Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 13 NÝLEGA var Dyngjunni fært gjafabréf að upphæð 500 þúsund kr., sem er framlag fjölskyldu og vina Kristínar Maríu Gísladóttur á níræðisafmæli hennar. Dyngjan er áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið áfengis og/ eða fíkniefnameðferð. Kristín er félagi í Hvítabandinu, líknarfélags sem stutt hefur Dyngj- una. Kristín afþakkar allar gjafir á afmæli sínu aðrar en þær sem hún getur látið renna til Dyngjunnar. Gjöf Kristín María og Edda Guð- mundsdóttir hjá Dyngjunni. Dyngjunni færð gjöf DAGANA 7.-9. september fer fram ráðstefna við Háskólann á Akureyri, í samstarfi við Háskóla Sameinuðu þjóðanna fyrir æðri menntun í Japan og fleira aðila um stöðuna á heim- skautasvæðunum. Helstu sérfræð- ingar heims í málefnum þessu tengdum koma saman og ræða þörf fyrir nýja löggjöf vegna viðkvæmrar stöðu á heimskautasvæðunum en ís- inn er þar á undanhaldi. Þar með skapast rými fyrir siglingar, fisk- veiðar og aðrar auðlindir sem áður voru utan seilingar. Ráðstefna um heimskautin NÝ heimasíða Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna var opn- uð sl. þriðjudag í tilefni af 17 ára af- mæli samtakanna og voru samtökin með opið hús á skrifstofu félagsins af því tilefni. Slóðin á heimasíðuna er www.skb.is og var síðan unnin af ARDE-skrifstofuþjónustu og var öll vinna við heimasíðuna unnin endur- gjaldslaust. Ný heimasíða AÐ gefnu tilefni og í ljósi umræð- unnar í samfélaginu um einelti und- anfarnar vikur vill stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra ítreka mikilvægi þess að skólastjórn- endur, foreldrar og nemendur láti eineltismál í skólum til sín taka. Ein- elti er dauðans alvara og afleiðingar þess geta haft langvarandi áhrif á einstaklinga. Mikilvægt er því að allt skólasamfélagið axli ábyrgð. „Samtökin heimili og skóli telja afar mikilvægt að allir skólar á land- inu hafi virka eineltisáætlun og benda á að margir skólar hafi tekið upp slíka áætlun s.s. Olweusaráætl- unina sem hefur víða reynst mjög vel,“ segir í tilkynningu. Vilja aðgerðir gegn einelti Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Bíldudalur | „Þetta er besta fyrir- tækið sem hér hefur verið, góður og fjölbreyttur vinnustaður,“ segir Jón Kr. Ólafsson söngvari á Bíldudal. Hann ræðir um Rækjuverksmiðjuna sem Gísli Jónsson athafnamaður stofnaði á Bíldudal og opnaði með mikilli viðhöfn fyrir réttum sjötíu ár- um. Jón vill að Gísla verði reistur minnisvarði á Bíldudal. Gísli Jónsson byggði rækjuverk- smiðju og fiskimjölsverksmiðju á Bíldudal 1938 og beitt sér fyrir byggingu hafskipabryggju og lagn- ingu vatnsveitu. Allt var þetta vígt sunnudaginn 4. september þetta ár. Af því tilefni efndi Gísli til mikillar hátíðar á staðnum. Leigði meðal annars Gullfoss til að flytja um 250 manns vestur, þar á meðal Lúðra- sveit Reykjavíkur. Var skipið drekk- hlaðið af fólki, meðal annars sofið í lestinni. Einnig var við athöfnina fjöldi innansýslumanna, eins og greint var frá í Morgunblaðinu. Bíldudals grænar baunir Gísli stofnaði verksmiðju sína í framhaldi af því að ísfirskir sjómenn höfðu fundið rækju í Arnarfirði. Nið- ursuða rækju þótti þá arðvænleg at- vinnugrein og fékk Gísli Þorvald Guðmundsson í Síld og fisk til að að- stoða sig við að koma upp verk- smiðju. Rækjuverksmiðjan var búin góðum tækjum, var líklega sú besta á landinu á sínum tíma. Hægt var að framleiða 7500 dósir á dag og fyr- irtækið veitti 90 manns vinnu. Auk rækjunnar var soðið niður kjöt, fisk- ur og grænmeti. Ein af afurðum verksmiðjunnar, Bíldudals grænar baunir, varð seinna landsþekkt og í hugum margra tákn fyrir staðinn. Hafliði Magnússon rithöfundur hefur verið að skrifa bók þar sem Jón Kr. Ólafsson, söngvari á Bíldu- dal, segir frá lífshlaupi sínu en Jón vann lengi í niðursuðuverksmiðjunni og á góðar minningar frá þeim tíma. Þeir félagarnir hafa verið að rifja upp sögu ýmissa manna sem settu svip á staðinn, meðal annars Gísla Jónssonar. „Mér finnst það leið- inlegt þegar merkir menn týnast. Gísli Jónsson var stórveldi á þessum stað en hefur