Morgunblaðið - 06.09.2008, Page 30

Morgunblaðið - 06.09.2008, Page 30
30 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Magnús Þór-arinsson fæddist í Nýjabæ á Eyrarbakka 23. júní 1923. Hann lést á heimili sínu að kvöldi 29. ágúst síðast- liðins. Hann var sonur Þórarins Einarssonar frá Grund á Eyr- arbakka, f. 7. október 1885, d. 16. maí 1930 og Oddnýjar Magn- úsdóttir frá Nýjabæ á Eyrarbakka, f. 11. maí 1889, d. 6. mars 1982. Systkini Magnúsar eru Jón, f. 1913, d. 1914, Þorbergur Jón, f. 1915, d. 1989, Geirlaug, f. 1916, d. 2000, Ingvar, f. 1919, d. 1940, Magnea, f. 1920, d. 1996, Lilja, f. 1921, d. 2004, og Einar, f. 1928, býr á Eyr- arbakka. Magnús var á 7. ári þegar faðir hans lést frá konu sinni og 7 börnum. Magnús ólst upp á Eyr- arbakka og átti heima þar alla sína ævi, hann stundaði nám við Barna- skólann á Eyrarbakka. Þegar skólagöngu lauk fór hann að vinna fyrir sér. elsið á Litla-Hrauni. Sonur Sig- urbjargar er Sigurður Guðbjörn Sigurjónsson, skipstjóri í Vest- mannaeyjum, f. 8. september 1948, kvæntur Evu Andersen frá Vest- mannaeyjum, f. 1. nóvember 1948. Synir þeirra eru Magnús, f. 15. des- ember 1973, hann á fjóra syni, og Gunnar, f. 14. ágúst 1975, hann á tvo syni. Sonur Sigurðar er Einar Gunnar, f. 2. júlí 1971, hann á tvo syni. Árið 1957 byggðu Magnús og Sigurbjörg sér einbýlishús á Eyr- arbakka, sem þau gáfu nafnið Sæ- berg, þar átti hann heima í 51 ár. Magnús vann hin ýmsu störf bæði til sjós og lands, m.a. á vertíðum á bátum frá Vestmannaeyjum, Þor- lákshöfn og Eyrarbakka, einnig í Plastiðjunni á Eyrarbakka, Raf- magnsveitum ríkisins og við hafn- argerð á Eyrarbakka, Pósti og síma við lagningu á síma um sveitir landsins, byggingu Búrfellsvirkj- unar, hjá Hraðfrystistöð Eyr- arbakka hf. hjá Einarshöfn hf .og sem aðstoðarmaður í eldhúsi fang- elsins á Litla-Hrauni frá 1980 til ár 1998 þá að verða 75 ára gamall. Magnús verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Magnús gekk í hjónaband hinn 6. júni 1959 með Sigurbjörgu Guðmundsdóttur frá Steinskoti á Eyr- arbakka, f. 20. maí 1925, d. 6. ágúst 2007, dóttur Guðmundar Jónssonar, bónda í Steinskoti, f. 26. októ- ber 1886, d. 26. ágúst 1973 og Ragnheiðar Sigurðardóttur, hús- freyju í Steinskoti, f. 22. maí 1895, d. 17. febrúar 1975. Synir Magnúsar og Sigurbjargar eru: 1) Guðmundur húsasmíðameistari, f. 10. október 1958, býr á Eyrarbakka og starfar sem fangavörður við fangelsið á Litla-Hrauni, sambýliskona María E. Bjarnadóttir, f. 23. febrúar 1965. Dóttir þeirra er Sigurbjörg, f. 21. ágúst 2002. Dóttir Maríu frá fyrra hjónabandi er Guðrún Telma Þorkelsdóttir, f. 20. júní 1992. 2) Ingvar húsasmíðameistari, f. 13. apríl 1962, býr á Eyrarbakka og starfar sem fangavörður við fang- Elsku afi. Mér finnst svo leiðinlegt að þú sért dáinn. Þú varst svo góður við mig. Þú passaðir mig stundum eftir leikskóla. Þá spiluðum við eða þá að ég púslaði og teiknaði og þú að- stoðaðir mig. Við fórum líka stund- um út á hól og þú fylgdist með mér að róla og klifra. Nú ert þú kominn til ömmu að hvíla þig hjá guði. Takk fyrir allt, elsku afi. Þín afastelpa. Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Magnús Þórarinsson ✝ Guðfinna Ólafs-dóttir fæddist á Syðra-Velli í Flóa í Árnessýslu 19.7. 1922. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 28. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Sveinn Sveinsson, f. 15.1. 1889, d. 17.7. 1976 og Margrét Steinsdóttir, f. 17.5. 1890, d. 18.12. 1970, bændur á Syðra- Velli í Flóa. Systkini Guðfinnu eru Sigursteinn, f. 1914, Guðrún, f. 1915, Sveinbjörn, f. 1916, Ólafur, f. 1917, d. 2005, Ingv- ar, f. 1919, d. 2007, Gísli, f. 1920, d. 1920, Ólöf, f. 1921, d. 2007, Krist- ján, f. 1923, Soffía, f. 1924, Mar- grét, f. 1925, Sigurður, f. 1928, Gísli, f. 1929, d. 1991, Aðalheiður, f. 1930, Jón, f. 1931, og Ágúst Helgi, f. 1934. Guðfinna giftist 2.5. 