Morgunblaðið - 06.09.2008, Síða 2

Morgunblaðið - 06.09.2008, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is 7.400 FERMETRA viðbygging sem Nýsir er að reisa við Egilshöll er langt á veg komin. Stefnt er að því að opna fjóra bíósali sem Sam- bíóin munu reka, í byrjun nóvem- ber, að sögn Haralds L. Haralds- sonar, framkvæmdastjóra Egils- hallar. Viðbyggingin er á tveimur hæðum og eru bíósalirnir á efri hæð, en á þeirri neðri er gert ráð fyrir keilusal. Haraldur segir að þeim áformum hafi verið slegið á frest, en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að Nýsir ræki keilu- salinn. „Fjármagn er dýrt í dag og við erum að fara yfir okkar mál,“ segir Haraldur. Gert sé ráð fyrir að Nýsir bjóði reksturinn út. Í Egilshöll er fyrir ýmis starf- semi, svo sem skautasvell, fót- boltasvæði, líkamsræktarstöð og fimleikasalur. Þá er þar veitinga- aðstaða. Hana hefur Nýsir rekið en henni var lokað í sumar. „Við erum að breyta skipulagi hjá Nýsi,“ segir Haraldur. Félagið ætli hér eftir að stefna á að reka ekki sjálft einstaka starfsemi í Egilshöll, heldur þjóna rekstr- araðilum í húsinu. Því verði veit- ingaaðstaðan boðin út. Haraldur segir ljóst að lægð í efnhagslífinu hafi haft einhver áhrif á framkvæmdirnar við Egils- höll. Þær hafi staðið lengi yfir, en ekki hafi komist verulegur kraftur í þær fyrr en eftir áramót. „Ljóst er að það er erfitt að opna aðstöðu eins og keiluhöll og annað á svona tímum,“ segir hann. Þessa dagana er unnið að því af krafti í Egilshöll að ljúka við bíó- salina fjóra, en til stendur að frum- sýna nýja James Bond-mynd í bíóinu í nóvemberbyrjun. „Bygg- ingin er langt á veg komin. Það er verið að loka húsinu og byrjað að slá upp grindum fyrir bíóbekkina,“ segir Haraldur. Morgunblaðið/Kristinn Framkvæmdir Stutt er í að nýtt bíó á vegum Sambíóanna hefji starfsemi í Egilshöll, en í bíóinu verða fjórir sýningarsalir. Bond byrjar í Egilshöll  Nýsir frestar áformum um keilusal og hefur lokað veitingaaðstöðu í höllinni  „Það er erfitt að opna aðstöðu eins og keiluhöll og annað á svona tímum“ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SÍLDVEIÐI er heldur að glæðast í Síldarsmugunni. Þar hafa fimm ís- lensk vinnsluskip verið að leita eftir að botninn datt úr veiðunum austan við land og meginhluti flotans fór í land. Nú eru skipin aftur að tínast af stað, það fyrsta fór í gær fljót- lega eftir að fréttir bárust af risa- hali hjá Aðalsteini Jónssyni SU. „Það hljóp aðeins á snærið hjá okkur í nótt,“ segir Agnar Guðnason, stýrimaður á Aðalsteini Jónssyni, skipi Eskju á Eskifirði. Skipið togar tvíburatroll með Hákoni EA. Agnar segir að túrinn hafi staðið í um viku en aflinn ekki verið upp á marga fiska, þar til í nótt. Töluvert hafi verið leitað. „Hún hefur verið að gefa sig í myrkri en stingur sér um leið og það fer að skíma, um þrjúleytið á nótt- unni,“ segir Agnar. „Það var kastað á þetta um níuleytið í gærkvöldi og dregið í þokkalegum lóðningum og flekkjum en það var ekkert sem benti til þess að þetta yrði svona mikið,“ segir Agnar en upp komu um 800 tonn sem er tvöfalt meira en skipin þurfa til vinnslunnar. Síldin kemur kramin úr svona risa- hali, er ekki hæf til frystingar og verður því landað til bræðslu. „Hún er brellin