alveg gleymst,“ segir Jón en hann vill að Gísla verði reist- ur minnisvarði á Bíldudal. Rækjuverksmiðjan varð Nið- ursuðuverksmiðjan á Bíldudal hf. og síðar Matvælaiðjan hf. Rekstri henni var hætt fyrir mörgum árum. Húsið var um tíma nota undir sláturhús en nú hefur því verið fundið nýtt hlut- verk því verið er að setja þar upp skrímslasetur. Gullfoss á Bíldudal Fjölmenni var við hátíðahöld á Bíldudal þegar Gísli Jónsson opnaði fyrirtæki sín 4. september 1938. Gullfoss kom með gesti að sunnan en Bílddælingar og nærsveitamenn létu sig heldur ekki vanta. Gullfoss flutti gestina á opnunarhátíðina Gísli Jónsson var fæddur á Álftanesi 1889 en flutti með foreldrum sín- um að Bakka í Arnarfirði þar sem faðir hans gerðist kaup- maður. Meðal bræðra hans voru Guðmundur Kamban rithöfundur og Björn Blöndal löggæslumaður. Gísli nam járnsmíði og vélsmíði og fékk vélstjóraskírteini nr. 1 að loknu námi við Vélstjórnarskóla Ís- lands. Hann starfaði sem vélstjóri og síðar umsjónarmaður skipa og véla ríkisins. Hann stundaði jafn- framt eigin atvinnurekstur. Þannig keypti hann Bíldudal og byggði upp fyrirtæki þar. Fimmtán árum eftir stofnun fyrirtækjanna gáfu Gísli og kona hans, Hlín Þorsteins- dóttur, Suðurfjarðarhreppi allar óseldar lóðir og lendur sínar á Bíldudal. Gísli var alþingismaður Barð- strendinga og síðar Vestfirðinga á árunum 1942 til 1963 að und- anskildum þremur árum. Hann lést 1970. Fékk fyrsta vélstjóraskírteinið STJÓRN Sagnfræðingafélags Ís- lands hefur skrifað forseta Alþingis bréf þar sem farið er fram á að Al- þingi tryggi að þingmenn og starfs- fólk fari í öllu eftir þeim lögum sem gilda um Alþingistíðindi og líti ekki undan þegar þingmenn geri efnis- breytingar umfram auðsæjar og sannanlegar villur, sem kveðið er á í lögum um þingsköp. Í bréfinu segir að fjölmiðlar hafi vakið athygli á því að við yfirlestur á þingræðu til birtingar í Alþingistíð- indum á netinu hafi þingmaður breytt merkingu ummæla sem hann lét falla í ræðustól á Alþingi. Í kjöl- farið hafi komið í ljós að slík iðja er nokkuð algeng þó hún sé skýrt brot á lögum og reglum um birtingu þing- skjala og -ræðna. Í bréfinu er vísað til þingskapa Alþingis þar sem segir, að í Alþingistíðindum megi ekkert undan fella sem þar á standa og fram hafi komið í þinginu og hljóðupptaka beri með sér. „Að það skuli tíðkast að þingmenn breyti efni og merkingu ummæla sinna eru slæmar fréttir fyrir sagnfræðinga og annað fræða- fólk sem notar þingtíðindi sem heim- ildir. Það gefur auga leið að ummæli sem raunverulega féllu á þingi eru allt annars eðlis en þau ummæli sem þingmenn hefðu viljað látið falla eftir umtalsverð umhugsun og sjálfsrit- skoðun. Þessi eðlismunur hefur grundvallaráhrif á þær ályktanir sem fræðimenn draga af þessum heimildum. Það jaðrar því við sögu- fölsun þegar þingmenn gera efnis- og merkingarlegar breytingar á orð- um sínum í trássi við lög og reglur sem eiga einmitt að tryggja að slíkt eigi sér ekki stað,“ segir í bréfinu. Þingræðum verði ekki breytt Morgunblaðið/Árni Sæberg Sagnfræði Þingmenn mega ekki breyta ræðum skv. þingsköpum. Fyrirlesturinn er í boði tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykavík í samstarfi við Taugavísindafélag Íslands. Fyrirlesturinn er um nám og minni og verður haldinn á ensku. Í fyrirlestrinum mun Tonegawa gefa yfirlit yfir rannsóknir sínar sem hafa varpað nýju ljósi á sameindalíffræðilegar undirstöður náms og minnis. Dr. Susumu Tonegawa er prófessor við MIT háskólann í Boston, Bandaríkjunum. Hann hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar, þar á meðal fékk hann Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði eða læknavísindum árið 1987. Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn má finna á hr.is/fyrirlestrartvd NÓBELSVERÐLAUNAHAFI Í LÆKNAVÍSINDUM FLYTUR FYRIRLESTUR Í HR Nóbelsverðlaunahafinn Susumu Tonegawa flytur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 6. september kl 14:00 – 15:00 í húsakynnum Háskólans í Reykjavík, Ofanleiti 2 í stofu 101.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.