur voru liðnar af
leiknum þegar loks kom röðin að Vík-
verja. Sem betur fer gekk leikurinn
líka hægt fyrir sig og hafði ekkert
gerst í honum heldur. Fótboltaleikir
eru þó ekki alltaf tíðindalausir fyrstu
tuttugu mínúturnar og væri óhætt að
bæta afköstin í miðasölunni.
x x x
Vel var mætt á völlinn og voruáhorfendur rúmlega þrjú þús-
und. Áhorfendur sem heima sátu og
fylgdust með útsendingunni í Ríkis-
sjónvarpinu hafa hins vegar senni-
lega haldið að ekki einn einasti áhorf-
andi væri á vellinum. Áhorfendur
sátu nefnilega allir í stúkunni með-
fram vesturhlið vallarins. Í austur-
stúkunni sat enginn. Myndavélarnar
eru hins vegar allar yfir vesturstúk-
unni og því blasti tóm stúkan beint á
móti við þegar sýnt var frá leiknum.
Ef markmiðið er að fanga stemn-
inguna á íþróttaviðburðum í sjón-
varpsútsendingum hefði verið ráð að
hafa sjónvarpsgræjurnar hinum
megin við völlinn.
x x x
Laugardalsvöllurinn er orðinnmjög nútímalegur og vekur sér-
staka athygli að meðfram vellinum
voru komin björt skilti þar sem lit-
fagrar auglýsingar kepptu um at-
hygli við knattspyrnumennina. En
tæknin nær ekki til upplýsingatöfl-
unnar. Þar má sjá hvað tímanum líð-
ur og stöðuna. Nöfn liðanna eru sett
upp staf fyrir staf, eins og gert hefur
verið í áratugi. Vissulega heimilis-
legt, en kannski dálítið gamaldags.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Reykjavík Elísabet Ása fædd-
ist 10. apríl kl. 10.36. Hún vó
tæpar 13 merkur og 51 cm.
Foreldrar hennar eru Sigur-
laug Þóra Kristjánsdóttir og
Einar Már Björnsson.
Reykjavík Baldur Már fædd-
ist 31. júlí kl. 11.57. Hann vó
3.615 g og var 51 cm langur.
Foreldrar hans eru Álfheið-
ur Viðarsdóttir og Jón Há-
konarson.
Nýirborgarar
Krossgáta
Lárétt | 1 háski, 4 lund,
7 aski, 8 álút, 9 gagn,
11 vot, 13 kvæði, 14 örð-
ug, 15 mikill, 17 mjög,
20 heiður, 22 óbundið,
23 líffærið, 24 starir,
25 sleifin.
Lóðrétt | 1 afslöppun,
2 skýrði frá, 3 lengdar-
eining, 4 hæð, 5 varkárt,
6 trjónur, 10 fórn,
12 mergð, 13 tryllta,
15 látin, 16 óþekkt,
18 þunga, 19 ákveðin,
20 borðandi, 21 sprota.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 svifasein, 8 rugga, 9 konum, 10 tík, 11 skatt,
13 síðan, 15 korgs, 18 kants, 21 púa, 22 pakka, 23 reyfi,
24 vikapilts.
Lóðrétt: 2 vígja, 3 flatt, 4 sokks, 5 iðnað, 6 hrós, 7 smán,
12 tóg, 14 íma, 15 kopp, 16 rukki, 17 spaka, 18 karfi,
19 neytt, 20 skin.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Sudoku
Þrautin felst í því að fylla út í
reitina þannig að í hverjum 3x3-
reit birtist tölurnar 1-9. Það verð-
ur að gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
www.sudoku.com
© Puzzles by Pappocom
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. d4 cxd4 5.
Rf3 d6 6. cxd4 Rc6 7. Bc4 Rb6 8. Bb5
a6 9. Bxc6+ bxc6 10. O–O e6 11. Bg5
Be7 12. Bxe7 Dxe7 13. Db3 Rd7 14.
Rbd2 d5 15. Hac1 c5 16. dxc5 Rxc5 17.
