Morgunblaðið - 03.09.2008, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 39
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
SÝND HÁSKÓLABÍÓI
Steve Carell fer hamförum í frábærri gamanmynd sem
fór beint á toppinn í USA.
Ekki missa af skemmtilegustu gamanmynd sumarsins - Get Smart.
-TOMMI - KVIKMYNDIR.IS -GUÐRÚN HELGA - RÚV
Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:15
eeee
- Ó.H.T, Rás 2
eee
- L.I.B, Topp5.is/FBL
Langstærsta mynd ársins 2008,
90.000 manns.
Sýnd kl. 9
-Kvikmyndir.is
“Fínasta skemmtun. Myndin
er skemmtileg og notaleg.”
- Mannlíf
ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
-bara lúxus
Sími 553 2075
Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:15
TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!
3 VIKUR Á TOPPNUM Í USA!
FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS!
TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!
3 VIKUR Á TOPPNUM Í USA!
FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS!
-L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV
SÝND SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Þú færð 5 %
endurgreitt
í SmárabíóSími 564 0000
Tropic Thunder kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
Tropic Thunder kl. 8 - 10:30 LÚXUS
Make it Happen kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
Rocker kl. 5:40 - 10:20 B.i. 7 ára
Mamma Mia kl. 5:30 D - 8 D - 10:30 D LEYFÐ
-S.V., MBL
SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Geggjuð gamanmynd frá leikstjóra Full Monty
-Empire
-L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV
-S.V., MBL
www.laugarasbio.is
JULIUS Winsome býr í kofa í skógi í
Maine sem einangraður er með bók-
um, 3.282 bókum. Hann lifir fábrotnu
lífi, les í bókunum,
sýslar í kringum
kofann og lærir
utanað orð úr
verkum Shake-
speare. Eini félagi
hans er hund-
urinn Hobbes.
Haust eitt ber svo
við að hundurinn
er skotinn og það
á heldur en ekki eftir að draga dilk á
eftir sér.
Saga Julius Winsome kemur smám
saman í ljós og ekki bara saga hans
heldur og saga föður hans og afa og
ekki síst saga Lee-Enfield .303 riffils-
ins sem á eftir að koma mjög við
sögu. Winsome er einrænn og sér-
lundaður, en lesandinn fær samúð
með honum er hann tregar Hobbes
vin sinn, þó viðbrögð hans séu óneit-
anlega vel yfir strikið.
Gerard Donovan vann sér orð sem
ljóðskáld áður en hann sneri sér að
skáldsagnaritun og vakti talsverða
athygli með sinni fyrstu bók, Scho-
penhauer’s Telescope, en aðrar bæk-
ur eru Doctor Salt, Julius Winsome,
sem hér er tekin til kosta, og Sunless,
sem er Doctor Salt endurrituð. Text-
inn hjá honum er oft skáldlegur og
margt í þessari bók er listavel skrif-
að, en hann á erfiðara með að skrifa
samtöl manna í millum. Þannig er
lýsingin er hann grefur hundinn
einkar vel skrifuð og eins eru margar
af náttúruhugleiðingum Winsome, en
samtal hans við sinn helsta fjanda
undir lokin er stirðbusalegt og laust
við ljóðrænu. Fín bók samt.
Hundsins
hefnt
Julius Winsome eftir Gerard Donovan. Fa-
ber and Faber gefur út. 215 bls. kilja.
Árni Matthíasson
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. The Force Unleashed – Sean
Williams
2. Smoke Screen – Sandra Brown
3. The Guernsey Literary and Po-
tato Peel Pie Society – Mary
Ann Shaffer og Annie Barrows
4. The Bourne Sanction – Eric Van
Lustbader
5. The Host – Stephenie Meyer
6. Acheron – Sherrilyn Kenyon
7. Moscow Rules – Daniel Silva
8. The Story of Edgar Sawtelle –
David Wroblewski
9. Off Season – Anne Rivers Sid-
dons
10. The Lace Reader – Brunonia
Barry
New York Times
1. Pride and Prejudice – Jane Aus-
ten
2. The Book Thief – Markus Zusak
3. Second Glance – Jodi Picoult
4. The Road Home – Rose Tremain
5. The Other Queen – Philippa
Gregory
6. The Forgotten Garden – Kate
Morton
7. Bones of the Hills – Conn Iggul-
den
8. The Reluctant Fundamentalist –
Mohsin Hamid
9. The Kite Runner – Khaled Hos-
seini
10. The Ghost – Robert Harris
Waterstone’s
1. Not in the Flesh – Ruth Rendell
2. Appeal – John Grisham
3. Book of the Dead – Patricia
Cornwell
4. The Bone Garden – Tess Gerrit-
sen
5. Twilight – Stephenie Meyer
6. New Moon – Stephenie Meyer
7. Eclipse – Stephenie Meyer
8. Breaking Dawn – Stephenie
Meyer
9. Making Money, Terry Pratchett
10. What I Talk About When I Talk
About Running – Haruki Mura-
kami
Eymundsson
RÚMLEGA sjö hundruð ævisögur Adolfs Hitlers hafa
verið skrifaðar en mun minna hefur farið fyrir áhuga á
hinni staðföstu ástkonu hans, Evu Braun. Nú er komin
út fyrsta ævisaga Evu Braun sem skrifuð hefur verið af
konu. Höfundurinn er Angela Lambert og bók hennar
nefnist The Lost Life of Eva Braun. Bókin hefur vakið
athygli og fengið góða dóma.