1942 Odd- geiri Guðjónssyni bónda og hrepp- stjóra í Tungu í Fljótshlíð, f. 4.7. 1910. Hann er sonur Guðjóns Jóns- sonar og Ingilaugar Teitsdóttur, bænda í Tungu. Börn þeirra eru: 1) Guðlaug læknaritari á Hvolsvelli, f. 1945, gift Sigurði Sigurðssyn, húsasmíðameistara, f. 1942. Þeirra börn eru a) Elín Rósa alþjóða- stjórnmálafræðingur, f. 1967, bú- sett í Reykjavík. b) Sigurður Odd- geir vörustjórnunarfræðingur í Reykjavík, f. 1972. Kona hans er Guðfinna ólst upp á Syðra-Velli í Gaulverjabæjarhreppi og gekk þar í barnaskóla. Hún stundaði nám við Ljósmæðraskóla Íslands árin 1957–1958 og lauk prófi það ár. Guðfinna var bóndi og húsfreyja í Tungu í Fljótshlíð frá 1942–1991. Eftir að hún lauk ljósmæðraprófi var hún fyrst ljósmóðir í Fljótshlíð- inni og síðar einnig í Holtahreppi. Hún starfaði sem ljósmóðir á Sjúkrahúsi Suðurlands frá árinu 1966 til starfsloka 1992. Guðfinna var ljósmóðir af lífi og sál og eru ófáir þeir Sunnlend- ingar sem hún hjálpaði í heiminn. Hún hafði gaman af að ferðast, kynnast framandi löndum og nýju fólki. Hún hélt upp á áttræð- isafmælið sitt í Portúgal ásamt Ólöfu systur sinni og rúmlega átt- ræð heimsótti hún dótturdóttur sína í Mósambík. Þá eru ótaldar styttri ferðir innanlands og utan. Guðfinna hafði yndi af hvers kyns prjónaskap og eiga margir listi- lega prjónaða kjóla og annan klæðnað eftir hana. Guðfinna var mikil jafnréttiskona, um margt óhefðbundin og á undan sinni kyn- slóð. Hún var fróðleiksfús, fylgin sér og lét fátt standa í veginum fyrir því að láta drauma sína ræt- ast. Hún hvatti börn sín og barna- börn til mennta og studdi á allan hátt. Hún fylgdist einnig af áhuga með fyrstu skrefum lang- ömmudrengjanna við leik og nám. Guðfinna var vel gift og studdi Oddgeir hana í hverju því sem hún tók sér fyrir hendur. Útför Guðfinnu verður gerð frá Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hallveig Sigurð- ardóttir hár- greiðslumeistari, f. 1963. Sonur þeirra er Sigurður Oddgeir, f. 2004. Dætur Hall- veigar frá fyrra hjónabandi eru Þór- halla Mjöll og Rakel Sif, f. 1994. 2) Ólafur Sveinn dýralæknir í Ayton í Skotlandi, f. 1951, kvæntur Fionu MacTavish hjúkr- unarfræðingi, f. 1956. Þeirra synir eru a) Geir nemi í vélaverkfræði í Ed- inborg í Skotlandi, f. 1988. b) Brynjar nemi í efnaverkfræði í Ed- inborg í Skotlandi, f. 1989. Ólafur var áður kvæntur Elínu Margréti Jóhannsdóttur, f. 1952. Dætur þeirra eru a) Hulda hag- og tölv- unarfræðingur í Kópavogi, f. 1970. Hennar maður er Árni Jón Egg- ertsson hagfræðingur, f. 1970. Synir þeirra eru Ólafur Þorri, f. 1996, Kjartan Bjarmi, f. 1998 og Elvar Breki, f. 2002. b) Berglind læknir í Schriesheim í Þýskalandi, f. 1976. Hennar maður er Alexand- er Biesinger eðlisfræðingur, f. 1972. Synir þeirra eru Róbert, f. 2002 og Daníel, f. 2005. c) Arndís Finnaviðskiptafræðingur og nemi í hjúkrunarfræði í Uddevalla í Sví- þjóð, f. 1978. Sambýlismaður henn- ar er Niklas Johansson nemi í verkfræði, f. 1974. Sonur þeirra er Rasmus Bjarki, f. 2008. „Komdu nú sæl. Ég er búin að ætt- bókarfæra þig.