Db6 Rd7
Staðan kom upp í Áskorendaflokki
Skákþings Íslands sem er haldinn
þessa dagana í húsakynnum Taflfélags
Reykjavíkur og Skáksambands Ís-
lands í Faxafeni 12. Jóhanna Björg
Jóhannsdóttir (1655) hafði hvítt gegn
Jakobi Sævari Sigurðssyni (1860). 18.
Dc6! Hb8 19. Dxc8+ Hxc8 20. Hxc8+
Dd8 21. Hxd8+ Kxd8 22. Hc1 hvítur er
nú manni yfir og með léttunnið tafl.
Framhaldið varð: 22…Ke7 23. Rb3
Hb8 24. Hc2 f6 25. Rbd4 Hb7 26.
exf6+ gxf6 27. b3 e5 28. He2 Kd6 29.
Rf5+ Ke6 30. R3d4+ og svartur gafst
upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Verðmætamat.
Norður
♠9853
♥ÁD42
♦62
♣Á94
Vestur Austur
♠106 ♠Á4
♥K108 ♥975
♦Á3 ♦1098754
♣KG10862 ♣75
Suður
♠KDG72
♥G63
♦KDG
♣D3
Suður spilar 4♠.
Þegar gefur á bátinn bregður góður
skipstjóri stundum á það ráð að létta
skipið – hendir jafnvel verðmætum
afla frá borði til að forða því að skipið
farist með manni og mús. Hann fórnar
minni verðmætum fyrir meiri. Þetta
er oft erfitt, bæði í lífsins ólgusjó og
líka við græna borðið. Í spili dagsins
hefur vestur sýnt lauflit í sögnum og
spilar svo út ♦Á og meiri tígli. Sagn-
hafi fer í trompið, austur drepur, spil-
ar tígli og vestur trompar með ♠10.
Það er þriðji varnarslagurinn. Skip-
stjórinn í sæti sagnhafa þarf nú að
átta sig á alvöru málsins. Tromp eru
verðmæti, en bæði fjórða hjartað og
þriðja laufið eru meiri verðmæti.
Hann hendir því trompi undir ♠10.
Vestur verst best með því að spila
laufi frá kóng, en þvingunin í lokin
verður ekki umflúin.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það skiptir ekki máli hvað þú ger-
ir, heldur með hvaða hugarfari. Hvert
verkefni er því það rétta til að þú getir
æft þig í að vera jákvæður.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þrjóskan í þér gerir gæfumuninn.
Þér mun ekki bara takast vel upp á sömu
sviðum og aðrir, heldur einnig á þeim
sem aðrir hafa flaskað á. Andaðu djúpt.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þér er eiginlegt að sýna um-
hyggju þar sem þér þykir vænt um þína
nánustu. Nú er hins vegar mikið að gera
hjá þér og þeir fá minni athygli en ella.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú ert að jafna þig eftir missi.
Hann átti sér kannski stað fyrir mörgum
árum, en þú ert enn með lítil sár. Nú ertu
til í að takast á við hann – og það gerir
þú.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Horfðu fram hjá smáatriðunum og
sjáðu það sem skiptir máli. Þú hefur
meiri stjórn yfir aðstæðum en þú gerir
þér grein fyrir. Æfðu þig seinna í dag.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Varaðu þig á því að láta ekki nei-
kvæðar hugsanir ná stjórn á huganum.
Finndu leið til að snúa þeim yfir í já-
kvæðni ef þú getur ekki sleppt þeim. Það
er mun heillavænlegra.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Fugl skítur á nýþveginn bílinn og
krakkarnir káma út spegilinn. Vertu ekki
að eyða miklum tíma í smáatriði. Láttu
það eiga sig sem er nokkurn veginn í lagi.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Heppnin sækir þig heim í
formi óvænts tækifæris. Það er ástæða
fyrir því að eitthvað grípur athygli þína.
Íhugaðu á hverju þú hefur áhuga.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Það er mjög auðvelt að troða
áhrifum sínum upp á fólk með því að
trufla, tala hátt eða reyna að ná yfirráð-
um yfir aðstæðum. Veldu þögult vald.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Er fjarstæða að óska sér sam-
bands sem bæði er ríkt af ást og pen-
ingum? Nei! Svo lengi sem þú hefur for-
gangsröðina á hreinu máttu óska þess að
vera hamingjusamur.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Jógaspekúlantar segja að
„Prana“ sé lífskraftur í loftinu. Þú andar
honum að þér og styrkir líkama og sál.