Við samningu bókarinnar náði Lambert tali af frænku
Evu Braun, Gertraud,sem mundi vel eftir henni og sagði
við höfundinn að það hefði þjakað sig alla ævi að ástkær
frænka sín hefði fórnað lífi sínu fyrir fjöldamorðingja.
Lambert hafði einnig aðgang að dagbókarbrotum Evu
Braun frá árinu 1935 en þar kemur greinilega fram að
hún var afar óviss um tilfinningar Hitlers sem hún elsk-
aði einlæglega.
Reyndi tvisvar að fyrirfara sér
Eva Braun var þrjátíu og þriggja ára gömul þegar hún
kaus að deyja með Hitler og hafði þá verið ástkona hans í
fjórtán ár. Nasistaforingjarnir í innsta hring Hitlers
veittu henni enga athygli og eiginkonur þeirra litu niður
á hana.Umheimurinn vissi ekki af henni og árið 1944
taldi breska leyniþjónustan að hún væri ritari Hitlers.
Bílstjóri Hitlers kallaði Evu óhamingjusömustu konu
Þýskalands. Hún reyndi tvisvar að fyrirfara sér og virt-
ist með því vera að kalla á athygli Hitlers sem var skeyt-
ingarlaus um tilfinningar hennar. Með árunum breyttist
samband þeirra Hitlers og hann fór að meta tryggð
hennar og umhyggju. Þegar ráðskona Hitlers, sem hafði
lítið dálæti á Evu, spurði hann hvernig hann gæti þolað
blaðrið í henni svaraði Hitler: „Eva fær mig til að gleyma
hlutum sem ég vil ekki hugsa um. Hún veitir mér hvíld.“
Blíðlynd og góð
Albert Speer sagði að Eva hefði verið glaðlynd, blíð-
lynd og góð. Hún var ekki gyðingahatari og ekki félagi í
nasistaflokknum og hafði engan áhuga á stjórnmálum.
Hún sýndi ekki af sér yfirlæti og sætti sig við að vera
ósýnilega konan í lífi Hitlers þótt hún þráði ekkert heit-
ara en að verða eiginkona hans.
Höfundur bendir hvað eftir annað á að góðir ein-
staklingar geta orðið yfir sig ástfangnir af illmennum.
Niðurstaða höfundarins er að Eva Braun hafi verið góð
manneskja sem hafi lítið sem ekkert vitað af grimmd-
arverkum nasista. Hitler hafði enga trú á því að konur
hefðu vit á pólitík og ræddi þau mál síst af öllu við Evu
sem lifði mjög einangruðu lífi og hafði á tímabili hvorki
aðgang að dagblöðum eða útvarpi.
Enginn getur stöðvað mig
Frænka Evu Braun, Gertraud, sagði hana óham-
ingjusömustu konu sem hún hefði hitt, hún hefði haft lít-
ið við að vera, lokuð frá umheiminum, og þess vegna eytt
dögunum í að skipta um föt og hárgreiðslu oft á dag.
Þegar höfundur spurði Gertraud hvað Eva hefði þráð
var svarið: „Það eina sem hún vildi var að vera elskuð.“
Kunningjakona Evu spurði hana eitt sinn hvað hún
myndi gera ef Þjóðverjar töpuðu stríðinu. „Ég mun
deyja með honum,“ svaraði hún. Kunningjakonan benti
henni á að þar sem hún væri óþekkt gæti hún flúið land.
Svar Evu var: „Heldurðu að ég myndi láta hann deyja
einan. Ég verð með honum til síðustu stundar. Ég hef
tekið ákvörðun. Enginn getur stöðvað mig.“
Forvitnilegar bækur: Ný bók um Evu Braun
Vansæl ástkona
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
Eva Braun Ný ævisaga hennar vekur athyli.