þessi síld, hefur alltaf verið brellin og mun alltaf verða,“ segir Agnar. Ætlunin var að reyna aftur á sömu slóðum í nótt. Útgerðarstjórarnir hafa fylgst grannt með fréttum úr Síldarsmugunni, tilbúnir að senda skipin af stað. Fiskisagan flýgur og í gær ákvað útgerðarstjóri HB Granda að senda skipin af stað. Eitt skip átti að fara í gær og tvö í dag. Fleiri voru í svipuðum hugleið- ingum. Ísfélag Vestmannaeyja er með tvö vinnsluskip á miðunum og útgerðarstjórinn sagðist í gær ætla að hinkra aðeins með að senda fleiri skip af stað, þar til málin skýrðust. Torfurnar að þéttast í Síldarsmugunni Aðalsteinn Jónsson og Hákon fengu risahal Morgunblaðið/Kristján Hvað er Egilshöll stór? Eftir að viðbyggingin verður tilbúin verður húsnæðið alls rúmir 31.000 fermetrar. Hvað er í Egilshöll? Í húsnæðinu eru m.a. íþrótta- og sýningarhallir og er húsinu ætla að vera miðstöð fyrir íþrótta- og menningarstarfsemi. Gert er ráð fyrir að í viðbyggingunni verði 34 brauta keiluvöllur ásamt veitingaaðstöðu. Þar verða líka fjór- ir bíósalir sem alls munu rúma um 800 manns. Húsnæðið var fyrst tekið í notkun árið 2002 en gert er ráð fyrir að fyrstu hlutar viðbyggingarinnar verði teknir í notkun í haust. S&S Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „ÉG tefli mun betur núna en í fyrra. Ég varð fyrir dálitlu áfalli í fyrra. Þá tapaði ég tveimur skák- um í röð,“ segir Hannes Hlífar Stefánsson, sem í gærkvöldi inn- siglaði tíunda Ís- landsmeist- aratitil sinn í skák á síðustu ellefu árum. Sigurinn er öruggur enda er enn ein umferð eftir án þess að nokkur eigi möguleika á því að vinna upp forskotið. Enginn með jafnmarga titla Hannes hefur unnið síðustu tíu skipti sem hann hefur tekið þátt í Skákþingi Íslands, en hann var ekki með árið 2000. „Þetta er bara mjög góð tilfinning. Það er alltaf gaman að vinna þetta mót, ekki síst núna þegar maður er að bæta eigið met,“ segir Hannes. Enginn hefur unnið mótið jafnoft og hann, en tveir menn hafa unnið það sjö sinnum. Þeir Eggert Gilfer, á tímabilinu 1918-1942, og Baldur Möller á ár- unum 1938-1950. Þá hafa þrír aðrir menn orðið sexfaldir meistarar, þeir Ásmundur Ásgeirsson, Friðrik Ólafsson og Helgi Ólafsson. Langbestur um þessar mundir Í gærkvöld hafði Hannes betur gegn Guðmundi Kjartanssyni og Róbert Harðarson vann Henrik Danielsen. Þar með munar tveimur vinningum á Hannesi og Henrik, svo sigurinn er í höfn. Á heimasíðu Skáksambands Íslands segir að með þessu hafi Hannes enn á ný sýnt fram á að hann sé langbesti ís- lenski skákmaður samtímans. Aðspurður kveðst Hannes reyna að æfa sig eitthvað á hverjum degi en fyrir mót eru æfingar stífari og 2-3 tímar teknir sérstaklega fyrir hverja skák. Hann er búsettur í Prag í Tékklandi um þessar mundir og flaug heim til að taka þátt í mótinu. Hann útilokar ekki þátt- töku aftur að ári. 17. september hyggur hann á þátttöku í skákmóti í Texas í Bandaríkjunum. | 33 Hannes meistari í 10. skipti „Ég tefli mun betur núna en í fyrra“ Hannes Hlífar Stefánsson flugfelag.is Fundarfriður SNÆFELLSJÖKULL DRANGJÖKULL REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Markvissir fundir í friði og ró Upplýsingar: Sími 570 3075 hopadeild@flugfelag.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.