Það sem var erfitt í gær er auðvelt í dag.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Undanfarið hefurðu sett velferð
einhvers annars ofar þinni. Eyddu meiri
tíma í að hugsa um sjálfan þig. Eldaðu
góðan mat og farðu í bað, bara fyrir þig.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
3. september 1919
Flogið var í fyrsta sinn á Ís-
landi, í Vatnsmýrinni í Reykja-
vík. Flugvélin var af Avro-
gerð og flugmaðurinn enskur,
Cecil Faber að nafni. Fólk var
undrandi að sjá „nýjasta
galdraverk nútímans svífa
loftsins vegu“, að sögn
Morgunblaðsins.
3. september 1939
Aukafréttir voru í Ríkis-
útvarpinu kl. 11.48 á sunnu-
dagsmorgni þar sem flutt var
sú fregn að Bretar hefðu sagt
Þjóðverjum stríð á hendur.
Síðari heimsstyrjöldin var haf-
in. Í aukablaði Morgunblaðs-
ins daginn eftir (á mánudegi)
var aðalfyrirsögnin: „Það er
stríð.“
3. september 1982
Sýning á verkum Bertels
Thorvaldsens var opnuð á
Kjarvalsstöðum, en hún var á
vegum Thorvaldsenssafnsins í
Kaupmannahöfn. Þetta var í
fyrsta sinn í 134 ára sögu
safnsins sem verkin voru sýnd
utan Danmerkur.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist þá …
Þessir geðþekku hnokkar Sigur-
þór og Skúli Óskarssynir fagna sex-
tugsafmæli sínu í dag, 3. septem-
ber. Þeir verða að heiman ásamt
eiginkonum sínum.
60 ára
EKKI er einfalt mál að greina frá nafni afmælis-
barns dagsins. Jorge Ricardo Cabrera fagnar í dag
fertugsafmæli sínu. Ricardo, eða Ríkharður eins
og hann er yfirleitt kallaður, ber þó annað og
óvenjulegra nafn í þjóðskrá. Ríkharður fluttist til
Íslands frá Kólumbíu fyrir réttum 20 árum, þegar
skilyrði fyrir ríkisborgararétti var að bera íslenskt
nafn. Þá tók hann upp nafnið Eilífur Friður
Edgarsson og vakti nokkra athygli með því. Nafn-
ið var góðlátleg ádeila á lögin og í dag segir Rík-
harður það líklega hafa haft áhrif á að þeim var
breytt. Það nafn notar hann ekki dagsdaglega og
flestir sem hann þekkja kalla hann Ríkharð.
Hann ætlar að halda upp á fertugsafmælið í kvöld með því að bjóða
fjölskyldu sinni og nokkrum vinum í kvöldmat. Ríkharður á sex systk-
ini, þar af fjögur búsett á Íslandi, er kvæntur og á tvö börn, Freyju
Maríu og Alexandre. Sonurinn verður þó ekki viðstaddur á afmælis-
daginn enda búsettur í Noregi.
Ríkharður hefur gaman af ferðalögum og reynir að fara til heima-
landsins, Kólumbíu, á hverju ári. Um miðjan ágúst kom hann þaðan
eftir tveggja mánaða dvöl með eiginkonu sinni og dóttur. Í ferðinni
gafst honum dálítill tími til að sinna hinu áhugamálinu sínu, söfnun
eðalsteina. „Jaspis er til dæmis íslenskur steinn sem ég hef mjög gam-
an af,“ segir Ríkharður. onundur@mbl.is
Eilífur Friður Edgarsson er fertugur í dag:
Býður sínum nánustu í mat
;)
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum
ásamt upplýsingum um fæðingarstað
og stund, þyngd, lengd
og nöfn foreldra, á netfangið
barn@mbl.is
Akureyri Jón Konráð fædd-
ist 8. júní kl. 13.28. Hann vó
3.045 g og var 48 langur.
Foreldrar hans eru Gréta
Dröfn og Jóhann Oddgeir frá
Hofsósi í Skagafirði.