“ Svona hófust mín fyrstu kynni af Guðfinnu í Litlagerði 18. Hún var ekkert að tvínóna við hlutina , heldur gekk hreint og beint til verks. Dóttursonurinn var mættur með konuefnið sitt til Hvolsvallar. Þann 1. júlí 2004 kom síðan í heiminn lítill langömmustrákur. Tekin var næsta rúta til Reykjavíkur og stoltur faðir tók á móti þér á umferðarmið- stöðinni. Nú skyldi langömmudreng- urinn tekinn út og skoðaður. Hann stóðst allar þínar prófanir með glans. Það leyndi sér ekki að þar var fag- manneskja að verki. Handleiðsla þín var vel þegin, enda komin heil tíu ár síðan ég átti tvíburadætur mínar. Dætrum mínum reyndist þú ætíð sem sönn langamma. Þér var mikið umhugað um velferð þeirra, einkum þegar námið var annars vegar. Þú hvattir þær óspart til dáða að vera duglegar og iðnar að læra. Það yrði þeirra stærsta og besta veganesti út í lífið. Við mæðgurnar verðum dugleg- ar að segja litla manninum frá ömmu- löngu. „Amma langa er komin til englanna og Kisu,“ sagði sá stutti. Brottför þín bar brátt að. Þú varst alltaf á óttalegri hraðferð. Stolt varstu af afkomendum þínum og hafðir ríka ástæðu til. Þín mun verða sárt saknað, enda styrkur stofn sem fallinn er nú frá. Nú ert þú lögð af stað í heimsreisu með landabréfabókina góðu í fartesk- inu. Góða ferð Guðfinna okkar og takk fyrir samfylgdina. Guð geymi þig. Elsku Oddgeir langafi, við vottum þér okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og fjölskyldu þinni allri. Hallveig Sigurðardóttir, Rakel Sif og Þórhalla Mjöll Magnúsdætur. Amma fór stundum án þess að kveðja, henni lá svo mikið á. Hún var nútímakona, femínisti, fordómalaus og afar góð fyrirmynd. Veganesti hennar til mín var: Allt er hægt, engin takmörk. Trúðu á þig, því eina hindr- unin ert þú sjálf og aldrei gefast upp. Ég naut þeirra forréttinda að eyða sem barn sumrum hjá afa og ömmu á meðan þau bjuggu enn í Tungu. Þau kenndu mér að lesa og meta bækur og hvers kyns fróðleik. Amma þráði að Guðfinna Ólafsdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR ÞORVALDSDÓTTUR, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 17. ágúst. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki deildar 14E, Landspítalanum við Hringbraut. Áslaug Gísladóttir, Kristján Kristjánsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Þórður Harðarson, Hjörtur Kristjánsson, Jón Ragnar Kristjánsson, Guðrún Ósk Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS BECK. Einnig færum við öllu starfsfólki á deild K1 á Landspítala, Landakoti, sérstakar þakkir, sömuleiðis öllu starfsfólki Droplaugarstaða þakkir fyrir umhyggjuna síðustu mánuði. Guðný Sigurðardóttir, Brynja Beck, Sölvi S. Arnarson, Axel Þór Beck, Sigurður Pálsson Beck, Hrefna Egilsdóttir, Kristín Þóra Pálsdóttir Beck, Rögnvaldur S. Cook, Rikarður Pálsson Beck, Elísabet Rafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR Þ. BENEDIKTSSON fyrrv. framkvæmdastjóri, sem lést 30. ágúst, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 8. september kl. 15.00. Erna Hauksdóttir, Júlíus Hafstein, Þorvaldur Á. Hauksson, Kolbrún H. Jónsdóttir, Benedikt Hauksson, Steinunn G. Kristinsdóttir, Haukur Þór Hauksson, Ásta Möller, Hörður Hauksson, Jóna Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN EYSTEINN SIGURÐSSON bifvélavirkjameistari, Steinagerði 1, Reykjavík, lést miðvikudaginn 6. ágúst á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. september kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta hjúkrunarheimilið Skjól eða Alzheimerssamtökin njóta þess. Sigurður Mar Stefánsson, Soffía Helga Magnúsdóttir, Guðmundur Skúli Stefánsson, Gunnar Helgi Stefánsson, Sæunn Halldórsdóttir, Guðrún Margrét Stefánsdóttir, Paul Siemelink, Andri Stefánsson, Harpa María Örlygsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KARÓLÍNA BJÖRG GUNNARSDÓTTIR, Brimnesi, Árskógsströnd, andaðist laugardaginn 30. ágúst. Útförin fer fram frá Stærra-Árskógskirkju föstudaginn 12. september kl. 14.00. Kjartan Gústafsson, Gunnar Gústafsson, Laufey Sveinsdóttir, Emelía Gústafsdóttir, Sigurður Ananíasson, Rúnar Gústafsson, Laufey Guðjónsdóttir, Arnar Gústafsson, Edda Björk Hjörleifsdóttir, ömmu- og langömmubörn.                         

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.